Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 69. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is UM 5.000 ÁHORFENDUR VESTURPORT SLÓ Í GEGN Í HONG KONG KYNHLUTVERK Á FYRRI ÖLDUM KONUR MÁTTU SÍN LÍKA NOKKURS Eftir Önund Pál Ragnarsson og Baldur Arnarson „ÞAÐ má segja að þetta sé slæmt en þó skárra en ég átti von á,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Seðlabanki Íslands greindi í gær frá því að einungis 3% heimila væru með húsnæðislán í erlendri mynt, um 8% með lán í innlendri og erlendri mynt, en tæp 90% heimila hefðu sín hús- næðislán eingöngu í krónum. Um helmingur þeirra hefði eiginfjár- stöðu sem væri jákvæð um tíu millj- ónir króna eða meira og að um 80% heimila greiddu minna en 150.000 kr. í húsnæðisafborganir á mánuði. Aldrei hægt að hjálpa öllum „Það kom á óvart að þrátt fyrir allt er mjög stór hluti heimila sem virðist ekki vera í neinum vandræðum, hvorki með eigið fé né að standa í skilum. Það er auðvitað ánægjulegt þótt það dragi ekkert úr vanda þeirra sem eru í hinum hópunum,“ segir Gylfi. Tölurnar muni hjálpa til við að kortleggja vanda skuldugra. Það sé mjög mikilvægt því ómögu- legt sé að hjálpa öllum. Sé það reynt þurfi á endanum að senda öllum jafnháan reikning fyrir það. „Með því að beina kröftunum beint að þeim sem helst þurfa aðstoð, hvort sem það er vegna þess að lánin þeirra hafa hækkað mest, eða af því að tekjur þeirra hafa dregist mest saman, þá nýtum við sem best það svigrúm sem við höfum. Það er lyk- illinn að því að ná árangri.“ Fjölmargir standa vel Morgunblaðið/Golli Vitneskja Rannsókn sýnir að er- lend lán eru minnsti hluti vandans.  Aðeins þrjú prósent heimila hafa húsnæðislán sín alfarið í erlendri mynt  Kom viðskiptaráðherra á óvart og gerir aðgerðir fyrir heimilin markvissari  Standa af sér storminn | 6 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SÖNGLEIKURINN Söngvaseiður verður settur upp í Borgarleikhús- inu í maí næstkomandi. Fylgst er með barnfóstrunni Maríu og glímu hennar við börn ekkjumannsins Von Trapp, alls sjö talsins. Til að manna hlutverk barnaskarans var blásið til áheyrnarprufa og var fjöldi þeirra sem mættu með miklum ólíkindum, alls 4.000. Tólf krakkar náðu svo landi og skiptast á að leika, en Lára Sveinsdóttir leikur elsta systkinið. Einn af þeim sem komust í gegn- um nálaraugað var Árni Beinteinn Árnason, sem er orðinn sæmilega sviðsvanur þrátt fyrir ungan aldur. „Ég gerði mér auðvitað litlar von- ir í upphafi,“ segir Árni keikur. „En eftir því sem fækkaði í hópnum fór að hýrna á manni bráin. Maður leyfði sér að dreyma, en passaði sig um leið að vera sæmilega vondauf- ur. Þetta voru snúnar tilfinningar!“ Hópurinn hefur æft af miklum krafti síðan í janúar en kemur fram í sviðsljósið í fyrsta skipti á meðfylgj- andi ljósmynd. Æfingar fyrir Söngvaseið komnar á blússandi siglingu Morgunblaðið/Ómar Hátt og snjallt Hópurinn stillti sér upp en átti hins vegar erfitt með að vera stilltur, slík er eftirvæntingin vegna frumsýningarinnar. Leyfði sér að dreyma og draumurinn rættist Fámenniseignarhald á íslenskum bönkum hafði mikil áhrif á stjórnun þeirra og hvernig fyrir þeim fór, að sögn Svein Harald Øygard, seðla- bankastjóra á Íslandi. Fáir eigendur orsök bankahruns Smærri fjármálafyrirtæki, eins og sparisjóðirnir Byr og SPRON, eiga óöruggar veðkröfur á Baug upp á um 48 milljarða króna. Gæti þetta fé allt tapast við gjaldþrot Baugs. Smærri kröfuhaf- ar Baugs tapa Eitt af því sem veikti lausafjárstöðu Straums var að lífeyrissjóðir tóku fé út af innstæðureikningum sínum í bankanum. Geymdu sjóðirnir háar fjárhæðir á slíkum reikningum. VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir flýðu Straum  MIKILL óhugur er í Þjóðverjum vegna skotárásar 17 ára pilts sem varð a.m.k. fimmtán manns að bana áður en hann fyrirfór sér eftir að hafa særst á fæti í skotbardaga við lögreglu. Á meðal fórnarlambanna voru níu skólanemar á aldrinum 14- 15 ára og þrír kennarar. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, lýsti yfir þjóðarsorg í landinu og lýsti árásinni sem „skelfilegum glæp“. Innanríkisráðherra landsins sagði að flaggað yrði í hálfa stöng í dag til að minnast þeirra sem létu lífið. »18 Þjóðarsorg í Þýskalandi vegna mannskæðrar árásar www.sigridurandersen.is Sigríði Á. Andersen í eitt af 4 efstu sætunum Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 13. og 14. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.