Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 10

Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Það er komið í tízku hjá auðmönn-um að skrifa „játningagreinar“ í blöð. Bjarni Ármannsson, fyrrver- andi forstjóri Glitnis, skrifaði eina slíka í Fréttablaðið í gær.     Þar segir Bjarni að krísan sem ís-lenzku bankarnir gengu í gegn- um 2006, þegar þeir sættu harðri gagnrýni erlendra matsfyrirtækja og greiningar- deilda, hafi verið „lærdómsrík“.     Það mótlætireyndist vera blessun og styrkti innviði ís- lenska fjár- málakerfisins. Á þeim tíma bar okkur gæfa til að meðtaka efn- islega gagnrýni á fjármálakerfið og bregðast við henni á uppbyggilegan hátt,“ skrifar Bjarni.     Morgunblaðið flutti frá því í nóv-ember 2005 og fram eftir ári 2006 margar fréttir af gagnrýni er- lendra aðila á íslenzka bankakerfið. Viðbrögð Bjarna Ármannssonar og bankastjóra hinna íslenzku bank- anna við þeim fréttaflutningi voru ekkert sérstaklega „uppbyggileg“.     Morgunblaðið var hundskammaðfyrir að bera þessar fréttir á borð og reynt á ýmsa lund að gera fréttaflutninginn tortryggilegan.     Sumir létu ekki þar við sitja.Glitnir dró mjög úr auglýs- ingum sínum í Morgunblaðinu á tímabili. Sjálfsagt átti að kenna blaðinu lexíu sem það fyndi fyrir.     En batnandi mönnum er bezt aðlifa. Nú er krísan 2006 orðin lærdómsrík og uppbyggileg í endurminningunni. Bjarni Ár- mannsson bendir réttilega á að ef menn hefðu lært meira af henni, hefði kannski ekki farið eins illa og raun bar vitni. Bjarni Ármannsson Uppbyggilegar endurminningar                      ! " #$    %&'  (  )                            *(!  + ,- .  & / 0    + -                       !      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         " " #$ #$               :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %   %  &% '% % '    %    %   %   %  %  %  % '% '                           *$BC                        !   "  #  $ %               &'(#) *         *! $$ B *! ()*"  ")"    + <2 <! <2 <! <2 ( *", $ -".  / D2 E                 /    +           !,    %            #  $ %* !   <7        !    %    -       ., *     8        % (#'(& )/       0  1!           1  &  (#  01"" 22  ""3     ", $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR NEYTENDASTOFA hefur til skoðunar auglýsing- ar Stöðvar 2 sem birst hafa að undanförnu. Þar er m.a. sagt að þar sem fólk þurfi ekki lengur að greiða afnotagjöld RÚV geti það varið sömu fjárhæð í að bæta við 3.595 kr. upp í áskrift að Stöð 2. Afnotagjöldin voru sem kunnugt er lögð af um áramótin en í stað þeirra tekinn upp svonefndur nefskattur vegna RÚV, sem tekinn verður af öllum skattgreiðendum við næstu álagningu. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, stað- festi að ábending hefði borist og sagði að fyrirspurn yrði send til Stöðvar 2. Samkvæmt lögum ber Neyt- endastofu að fylgjast með því að auglýsingar á vöru og þjónustu séu sannar og réttar og ekki villandi. „Á gráu svæði“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, sem jafnframt er formaður siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA, segist hafa séð þessa auglýsingu Stöðvar 2 og hún væri vægt til orða tekið á gráu svæði. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir óeðlilegt að gefa í skyn í auglýsingunni að um einhvern sparnað geti verið að ræða. Aðeins sé um formbreytingu á skattlagningu að ræða vegna RÚV og mörg heimili þurfi nú að greiða meira en áður. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla, segir það alþekkt að almenningur beri áfram skattbyrði af RÚV. Auglýsingin sé aðeins að vísa til þeirrar breytingar að beinni innheimtu af- notagjalda hafi verið hætt og innheimtuseðill berist því ekki mánaðarlega. „Að gera athugasemdir við þetta er svipað og að halda því fram að auglýst verð á lambalæri hverju sinni sé rangt þar sem neyt- endur greiða það stórlega niður á hverju ári gegn- um skatta.“ bjb@mbl.is Auglýsing Stöðvar 2 til athugunar Talsmaður neytenda telur auglýsingu Stöðvar 2 óeðlilega, áfram sé greitt af RÚV STJÓRN Græna netsins lýsir mikl- um efasemdum og furðu vegna svo- kallaðs fjárfestingarsamnings sem Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra hyggst „láta stað- festa“ við álfélagið sem hyggur á rekstur við Helguvík. Í fréttatilkynningu frá Græna net- inu, félagi jafnaðarmanna um um- hverfið, náttúruna og framtíðina, segir að ætlunin virðist vera að veita álverinu sérstakan afslátt á sköttum og ýmsum gjöldum sem íslensk at- vinnustarfsemi ber nú. Um gæti ver- ið að ræða nokkra milljarða miðað við fordæmið sem vísað er til, álverið á Reyðarfirði, en sérfræðingar deila enn um þjóðhagslega arðsemi þeirra framkvæmda. „Það vekur undrun að ráðherrar og fjölmiðlar fjalla um samninginn án þess að hann sé lagður fram eða sagt frá helstu efnisatriðum hans. Það lýsir ekki mikilli virðingu við fyrirheit um opin vinnubrögð, gagnsæi og stjórnfestu.“ Sé það krafa frá Sjálfstæð- isflokknum að stjórnvöld efni til sér- stakrar fyrirgreiðslu við Helguvík- uráformin spyr stjórn Græna netsins hversu langt forystumenn Samfylkingarnnar hyggist ganga fyrir stjórnarsamstarf sem ekki nýt- ur trausts meðal þjóðarinnar. Morgunblaðið/RAX Ál Framkvæmdir við álverið í Helguvík munu tefjast vegna lánsfjárkreppu. Furða sig á gerð fjárfestingarsamnings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.