Morgunblaðið - 06.01.2009, Page 35

Morgunblaðið - 06.01.2009, Page 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 7.-10. janúar 2009 Vínartónleikar Stjónandi: Markus Poschner Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir Miðvikudagur 7. janúar kl. 19.30 Fimmtudagur 8. janúar kl. 19.30 - (Græn röð) Föstudagur 9. janúar kl. 19.30 Laugardagur 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunar. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og vissara að tryggja sér miða í tíma. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Það hrópar ekki á vegfarendur íBankastrætinu þetta nafnlausaverk Sólveigar Aðalsteinsdóttur,þar sem þar stendur úti í horni stórs sýningarglugga verslunarinnar Aur- um. Þessar vikurnar hefur Hlynur Halls- son myndlistarmaður endaskipti á nokkr- um hlutum í miðborginni; hann hefur fengið hversdagslega hluti lánaða úr verslunum og fyrirtækjum og stillir þeim upp í einum sala Hafnarhússins. Á móti fóru verk, eins og þessi glerskúlptúr Sól- veigar, úr geymslum safnsins og hefur verið komið fyrir í óvæntu og á stundum býsna forvitnilegu samhengi. Í Hafnarhúsinu má sjá tómar bjór-flöskur eins öldurhússins á stöplieins og upphafið myndverk, úti í horni eru kaffibaunir í hrúgu og fylla sal- inn kaffiilmi, auglýsingamyndband frá 66° Norður er sett fram eins og myndlist- arverk, þar standa barnabækur frá Ey- mundsson á hillum og minjagripaplattar eru hengdir upp í stórt þríhyrningslaga form á endavegg. Það er forvitnilegt, og talsvert skondið, að sjá hlutina í þessu samhengi, en sá hluti sýningarinnar sem er úti í borginni er þó enn forvitnilegri. Eitt er hvað það er áhugavert að ganga um með kort í hendi og finna hluti, og síð- an hitt, hvað verkunum er komið for- vitnilega fyrir. Vissulega heppnast sú samstilling misvel – en sums staðar mjög vel, og þá er ánægjulegt að sjá verkin krefjast athygli á nýjan hátt, eða blanda sér inn í það sjónræna áreiti sem finna má á hverjum stað. Málverk Guðmundu Andrésdóttur er til að mynda skemmtilega framúrstefnulegt í skjannabirtunni á Subway-staðnum, mál- verk eftir Kjarval passar vel inn í stemn- inguna í Múlíkúltí í Ingólfsstræti, gler- hendur Hreins Friðfinnssonar fylla vegfarendur öryggiskennd þar sem þeir horfa á þær innan um konfektkassa, epli og munnþurrkur í glugga verslunarinnar Vísis, mannvera Guðrúnar Veru Hjart- ardóttur horfir niður á kúnnana í Ey- mundsson og teikningar Kristjáns Guð- mundssonar falla vel inn á milli allra rammanna á Kaffitári. Hið nafnlausa verk Sólveigar í Aur-um-glugganum er eitt hinna lát-lausari í þessum hópi, þar sem því hefur verið tyllt við enda útstillingarkassa með hálsfestum, hringum og eyrnalokk- um. List Sólveigar er enda oft á tíðum list látleysis og hversdagsleika, nema henni tekst oft á snjallan hátt að draga fram áhugaverð sjónarhorn á þessa hversdags- legu hluti. Þannig var það með gömlu eld- húsinnréttinguna sem var efniviður áhrifaríkra skúlptúra á nýlegri sýningu Sólveigar í Listasafni ASÍ, og eins breytti hún gamalli hlöðu á Skarðsströnd í hríf- andi sýningarrými í sumar, er hún hengdi þar upp ljósmyndir á sýningunni Dalir og hólar. Þetta verk Sólveigar var á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum árið 1994. Í sýn- ingarskránni segir Ólafur Gíslason að list Sólveigar sé „fátæk list og nýtin, en í fá- tækt okkar bendir hún okkur á auðlegð ímyndunaraflsins sem valkost við tortím- andi neyslu ímynda vitundariðnaðarins“. Sólveig nýtti sér í verkum sínum áþessari sýningu það sem rak áfjörur hennar „af leifum allsnægta- borðsins“. Hér má sjá krukku með mörg lög af litum sem mynda afar fallega áferð innan á glerið. Þessi hversdagshlutur, sultukrukkan, er kominn á hvolf, með glerfót sem virðist vera í ætt við ösku- bakka, og útkoman er þessi fallegi smá- skúlptúr. Það er rétt sem Ólafur segir, að þessi verk kunni að vera „ögrun við hina hefðbundnu hugmynd okkar um listmun- inn sem æðsta stig hönnunar og umfram- neyslu“. En laglegur er hann, eins og þeir sjá, sem líta niður fyrir skartgripina í út- stillingarglugganum í Bankastræti. Þetta nafnlausa verk úr gler og lit, sem er 21 sm á hæð, gerði Sólveig Aðalsteinsdóttir árið 1993. Það er í eigu Listasafns Reykjavíkur en stendur þessar vikurnar lengst til hægri, í gólfhæð, í útstilling- arglugga skartgripaverslunarinnar Aurum í Bankastræti 4. Þar er verkið hluti sýningar Hlyns Halls- sonar myndlistarmanns, Út/Inn, í Hafnarhúsinu og völdum verslunum í miðborginni. Undirtitill sýn- ingar Hlyns er ÚT í borgina INN í safnið / ÚT úr rammanum INN í listina. Hlynur sáir verkum úr safninu út í verslanir og fær í staðinn hversdagslega hluti úr sömu fyrirtækjum og færir inn á safnið. Litir í glerkrukku Morgunblaðið/Einar Falur MYNDVERKIÐ Án titils FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Caput í Iðnó á sunnudag vöktu auðsjáanlega það mikla for- vitni að nýta varð hálft anddyrið undir síðast komnu áheyrendur. Mættu allt frá leik- skólaaldri að áttræðu, og stemningin var eft- ir því. Varla dró úr aðsókninni frumflutn- ingur tíu laga við gamanljóð Þórarins Eldjárn (upplesin af skáldinu sjálfu) í ung- legum anda Halfdans Rasmussens – hvað þá ókeypis aðgangur með stuðningi frá mennta- málaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Hvorki Caput, elzti merkisberi íslenzkrar framvarðartónlistar, né Haukur Tómasson hafa til þessa verið kunnastir fyrir tónlist við hæfi barna, og kom því sízt á óvart að sjá þónokkra þjóðkunna listtónlistarhöfunda meðal hlustenda. Sumir ólu kannski, eins og undirritaður, með sér dulda von um að upp- lifa barnvæna hlið á módernísku tóntaki. Eða hvað myndi sanna betur tilverugrundvöll þess? Sú von rættist þó ekki að sinni, og má vera að rímnegldur kveðskapur Þórarins hafi heldur ekki boðið upp á það. Alltjent voru leikhúslegar tónsetningar Hauks innan hefð- bundinna marka dúrs og molls, og jöðruðu lag- og hljómaferli stöku sinni m.a.s. við þvældari afbrigði hversdagsleikans, þó að önnur væru íbyggnari og jafnvel fyndin, eins og Ljóð um ljóð og lokalagið, hið sí- taktskipta Leikið og blásið; gegnunnasta númer flokksins. Áhöfnin – píanó, flauta, trompet, fiðla & selló – var viðkvæm í jafn- vægi, og stundum hálfdaufur hópleikurinn bar vott um fullfáar samæfingar. Hinn annars fíni óperusópran Guðrúnar Jóhönnu átti að mínu viti ekki vel við þetta verkefni, þrátt fyrir líflega mímík og sviðs- framkomu. Til þess var víbratóið of stórt og hvellt, og textinn hefði skilað sér mun betur á upp„mækuðum“ brjósttónum. Fía frænka nefndist stuttur leiksöngleikur hjónanna Herdísar Önnu Jónsdóttur víólu- leikara og fyrrverandi SÍ-slagverkarans Steefs van Oosterhout. Frúin fór með lang- mesta talið og sönginn við oft kostuleg ef- fektahljóðtjöld bóndans, er nýtti sér óteljandi möguleika ótónstilltra slagverkstóla (ásamt einu innslagi á melódíku) á það hugvitssaman hátt að hvarflaði fljótt að manni hvort hefðu einnig komið að gagni í Grannmetislögum Hauks. Lunkin og oft bráðskemmtileg lítil uppá- koma fyrir börn á öllum aldri. Börn og nútímatónlist TÓNLIST Iðnó Haukur Tómasson: Grannmetislög, frumflutt af Guð- rúnu J. Ólafsdóttur og fimm meðlimum Caput u. stj. Guðna Franzsonar. Herdís A. Jónsdóttir og Steef van Oosterhout: Fía frænka (flutt af höfundum). Sunnu- daginn 4. janúar kl. 15:30. Fjölskyldutónleikarbbbnn Ríkarður Ö. Pálsson REYNIR Sigurðsson, víbrafón- og slagverksleikari, verður sjötugur á næsta ári og hefur verið atvinnu- hljóðfæraleikari í hálfa öld eða allt frá því hann gekk til liðs við hljómsveit Andrésar Ingólfssonar árið 1958. Fyrir utan Reyni er aðeins einn þeirra félaga enn á fullu í djassinum, Jón Páll Bjarnason, og einn af drengjunum í hljómsveit Reynis er nemandi Jóns Páls, Daníel gítarleik- ari. Það er ótrúlegt að íslenskur djass geti státað af þremur frábærum víbrafónleikurum; Gunnari Reyni Sveinssyni, Árna Scheving, sem báðir létust árið 2007, og Reyni, sem er þeirra yngstur. Gunnar af Hamp- tonskólanum og Árni af skóla Milts Jacksons voru í hópi bestu djass- víbrafónleikara Evrópu og Reynir er enginn aukvisi; sóló hans jafnan vel uppbyggð og sveiflan sterk þótt hann hafi aldrei verið átakamaður í spuna sínum. Mér er til efs að um þessar mundir hafi nokkur íslenskur djass- leikari tónlist svingtímans jafnvel á valdi sínu og hann. Það sannaðist glæsilega á Jazzhátíð Reykjavíkur er hann gekk til liðs við „Lester Young- sveit“ Hauks Gröndals. Á tónleikunum í Hlégarði, sem voru í boði menningarmálanefndar Mosfellsbæjar, þar sem Reynir er bú- settur, lék hann með fimm ungum piltum sem enn eru við nám hér heima utan píanistinn, sem er við framhaldsnám í Amsterdam og hlaut norrænu ungdjassliðaverðlaunin ásamt tríói sínu í sumar. Efnisskráin var að mestu byggð á lögum er hljómsveit Andrésar Ing- ólfssonar lék 1958: djassstandarðar og tvö lög af Tristano-ættinni, „317 East32nd“ sem Tristano byggði á „Out of Nowhere“ og „Subscoius Lee“ sem altistinn Konitz byggði á „What Is The Thing Called Love“. Þau lög hljóta að hafa verið spennandi og krefjandi tónlist fyrir strákana í Drésabandinu, en hvort þeir hafi leit- að jafnmikið til standarðanna í spuna sínum og Kynslóðabandið gerði á þessum tónleikum veit ég ekki. Þótt einstaka sinnum gætti smáörygg- isleysis í leik ungliðanna var hann hressilegur í alla staði og þótt sveiflan væri ekki jafnlétt í spuna þeirra og Reynis var margt skemmtilega gert, ekki síst hjá Daníel gítarista sem var einna djarfastur í sólóum sínum. Kristján píanisti var á Peterson- skónum en hljómar trúlega öðruvísi í eigin tríói. Reynir í fimmtíu ár TÓNLIST Hélgarður Reynir Sigurðsson víbrafón, Ingimar And- ersen altósaxófón, Kristján Martinsson píanó, Daníel Böðvarsson gítar, Andri Ólafsson bassa og Magnús Tryggvason Elíassen trommur. Sunnudagskvöldið 27.12. 2008. Kynslóðabandiðbbbbn Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.