Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EIN af afleiðingum krepp- unnar í heiminum er sú að kaupendur sjávarafurða þrýsta nú meira á um verðlækkanir en áður, að sögn Arnars Sig- urmundssonar, formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva. Hann segir að kaupendur þrýsti einnig á um lengri greiðslu- fresti og kaupi auk þess al- mennt minna magn í einu en þeir hafi gert. „Þetta hefur haft í för með sér meiri birgðasöfn- un hjá framleiðendum en var, sérstaklega á síð- ustu vikum,“ segir Arnar. „Það gerir þörfina fyrir afurðalán fyrirtækjanna meiri en áður.“ Arnar segir að fiskvinnslufyrirtækin hafi til þessa ekki kvartað yfir því að bankarnir hafi ekki staðið sig í tengslum við afurðalán til þeirra. Af- urðalán hafi á undanförnum árum hins vegar ekki verið mjög stór þáttur í rekstri fyrirtækjanna, þegar veltuhraðinn hafi verið mikill. Þau gætu hins vegar vegið þyngra ef mál héldu áfram að þróast með þeim þætti sem verið hefur að und- anförnu. Kaupendur óska eftir lengri greiðslufresti Segir Arnar að þar sem vel hafi gengið að selja sjávarafurðir í mörg ár hafi veltuhraðinn hjá fisk- vinnslustöðvunum verið mikill. Því hafi afurðalán- in ekki vegið þungt í rekstri þeirra. Þetta hafi breyst nokkuð um mitt síðasta ár. Þá hafi kaup- endur farið að óska eftir lengri greiðslufresti, þrýsta á verðið og kaupa minna í einu og því hafi birðasöfnun aukist nokkuð síðan þá. „Ég hef orðið var við það síðustu vikur að menn hafa verið að tala um þetta sem vandamál, fyrst og fremst út frá því að það hefur hægt á veltuhrað- anum og þannig hafi ákveðin birgðasöfnun átt sér stað. Þá reynir meira á afurðalánin. Ég hef hins vegar ekki heyrt mikið kvartað yfir því að mönn- um hafi gengið illa að fá afurðalán hjá bönkunum.“ Arnar segir að kaupendur séu farnir að leita úr dýrari tegundum í ódýrari auk þess sem fyr- irtækin sem kaupa afurðir af íslensku fiskvinnslu- fyrirtækjunum standi almennt verr nú en áður. „Við vonum hins vegar auðvitað að þetta verði ekki vandamál,“ segir Arnar. Í HNOTSKURN » Afurðalán eru lán semveitt eru með veði í ákveðnu söluverðmæti afurð- ar meðan á framleiðslu stend- ur. » Tekjur af útflutningi ásjávarafurðum hafa verið nokkuð jafnar á undanförnum árum, eða um 120-130 millj- arðar króna mestallan síðasta áratug, en þær voru nokkru meiri á síðasta ári. Farið að bera á aukinni birgðasöfnun Arnar Sigurmundsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is REYNSLAN sýnir ekki að Ísland geti, eftir inngöngu í Evrópusam- bandið, náð fram breytingum á þeg- ar settum reglum sambandsins um sjávarútveg, að mati Peters Öre- bech, þjóðréttarfræðings við Há- skólann í Tromsö. Engum hafi tekist það. Örebech sagði á málfundi Heims- sýnar um ESB og sjávarútvegsmál í gær að jafnvel þegar ríki hafa fengið undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, t.d. með útgáfu reglugerðar, sé kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Allar undanþágur þurfi til dæmis að skilgreina gífurlega nákvæmlega frá byrjun, því ef málaferli fyrir Evr- ópudómstólnum komi upp túlki hann allar undanþágur þröngt. Svíar og Maltverjar beygðu sig Nefndi hann sem dæmi að Malt- verjar hafi á sínum tíma gert kröfu um að sérstök veiðistjórnun gilti fyr- ir hafsvæðið umhverfis Möltu, út að 25 sjómílum. Sérstök reglugerð hafi verið samin og samþykkt um það efni. Í ljós hafi hins vegar komið á endanum, að ESB setti reglur um það hafsvæði eins og önnur, en ekki Malta. Niðurstaða hans er í raun sú að öll hafsvæði við og tilheyrandi að- ildarríkjum ESB séu „ESB- hafsvæði“, hvernig sem á það er lit- ið. Hann nefndi hugmyndir Svía um algert bann við þorskveiðum í Eystrasalti á tíunda áratugnum. Því hafi verið hafnað af stofnunum ESB. Þá hafi Svíar brugðið á það ráð að banna þorskveiðar alfarið innan 12 mílna landhelgi sinnar. Fyrir það hafi einnig verið tekið og Svíar þurft að hætta við þau áform. Þá sagði hann að árið 1994, þegar Norðmenn stóðu í aðildarviðræðum, hafi það líka verið sett fram sem „gulrót“ að þeir, eins og Íslendingar nú, fengju áhrif við inngönguna. Norðmenn gætu t.a.m. skipað áhrifamikla emb- ættismenn hjá framkvæmdastjórn- inni, í sjávarútvegsmálum. Hvað sem áhrifum líður benti hann á að ákvarðanir um þessi mál eru teknar með meirihlutaatkvæði. Samanlögð atkvæðatala Norðurlandanna allra sé svo lítil að þau geti ekki stöðvað frumvörp sem þeim ekki líkar. Örebech sagði regluna um hlut- fallslegan stöðugleika, sem byggir á því að veiðiheimildir fari til þeirra sem veiðireynslu hafa, fallvalta vörn gegn veiðum erlendra skipa á Ís- landsmiðum. Reglan sé óvinsæl í mörgum ESB-ríkjum og barist sé kröftuglega gegn henni. Aðrir ræðumenn voru Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, og Guðbergur Rúnarsson, verkfræð- ingur hjá Samtökum fiskvinnslu- stöðva Hafið yrði ESB-svæði Undanþágur Íslands yrðu túlkaðar þröngt fyrir dómstólum og þyrfti því að skilgreina nákvæmlega strax frá upphafi Morgunblaðið/Kristinn Gagnrýni Mjög góð mæting var á málfund Heimssýnar um ESB og sjávarútvegsmál í Þjóðminjasafninu í gær. „ÓBREYTT stefna Evrópusam- bandsins í sjávarútvegsmálum gæti orðið okkar sjávarútvegi hreinn banabiti,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á fundi Heimssýnar. Enn fremur sagði hann mikla andstöðu í ESB- ríkjum gegn breytingum á hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, t.d. í átt til þess sem þekkist í ís- lenska kerfinu. Menningarmunur er á Íslandi og Evrópu í sjáv- arútvegsmálum, að mati Einars. Sérstaða Íslendinga sem fisk- veiðiþjóð er algjör, sjávarútvegur- inn burðarás en ekki aukabúgrein. Umræður um sjávarútveg hér eigi við í alvöru þjóðmálaumræðu. Svo sé ekki í ESB. Þá sagði hann mikilvægt að skilja hvað fyrir þeim vakir sem vilja halda í íslensk yfirráð yfir auðlindum hafsins. Þjóðin hafi ver- ið einhuga í baráttunni fyrir þeim á sínum tíma. Það þurfi að muna. Hins vegar sagði hann ekki hægt að dvelja við spurninguna um ESB að eilífu. Henni yrði að svara og þjóðin gerði tilkall til að- komu að þeirri ákvörðun. Gæti orðið okkar sjávarútvegi banabiti ÚRVINNSLA upplýsinga sem utan- aðkomandi sérfræðingar hafa að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) skoðað og snúa að hinum ýmsu þátt- um í starfsemi fjármálafyrirtækja er hafin hjá eftirlitinu. Í tilkynningu frá FME, sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar, segir að um sé að ræða frumgögn sem nemi mörg hundruð blaðsíðum. Markmiðið sé að sannreyna hvort lög hafi verið brotin. „Mikilvægt er að vandað sé til slíkrar rannsóknarvinnu og hún unn- in af hlutlægni og þess jafnan gætt að spilla ekki rannsóknarhagsmunum,“ segir í tilkynningunni. „Í þessu skyni skal áréttuð sú grunnregla réttarrík- isins að enginn er sekur þar til sekt er sönnuð.“ Þá segir í tilkynningunni að Fjár- málaeftirlitið muni skipuleggja vinnu sína á þann hátt að rannsóknarvinn- unni verði hraðað og verður bætt við tímabundnum starfsmönnum eða ut- anaðkomandi sérfræðingum ef þörf er á. „Í þeim tilvikum sem niðurstöð- ur benda til refsiverðs verknaðar verður beitt stjórnvaldssektum eða málum vísað til lögreglu. Veittar verða upplýsingar um niðurstöður rannsókna á þann hátt sem lög leyfa og eftir því sem verkinu vindur fram.“ gretar@mbl.is Mikilvægt að vand- að sé vel til verka SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN yrði ótrúverðugur og brygðist sögu- legu hlutverki sínu léti hann við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Kemur þetta fram í pistli á vefsíðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra en hann telur breytinguna í umræðum um Evr- ópusambandið lúta að stjórnmála- umræðunni og viðleitni aðildarsinna til að snúa umræðum um kreppuna á þann veg, að þeir boði einu skyn- samlegu leiðina út úr henni. „Á annan veg er ekki unnt að skilja ummæli formanns Samfylk- ingarinnar um stjórnmálalífið eftir landsfund sjálfstæðismanna. Fyrir því eru hins vegar sterk og mál- efnaleg rök, að léti Sjálfstæðisflokk- urinn við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evr- ópusambandið, yrði hann með öllu ótrúverðugur og brygðist sögulegu hlutverki sínu. Í þessum umræðum er ástæðulaust að gleyma því, að helsta markmiðið með því að stofna Samfylkinguna var að ýta Sjálfstæð- isflokknum til hliðar í íslenskum stjórnmálum,“ segir Björn m.a. „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“ Varað við ESB-áherslu á landsfundi HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs á árinu 2008 voru lítið eitt minni en árið áður. Þau námu 64,4 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 67,8 milljarða á árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðn- um. Alls námu heildarútlán Íbúðalána- sjóðs í desembermánuði tæplega 6,7 milljörðum króna. Þar af voru rúm- lega 4,2 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 2,5 milljarðar vegna leigubúða. Meðalfjárhæð almennra lána Íbúðalánasjóðs jókst nokkuð á milli nóvember og desember á síðasta ári. Meðallán í desember var 12,4 millj- ónir, sem er 14% hækkun frá fyrra mánuði. Heildarvelta íbúðabréfa jókst um- talsvert í desember eða um 26% frá fyrra mánuði, en hún nam 56,2 millj- örðum í mánuðinum. gretar@mbl.is Meðallán ÍLS hækkaði í desember Morgunblaðið/Kristinn Útlán Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í fyrra námu 64,4 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.