Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 á EGLA bréfabindum 50 ára Vinnustofa SÍBS Hátúni 10c - S. 562 8500 www.mulalundur.is 489 kr/stk Gildir út janúar 2009 Tilboð Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is „ÞAÐ var verið að lána fólki og fyr- irtækjum erlend myntkörfulán á ein- um stað í banka á meðan annars staðar var veðjað á að krónan myndi veikjast. Þetta þarf að rannsaka og ekki síst þátt stóru hluthafanna,“ segir Arnar Sigurmundsson, for- maður Landssamtaka lífeyrissjóða. Páll Hreinsson, hæstaréttardóm- ari og formaður nýskipaðrar rann- sóknarnefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að rannsaka aðdrag- anda og orsakir falls íslensku bank- anna á síðasta ári og tengdra at- burða, segir að nefndin muni skoða hvort hún sjái eitthvert kerfisbundið mynstur, m.a. í tengslum við gjald- miðlaskiptasamninga bankanna. „Væntanlega mun hins vegar hinn sérstaki saksóknari skoða hin ein- stöku mál. En við munum skoða stóru myndina, hvort eitthvað kerf- isbundið hafi verið í gangi sem sé óeðlilegt,“ segir Páll. Fram hefur komið að stefnt er að því að skipa sérstakan saksóknara með víðtækar rannsóknarheimildir, sem ætlað er að rannsaka hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda að hruni bankanna eða í starfsemi þeirra fram að því. Hjarðhegðun skiptir máli Fram kom í síðustu viku að for- svarsmenn fjárfestingarfélagsins Kjalars, sem Ólafur Ólafsson í Sam- skipum á um 94% hlut í, telji að fé- lagið eigi kröfu á skilanefnd Gamla Kaupþings upp á hátt í 200 milljarða króna vegna framvirks gjaldeyris- skipasamnings. Kjalar var einn af stærstu hluhöfum Kaupþings með um 10% hlut. Þá hefur komið fram að Exista, stærsti hluthafinn, var einnig stórt á þessu sviði. „Það má ekki gleyma því að það á sér stað heilmikil hjarðhegðun á markaði, og það þarf að rannsaka hvaða þátt hún átti í því að krónan féll, t.d. þegar það fréttist hvernig stórir eigendur Kaupþings höfðu veðjað á að krónan myndi veikjast,“ segir Arnar Sigurmundsson. Einstök mál til saksóknara Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir bankana hafa lánað fólki og fyrirtækjum erlend myntkörfulán á sama tíma og þeir og stórir hluthafar veðjuðu á að krónan myndi veikjast BANKAR Sumir veðja á að krónan veikist, aðrir að hún styrkist VEÐJUÐU Á STYRKINGU (t.d.): - Lífeyrissjóðir - Útflytjendur VEÐJUÐU Á VEIKINGU (t.d.): - Exista - Kjalar Morgunblaðið/Birgir Már FJÁRFESTAR/FYRIRTÆKI Í BY RJU N Fr amv irkir gjald miðla skiptasa mningar SÍÐAR Samningar ger ðir up p ÓHÆTT er að segja að það hafi verið troðfullt hús og færri komist að en vildu á opnum fundi í Iðnó, sem haldinn var á laugardag undir yf- irskriftinni „Stöðvið fjöldamorðin á Gaza- strönd“. Að fundinum loknum var kertafleyting til minningar um fórnarlömb stríðsins á Gaza. Ennfremur er hafin neyðarsöfnun á vegum Fé- lagsins Ísland-Palestína en það fé sem safnast fer í að aðstoða spítala á Gaza-svæðinu. Fórnarlamba stríðsins á Gaza-svæðinu minnst Morgunblaðið/Kristinn FRÁ og með deginum í dag verður nemendum Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi boðið upp á hafragraut í boði bæjarins tvisvar á dag en í skólanum eru nemendur í 7.- 10. bekk. „Það verður bæði boðið upp á hafragraut fyr- ir skólabyrjun og í kaffinu um klukkan hálftíu,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Sel- tjarnarness, en skólinn varð til með sameiningu Mýrar- og Valhúsaskóla árið 2004. Guðlaug segir hugmyndina hafa komið upp í kenn- arahópnum og vonast eftir góðum viðtökum en sjálfri finnst henni grauturinn góður. „Ég vona að þetta efli og styrki krakkana enn frekar.“ ingarun@mbl.is Ókeypis hafra- grautur í boði í Valhúsaskóla Morgunblaðið/Kristinn Góður grautur Í Hagaskóla hefur verið boðið uppá hafragraut við góðar undirtektir nemenda. Vangaveltur um að Exista hafi stundað spá- kaupmennsku gegn íslensku krónunni, sem komið hafa fram í fjölmiðlum að undanförnu, eiga ekki við rök að styðjast, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Segir þar að áhætta í reikningum hafi verið með krónunni og því hafi það ekki verið félaginu í hag að krónan veiktist. „Exista hefur frá ársbyrjun 2007 fært reikninga sína í evrum, enda hafa eignir og skuldir fé- lagsins verið að meirihluta í er- lendri mynt,“ segir í tilkynning- unni. „Frá þeim tíma hefur félagið varið eigið fé sitt gagnvart sveifl- um í öðrum gjaldmiðlum en evru, m.a. norskri krónu, pundum og ís- lensku krónunni enda hlutir fé- lagsins í Kaupþingi banka, Bakka- vör Group og fleiri félögum í krónum. Exista hefur varið stöðu sína gagnvart krónunni einungis að hluta og dró félagið heldur úr varnasamningum á árinu 2008. Varnir á eigið fé er eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í ábyrgum rekstri fjármálafyrirtækis.“ Tugir milljarða Segir í tilkynningunni að Exista hafi gert samninga um geng- isvarnir við alla stærstu viðskipta- bankana. „Kostnaður vegna varnasamninga er umtalsverður og hefur Exista á undanförnum tveimur árum greitt íslenskum bönkum þóknanir og vaxtamun sem hleypur á tugum milljarða króna vegna varna félags á eigið fé.“ Þá segir að Exista hafi átt í við- ræðum við bankana m.a. vegna uppgjörs varnasamninga og sé enginn ágreiningur um réttmæti þeirra eða að til þeirra hafi verið stofnað á eðlilegum rekstr- arforsendum. Engin spákaupmennska Lýður Guðmundsson LÍKLET er talið að fundað verði hér á landi í næstu viku með Bret- um og Hollendingum um lánveit- ingar til að greiða eigendum Ice- save-innlánsreikninga Lands- bankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Verður þá fundað um lánstíma, vaxtakjör, greiðslu- skilmála og endurskoðunarákvæði, en samið mun hafa verið um heild- arupphæð lánsins. Einnig mun vera stefnt að því að funda með Þjóð- verjum um Edge-innlánsreikninga Kaupþings fljótlega. Heildarlánveitingar sem ríkið þarf að ábyrgjast vegna þessara innlánsreikninga í Bretlandi, Hol- landi og Þýskalandi eru um 700 milljarðar króna. Síðasti fundur Í slendinga með fulltrúum Bretlands, Hollands og Þýskalands vegna þessara innláns- reikninga bankanna var haldinn í byrjun desember síðastliðins. Fram hefur komið að Lárus Finn- bogason, formaður skilanefndar Landsbankans, telur að líklega muni um 150 milljarðar króna falla á ríkissjóð vegna Icesave-reikning- anna, þegar búið verður að selja all- ar eignir gamla bankans. Ísland ábyrgist innstæður á Ice- save- eða Edge-reikningum upp að 20.887 evrum, sem eru um 3,6 millj- arðar króna, vegna hvers reikn- ings. gretar@mbl.is Fundað um Icesave og Edge hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.