Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Í JÚLÍ 2008 var
samþykkt reglugerð
um sameiningu heil-
brigðisstofnana í
landinu sem taka átti
gildi nú um áramótin.
Reglugerð þessi mið-
aði m.a. að því að
sameina smærri heil-
brigðisstofnanirnar í
eina heild og skv. reglugerðinni
áttu t.a.m. heilbrigðisstofnanirnar
á Sauðárkróki og Blönduósi að
sameinast.
Sveitarfélögin á Norðurlandi
vestra hafa verið uggandi yfir
stöðu heilbrigðisstofnana und-
anfarið enda litlar upplýsingar að
hafa frá ráðuneytinu um það hve-
nær og hvernig nákvæmlega ætti
að standa að ofangreindum sam-
einingum stofnana. Efnahags-
ástandi þjóðarinnar hefur verið
borið við, sem vissulega eru rök út
af fyrir sig og skýra kannski af
hverju umrædd reglugerð tók ekki
gildi 1. janúar sl. Það var mér því
fagnaðarefni þegar ég sá að mér
hafði hinn 7. janúar sl. borist
tölvupóstur, nákvæmlega viku eft-
ir að reglugerðin átti að taka gildi,
undir yfirskriftinni „samráð um
sameiningu heilbrigðisstofnana“.
Gamanið fór þó heldur að kárna
þegar ég las innihald póstsins.
Viku eftir að umrædd reglugerð
átti að taka gildi er sveit-
arstjórnum landsins tilkynnt í
tölvupósti sú einhliða ákvörðun
ráðherra að fækka eigi heilbrigð-
isstofnunum úr 23 í 6. Gerum okk-
ur grein fyrir því að fari þessi
skipulagsbreyting í gegn er hún
afar einstrengingsleg og á eftir að
hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér.
Köld kveðja fram-
kvæmdavaldsins
Í því umróti sem íslenska þjóðin
hefur gengið í gegnum síðustu
mánuði eru sveitarfélögin að kljást
við að ná endum sam-
an í fjárhagsáætl-
anagerð. Í Blöndu-
ósbæ sem og í fjölda
sveitarfélaga landsins
hefur fjárhagsáætlun
á tímum efnahags-
þrenginga verið unnin
af samheldni minni-
og meirihluta og ríku-
leg áhersla lögð á að
standa vörð um
grunnþjónustuna. Á
erfiðum tíma virðist
sem sveitarstjórn-
arstigið sé það þrosk-
að að einhliða ákvarðanir meiri-
hluta eru ekki í boði. Unnið er í
sameiningu að bestu lausn íbúun-
um til handa.
Þessi nýárskveðja ráðherra er
því eins og köld gusa yfir samstarf
ríkis og sveitarfélaga. Með einu
tölvuskeyti er staðbundinni heil-
brigðisþjónustu í landinu koll-
varpað án nokkurs samráðs við
sveitarfélögin. Víst er að kafa þarf
víða og leita hagræðingar á Íslandi
í dag. Nýr tekjustofn, svokallað
innlagnargjald, skilar að sögn 360
milljónum króna í ríkiskassann ár-
lega en einhverra hluta vegna
hljómar þessi upphæð afkáralega
miðað við það sem þjóðin hefur
þurft að kyngja undafarið. Fyrir
barnafólk, öryrkja, ellilífeyrisþega,
atvinnulausa og aldraða skiptir
hins vegar hver króna miklu þessa
dagana. Sveitarstjórnarmenn, sér-
staklega á landsbyggðinni, eru í
meiri takt og návist við íbúana.
Oftar en ekki hefur Blönduósbær
þurft að grípa til sárra hagræðing-
araðgerða en iðulega höfum við
samtímis spurt okkur grunnspurn-
inga sem lúta að þjónustuþegunum
sjálfum. Hversu víðtækar afleið-
ingar hefur hagræðingin fyrir
grunnþjónustu við íbúana í för
með sér og hver eru margfeldis-
áhrifin? Við látum okkur ekki
nægja að líta eingöngu á excel-
skjöl.
Úrelt vinnubrögð
Eftir lestur tölvuskeytis heil-
brigðisráðherra undir yfirskrift-
inni „samráð um sameiningu heil-
brigðisstofnana“ sem sent er
sveitarstjórnum landsins í dag er
talið „að meginávinningurinn af
sameiningu heilbrigðisstofnana sé
styrkari stjórn og aukið sjálfstæði
heilbrigðisstofnana, hagkvæmni og
betri, öruggari og sveigjanlegri
þjónusta við íbúana“. Samtímis á
þessi víðtæka skipulagsbreyting
að skila hagræðingu sem nemur
1,3 milljörðum á ári. Ég bíð eftir
næsta tölvuskeyti frá ráðherra
„samráð um sameiningu heilbrigð-
isstofnana – hluti II“ þar sem ég
fæ frekari rök og verð endanlega
sannfærð um að með því að svipta
Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi
sjálfræði sínu leiði það til betri,
öruggari og sveigjanlegri þjónusta
við íbúa sveitarfélagsins.
Hvernig verður staðbundinni
þjónustu háttað? Og áleitin er sú
spurning mitt í öllu umrótinu;
hversu margir enda á atvinnuleys-
isskrá eftir að „hagræðingin“ nær
fram að ganga? Undanfarið hefur
bæði alþingismönnum og almenn-
ingi verið tíðrætt um máttleysi Al-
þingis sem stofnunar. Ég fæ ekki
betur skilið en þingmenn og jafn-
vel heilbrigðisnefnd séu að frétta
um skipulagsbreytingar heilbrigð-
isstofnana í fjölmiðlum og tölvu-
póstum líkt og sveitarstjórn-
armenn. Alræði
framkvæmdavaldsins á Íslandi er
orðið óhugnanlegt. Við sættum
okkur ekki við slík vinnubrögð á
árinu 2009.
Alræði fram-
kvæmdavaldsins
Jóna Fanney Frið-
riksdóttir skrifar
um skipulagsbreyt-
ingar heilbrigð-
isstofnana
» Þessi nýárskveðja
ráðherra er því eins
og köld gusa yfir sam-
starf ríkis og sveitarfé-
laga. Með einu tölvu-
skeyti er staðbundinni
heilbrigðisþjónustu í
landinu kollvarpað án
nokkurs samráðs við
sveitarfélögin. Jóna Fanney Friðriksdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi
á Blönduósi.
GJÖRNINGA-
VEÐUR geisa nú í ís-
lensku atvinnu- og við-
skiptalífi sem víðar í
hinum vestræna heimi.
Eigendur og stjórn-
endur fyrirtækja standa
vaktina í eldlínu óvissu
og erfiðleika og nú reyn-
ir svo sannarlega á
framsækni, styrk og yfirvegun ís-
lenskra stjórnenda á öllum sviðum.
Stjórnvísi er fagfélag stjórnenda um
framsækna stjórnun og segja má að nú
sem aldrei fyrr sé þörf fyrir fram-
sækna stjórnun og framsækna stjórn-
endur sem eru tilbúnir að miða af
þekkingu sinni og reynslu. Stjórnvísi
hefur á undanförnum árum byggt upp
öflugan vettvang fyrir stjórnendur til
að koma saman, standa saman, vinna
saman, miðla og styðja við bakið hver á
öðrum.
Vettvangur miðlunar
þekkingar og reynslu
Í dag eru fjórtán faghópar starfandi
innan Stjórnvísi á mismunandi sviðum
stjórnunnar. Í faghópunum er stöðugt
unnið að miðlun þekkingar og reynslu
sem nýtist stjórnendum beint í starfi
hvort sem um er að ræða starf að
skipulagningu, áætlanagerð, innleið-
ingu nýrra aðferða eða önnur tilfallandi
dagleg verkefni. Styrkur
Stjórnvísi akkúrat í dag
felst ekki hvað síst í þeim
stuðningi, hvatningu og
samtölum sem eiga sér
stað á fundum félagsins.
Stjórnvísi þjónar því
einnig því hlutverki að
vera ómetanlegt tengsla-
net stjórnenda á tímum
mikilla áskorana í lífi
þeirra og starfi. Því
hverjir munu byggja upp
fyrirtækin ef ekki þeir
sem þar starfa undir
öruggri stjórn og leiðsögn þeirra sem
valdir hafa verið til forystu í fyrirtækj-
unum?
Nú þurfa fyrirtækin að standa vörð
um Stjórnvísi og nota vettvanginn til
að miða þekkingu og reynslu af mikl-
um krafti. Á fundum faghópanna eru
tekin fyrir málefni stjórnunar á erf-
iðum tímum ásamt því að horfa til
framtíðar því ný tækifæri munu verða
til og nýir tímar renna upp og stjórn-
endur þurfa að geta gripið þau tæki-
færi af festu og öryggi þegar það ger-
ist. Kannski er styttra í það en okkur
grunar.
22 ár í þágu íslenskra
stjórnenda
Þess má geta að Stjórnvísi er arftaki
Gæðastjórnunarfélags Íslands sem var
stofnað 1986 með það að markmiði að
kynna gæðastjórnun fyrir íslenskum
fyrirtækjum. Árið 2003 var starfsemi
félagsins víkkuð út og Stjórnvísi varð
félag um framsækna stjórnun á öllum
sviðum. Stundum er talað um 9 góðar
ástæður fyrir aðild fyrirtækja að
Stjórnvísi. 1. Að uppfylla þörf stjórn-
enda og fagstarfsmanna fyrir þekk-
ingu og tengsl. 2. Að nýta þann vett-
vang sem Stjórnvísi hefur byggt upp
fyrir metnaðarfulla stjórnendur í fyr-
irtækjum og stofnunum til að mynda
tengsl og deilda með sér verðmætri
þekkingu og reynslu. 3. Að nýta verð-
mæta reynslu. Raunveruleg reynsla
stjórnenda, m.a. af innleiðingu hinna
ýmsu árangursstjórnunarkerfa og
mannauðsstjórnunaraðferða, er gríð-
arlega verðmæt og mikilvægt að
henni sé miðlað. 4. Að taka þátt í
starfi sem fer þvert á atvinnulífið.
Fyrirtæki og stofnanir í Stjórnvísi
koma úr öllum geirum atvinnulífsins.
5. Skipulag Stjórnvísi er snaggaralegt
og þægilegt. Hver hópur boðar til
fundar að jafnaði einu sinni í mánuði
þar sem tiltekið málefni er tekið til
umfjöllunar. Á hverjum fundi er feng-
inn fyrirlesari sem hefur áhugaverða
þekkingu eða reynslu á viðkomandi
sviði. Önnur fundarform hafa einnig
verið notuð s.s. málstofur, hugarflug
o.fl. 6. Hver faghópur er sjálfstæð ein-
ing. Þriggja til fimm manna stjórn
leiðir hvern faghóp og skipuleggur
dagskrá. 7. Sterk ímynd. Stjórnvísi
nýtur einstaks velvilja fyrirtækja og
stofnana sem hýsa fundi faghópanna.
8. Góður fundartími. Fundartíminn er
yfirleitt frá kl. 8.30 til 9.30 að morgni
og því oftast morgunverðarfundir í
boði viðkomandi fyrirtækis. 9. Stjórn-
vísi er „non profit“ þannig að markmið
félagsins eru ekki fjárhagsleg. Starf-
andi faghópar innan Stjórnvísi.
Faghópur um: stefnumiðað árang-
ursmat (Balanced Scorecard), EFQM
árangurslíkanið, fjármál fyrirtækja,
gæðastjórnun,
stjórnun á heilbrigðissviði,
hugbúnaðarprófanir, vottuð gæða-
kerfi ISO-staðla, Lean – strauml-
ínustjórnun, mannauðsstjórnun,
stjórnun á matvælasviði, mótun og
framkvæmd stefnu, umhverfis- og ör-
yggisstjórnun, stjórnun upplýsinga-
öryggis,
þjónustustjórnun.
Markmið hvers faghóps er að miðla
þekkingu og reynslu meðal stjórn-
enda á viðkomandi fagsviði ásamt því
að þjóna sem öflugt tengslanet meðal
stjórnenda. Nýtum þekkingu og
reynslu til uppbyggingar landi og þjóð
– þekking er dauð án verka!
Stjórnvísi fyrir fyrirtækin í landinu
Martha Árnadóttir
skrifar
um stjórnendur og
stjórnun fyrirtækja
»Nú sem aldrei fyrr
er þörf fyrir fram-
sækna stjórnun og
framsækna stjórnendur
sem eru tilbúnir að miða
af þekkingu sinni og
reynslu.
Martha Árnadóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Stjórnvísi, félags um framsækna
stjórnun.
SEM heimilislækni
hefur mér þótt skorta á
heildarsýn samfélags-
ins í forvörnum, með-
ferð og stuðningi við
áfengissjúklinga og fjöl-
skyldur þeirra. Við get-
um gert íslenskt heil-
brigðiskerfi að fyrirmynd á
alþjóðavísu í þessum málaflokki og
aukið gæði þjónustu við þennan sjúk-
lingahóp þrátt fyrir þær aðstæður
sem fjárveiting til heilbrigðismála býr
við nú. Heilbrigðiskerfið þarf stöðuga
endurskoðun og einmitt núna er sér-
lega mikilvægt að betrumbæta þjón-
ustu og gera hana skilvirkari á tímum
aðhalds og niðurskurðar.
Mikilvægt er að samvinna heilsu-
gæslunnar við stofnanir sem sinna
áfengismeðferð sé góð. Heilsugæslu-
læknar eiga tíð samskipti við sjúklinga
sem farið hafa í áfengismeðferð og
jafnvel oftar en við aðra sjúklinga
enda er andleg, líkamleg og félagsleg
heilsa þeirra yfirleitt slæm og áfeng-
issýki algeng orsök örorku hér á landi.
Heilsugæslulæknar koma því mjög að
endurhæfingu áfengissjúkra eftir
meðferð.
Einnig er vert að hafa í huga að
áfengissýki er fjölskyldusjúkdómur
þar sem allir fjölskyldumeðlimir fá
einkenni langvinnar streitu og leita
sér oft hjálpar í heilsugæslunni. Má
þar til dæmis nefna eiginkonu fíkils
sem leitar til heimilislæknis vegna
þunglyndis og kvíðaeinkenna og hefur
áhyggjur af ofvirkni, vansæld og lík-
amlegum einkennum barna sinna.
Hvernig má það vera að rekin hefur
verið áfengismeðferð á vegum SÁÁ á
Íslandi í 31 ár án þess að meðferðin sé
í samvinnu eða tengslum við heilsu-
gæsluna? Hvað hafa samninganefndir
ríkisins og heilbrigðisráðherrar und-
anfarinna ára verið að hugsa þegar
fjárframlögum til þessa málaflokks
hefur ekki verið fylgt eftir með kröfu
um samstarf við heilsugæsluna í land-
inu? Heilsugæslan hefur átt gott sam-
starf við þá sem sinna áfengismeðferð
á Landspítala – háskólasjúkrahúsi en
áfengismeðferð sjúklinga hjá SÁÁ fer
oftar en ekki framhjá
heimilislækninum og án
hans vitundar. Innlagn-
arkerfi SÁÁ er algerlega
ótengt heilsugæslunni,
sjúklingar hringja sjálfir í
innlagnasíma SÁÁ og
panta innlögn í stað þess
að leita til heimilislækn-
isins sem er þá upplýstur
um vandann og er inni í
ferlinu frá upphafi.
Heilsugæslan er síðan að
fást við sjúklinginn og
meðvirka fjölskyldumeðlimi án þess
jafnvel að vita af fíknisjúkdómnum eða
fyrri meðferðarsögu. Vandinn er dul-
inn og það er algerlega undir sjúk-
lingnum komið hvort upplýsingar fást
eða ekki. Áfengissýki og vímuefnafíkn
á ekki að vera sjúkdómur þagnarinnar
í heilsugæslunni þar sem ekki er tekið
á vandanum og tilviljanakennt hvort
og hvernig sjúklingar eru meðhöndl-
aðir. Mikilvægt er að taka fram að
heilsugæslan mun aldrei standa í vegi
fyrir eða hindra að sjúklingar fari í
áfengismeðferð ef með þarf, þar er að-
alhindrunin yfirleitt hjá sjúklingnum
sjálfum.
Á vegum SÁÁ hefur verið rekin fag-
leg áfengismeðferð með góðum ár-
angri en SÁÁ rekur ekki alhliða heilsu-
gæslu með almennri
sjúklingamóttöku, ungbarnaeftirliti,
mæðraeftirliti og skólaheilsugæslu
með tilheyrandi heildarsýn yfir heilsu
fjölskyldunnar. Þó að göngudeild SÁÁ
sé mjög mikilvæg starfsemi með góðri
og ómissandi sérfræðiþjónustu, fjöl-
skylduráðgjöf og eftirmeðferðarþjón-
ustu er starfsemin ekki alhliða heilsu-
gæsla. Að sama skapi gefur
heilsugæslan sig ekki út fyrir að
stunda áfengismeðferð en á hinsvegar
að vera í góðri samvinnu við meðferð-
araðilja og öfugt sem er samfélagslega
hagkvæmt og óendanlega mikilvægt
fyrir sjúklinginn.
Eðlilegt er að skipulögð samvinna sé
milli þeirra stofnana sem stunda
áfengismeðferð og heilsugæslunnar
með eðlilegu upplýsingaflæði í formi
læknabréfa eins og lögboðið er milli
sjúkrahúsa og heilsugæslu. Sjúkra-
húsið Vogur er ekki á nein hátt undan-
skilið þeim lögum og reglum sem gilda
um sjúkrahús almennt á Íslandi og
samskipti þeirra við heilsugæsluna í
landinu. Um langvinna sjúkdóma gildir
sú meginregla að fyrsta viðkoma sjúk-
linga og eftirlit er í heilsugæslunni og
sérfræðiþjónusta eftir þörfum. Erfitt
er að skilja af hverju slíkur háttur er
ekki hafður á hjá áfengissjúklingum
hjá SÁÁ þar sem allt meðferðarstarf
samtakanna gengur út á að áfengissýki
sé sjúkdómur sem sé ekki að neinu
leyti frábrugðinn öðrum langvinnum
sjúkdómum og allra síst sjúklingnum
sjálfum að kenna. SÁÁ á eindregið að
auka samvinnu við heilsugæsluna til að
gera biðlista eftir innlögnum markviss-
ari og betrumbæta um leið stuðning og
eftirlit vímuefasjúklinga. Í nýlegum
leiðbeiningum Landlæknisembætt-
isins er sérstaklega bent á mikilvægi
eftirlits og stuðnings áfengissjúklinga í
heilsugæslunni eftir áfengismeðferð.
Þrengt hefur verið að mikilvægri starf-
semi SÁÁ undanfarið sem komið hefur
fram í gjaldtöku sjúklinga sem fara í
eftirmeðferð sem er mjög miður og ef
draga á úr göngudeildarþjónustu SÁÁ
er ennþá brýnna að auka tengsl heilsu-
gæslunnar og SÁÁ. Nýleg viðhorfs-
könnun meðal heimilislækna hefur
bent á eindreginn vilja þeirra til sam-
starfs við stofnanir sem sinna áfeng-
ismeðferð. Forvarnir, meðferð og
heilsugæsla áfengis- og vímuefna-
sjúklinga er teymisvinna í heilbrigð-
iskerfinu, heilsugæslan hefur ítrekað
boðið SÁÁ samstarf og er ávallt með
útrétta hönd.
Með útrétta hönd
Eyjólfur Guð-
mundsson fjallar
um skort á sam-
vinnu milli stofnana
sem stunda áfeng-
ismeðferð
Eyjólfur Guðmundsson
» Áfengissýki og vímu-
efnafíkn á ekki að
vera sjúkdómur þagn-
arinnar í heilsugæsl-
unni.
Höfundur er heimilislæknir á heilsu-
gæslustöðinni Hlíðum.