Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
FYRIRSPURNUM til Neytendasamtakanna
vegna fjármálafyrirtækja fjölgaði úr 244 í 815
milli ára. Aukningin er 234% og varð mest í
kjölfar bankahrunsins. Fjöldi almennra fyr-
irspurna jókst jafnframt um 40%, úr um 9.000
árið 2007 í um 12.000 árið 2008. Hildigunnur
Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytenda-
samtökunum, segir að fyrirspurnum hafi í
heild fjölgað nokkuð jafnt en þó hafi fyr-
irspurnum um fjármálafyrirtæki stórfjölgað.
„Aukningin er gríðarlega mikil,“ segir Hildi-
gunnur. „Í fyrra voru erindin um 9.000 og nú
eru þau komin í 12.643. Aukningin er þess
vegna gegnumgangandi, en mest þó í fyr-
irspurnum um fjármálafyrirtæki, þær voru
244 í fyrra en eru núna 815,“ segir Hildigunn-
ur. Jafnframt segir hún fyrirspurnum vegna
ferðalaga hafa fjölgað mjög, svo og vegna
verðlagsauglýsinga. „Það varð rosaleg breyt-
ing á þeim erindum sem við fengum inn í kjöl-
far efnahagsörðugleikanna. Þá fór fólk að spá
í ferðalögin, hvort það gæti hætt við ferðir og
komist út úr þeim og fólk spáði náttúrlega í
rétt sinn gagnvart fjármálafyrirtækjunum.
Þetta eru svona hlutir sem fólk hefur ekkert
verið að spá í fyrr.“ Hún segir þetta vonandi
vera vísbendingu um að Neytendasamtökin
séu að verða sýnilegri og meira áberandi og
neytendur betur meðvitandi.
Fyrirspurnum skipt í tvennt
Hildigunnur segir að ef efnahagsmálin fari
ekki að komast á hreint og svör að fást við öll-
um þeim spurningum sem brenna á fólki megi
búast við áframhaldandi aukningu eftir því
sem líður á árið. „Ef atvinnuleysi eykst og
verðbólga heldur áfram að vaxa mun fyr-
irspurnum bara fjölga áfram þó að þær verði
kannski annars konar,“ segir hún.
Neytendasamtökin skipta fyrirspurnum í
tvennt, annars vegar fyrirspurnir frá fé-
lagsmönnum og hins vegar frá fólki utan fé-
lagsins. Fólk sem er utan félagsins getur lagt
fram fyrirspurnir í gegnum síma en lengra er
gengið í þjónustu gagnvart félagsmönnum.
„Ef neytandi fer til seljanda með þær upplýs-
ingar sem við höfum gefið honum varðandi
rétt sinn og það dugir ekki til verða til svoköll-
uð kvörtunarmál,“ útskýrir Hildigunnur. Þá
hafa Neytendasamtökin milligöngu og taka að
sér að leita sátta ef um félagsmann er að
ræða. „En það hafa allir aðgang að þessum
upplýsingum og geta hringt í okkur,“ segir
hún en bætir við að símatími fyrir utanfélags-
menn sé takmarkaðri heldur en félagsmanna.
Í lok árs 2008 voru 12.400 félagar í Neyt-
endasamtökunum.
Holskefla fyrirspurna eftir hrun
Fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna fjármálafyrirtækja fjölgaði um 234% Fjöldi
almennra fyrirspurna jókst um 40% Fólk veltir m.a. fyrir sér hvort hægt sé að hætta við ferðalög
Spurningar vöknuðu Fyrirspurnum um
fjármálafyrirtæki fjölgaði úr 244 í 815.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
ÍAV hafa frestað tímabundið fram-
kvæmdum við byggingu Tónlistar-
og ráðstefnuhússins við Reykjavík-
urhöfn. Framkvæmdirnar áttu að
hefjast aftur í gær að afloknu jóla-
leyfi starfsmanna.
Í tilkynningu frá ÍAV, sem send
var til fjölmiðla í gær, segir að allra
síðustu mánuði hafi staðið yfir við-
ræður við Austurhöfn TR, sem er
samstarfsvettvangur ríkis og
Reykjavíkurborgar vegna byggingar
og reksturs Tónlistarhússins, um
kaup Austurhafnar á Eignarhalds-
félaginu Portusi, sem er aðili að verk-
samningi við ÍAV um byggingu Tón-
listarhússins. Ekki hafi enn tekist að
ljúka þessum viðræðum, en þær séu
flóknar og snerti m.a. ríkið, Reykja-
víkurborg, Gamla Landsbankann og
Nýja Landsbankann, auk ÍAV.
Þá segir í tilkynningunni að ÍAV
hafi tekið þátt í þessum viðræðum að
hluta til og sýnt mikinn skilning og
þolinmæði. Fyrirtækið hafi ekki
fengið greitt fyrir vinnu við byggingu
hússins í þrjá mánuði og neyðist því
til að fresta framkvæmdum, sem
hefjast áttu í gær, meðan samn-
ingum hefur ekki verið lokið.
Á verkstað hafa unnið á þriðja
hundrað starfsmenn ÍAV og und-
irverktakar, auk þess sem fjöldi und-
irverktaka hefur unnið að verkinu
víðar, að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni.
Erum bjartsýn
„Við treystum okkur ekki til að
fjármagna verkið lengur úr eigin
vasa,“ segir Sigurður Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Austurhafn-
arverkefnisins og starfsmaður ÍAV.
„Þetta eru orðnar stórar fjárhæðir,
en við treystum okkur ekki til að
halda áfram á meðan það er óvissa
um hvort við fáum þessa peninga eða
ekki.“
Sigurður segir að stöðugir fundir
hafi verið haldnir að undanförnu og
samningaviðræður hafi gengið vel.
Það vanti hins vegar endapunktinn
til að klára málið. „Við erum bjartsýn
og vonum að lausn fáist fljótlega og
að við verðum byrjuð aftur innan
ekki langs tíma,“ segir Sigurður.
Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar, segist
hafa vitað síðastliðinn föstudag að
ÍAV myndi ekki hefja vinnu í gær að
loknu jólaleyfi starfsmanna. „Fyr-
irtækið er að minnka sína áhættu af
því að halda áfram að vinna áður en
samningar um framhald á verkinu
hafa verið kláraðir,“ segir Stefán.
Hann segir að ágætar horfur séu á
því að samningum um framhaldið
fari bráðum að ljúka. „Það er von
mín að þessi frestun á vinnu við
byggingunga verði bara tímabundin.
En ekkert er í hendi fyrr en samn-
ingur um framhaldið hefur fengið
umfjöllun hjá eigendum Aust-
urhafnar, það er hjá ríki og borg.“
Stefán segir þetta vera flókið mál
og það þurfi að huga að ýmsum þátt-
um þess. Það taki sinn tíma en vonir
standi til að málalok liggi fyrir fljót-
lega.
Morgunblaðið/RAX
Ekki greitt ÍAV hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu fyrirtækisins við byggingu Tónlistarhússins í þrjá mánuði.
Vinnan frestast
ÍAV fresta tímabundið framkvæmdum við Tónlistarhúsið
Á þriðja hundrað starfsmanna hefur verið á verkstaðnum
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Portus, sem var í eigu Landsbankans og Nýsis,
samdi við ríkið og Reykjavíkurborg á sínum tíma um byggingu tónlistar- og
ráðstefnuhúss við Austurhöfnina í Reykjavík í svonefndri einkaframkvæmd.
Ætlunin var að Portus myndi eiga húsið og reka það, samkvæmt samningi
sem gerður var árið 2003. Samið var hins vegar um að ríkið og Reykjavík-
urborg myndu greiða það til baka á 35 árum, auk rekstrarstyrkja, og var
áformað að greiðslurnar hæfust þegar húsið kæmist í rekstur.
Bygging Tónlistarhússins er rúmlega hálfnuð en áætlað er að húsið kosti
um 15 milljarða króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði tekið í
notkun hinn 1. desember á þessu ári. Eftir fall bankanna í byrjun október-
mánaðar á síðasta ári varð hins vegar ljóst að sú dagsetning myndi ekki
standast. Var fljótlega hægt á framkvæmdum.
Félagið Austurhöfn TR ehf., sem er í 54% eigu ríkisins og 46% eigu
Reykjavíkurborgar, hefur það hlutverk að tryggja að Tónlistarhúsið rísi og
komist í rekstur.
Hægt var á framkvæmdum
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir það mikinn misskilning, sem
gætt hefur undanfarið, að ekkert
hafi verið gert varðandi málarekstur
á hendur breskum stjórnvöldum
vegna aðgerða þeirra gagnvart ís-
lensku bönkunum. Hann upplýsti á
blaðamannafundi í gær að skila-
nefnd Kaupþings mundi fara í mál
við breska ríkið fyrir að hafa sett
dótturfélagið Kaupthing Singer &
Friedlander í greiðslustöðvun í
haust. Skilanefnd Landsbankans er
einnig að athuga sín mál varðandi
málsókn en annars konar frestir til
málshöfðunar gilda um mál Lands-
bankans en mál Kaupþings.
„Það er búið að vinna í þessu máli
baki brotnu á vegum skilanefnd-
arinnar; margir erlendir lögmenn
hafa komið að því og málið verið
undirbúið eins vel og hægt er. Skila-
nefndin mun sjálf skýra frá því
hvernig að öllu því hefur verið stað-
ið. Ég tel að það sé til fyrirmyndar,“
sagði Geir um mál Kaupþings. Auk
málareksturs í Bretlandi er einnig
verið að athuga með að leita til
Mannréttindadómstólsins í Strass-
borg. Þar eru frestir rýmri.
Geir lagði áherslu á að þessi mála-
ferli væru annað mál og í öðrum far-
vegi en deilan og væntanlegir samn-
ingar um Icesave-reikningana.
Sérstök lagaheimild
Ríkisstjórnin hefur fengið sér-
staka lagaheimild til þess að styðja
við bakið á skilanefndunum og
stofna til fjárútláta til stuðnings
þessum málarekstri.
„Við hyggjumst nýta okkur þess-
ar lagaheimildir og teljum mjög
mikilvægt að á það verði látið reyna
hvort lögum í Bretlandi hafi verið
misbeitt gegn íslenskum hags-
munum,“ sagði Geir.
Fjórar breskar lögmannsstofur
hafa komið að undirbúningi máls
Kaupþings, hver með sínum hætti.
Geir sagði að Landsbankinn og ís-
lenska ríkið hefðu einnig verið með
breska lögmenn í sinni þjónustu
vegna þessara mála. Aðspurður
sagði Geir að ekki lægju fyrir upp-
lýsingar um hvað þessi málarekstur
mundi kosta. Hins vegar væri ljóst
að málarekstur af þessu tagi væri
kostnaðarsamur og að lögmenn í
Bretlandi væru mjög dýrir vinnu-
kraftar. „Lögin sem ég vísaði til og
Alþingi samþykkti fyrir jólin gera
ráð fyrir því að íslenska ríkið geti
tekið þátt í slíkum kostnaði. Við er-
um ekki farin að vega eða meta hvað
hann má nema miklum upphæðum.
Stundum getur verið dýrt að leita
réttar síns. Svo er líka spurning
hvort út úr þessum málarekstri gæti
unnist skaðabótamál gagnvart
breska ríkinu. Þá auðvitað breytast
allar hugmyndir um kostnað,“ sagði
Geir. Hann sagði það hluta af rétt-
arríkinu, bæði hér og í Bretlandi, að
leita réttar síns. Geir kvaðst treysta
breskum dómstólum ágætlega.
Geir taldi afar ólíklegt að íslensk
stjórnvöld höfðuðu mál á hendur
Bretum fyrir að beita okkur hryðju-
verkalögum. „Við teljum að mjög vel
athuguðu máli litlar líkur á að slíkt
mál gæti unnist og að það sé betra
fyrir okkur að standa frekar þétt að
baki skilanefndunum tveimur.“
Fjármálaráðherra skrifaði bresk-
um stjórnvöldum og óskaði eftir því
að beitingu hryðjuverkalaga gegn
Íslandi yrði hætt. Geir vissi ekki til
þess að borist hefði svar við bréfinu.
Ríkisstjórnin
styður mála-
reksturinn
Skilanefndir undirbúa málsóknir
Morgunblaðið/Kristinn
Í mál Geir H. Haarde segir Kaup-
þing ætla í mál í Bretlandi.
Í HNOTSKURN
»Bresk stjórnvöld beittuhryðjuverkalögum gegn
Landsbankanum í Bretlandi
eftir setningu neyðarlaganna
6. október 2008. Bankinn var
settur á lista yfir hryðjuverka-
samtök.
»Aðgerðir breskra stjórn-valda gagnvart dótt-
urfélagi Kaupþings í Bret-
landi voru taldar eiga stóran
þátt í að Kaupþing banki féll.