Morgunblaðið - 12.01.2009, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING
Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir
ekki ljóst hversu miklu ríkissjóður
tapar af veðlánum, sem Seðlabanki
Íslands veitti fjármálafyrirtækjum
gegn tryggingum í verðbréfum föllnu
bankanna.
„Við erum að vinna úr þessum mál-
um í fjármálaráðuneytinu. Það var
talið heppilegra að ríkissjóður tæki
yfir kröfurnar á fjármálafyrirtækin.
Það gefur okkur meira svigrúm til að
annast uppgjör þessara krafna á sem
hagkvæmastan hátt,“ segir Árni M.
Mathiesen.
Fjármálaráðherra getur ekki sagt
til um hvaða aðferðafræði verður not-
uð til að innheimta þessar kröfur.
Samtals nema þær 285 milljörðum
króna.
Sérfræðingar sem Morgunblaðið
ræddi við telja að lítill hluti af þessari
upphæð fáist greiddur til baka. Tap
ríkissjóðs af þessum viðskiptum mun
því nema tugum ef ekki hundruðum
milljarða. Til að setja þetta í sam-
hengi þá er áætlað að kostnaður rík-
issjóðs vegna Icesave reikninga
Landsbankans muni nema 150 millj-
örðum króna. Það er því hægt að
halda því fram að annað „Icesave-
mál“ sé í uppsiglingu.
Sparisjóðabankinn skuldar mest
Sé miðað við grófa flokkun á þessum
kröfum skuldar Sparisjóðabankinn um
150 milljarða króna og Straumur fjár-
festingarbanki 40 milljarða. Smærri
fjármálafyrirtæki, Saga Capital, Askar
Capital, SPRON og VBS fjárfesting-
arbanki skulda samtals um 45 millj-
arða króna. Inni í þeirri tölu eru ekki
15 milljarðar sem VBS náði að skulda-
jafna við Landsbanka Íslands.
Samtals eru kröfur á þessi smærri
fjármálafyrirtæki um 235 milljarðar
króna. Þá má gera ráð fyrir að af-
gangurinn af heildarupphæðinni, eða
um 50 milljarðar króna, séu kröfur á
föllnu viðskiptabankana. Það vekur
athygli hversu lág sú upphæð er því
vitað er um umfangsmikil viðskipti
milli þessara banka í tengslum við
lántökur hjá Seðlabankanum.
Óljós samningsleið
Verkefni fjármálaráðuneytisins
verður að semja um uppgjör þessara
krafna „eins og hagkvæmast þykir“,
stendur í fjáraukalögum sem sam-
þykkt voru fyrir jól.
Fjármálaráðuneytið hefur frjálsari
hendur um það að semja um veð-
lánaskuldir en Seðlabankinn. Það var
ein meginástæða þess að kröfurnar
voru færðar frá Seðlabankanum yfir
til ráðuneytisins að sögn Baldurs
Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra.
Önnur ástæða er sú að þegar tapið
af þessum viðskiptum verður raun-
verulegt ber ríkissjóður, og þá skatt-
greiðendur, tapið. Seðlabankinn hef-
ur ekki burði til að bera margra
milljarða króna tap. Það myndi setja
efnahag bankans á hliðina.
Stóra spurningin sem blasir við er
hvernig þessar kröfur verða inn-
heimtar. Það má teljast öruggt í ljósi
stöðu Sparisjóðabankans að hann
getur ekki staðið undir þessum
greiðslum. Hvort sem ríkið tekur
bankann yfir eða keyrir hann í þrot
tapast yfir hundrað milljarðar króna.
Viðráðanleg staða
Í tilvikum Straums, Saga Capital,
Askar Capital og VBS er staðan að-
eins óljósari. Skuld þeirra við rík-
issjóð nemur um 45 milljörðum
króna. Líklegra er að þessum fjár-
málafyrirtækjum verði gefið meira
svigrúm til að vinna úr erfiðri stöðu.
Stjórnvöld geta beðið þar til ljóst
verður hve mikið fæst fyrir banka-
bréfin sem þau eiga í föllnu bönk-
unum. Það getur verið misjafnt eftir
því hvaða bankabréf er um að ræða.
Til dæmis hefur því verið haldið
fram að þeir sem eiga skuldabréf
Landsbankans, sem var stórtækastur
í þessum veðlánaviðskiptum sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
fái ekkert. Allar eignir fari í að greiða
fyrir Icesave og nægi ekki til.
Önnur leið er að breyta þessum
kröfum í eigið fé. Þá eignast ríkið hlut í
þessum fjármálafyrirtækjum í staðinn
fyrir skuldina. Ríkið verður hluthafi.
Þriðja leiðin getur verið sú að fella
einfaldlega kröfuna niður og gefa
þessa skuld eftir. En þá kemur upp
sú réttlætisspurning af hverju eig-
endur þessara fyrirtækja eigi ekki að
bera kostnaðinn við fall bankanna
eins og aðrir.
Blönduð leið ákjósanleg
Stjórnendur þessara fyrirtækja,
sem Morgunblaðið talaði við, mæltu
með blandaðri leið. Það er að ríkið
verði hluthafi í sumum þessara fjár-
málafyrirtækja, hlutur eigenda þynn-
ist út og hluti af skuldinni verði felld-
ur niður.
Það skiptir ekki máli hvaða leið far-
in verður. Skattgreiðendur munu allt-
af sitja uppi með mikinn kostnað
vegna þessara lánaviðskipta fjár-
málafyrirtækja í Seðlabankanum.
Hvort tapið verður nær hundrað eða
tvö hundruð milljörðum kemur í ljós
þegar samið verður um skuldirnar og
gömlu bankarnir verða gerðir upp.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Veðlánakóngar Bankastjórn Seðlabanka Íslands rýmkaði reglur snemma á síðasta ári sem auðveldaði fjármálafyrirtækjum að sækja lausafé inn í bankann. Óljóst er um endurgreiðslu.
Enn tapast milljarðar
Kostnaður ríkissjóðs vegna tapaðra veðlána gæti jafnast á við kostnað skattgreiðenda vegna Icesave
Fjármálaráðherra segir enn ekki ljóst hversu há endanleg upphæð verður og svigrúm sé til innheimtu
Í minnisblaði smærri fjármálafyrirtækja, sem Morgunblaðið hefur undir
höndum, kemur fram að stjórnendum þeirra var nauðugur einn kostur að
taka þátt í veðlánaviðskiptum. Það er rétt að hluta.
„Áréttað er að vandinn er til kominn vegna þess fyrirkomulags sem
Seðlabanki Íslands viðhafði við að veita laust fé í íslenskum krónum til
stóru bankanna þriggja. Þar sem smærri fjármálafyrirtæki voru háð fyr-
irgreiðslu stóru bankanna þriggja var þeim nauðugur einn kostur að taka
að sér þetta hlutverk,“ segir í minnisblaðinu sem samþykkt var í október
á fundi fulltrúa VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital, SPRON, Askar
Capital og Sparisjóðabankans, sem þá hét Icebank.
Þurftu aðgang að lausu fé
Ástæðunni fyrir því að þessi fjármálafyrirtæki sitja uppi með nú verðlítil
skuldabréf bankanna er lýst í minnisblaðinu. Þar segir að stóru bankarnir
hafi notað smærri fjármálafyrirtæki til að ná sér í laust fé í Seðlabank-
ann. Viðskiptabankarnir gáfu út skuldabréf sem smærri fyrirtækin ýmist
keyptu eða fengu að láni. Í þeim tilvikum þar sem fjármálafyrirtækin
keyptu bréfin voru þau lögð inn í Seðlabankann sem veð fyrir láni. Lánið
var svo notað til að greiða stóra bankanum fyrir skuldabréfið. Þannig
gátu bankarnir tæknilega séð nánast náð sér takmarkalaust í peninga hjá
Seðlabankanum.
Arðsöm viðskipti
Þar er samt öruggt að þessum fjármálafyrirtækjum var ekki stillt upp við
vegg í öllum tilvikum. Þetta voru arðvænleg viðskipti og gáfu vel í aðra
hönd án þess að binda háar fjárhæðir. Til dæmis var veðlánaþjónusta
hluti af viðskiptamódeli Sparisjóðabankans.
Á skýringarmynd að ofan má sjá að lítið fjármálafyrirtæki þarf aðeins að
leggja fram 20 milljónir til að hirða vaxtamun af 100 milljörðum. Á árs-
grundvelli eru tekjur af því 1,4 milljarðar króna.
Neydd til þátttöku
16 FréttirVIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Veðlánaviðskipti Seðlabanka Íslands
jukust stórkostlega á síðasta ári. Við
fall bankanna stóðu lán Seðlabank-
ans til fjármálafyrirtækja í yfir 500
milljörðum króna. Stór hluti lánanna
var tryggður með öruggari veðum
eins og ríkisskuldabréfum og sér-
tryggðum skuldabréfum.
Í forsíðufrétt viðskiptablaðs Morg-
unblaðsins 21. ágúst var því lýst
hvernig stóru viðskiptabankarnir
nýttu sér reglur Seðlabankans, með
aðstoð hver annars og smærri fjár-
málafyrirtækja, til að ná sér í mikið
laust fé með skuldabréfaútgáfu.
Hluta af aukningunni má skýra
með rýmri reglum Seðlabankans um
hvaða veð væru gild í þessum lána-
viðskiptum.
Í mars voru reglurnar rýmkaðar
enn meira og smærri fjármálafyr-
irtækjum gert kleift að afla lausafjár
gegn veðum í sértryggðum skulda-
bréfum sem hefðu tiltekið lánshæf-
ismat. Útgefandi bréfanna þyrfti ekki
að hafa lánshæfismat eins og áður.
Í frétt Morgunblaðsins var aðferð-
um viðskiptabankanna líkt við pen-
ingaprentun. Bankarnir gætu nánast
sótt þá peninga í Seðlabankann sem
þeir vildu. Brást bankastjórnin þann-
ig við að vísa því á bug að „svindlað“
hefði verið í veðlánaviðskiptum og
hengdi sig þannig í orðalag í fyr-
irsögn blaðsins. Send var út sérstök
tilkynning þar að lútandi og ítrekað
að farið hefði verið að reglum Seðla-
bankans í þessum viðskiptum.
Það var hins vegar altalað innan
fjármálakerfisins hvaða aðferðum
væri beitt til að ná í laust fé í Seðla-
bankann.
Andvirði lánanna notuðu bank-
arnir meðal annars til að kaupa rík-
isskuldabréf og leggja þau inn í
Seðlabanka Evrópu í gegnum útibú
sín í Lúxemborg og fá evrur í staðinn.
Reglunum var samt breytt í sept-
ember og þær þrengdar hvað varðar
ótryggð skuldabréf bankanna. Eirík-
ur Guðnason, seðlabankastjóri, sagði
í viðtali við Morgunblaðið 22. ágúst
sl. að auðvitað væru það viðbrögð við
einhverju sem hefði gerst. „Við höf-
um gert athugasemdir við hvernig
þessi viðskipti hafa farið fram þrátt
fyrir að það hafi verið farið að öllum
reglum,“ sagði hann. Margir hefðu
óskað eftir viðbrögðum Seðlabank-
ans eftir að fréttin birtist og því var
ákveðið að senda út yfirlýsingu.
Fylgdu fordæmi annarra
Í tilkynningu frá Seðlabankanum 21.
október 2008 segir: „Eins og aðrir
seðlabankar leitaðist Seðlabanki Ís-
lands með fyrirgreiðslu sinni við að
auðvelda starfsemi innlendra fjár-
málafyrirtækja í þeirri fjár-
málakreppu sem riðið hefur yfir
heiminn. Seðlabankinn fylgdi í því
efni fordæmi annarra seðlabanka og
jók fyrirgreiðslu sína og þar með
áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt
og þeir seðlabankar sem lengst
gengu.“
Seðlabankinn fylgdi fordæmi annarra
!!
"
#
$
%!
"
!
&
'
(
) !
"
(
*++
!
*++
&
#
!
!
,
!
-
*./
,(
*./
!
"
*++
#