Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 6
LANDMÆLINGAR Íslands hafa samið við Loftmyndir ehf. um að- gang að myndkortum fyrirtækisins til nota við staðsetningu örnefna. Þá hefur í samvinnu við fyrirtækið verið þróuð kortasjá sem gerir starfsmönnum Landmælinga Ís- lands og örnefnasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kleift að staðsetja örnefni og leiðrétta. Samstarf milli þessara tveggja stofnana og þessi nýja veflausn mun án efa hleypa miklum krafti í skráningu og staðsetningu örnefna í stafrænan gagnagrunn, segir á heimasíðu Landmælinga. aij@mbl.is Staðsetning á örnefnum 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MEIRIHLUTI heimila í landinu mun ráða við vaxandi greiðslubyrði húsnæðislána, að mati starfshóps Seðlabanka Íslands um áhrif fjár- málakreppunnar á heimilin. Á það er hins vegar bent að rúm- lega fjórða hvert heimili er talið búa við þrönga eiginfjárstöðu. Um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða og er fyllri myndar af stöð- unni að vænta á næstu vikum, að sögn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, hagfræðings hjá Seðlabankanum. Greiningin byggist á gögnum sem Seðlabankinn hefur aflað í samstarfi við fjármálafyrirtækin og byggjast tölur um húsnæðiseign á fasteignamati frá árinu 2008. Því er ljóst að mörg heimili í vanda geta ekki selt fasteignir á því verði sem þau keyptu þær. Ná til 80.000 húseigenda Gögnin ná til 80.000 húseigenda en samkvæmt þeim skulda 72,9% heimila undir 20 milljónir í hús- næði, 16,3% frá 20 og upp undir 30 milljónir, 5,2% frá 30 og upp í 40 milljónir, 2,3% frá 40 og upp í 50 milljónir og afgangurinn, eða 3,3%, 50 milljónir eða meira. Þessar tölur endurspeglast í kökuritinu hér til hliðar þar sem kemur fram að um 80% heimila greiða undir 150.000 krónur í húsnæðisafborganir á mánuði. Að sama skapi er heildar- greiðslubyrði 68,4% heimila með fasteigna- og bílalán undir 150 þús- und krónum á mánuði. Sú niðurstaða að heimili með er- lend fasteignalán hafi tilhneigingu til að vera skuldsettari en önnur kemur vart á óvart. Það vekur hins vegar athygli að aðeins 3% heimila eru með húsnæðislán í erlendri mynt, en um 8% með lán í innlendri og erlendri mynt. Því fer það nærri að 9 af hverjum 10 heimilum hafi húsnæðislán í innlendri mynt og býr um helmingurinn við eiginfjár- stöðu sem er jákvæð um 10 millj- ónir króna eða meira. Erlendu lánin vega þungt Áhrif lántöku í erlendri mynt á hag heimilanna koma glöggt fram í því að 23% heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu eru með erlend lán, eða rúmlega tvöfalt fleiri en sem nemur hlutfalli þeirra af heildinni. Af 8.900 heimilum með lán í er- lendri mynt eða erlendri mynt og krónum eru 3.400 í neikvæðri eiginfjárstöðu, þar af 2.400 heimili um 5 milljónir króna eða meira. Alls er 31.571 heimili, eða um 41% heimila, talið búa við þrönga eiginfjárstöðu, þar af er eiginfjár- staða 5 þúsund heimila neikvæðari en 5 milljónir króna. Þá kemur fram í skýrslu hópsins að aukning í mánaðarlegri greiðslubyrði heimila með verð- tryggð fasteignalán sé nær undan- tekningarlaust undir 50 þúsund kr., á sama tíma og 30% heimila sem hafi eingöngu lán í erlendri mynt hafi orðið fyrir meira en 50 þúsund kr. hækkun sömu byrðar. Morgunblaðið/Valdís Thor Aðferðin Gögnin ná til 86% Íslendinga á þjóðskrá og til um 80% af húsnæðisauði þjóðarinnar. Skuldlaus heimili og þau sem fengu húsnæðislán hjá lífeyrissjóðunum eru ekki tekin með í reikninginn. Sama gildir um launatekjur og stendur til að bæta úr því í næstu skýrslum starfshópsins. Standa af sér storminn  Flest heimili munu komast í gegnum efnahagsóveðrið að mati Seðlabankans  80% heimila greiða undir 150.000 krónur í húsnæðisafborganir á mánuði Dreifing húsnæðisskulda (B) Eiginfjárstaða húseigenda (A-B) Greiðslubyrði fasteignalána 0-19 m. kr. H: 57.168 H: = Fjöldi heimila 20-29 m. kr. H: 12.803 30-39 m. kr. H: 4.065 40-49 m. kr. H: 1.777 50+ m. kr. H: 2.619 Meirihluti heimila skuldar minna en 30 m. kr. vegna fasteignaveðlána (fasteignaveðlán lífeyrissjóða ekki meðtalin) Heimild: Seðlabanki Íslands Tæplega 20% heimila eru þegar komin í neikvæða eiginfjárstöðu og 22% með afar takmarkaða jákvæða eiginfjárstöðu 75% heimilanna borga minna en 100 þúsund krónur á mánuði 6-9 m. kr. H: 9.5630-5 m. kr. H: 16.742 -10 m. kr. + H: 3.296 -6--9 m. kr. H: 1.882 0--5 m. kr. H: 9.651 10-19 m. kr. H: 18.215 40 m. kr. + H: 4.099 30-39 m. kr. H: 4.911 20-29 m. kr. H: 8.843 50-99 þ. kr. H: 42,3% 0-49 þ. kr. H: 32,8% 100-149 þ. kr. H: 13,7% 150-199 þ. kr. H: 4,4% 200-249 þ. kr. H: 2,0% 250 þ. kr. + H: 4,8% EKKERT íslenskt skip mun hafa verið á gulldepluveiðum suður af landinu síðustu daga. Bræla gerði sjómönnum erfitt fyrir í síðustu viku, auk þess sem gulldeplan virt- ist á hraðri suðurleið og hafði dreift sér. Tæpum 38 þúsund tonnum af gulldeplu hefur verið landað í ár. Í vikubyrjun hélt færeyskt skip hins vegar til veiða á gulldeplu. Færeysku sjómennirnir höfðu með- al annars kynnt sér aðferðir Íslend- inga við þessar veiðar og farið í túr með íslensku veiðiskipi. aij@mbl.is Færeyingar reyna fyrir sér á gulldeplu ÞÓ að við séum í miðri kreppu og efnahagslægð er ég að koma af fundi þar sem ég var að tala við erlenda fjárfesta sem eru að koma hingað með 100 manna fyrirtæki. Við gerum um það samning vonandi á næstu 60 dögum. Þeir koma hingað vegna þess að hér er hægt að finna græna orku og það er ein tegund orku sem þeir vilja sem er jarð- orka.“ Þetta sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Marels í vikunni. Össur vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upplýsa hvaða fyr- irtæki þetta væri en samkvæmt heimildum blaðsins var hann að vísa til fundar með forsvarsmönnum Verne Holdings, sem hefur verið með gagnaver á Keflavíkur- flugvelli í undirbúningi. Eru vonir bundnar við að hægt verði á næstu tveimur mánuðum að gera fjárfestingar- samning milli íslenskra stjórnvalda og Verne Holdings. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Hold- ings, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar haft var samband við hann í gær en heimildir blaðsins herma að félagið hafi nýverið landað samningi við stóran viðskipta- vin sem er reiðubúinn að láta Verne hýsa sín gögn. Ný- verið var haft eftir Vilhjálmi í Morgunblaðinu að starf- semi gagnaversins hæfist í samræmi við gerða samninga. Gagnaverið gæti tekið til starfa að ári. bjb@mbl.is Samið við Verne Hold- ings á næstu 60 dögum  Fjárfestingarsamningur um gagnaver Verne Holdings í burðarliðnum  Gæti skapað um eitt hundrað ný störf Gagnaver Stefnt er að rekstri gagnavera hér á landi á næstu árum hjá Verne Holdings, Greenstone o.fl. Á FJÓRÐA tug grásleppubáta frá Siglufirði að Vopnafirði lögðu netin í blíðskaparveðri á þriðjudags- morgun Áætlanir gera ráð fyrir að 260 bátar stundi veiðarnar í ár og vertíðin veiti um 600 sjómönnum atvinnu, segir á heimasíðu Lands- sambands smábátasjómanna. Um 260 bátar á grásleppu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.