Morgunblaðið - 06.01.2009, Page 33
Velvakandi 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, KANNAST ÞÚ VIÐ HRAÐ-
KASSANA Í MATVÖRUBÚÐUM, SEM
MAÐUR MÁ NOTA EF MAÐUR ÆTLAR
BARA AÐ KAUPA TÍU HLUTI?
ÉG KOMST Í GEGN MEÐ TÓLF
HLUTI! TELDU ÞÁ BARA!
LÍTIÐ SKREF FYRIR MANN...
STÓRT STÖKK FYRIR VITLEYSING
ÞÆR ERU BARA BÚNAR AÐ
VERA Í VASANUM MÍNUM Í
VIKU... ÉG Á HVÍTAR,
SVARTAR, BLEIKAR, GULAR...
KALLI,
LANGAR ÞIG
Í TYGGJÓ-
KÚLU?
ÞÆR ERU
ALLAR SVARTAR
ÞAÐ ER
RÉTT... EN
SKRÍTIÐ
MÉR
VERÐUR
ÓGLATT
SPIFF VERÐUR AÐ
VERA FLJÓTUR AÐ
HUGSA EF HANN
VILL EKKI DEYJA
GEIMVERURNAR ERU AÐ
BÚA SIG UNDIR AÐ
FÓRNA HONUM ÞEGAR
SPIFF TEKST AÐ TEYGJA
SIG Í BYSSUNA SEM
HANN FALDI
ALLT Í LAGI,
ÓGEÐSLEGU
GEIMVERUR! VERIÐ
ALVEG KYRRAR!
ÉG ÆTLA AÐ LÁTA
MIG HVERFA!
KALVIN, HÆTTU
ÞESSU! RÉTTU
MÉR TEYGJUNA
ÉG
SAGÐI ÞÉR
AÐ VERA
KYRR!
SJÁÐU!
ÞAÐ SITUR
FUGL Á VAL-
SLÖNGVUNNI
OKKAR!
ÓTRÚLEGT
HVAÐ
SUMIR
FUGLAR
ERU LATIR
ÉG HEF ALLTAF
VERIÐ HRIFINN AF
KEÐJUVERKUNUM
ÉG SAGÐI
GUNNA
OG LÍSU
AÐ VIÐ
KÆMUMST
EKKI
ÉG
HRINGDI
Í SIGGA
OG MAJU
ÞETTA VORU BESTU
TÓNLEIKASÆTI SEM
VIÐ HÖFUM FENGIÐ
ÉG VEIT... EN VIÐ
BUÐUM SITTHVORU
PARINU. VIÐ BERUM
ÁBYRGÐ Á ÞESSU
VIÐ VERÐUM
BARA AÐ
SÆTTA OKKUR
VIÐ ÞETTA
JÁ,
ÉG
VEIT
!
ÉG ÆTLA AÐ HALDA
ÁFRAM AÐ LEITA AÐ
KÓNGULÓARMANNINUM
M.J., ÞÚ VERÐUR AÐ
KOMA Í ÞÁTTINN MINN
EINHVERN TÍMANN
LÁTTU ÞITT FÓLK
HAFA SAMBAND VIÐ
MITT FÓLK
EN ÉG ER EKKI
MEÐ NEITT
„FÓLK“...
HVAÐ
ER ÉG
ÞÁ?
ÞRÁTT fyrir mikla vætu og rigningarúða síðustu daga hefur viðrað vel til
útiveru og kylfingar mætt á golfvellina til að taka nokkrar sveiflur.
Morgunblaðið/Ómar
Golfað í janúar
Dýrt reyndist
Bónusbrauðið allt
ÞAÐ er með ólíkindum
langlundargeð Íslend-
inga. Skattalagabrot,
samráðssvik, sektir
vegna einokunar-
brambolts á markaði,
bókhaldsbrot og mörg
hundruð milljarða lán
hjá nú gjaldþrota ís-
lenskum bönkum, auk
vafasamra viðskipta-
leikja, flottræfilsháttar
og svikamyllu sem þjóð-
in á eftir að gjalda fyrir
um ókomin ár. Enn
virðast samt margir Ís-
lendingar standa í biðröðinni í Bónus,
kaupandi þriðja flokks vörur, dásam-
andi gæskuna við litla manninn á Ís-
landi. Er þjóðin endanlega að glata
glórunni eða er Baugur enn að kaupa
sér penna? Það reynist okkur dýrt
Bónusbrauðið þegar upp er staðið.
Skattgreiðandi.
Enn um Sonju Zorilla-sjóðinn
ÉG ætla ekki að leyfa Sonju Zorilla-
sjóðnum að verða gullfiskaminni Ís-
lendinga að bráð. Sonja Zorilla, sem
lést árið 2002, lét hinar miklu eigur
sínar (milljarða) renna í sjóð til
styrktar börnum á Íslandi og í
Bandaríkjunum. Sjálf var hún barn-
laus. Fjallað var um sjóðinn í Komp-
ási og dagblöðum fyrir rúmu ári þar
sem í ljós hefur komið að stjórnendur
hans virðast hafa óhreint mjöl í sjóð-
spokahorninu. Litlu sem engu hefur
verið úthlutað úr sjóðnum. Stjórn-
endur sjóðsins hafa borið fyrir sig
erfiðleika við að flytja peninga frá
Bandaríkjunum til Íslands vegna
skattalaga. Skattstjóraembættið seg-
ir alrangt að svo sé, það sé ekkert mál
að flytja fé á milli landanna. Guð-
mundur Birgisson á Núpum hefur
forðast fjölmiðla eins og
heitan eldinn þegar
spurt er um sjóðinn.
Hvers vegna, spyr mað-
ur? Eftir umfjöllun
Kompáss í fyrravetur
náðist reyndar stutt-
lega í hann í síma þar
sem hann upplýsti að
hin ýmsu félög hefðu jú
fengið úthlutun úr
sjóðnum en hann myndi
bara ekki nöfnin á þeim
félögum. Ég vil beina
þeirri spurningu til
Guðmundar hvort
minni hans hafi eitthvað
batnað og hvort hann
geti upplýst íslenska
þjóð um hvaða félög hafa fengið út-
hlutun úr sjóðnum. Er Umhyggja t.d.
búin að fá úthlutun? Kreppan mun
mæða mest á barnafjölskyldum og
sjóðurinn tilvalinn til að létta undir
bagga hjá þeim hópi, þó ekki væri til
annars en að greiða skólamáltíðir fyr-
ir þá sem ekki geta veitt börnum sín-
um þann viðurgjörning. Guðmundur,
ég skora á þig að létta leyndinni af
Sonju Zorilla-sjóðnum.
Ragnheiður Stefánsdóttir.
Hringur fannst
AÐFARANÓTT laugardags 3. jan-
úar sl. fannst kvenmannsgullhringur
á Laugaveginum. Eigandinn getur
haft samband í síma 770-6119.
Gefins kettlingar
ÉG er með nokkra kettlinga, þeir eru
rétt tæplega tveggja mánaða gamlir
og vantar gott heimili, áhugasamir
geta haft samband í síma 869-4229.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna kl. 12.30-16.30, smíði/útskurður
kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl.
9.45.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, línu-
dans, handavinna, böðun, fótaaðgerð,
hárgreiðsla, dagblöð.
Dalbraut 18-20 | Félagsvist og fram-
sögn kl. 14 og handavinna kl. 9-12.
Fella- og Hólakirkja | Áramóta-
guðsþjónusta Ellimálaráðs Reykjavík-
urprófastsdæma og Fella- og Hólakirkju
verður 6. janúar kl. 14. Prestar og
djákni kirkjunnar þjóna. Söngfuglar
syngja og leiða almennan söng. Stjórn-
andi Krisztina K. Szklenár og organisti
Hilmar Ö. Agnarsson, kaffiveitingar á
eftir.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13 og félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og kl. 9.55, jóga kl. 10.50, handa-
vinnustofan opin, leiðbeinandi verður
við til kl. 17.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga
og myndlistarhópur kl. 9.30, vetr-
arstarfsemin kynnt kl. 14 og jóga kl.
18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Hádegismatur kl. 12, bridsnámskeið
fyrir byrjendur kl. 13-16, seinni dagur
af tveimur. Framhaldsnámskeið í næstu
viku, kennari Guðm. Páll Arnarson.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.10
12.35.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd-
mennt kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsi kl.
11.30, bridge kl. 13, myndmennt kl. 13,
billjard- og innipúttstofa í kjallara opin
alla daga kl. 9-16.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9,
Sigrún, lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10,
Björg F. Helgistund kl. 14 séra Ólafur
Jóhannsson. Böðun fyrir hádegi, hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Tai-chi kl. 9. Stef-
ánsganga kl. 9.10. Alm. leikfimi kl. 10,
listasmiðja kl. 9-16, framhaldssagan kl.
10.30, Bónus kl. 12.40, bókabíll kl.
14.15 og gáfumannakaffi kl. 15, bók-
menntaklúbbur verður nk. þriðjud. kl.
20, s. 411-2790.
Korpúlfar, Grafarvogi | Félagsvist á
Korpúlfsstöðum kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia –
kvennahópur kl. 10.30, handverksstofa
opin kl. 11, vist/brids/skrafl kl. 13.
Norðurbrún 1 | Myndmennt kl. 9-12 og
opin vinnustofa. Handavinna kl. 13-16.
Postulínsnámskeið kl. 13-16, leikfimi kl.
13, smíðaverkstæði opið.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
handavinnustofan opin m. leiðsögn all-
an daginn, hárgreiðslu- og fótaaðgerð-
arstofur opnar alla daga, morgunstund
kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur fram-
h.saga kl. 12.30, félagsvist kl. 14, spilað
upp á vinninga, gott með kaffinu, uppl.
í síma 411-9450.