Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 ✝ Halldór Þor-björnsson fæddist í Neðra-Nesi í Staf- holtstungnahreppi í Mýrasýslu 6. apríl 1921. Hann lést föstudaginn 26. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Sigurðsson, bóndi í Neðra-Nesi og Þórdís Halldórs- dóttir. Tvö eldri systkini átti Halldór, Þórdísi og Sigurð og eru þau látin. Halldór kvæntist 10. janúar 1964 Hildi Solveigu Pálsdóttur, f. í Stykkishólmi 1. nóvember 1916. 1949. Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1. október 1945 til 21. apríl 1961. Settur bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður Skagafjarðarsýslu júní-september 1948. Settur sakadómari í Reykja- vík frá 21. apríl 1961, skipaður sakadómari frá 26. maí sama ár og skipaður yfirsakadómari þar 3. ágúst 1973 frá 1. sama mánaðar. Skipaður dómari við Hæstarétt Ís- lands 6. júlí 1982 frá 1. september sama ár, veitt lausn frá embætti 8. júlí 1987 frá 1. september sama ár. Prófdómari við lagadeild Há- skóla Íslands frá 1975. Skipaður af Hæstarétti dómari í Félagsdómi frá 1. október 1980 til 1. október 1983. Varaformaður Siglingadóms frá 13. ágúst 1973 til 1982. Halldór verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Foreldrar hennar voru Páll Friðrik Ví- dalín Bjarnason, sýslumaður á Sauð- árkróki og í Stykk- ishólmi og Margrjet Árnadóttir. Stjúpdóttir Hall- dórs var Unnur Þor- valdsdóttir, f. í Reykjavík 21. sept- ember 1940, d. 18. desember 1985. Halldór varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Háskóla Ís- lands 28. maí 1945. Héraðsdómslögmaður 15. apríl Í dag kveðjum við Halldór Þor- björnsson. Halldór var nágranni okk- ar á Stýrimannastíg í Reykjavík í hálfan annan áratug og kynntumst við þar einstökum gæðamanni í alla staði og aldrei bar skugga á vinátt- una, öll þau ár sem við þekktumst. Okkar fyrstu kynni voru þau að hjónin Halldór og Hildur buðu okkur velkomin í hverfið. Allt frá þeim degi voru samskiptin mikil og góð á milli heimilanna. Væntumþykja og um- hyggja Halldórs var umvefjandi, hann sýndi öllu því sem börnin mín fengust við mikinn áhuga. Þegar Magdalena Salvör var að læra að lesa fór sú stutta nær daglega yfir að lesa fyrir Halldór, þannig hjálpaði hann til með uppörvun og hrósi. Eins höfðum við Hildur gaman af þolinmæði Hall- dórs þegar litlu stelpurnar langaði til að horfa á myndbandið „Bleika par- dusinn“ aftur og aftur, Halldór sat með þeim og horfði á eins og þetta væri einmitt hans uppáhalds mynd- efni. Halldór var óvenju orðsnjall, skemmtilegur og um leið fágaður maður. Hann hafði ríka kímnigáfu og góðar gáfur. Af Halldóri stafaði hlýja, heiðarleiki og nærvera hans var elskuleg. Halldór hafði stálminni og var alls staðar vel heima, ég naut þess að geta fengið hjá honum svör við hverju því sem mig langaði að fræðast um, hvort sem var í námi eða leik. Það er margs að minnast, þau voru oft skemmtileg kvöldin hjá Halldóri og Hildi. Samræður fjörugar og pípu- ilmur í loftinu, ljúft að gleyma amstri hversdagsins hjá þeim hjónum. Fyrir allnokkru höfðum við dönsk kvöld heima hjá Halldóri og Hildi, horfðum við þá á danska þætti og að sjálfsögðu voru veitingar að hætti Dana. Það var góð stund þegar við fórum nokkur héðan af Stýrimannastígnum á Hótel Holt með Halldóri og Hildi að fagna 85 ára afmæli hans. Þau hjónin fóru á kostum þá eins og endranær, það var alltaf svo kátt í kringum þau. Ég er þakklát að hafa átt Halldór að vini og þykir ómetanlegt að börnin mín hafa alist upp með þeim heiðurs- hjónum. Hjónaband Halldórs og Hildar var einstakt, ást, virðing og gleði einkenndi þeirra fallega sam- band. Elska hans og vinátta við mig og mína fjölskyldu er dýrmæt og er ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum heiðursmanni og hafa átt hann að vini. Ég sakna hans sárt og sendum við fjölskyldan Hildi og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Kveð Halldór með virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Laufey Böðvarsdóttir. Látinn er kær vinur, Halldór Þor- björnsson, fyrrverandi yfirsaka- dómari í Reykjavík og síðar dómari við Hæstarétt Íslands. Ég átti því láni að fagna sem ungur og óreyndur lög- fræðingur að kynnast Halldóri árið 1991. Leiðir okkur lágu saman í gegn- um verkefni fyrir dóms- og kirkju- málaráðuneytið í tengslum við að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Þetta tækifæri að vinna með Hall- dóri, svo reyndum og vönduðum lög- fræðingi, og læra af honum var ómet- anleg reynsla sem ég hef búið að allar götur síðan. Hann hafði réttlæti og sanngirni að leiðarljósi og varð mér fyrirmynd. Vinnubrögð hans voru ög- uð og vönduð, hann skrifaði fallegt ís- lenskt mál auk þess að vera hnitmið- aður og skýr í framsetningu á lögfræðilegum texta. Kynni okkar Halldórs hófust á fag- legum nótum og fljótlega tókst með okkur vinátta. Gaman var að ræða við hann og hlusta á frásagnir hans af mönnum og málefnum en ekki síst þekktum dómsmálum. Hann sýndi mér allt frá fyrstu tíð sérstaka hlýju og elskusemi. Halldórs verður ekki minnst án þess að nefna lífsförunaut hans, Hildi Pálsdóttur. Þau áttu glæsilegt heimili og var samband þeirra fallegt og ein- kenndist af ást og virðingu. Skemmti- legt var að heimsækja þau sem tóku mér ávallt opnum örmum og ekki síð- ur börnum mínum. Kynni við þau hjónin eru mér dýr- mæt og geymi ég minninguna um Halldór eins og fjársjóð í hjarta mínu. Hildi sendi ég innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldunni. Svala Ísfeld Ólafsdóttir. Við fráfall Halldórs Þorbjörnsson- ar streyma að minningar um góðan vin og starfsfélaga. Halldór var yfir- sakadómari í Reykjavík er ég hóf störf sem dómari við Sakadóm Reykjavíkur 1973 og unnum við þar saman uns Halldór var skipaður hæstaréttardómari 1982. Reyndist hann mér ætíð hinn besti ráðgjafi og varð ég þess fljótt áskynja hve góður og glöggur lögfræðingur hann var, auk þess sem hann hafði mikla reynslu sem dómari í áratugi. Úrbæt- ur á íslensku réttarfari voru honum mikið áhugamál, er við ræddum oft, og lagði hann á sig ómælda vinnu við að kynna sér réttarfar í öðrum lönd- um, ekki síst á meginlandi Evrópu. Hann átti lengi sæti í réttarfarsnefnd og var þar með virkur þátttakandi í að koma á þeim mikilvægu breytingum sem urðu á réttarfari og dómstóla- skipan í upphafi tíunda áratugar síð- ustu aldar þegar meðal annars voru sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Með því komst í höfn baráttumál dómara og samtaka þeirra um langa hríð. Halldór Þorbjörnsson var hæglát- ur maður og mjög frábitinn því að láta á sér bera. Hann hafði hins vegar af miklu að miðla. Var það ætíð tilhlökk- unarefni að hitta hann og voru sam- ræður við hann einstaklega skemmti- legar og fræðandi. Áhugasvið hans voru ekki einungis dómsmál og rétt- arfar heldur naut hann þess ekki síð- ur að ræða um bókmenntir og listir al- mennt. Hann var vel að sér um stefnur og strauma í listum hér á landi á fyrri hluta og um miðbik síð- ustu aldar enda þekkti hann ýmsa þeirra listamanna er þá gerðu garð- inn frægan. Einnig las hann mikið verk erlendra höfunda og það sem rit- að var um þá. Hann hafði gott lag á því að vekja áhuga þeirra, sem við hann ræddu, á verkum er hann hafði kynnst og þannig voru það ófáar bækurnar sem undirritaður las að hans áeggjan og voru sumar fengnar að láni hjá hon- um. Það var einstaklega skemmtilegt að njóta gestrisni hans og hans ágætu eiginkonu, Hildar Pálsdóttur, á fal- legu heimili þeirra við Stýrimanna- stíg. Þau lögðu á sínum tíma mikla natni og myndarskap í að endurnýja hús sitt, sem er gamalt og stílfagurt timburhús, og hygg ég að það fram- tak hafi orðið mörgum til eftirbreytni. Við hjónin yljum okkur einnig við minningar um ógleymanlega ferð er við fórum með Hildi og Halldóri sum- arið 1981 en þá ókum við suður Þýskaland og heimsóttum marga sögufræga og fagra staði. Nutum við þar góðrar þekkingar Halldórs á sögu lands og þjóðar. Mörgum árum seinna, eftir að Halldór hafði látið af störfum, slóst hann í för með dóm- urum, sem fóru til Berlínar til að kynna sér störf dómstóla þar og sýndi það vel lifandi áhuga hans á þessu sviði. Áttum við þar saman góðar stundir. Um leið og góður vinur er kvaddur með þakklæti og söknuði eru Hildi og fjölskyldu hennar sendar innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. Það fylgdi Halldóri Þorbjörnssyni virðuleiki embættismannsins sem ekki mátti vamm sitt vita. En jafn- framt gat hann verið svo bráð- skemmtilegur á sinn fágaða máta að hann varð miðpunktur samkvæmisins einhvern veginn alveg fyrirhafnar- laust. Ég er svo heppinn að hafa þekkt hann síðan ég man eftir mér – í nærri 60 ár. Og mér finnst hann hafa mótað líf mitt að mörgu leyti. Um- ræðan sem hann skapaði var alltaf spennandi. Ég minnist þess ekki að hann hafi talað mikið um sérgrein sína, lögfræðina, og ekki ræddi hann um pólitísk þrætuefni samtímans. En um bókmenntir og sögu fannst hon- um gott að ræða, og þá var það gjarn- an hið spaugilega eða skrýtna sem dregið var fram. Einnig hafði hann gaman af að benda á ambögur í mál- fari og þá birtist óvenjulegt næmi hans á mál og stíl. Sjálfur naut ég hjálpar hans á þessu sviði þegar hann gerði mér þann greiða að fara yfir langan þýðingartexta. Það var góður skóli. Þá var landafræði áhugamál hans. Halldór Þorbjörnsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG BRYNJA GUÐJÓNSDÓTTIR íþróttakennari, áður til heimilis á Laugarásvegi 20, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt aðfangadags jóla. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands, minningargjöf Guðjóns B. Ólafssonar og Guðlaugar B. Guðjónsdóttur til rannsókna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Guðjón Jens Guðjónsson, Shelly Olafsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Guðjón Baldursson, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Daníel Oates, Ólafur Kjartan Guðjónsson og barnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÁSVALDSSONAR fyrrv. bónda frá Múla í Aðaldal. Fríða Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN J. HARALDSDÓTTIR, Nýbýlavegi 82, Kópavogi, sem andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Einar Guðmundsson, Aðalsteinn Einarsson, María Einarsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Einar Rökkvi Þorsteinsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR sagnfræðingur, síðast að Dalbraut 27, Reykjavík, lést að kvöldi aðfangadags 24. desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á góðgerðarfélög. Eygló Bjarnardóttir, Ingibjörg Bjarnardóttir, Geir Ólafsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Magnús Bjarnarson, Guðrún Helgadóttir, Helgi Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Gvendareyjum, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Reykjavík föstudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi. Brynja Bergsveinsdóttir, Theodór Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Bergsveinsson, Helga Bárðardóttir, Lára Bergsveinsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Alma Bergsveinsdóttir, Guðni Magnússon, Freyja Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Þór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við færum hugheilar þakkir okkar öllum þeim er auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður og dóttursonar, ÞÓRIS ÁRNA JÓNSSONAR, er lést mánudaginn 24. nóvember. Megi nýárið færa ykkur gleði og farsæld. Kolbrún Þórisdóttir, Jón B. Guðlaugsson, Axel Helgi Jónsson, Herdís Brá Jónsdóttir, Þórhildur Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.