Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
SAMTÖKIN Vinir Perú halda
kynningu á starfi sínu í kvöld en
samtökin hafa m.a. milligöngu um
að 64 börn í fjallaþorpi í Andesfjöll-
unum fá heita máltíð daglega í skól-
anum. Selja samtökin m.a. hand-
unna minjagripi og rennur allur
ágóði, auk framlaga frá styrktarað-
ilum hér á landi, óskertur til upp-
byggingar skólans. Kynningin fer
fram í Þjóðarbókhlöðunni, hefst kl.
18 og er öllum opin. Einnig mun
Daniel Salazar, sem er tengiliður
við verkefnið í Andesfjöllum, kynna
menningarferðalög um Perú sem
hann skipuleggur.
Vinir Perú
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | Í Sögumiðstöðinni
á Grundarfirði var þess minnst um
helgina að 50 ár eru liðin frá því að
bandaríska leikfangafyrirtækið
Mattel hóf framleiðslu á Barbie-
dúkkunni. Í Þórðarbúð mátti sjá
sýningu á þróun Barbie-dúkkunar í
tímans rás og hvernig Ken kom til
sögunar sem og að ýmsar eftirlík-
ingar litu dagsins ljós. Í Bærings-
stofu flutti forstöðumaður Sögu-
miðstöðvarinnar lærða fyrirlestra
um sögu Barbie og eftirlíkingar
hennar. Á laugardagskvöldinu var
síðan sérstakt afmælishóf fyrir
jafnöldrur Barbie, þ.e. þær konur
sem fæddar voru á því merkisári
1959, í Sögumiðstöðinni. Að sögn
Inga Hans Jónssonar hjá Sögu-
miðstöðinni vakti uppátækið verð-
skuldaða athygli því um 250 manns
komu til að skoða sýninguna og
voru gestir jafnt heimamenn sem
og frá hinum þéttbýlisstöðunum á
Snæfellsnesinu.
Ingi Hans taldi líkur á að sýn-
ingin yrði uppistandandi eitthvað
fram á vorið og hugsanlegt að þeir
sem misstu af henni um helgina gef-
ist kostur á að sjá hana um páskana.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Sýning Ingi Hans sýningarstjóri á tali við Ragnhildi Gunnarsdóttur.
Haldið upp á 50 ára afmæli dúkkunnar
Barbie í Sögumiðstöðinni á Grundarfirði
RÁÐSTEFNA um áhrif krepp-
unnar á börn og unglinga fer fram
í Norræna húsinu í dag, fimmtu-
daginn 12. mars, frá kl. 16.30-
18.30. Lions-hreyfingin á Íslandi
stendur fyrir ráðstefnunni.
Dagskráin hefst með ávarpi fé-
lagsmálaráðherra en í kjölfarið
fylgja erindi úr ýmsum áttum.
Efnahagsþrengingar og geðheilsa
nefnist erindi sem Ólafur Guð-
mundsson, yfirlæknir BUGL, flyt-
ur. Þá flytur Sigurður Rafn A.
Levy sálfræðingur á BUGL erindið
Tölum við börnin okkar – drögum
úr óöryggi þeirra. Börnunum er
búinn tvöfaldur háski nefnist er-
indi sem Þorbjörn Broddason, pró-
fessor í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands, flytur og Kristinn
Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnu-
eftirlitinu, flytur erindi undir yf-
irskriftinni Atvinnulíf og andleg
heilsa – fyrirmynd fyrir börn og
unglinga.
Ráðstefnustjóri er Jón Bjarni
Þorsteinsson, heimilislæknir og
fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður
Lions.
Áhrif kreppunnar á
börn og unglinga
STARFSENDURHÆFING Norðurlands hlaut þann heiður í vikunni að
vera valið eitt af fyrirmyndarverkefnum Evrópusambandsins í flokki
nýsköpunar.
Það er sú hugmyndafræði sem Starfsendurhæfingin byggist á sem
var verðlaunuð fyrir tilraunaverkefnið Social Return (www.social-
return.net.) sem unnin var á árunum 2004-2007 í samvinnu við Félags-
og skólaþjónustu Þingeyinga, Framhaldsskólann á Húsavík, Rann-
sóknastofnun Háskólans á Akureyri og aðila frá Ítalíu, Hollandi, Lithá-
en og Slóveníu. Verkefnið hafði áður hlotið hvatningarverðlaun Ör-
yrkjabandalagsins í desember 2007 og í desember 2008 fékk verkefnið
gæðaverðlaun frá Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambands-
ins á Íslandi.
Hugmyndafræðin byggist á samvinnu ólíkra stofnana og sér-
fræðigreina og miðar að því að veita þjónustu í nærumhverfi ein-
staklingsins og að hann axli ábyrgð á eigin endurhæfingu með virkri
þátttöku í mótun hennar.
Nýsköpunarverðlaun frá ESB
STEINGRÍMUR J. Sigfússon sjáv-
arútvegsráðherra hefur staðfest
breytingu á reglugerð um hval-
veiðar. Í reglugerðinni er kveðið á
um þau skilyrði sem uppfylla þarf
til að fá leyfi til að stunda hrefnu-
veiðar. Skilyrðin eru þau, að að
minnsta kosti einn úr áhöfn hafi
reynslu af hrefnuveiðum og einnig
að skyttur sem annist veiðar og af-
lífun dýra skuli hafa sótt námskeið í
meðferð skutulbyssna og sprengi-
skutla og í aflífunaraðferðum við
hvalveiðar. Þá er einnig kveðið á
um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem
hvalveiðiskip skulu búin.
Hvalveiðar hefjast
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
MIÐAÐ við bráðabirgðaupplýs-
ingar sem Reykjavíkurborg fékk
frá Þjóðskrá þarf ekki að færa kjör-
dæmamörkin milli Reykjavík-
urkjördæmanna tveggja fyrir kom-
andi alþingiskosningar. Skiptingin
verður því líklega sú sama og síð-
ast.
Reykjavík er eina sveitarfélag
landsins sem skipt er á milli tveggja
kjördæma, þ.e. Reykjavíkur norður
og Reykjavíkur suður. Skiptingin
var lögfest með kjördæmabreyting-
unum árið 2000 en í greinargerð
með frumvarpinu sagði að „óhjá-
kvæmilegt“ væri að skipta Reykja-
víkurkjördæmi í tvennt til að fjöldi
þingsæta í hverju kjördæmi gæti
verið sem jafnastur.
Reykvíkingar mótmæltu
Þessi skipting mætti töluverðri
andspyrnu meðal Reykvíkinga, m.a.
sá borgarráð tvívegis ástæðu til að
mótmæla skiptingunni, fyrst árið
1999 og aftur árið 2000.
Í janúar í fyrra lögðu fjórir af
þingmönnum Reykjavíkur fram
frumvarp um að kjördæmaskipt-
ingin í Reykjavík yrði afnumin.
„Skemmst er frá að segja að í
Reykjavík skilur ekki nokkur mað-
ur af hverju sveitarfélagið þarf að
skiptast í tvö kjördæmi við alþing-
iskosningar,“ sagði í greinargerð
með frumvarpinu. Þá bentu þing-
mennirnir á að Reykvíkingar mynd-
uðu engin tengsl við „sína“ þing-
menn umfram þingmenn í hinu
borgarkjördæminu og flokkarnir
skipulegðu starfsemi sína líkt og
um eitt kjördæmi væri að ræða.
Í greinargerðinni er einnig bent á
að skiptingin hafi valdið því að erf-
itt sé að láta þann vilja kjósenda
sem kemur fram í prófkjörum end-
urspeglast í kosningaúrslitum. Bæði
2003 og 2007 hafi það gerst að
frambjóðandi sem ekki náði kjöri til
Alþingis, hafi fengið meiri stuðning
í prófkjöri flokks síns en frambjóð-
andi sem náði kjöri á lista flokksins
í hinu borgarkjördæminu.
Frumvarpið var sett í stjórn-
arskrárnefnd þar sem það sofnaði.
Skiptingin kom fyrst til fram-
kvæmda árið 2003. Samkvæmt
kosningalögum skal miða við að
fjöldi kjósenda hvors kjördæmis sé
„nokkurn veginn“ sá sami og að
misvægið verði ekki meira en
„2-3%“. Vegna íbúaþróunar varð að
breyta kjördæmamörkunum fyrir
kosningarnar árið 2007 þannig að
íbúar í suðurhlíðum Grafarholts
sem tilheyrðu Reykjavík suður árið
2003, tilheyrðu Reykjavík norður
árið 2007.
Kjördæmamörkin skal tilkynna
fjórum vikum fyrir kjördag. Reyk-
víkingar bíða sjálfsagt spenntir.
! " # $ % & " ' ( ) * +
!
"
#
$
% & "
, + * +
: ; ' < : = > ! + ? @ ,
&%
9
7446
Grafarholt skiptist
áfram milli kjördæma
Ekki nokkur Reykvíkingur skilur ástæðuna fyrir skiptingu
7$65A
7$AB3
6$414
6$352
6$3B4
!
"
Í HNOTSKURN
» Fyrir kosningarnar 2007var Mörður Árnason í 4.
sæti lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík suður en Ellert
Schram í 5. sæti í norður.
» Í prófkjöri flokksinshreppti Mörður 7. sæti en
Ellert 12. sæti.
»Vegna skiptingar borg-arinnar í tvö kjördæmi
komst Ellert á þing en Mörður
missti af þingsæti.
*
G
ild
ir
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
og
á
ky
nn
in
gu
st
en
du
r.
E
in
n
ka
up
au
ki
á
vi
ðs
ki
pt
av
in
.
Sími 568 5170
GJAFADAGARNIR ÞÍNIR
KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI
Í GLÆSIBÆ 12. TIL 14. MARS
Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur*
- 4 snyrtibuddur (hægt er að stafla þremur minni buddunum í þá stærstu)
- Rénergie krem 15 ml
- Rénergie augnkrem 5 ml
- Rénergie Serum 10 ml
- Eau Micellaire Douceur 50 ml
- Virtuôse Black Carat maskari 2 ml
- Color Fever varalitur
Verðmæti kaupaukans kr. 15.500 kr.