Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650k
r.
Stórkostlegt meistaraverk
frá leikstjóra Moulin Rouge!
Stórkostlegt meistaraverk
frá leikstjóra Moulin Rouge!
- S.V., MBL
Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
- H.E. DV
„Ástralía... er epísk stórmynd sem sækir
hugmyndir í kvikmyndasöguleg stórvirki
á borð við „Gone with the wind“
og „Walkabout“.
- S.V. Mbl
- H.E. DV
- S.V. Mbl
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Transporter 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára
Inkheart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
The day the earth stood still kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára
Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann
„HÖRKU HASAR MEÐ
JASON STATHAM
Í AÐALHLUTVERKI“
ÆVINTÝRAMYND
AF BESTU GERÐ
Bráðskemmtileg mynd þar sem
heimur galdra og ævintýra lifnar við
Stærsta BOND-mynd allra tíma!
650k
r.6
50kr.
650k
r.
650k
r.
Bráðskemmtileg mynd þar sem
heimur galdra og ævintýra lifnar við
ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ
„HÖRKU HASAR MEÐ
JASON STATHAM
Í AÐALHLUTVERKI“
HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Seven pounds kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára
Skoppa og Skrýtla kl. 6 LEYFÐ
Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Seven Pounds kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
Australia kl. 7 B.i.12 ára
Inkheart kl. 5:50 B.i. 10 ára
Skoppa og Skrítla í bíó kl. 5:50 LEYFÐ
Saw 5 kl. 10:10 B.i.16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
ÞAÐ er er ekki á hverjum degi sem tækifæri
gefst til að sjá mynd sem hittir beint í hjarta-
stað um leið og hún opnar augun fyrir válegum
sjúkdómi sem er bæði grafalvarlegur og al-
gengur en þó furðulega sniðgenginn. Hann
nefnist einhverfa og myndin Sólskinsdreng-
urinn, fyrsta heimildarmynd Friðriks Þórs um
árabil og besta verk frá tímum Engla alheims-
ins (2000).
Einhverfa er erfiður sjúkdómur og lengi lítt
kannaður þó hann sé sjálfsagt jafn gamall
mannkyninu. Á miðöldum voru einstaklingar
haldnir honum taldir umskiptingar eða and-
setnir því hreyfingar þeirra eru gjarnan spast-
ískar eða einkennast af endurtekningaráráttu.
Slíkar raddir eru ekki með öllu óþekktar enn
þann dag í dag. Bágt ytra ástand sjúklinganna
er þó smámunir miðað við það andlega því þeir
eiga erfitt með að mynda mannleg tengsl við
aðra. Hvernig líður þeim, hvað hugsa þeir og
hvernig upplifa þeir umhverfið og aðra ein-
staklinga?
Sólskinsdrengurinn hans Friðriks Þórs er
Keli, 11 ára drengur sem hefur notið þeirrar
heilsugæslu og skólagöngu sem er boðið upp á
hérlendis. Með litlum árangri, svo að foreldrar
hans, Margrét og Þorsteinn, gripu til sinna
ráða og fóru að fylgjast með því sem markverð-
ast var að gerast í viðureigninni við veikindi
Kela. Þau komust að því að í Bandaríkjunum
hefur leitin að virkri meðferð við einhverfu ver-
ið markvissust, ekki síst fyrir dugnað og fjár-
framlög aðstandenda sjúklinganna. Þau ákváðu
að leita drengnum, sem þá var 9 ára, bestu
hjálpar á stofnunum vestra og um sama leyti
kom Friðrik með sitt fólk til sögunnar og festi
atburðarásina á filmu.
Þau Margrét og Þorsteinn leita til fjöl-
margra stofnana og einstaklinga, m.a. Temple
Grandin sem er prófessor í dýralækningum og
einn þekktasti einstaklingur sem greinst hefur
með einhverfu. Það var síðan indversk-ættuð
kona, frú Mukhopadhyay, sem náð hefur stór-
merkilegum árangri í meðferð einhverfra, sem
reyndist Kela aðalhjálparhellan. Hafa verður í
huga að einhverfa er á ýmsum stigum og í
mörgum myndum. Keli var illa haldinn, en aðr-
ir eru mun betur settir, sjúkdómurinn getur
t.d. birst í ofurgáfum á afmörkuðum sviðum.
Tito, syni Mukhopadhyay, hefur tekist með
aðferðum móður sinnar að virkja óvenju mikla
greind sem bjó bak við grímuna, og er orðinn
kunnur rithöfundur sem fjallar gjarna um mál-
efni einhverfra. Margrét og Þorsteinn höfðu
ekki hugmynd um hvað sonur þeirra skildi af
því sem sagt var við hann á móðurmálinu, hvað
þá á enskunni hennar frú Mukhopadhyay og
RPM, aðferðafræðinni sem hún fann upp, þar
sem beitt er tali, stafaspjöldum og tölvuborði.
Það er ógleymanlegt að fylgjast með því
hvernig frú Mukhopadhyay tekst að komast í
samband við Kela og ekki síður með við-
brögðum Margrétar og Þorsteins þegar þau
eru að endurheimta drenginn sinn sem búinn
er að vera týndur í fötlun einhverfunnar. Sól-
skinsdrengurinn er á leiðinni heim.
Í myndinni hans Friðriks Þórs er sýnt og
sannað að jafnvel einstaklingar illa haldnir af
einhverfu eiga möguleika á að verða virkir í
þjóðfélaginu og brjótast út úr þeirri félagslegu
einangrun sem fylgir veikindunum. Sólskins-
drengurinn fær mann einnig til að velta því al-
varlega fyrir sér hvort vísindamenn og mennta-
stofnanir hafi unnið af nægri harðfylgni við að
hjálpa þessum „týndu“ einstaklingum í sam-
félagi manna. Fyrst og fremst gefur hún
ósviknar vonir um að hjálpin sé til staðar og
engin spurning um að í framtíðinni verða með-
ferðarúrræði frú Mukhopadhyay þróuð og full-
komnuð, sem og allra þeirra sem lagt hafa hönd
á plóginn við að finna leiðir til hjálpar.
Sólskinsdrengurinn er sem fyrr segir fyrsta
heimildarmynd og besta mynd Friðriks Þórs í
langan tíma. Það er auðséð að hann hefur engu
gleymt hvað varðar fundvísi á athyglisverð um-
fjöllunarefni og kunnáttusamleg efnistök. Höf-
undur Rokksins, Kúrekans og Eldsmiðsins,
sem allar eru goðsagnakenndar í íslenskri
heimildarmyndasögu, er kominn aftur með
glæsibrag. Sólskinsdrengurinn er ekki aðeins
afar upplýsandi um stórmál sem hefur legið í
láginni heldur er hún mynd vonar og mynd
sigra í erfiðri lífsbaráttu. Þrátt fyrir dálítið
langdregna og málgefna kafla og nokkrar end-
urtekningar vinnur hún á frá fyrstu mínútu uns
hún endar full af gleði sem smitast út til áhorf-
enda. Hún er óvenju falleg og á erindi við okkur
öll. Höfum við ekki aukið á múrana sem um-
lykja einhverfa með miðaldalegum fordómum?
Friðrik heldur sig jafnan í réttri nálægð/
fjarlægð við viðfangsefnið og nær áhrifaríkum
tökum á umfjöllunarefninu og okkur í eft-
irminnilegri baráttusögu foreldra Kela og
kraftaverkinu sem hann upplifir. Myndin nýtur
góðs af markvissri kvikmyndatöku Jóns Karls
Helgasonar og hófstilltri tónlist Bjarkar og
Sigur Rósar. Eftirminnilegust af öllu góðu eru
þó batamerki Kela og hamingja foreldra hans.
Morgunblaðið/Kristinn
Sólskinsdrengurinn á frumsýningu Keli var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á föstudagskvöldið ásamt fjölskyldu sinni.
Losað um
fjötrana
KVIKMYND
Háskólabíó
Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Friðrik Þór Frið-
riksson. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Klipp-
ing: Þuríður Einarsdóttir. Framleiðandi: Kristín Ólafs-
dóttir, Margrét Dagmar Ericsdóttir, ofl.
Viðmælendur: Simon Baron Cohen, Temple Grandin,
David Crowe, Jonathan Shestack, Tito og frú
Mukhopadhyay, Keli og foreldrar hans o.fl. Klikk Pro-
duction o.fl. 107 mín. Ísland 2009.
Sólskinsdrengurinn
bbbbn
Sæbjörn Valdimarsson