Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Í TILEFNI af 50 ára afmæli Vest-
urbæjarskóla verður haldin afmæl-
ishátíð í skólanum nk. laugardag.
Hátíðin hefst á setningarathöfn og
að henni lokinni verður skólinn öll-
um opinn til kl. 16. Ýmsar sýningar
og uppákomur verða á göngum
skólans og í heimastofum nemenda.
Nemendur, allt starfsfólk skólans
og foreldrar hafa unnið í samein-
ingu að undirbúningi hátíðarinnar.
Allir fyrrverandi nemendur, kenn-
arar og aðrir sem hafa áhuga, eru
hvattir til þess að líta við og fagna
þessum tímamótum.
Vesturbæjarskóli
RÍFLEGA 17,3 milljónir króna
fóru í ráðgjafar- og verktakaþjón-
ustu í umhverfisráðuneytinu, frá
síðustu kosningum til 1. febrúar
síðastliðins. Stærsti afmarkaði lið-
urinn í þeirri tölu voru tæpar 4,6
milljónir króna sem runnu til
ráðningarþjónustufyrirtækja, svo
sem Capacent, Hagvangs og Intel-
lecta. Einnig fóru 2,4 milljónir í
lögfræðikostnað vegna álitsgerða
og samningar frumvarpa, 2,3
milljónir í þjónustu verkfræðinga,
tæknifræðinga og arkitekta. Þá
fóru um 600 þúsund krónur í þýð-
ingar og túlkun og tæpar tvær
milljónir í ráðgjöf viðskipta- og
hagfræðinga. Önnur sérfræðiþjón-
usta kostaði rúmar 5,4 milljónir,
svo sem vefsmíði, úttekt á skipu-
riti og innleiðing gæðakerfis í
ráðuneytinu.
Verk voru keypt af m.a. einstak-
lingum og einkahlutafélögum á
borð við Parex ehf., Frón ehf.,
Stjórnhætti ehf., Samsýn ehf.,
Galdur ehf., Reyki sf., Kná ehf. og
Alta ehf. onundur@mbl.is
17,3 milljóna ráð-
gjafarkostnaður
Fréttir í
tölvupósti
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra getur rofið Alþingi frá og
með deginum í dag í samræmi við
ákvæði í stjórnarskránni enda eru
nú innan við 45 dagar til boðaðra
kosninga 25. apríl n.k. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins kann
það að dragast í einhverja daga,
enda eru ekki öll mál, sem rík-
isstjórnin hyggst leggja fram, enn
komin fram í þinginu.
Í 24. grein stjórnarskrárinnar
segir svo:. „Forseti lýðveldisins get-
ur rofið Alþingi, og skal þá stofnað
til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar
eru liðnir frá því er gert var kunnugt
um þingrofið],1) enda komi Alþingi
saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eft-
ir, að það var rofið. [Alþingismenn
skulu halda umboði sínu til kjör-
dags.]“ Samkvæmt þessu skal nýtt
þing koma saman eigi síðar en í ann-
arri viku í maí.
Beðið eftir forsetabréfi
Forseti Íslands rýfur þingið form-
lega að tillögu forsætisráðherra og
gefur út forsetabréf um kosningar.
Eftir þessu bréfi er beðið, svo hægt
sé að hefja atkvæðagreiðslu utan
kjörstaðar bæði hér heima og er-
lendis. Mun kosningin hefjast strax
og forseti hefur gefið út nefnt bréf,
að sögn Hjalta Zóphóníassonar,
skrifstofustjóra í dómsmálaráðu-
neytinu.
Í gær var lagt
fram á Alþingi
frumvarp til
breytinga á kosn-
ingalögunum.
Breytingarnar
eru þær helstar,
að viðmið-
unardagur stað-
festrar kjörskrár
er styttur úr
fimm vikum í
fjórar fyrir kjördag. Kjörskrá skal
leggja fram almenningi til sýnis átta
dögum fyrir kjördag í stað tíu daga.
Mörk kjördæmanna í Reykjavík skal
birta með auglýsingu þremur vikum
fyrir kjördag í stað fjögurra vikna.
Frestur til að tilkynna framboð
rennur út kl. 12 á hádegi 11 dögum
fyrir kjördag í stað 15 daga eins og
nú er og auglýsingar á framboðum
skulu birtast eigi síðar en fimm dög-
um fyrir kjördag í stað tíu daga. Þá
eru með frumvarpinu gerðar breyt-
ingar á nokkrum ákvæðum laganna
sem eru til frekari skýringar á lög-
unum. Auk þess eru gerðar lagfær-
ingar vegna breyttra aðstæðna, m.a.
er í frumvarpinu uppfærður listi
með sveitarfélögum landsins miðað
við breytingar sem hafa orðið vegna
sameiningar sveitarfélaga eða vegna
breytinga á heitum þeirra.
Verði frumvarpið óbreytt að lög-
um er ekki gert ráð fyrir að það hafi
í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð,
að því er fram kemur í greinargerð
með frumvarpinu.
Hægt að rjúfa þing
frá og með í dag
Ýmsir frestir styttir vegna kosninganna
Jóhanna
Sigurðardóttir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Vor 2009
heimakjólar
Nýtt kortatímabil
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-52
Flottur
sparifatnaður
frá
Nýtt
kortatímabil
70% AFSL. AF ÖLLUM VÖRUM - SÍÐASTA VIKA
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
20%
afsláttur
af öllum vörum
fimmtudag-sunnudags
Vesturröst | Laugaveg 178
S: 551 6770 | www.vesturrost.is
kr. 11.900–18.900
Harris tvífætur
Laugavegi 63 • Sími 551 4422
VORYFIRHAFNIRNAR
KOMNAR
Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli