Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009                                          Þetta helst ...               !        !!"#$%$ &' (  )$%$ &' $  *$&+&$,&$-$. /.$ 0  1&$        * *))$ 2 * *)3 *$  &+34 )! !) 5$ 2 ! 6 )+!)'789  :&';) 8 ! < $/) 3=  !  " # > *&$2&+) &+ 6%$ ) 6+')-/  $ %&  '                                   ?)-!)'*) 8)  )0 -@ ! 8A :&'  B CC  , D E EEC BD ED  B F C , , ,  D  GB  , , , C F  , , H BH FH DDHE HC ECH DH GBH , BH HBF , , , H , , HB BHF FH DCHG HCG EEH DH GH , BFH HB , BH , BH H H /# ) ")-!)'* ,  , G E B , , , C F , , , D , , 8 * ) 8 ")-! " $- B  BE   BE B  BE   BE   BE   BE B  BE BF B BC F B BC   BE   BE , B  BC F  BC   BE BC  BC   BC    ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,37% í viðskiptum gær- dagsins og var lokagildi hennar 995,89 stig. Sem fyrr var lítil velta með hluta- bréf, eða aðeins um 152 milljónir króna. Bréf Marels hækkuðu um 0,90%, en Bakkavör lækkaði um 2,38% og Össur um 1,80%. Velta með skulda- bréf var umtalsvert meiri, sem er í takt við þróun síðustu vikna og nam tæpum 3,8 milljörðum króna. bjarni@mbl.is Lækkun í Kauphöll ● ALMENNT er gert ráð fyrir að Eng- landsbanki, sem er seðlabanki Bret- lands, muni lækka stýrivexti sína næst- komandi fimmtudag um að minnsta kosti hálft prósentustig. Vextirnir yrðu þá 1,5%, en þeir hafa ekki verið lægri í 314 ára sögu bankans. Frá þessu er greint á fréttavefnum TimesOnline. Segir í fréttinni að margir hagfræð- ingar óttist að samdrátturinn í bresku efnahagslífi geti jafnvel orðið enn meiri en á miðjum áttunda áratug síðustu aldar og í byrjun þess níunda. Eng- landsbanki vilji bregðast við því ástandi af krafti. gretar@mbl.is Lægstu vextir í 314 ár FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is RANNSÓKN á ábyrgð hollenskra stjórnvalda á vexti Icesave-reikninganna þar í landi stendur nú yfir að beiðni hollenska þingsins. Tveir lagapró- fessorar hafa frá því í byrjun desember rannsakað hvort hollenski seðlabankinn, sem fjármálaeftirlit landsins heyrir undir, sé ábyrgur fyrir því að ekki var tekið með réttum hætti á málinu. Heimildir Morgunblaðsins í Hollandi herma að skýrslu um rannsóknina verði skilað á vormánuðum. Sérstök rannsókn á Icesave stendur ekki yfir hérlendis né hefur verið tilkynnt um að slík rannsókn sé vænt- anleg. Fjármálaeftirlitin á Íslandi (FME) og í Hol- landi voru bæði meðvituð um þann hraða vöxt sem var á innlánum á Icesave-reikninga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fengu hollensk yf- irvöld daglegar upplýsingar um heildarstöðu reikninganna og öll bréfaskipti Landsbankans við hollenska eftirlitið voru afrituð fyrir FME. Heimildir Morgunblaðsins herma að hollensk yfirvöld hafi viljað stöðva innlán á Icesave- reikningana í ágúst síðastliðnum og hafi tvívegis fundað með Landsbankanum og FME vegna þessa í þeim mánuði. Wouter Bos, fjármálaráð- herra Hollands, sagði hins vegar á blaðamanna- fundi í Brussel í október að hollenski seðlabank- inn hefði fengið rangar upplýsingar um greiðsluþol íslensku bankanna frá íslenskum yf- irvöldum út septembermánuð. Bankar vildu kaupa Icesave Hollenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að hollenski seðlabankinn hefði komið í veg fyrir að Icesave-útibú Landsbankans þar í landi væru seld, en einir tíu hollenskir bankar höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa útibúin. Að sögn skipta- stjórans, Marinus Pannevis, var kaupverðið á bilinu fimm til tíu milljónir evra, en 1,6 milljarðar evra voru inni á Icesave-reikningunum í Hollandi. Hollenski seðlabankinn neitar hins vegar að tjá sig um fullyrðingar Pannevis og allt annað sem viðkemur Icesave, þar til rannsókn lagaprófess- oranna er lokið. Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna Morgunblaðið/Golli Rannsókn Hollenska þingið er að láta rannsaka vöxt Icesave-reikninganna. Íslensk yfirvöld hafa ekki fyrirskipað slíka rannsókn hérlendis. HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu og bensíni hélt áfram að hækka í gær og eru hækkanirnar að hluta rakt- ar til ástandsins fyrir botni Mið- jarðarhafs. Þá hafa fjárfestar áhyggjur af ástandinu í Nígeríu þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að kaupa 12 milljónir fata af olíu til að bæta við varabirgðir sínar hefur einnig haft áhrif. Brent norðursjáv- arolía kostar nú tæpa 48 dali á fat- ið, en stutt er síðan olíuverð var undir 40 dölum. bjarni@mbl.is Olía hækkar enn í verði Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VERULEGA hefur dregið úr bókun- um hjá ferðaskrifstofum í ferðir til út- landa að undanförnu, sérstaklega eft- ir hrun bankanna í byrjun október. Gengislækkun krónunnar hefur þar mikið að segja, þar sem ferðakostn- aður eykst eðlilega í íslenskum krón- um talinn. Ferðaskrifstofa Íslands hefur átt í erfiðleikum að undanförnu og hefur Iceland Express skrifað undir vilja- yfirlýsingu um kaup á fyrirtækinu. Að sögn Andrésar Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa Iceland Express, er stefnt að því að ljúka samningum á allra næstu dögum. Segir hann að Iceland Express sjái mikil tækifæri og samlegðaráhrif í kaupunum. Erfiðleika Ferðaskrifstofu Íslands má m.a. rekja til lækkunar á gengi krónunnar, enda hefur fyrirtækið ekki farið varhluta af færri bókunum í ferðir Íslendinga til útlanda nú í vetur en á sama árstíma á umliðnum árum. Til að mynda kom fram í frétt í Morg- unblaðinu á aðfangadag, að bókunum í Kanaríeyjaferðir á vegum Ferða- skrifstofu Íslands hefði í vetur fækk- að um helming frá fyrra ári, úr um 7.000 síðastliðinn vetur í líklega um 3.500 nú í vetur. Ferðaskrifstofa Íslands er móður- félag þriggja ferðaskrifstofa, Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða. Ásamt Heimsferðum bjóða þessar ferðaskrifstofur upp á megnið af þeim pakkaferðum til útlanda sem Íslend- ingum standa til boða á hverjum tíma. Kalla eftir stöðugleika Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að samtökin hafi lagt ríka áherslu á það í langan tíma hve stöð- ugleiki í gengismálum sé mikilvægur fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í land- inu. Segir hún að erfiðleikar Ferða- skrifstofu Íslands séu nánast stað- festing á því. „Það liggur fyrir að þegar krónan fellur eins mikið og gerst hefur að undanförnu þá verður gríðarlegt tekjufall hjá þeim ferðaskrifstofum sem bjóða upp á ferðir Íslendinga til útlanda,“ segir Erna. „Við höfum kall- að eftir stöðugleika í gengismálum í mörg ár, því ferðaþjónustan getur ekki búið við þann óstöðugleika sem verið hefur hér á landi. Í þessu sam- bandi má minna á, að fyrir nokkru var gerð könnun á meðal félagsmanna samtakanna. Þar kom fram að yfir 80% þeirra vilja taka upp evru,“ segir Erna. Stefnt að samningum um kaup á næstu dögum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Minna bókað Dregið hefur úr bókunum í sólarlandaferðir. HERMANN Jónasson, sem fulltrú- ar Teymis í stjórn Tals sögðu upp störfum daginn fyrir gamlársdag, krefst þess að fá starf sitt aftur. Í til- kynningu frá Hermanni segir að samkvæmt lögfræðiáliti hafi upp- sögn hans verið ólögleg. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórn- arformaður Tals, sagði í samtali við mbl.is í gær, að uppsöng Hermanns, og riftun á samningi sem hann gerði fyrir ármót fyrir hönd tals við Sím- ann, standi. Hermann hélt fund með starfs- fólki Tals í gær og kynnti þar lögfræðiálitið, sem Stefán Geir Þór- isson hæstarétt- arlögmaður vann. Segir í álitinu að uppsögn Her- manns sé m.a. ólögleg vegna þess að í sam- þykktum Tals og hluthafa- samkomulagi séu skýr ákvæði um að allar meiriháttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórn- armanna. Tveir fulltrúar Teymis í stjórn Tals stóðu að brottvikningu Hermanns. gretar@mbl.is Vill fá að gegna for- stjórastarfinu áfram Hermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.