Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
KÍNVERSKUR vegalögreglumaður í Chongqing-héraði í suðvestanverðu
landinu fylgist með því að ökumaður fái sér chili-pipar. Átið er að sögn
þarlendra dagblaða þáttur í mikilli aðgerð lögreglunnar gegn slysum.
Kraftmikill piparinn á að koma í veg fyrir að menn verði sljóir eða jafnvel
sofni undir stýri með afleiðingum sem allir geta ímyndað sér.
Chili-pipar er mikið notaður í matargerð en einnig lyfjum, einkum í heit-
um löndum í Asíu og Rómönsku Ameríku. Þeir sem hafa prófað að fá sér
hráan pipar vita að lítil hætta er á að svefn sigri þann heppna, bragðið er
geysisterkt og fáir þola mikið í einu. Sé skammturinn of stór er eins og
munnurinn standi í ljósum logum. Piparinn vex á berjarunni sem á upp-
runa sinn í Ameríku en er nú ræktaður víða um heim. Ættin er nefnd Cap-
sicum á latínu sem notuð er við nafngiftir á jurtum. Strangt til tekið er um
grænmeti að ræða en yfirleitt eru berin notuð sem krydd.
Reuters
Chili-pipar gegn
svefndrunga bílstjóra
London. AFP. |
Gordon Brown,
forsætisráðherra
Bretlands, er
leiðinlegasti
ræðumaður
landsins, jafnvel
leiðinlegri en fót-
boltamaðurinn
David Beckham,
ef marka má við-
horfskönnun sem birt var í gær.
Einn af hverjum þremur aðspurð-
um sagði að Gordon Brown væri leið-
inlegasti ræðumaðurinn.
Leikkonan Kate Winslet er í
þriðja sæti á listanum. Hún hefur
verið gagnrýnd í Bretlandi fyrir
grátþrungið ávarp sem hún flutti
þegar hún fékk Golden Globe-verð-
launin fyrir leik sinn í kvikmyndinni
The Reader fyrr á árinu. Á eftir
þeim þremur koma breski útvarps-
maðurinn Chris Moyles og Karl
prins.
Breski leikarinn Stephen Fry
þykir á hinn bóginn besti ræðumað-
urinn, ef marka má könnunina. Hún
var gerð á vegum fyrirtækisins Spin-
Vox og náði til 1.000 fullorðinna
Breta. bogi@mbl.is
Brown
leiðin-
legastur
Þykir verri ræðumað-
ur en David Beckham
Gordon Brown
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
SJÓNARVOTTAR segja frá skotum
og öskrum á skólalóðinni. Einn nem-
endanna hélt að einhver væri að fífl-
ast. Svo sá hann að aðrir nemendur
hentu sér út um glugga skólans, þá
tók hann líka til fótanna.
Sautján ára piltur, Tim K., skaut
að minnsta kosti 15 manns til bana í
bænum Winnenden norðan við
Stuttgart í Suður-Þýskalandi í gær.
Flest fórnarlambanna voru nem-
endur í Albertville-iðnskólanum en
Tim var fyrrverandi nemandi við
skólann.
Pilturinn réðst inn í tvær skóla-
stofur og skaut af handahófi í kring-
um sig. Níu nemendur á aldrinum 14
og 15 ára fundust látnir í skólastof-
unum auk þriggja kennara.
Þrír vegfarendur biðu bana
Eftir árásina í skólanum flúði Tim
fótgangandi niður í miðbæ Winnend-
en og skaut á tvo vegfarendur á leið-
inni, annar þeirra lést en hinn særð-
ist. Því næst stöðvaði pilturinn bíl og
þvingaði bílstjórann til að aka sér
áfram, hleypti svo bílstjóranum út
úr bílnum og ók sjálfur.
Tim stöðvaði bílinn í nágrenni
bílasölu þar sem hann skaut tvo
menn til bana. Til skotbardaga kom
við lögregluna og hermt er að pilt-
urinn hafi særst á fæti. Að sögn lög-
reglunnar er talið að hann hafi síðan
fyrirfarið sér með byssu sinni.
Pilturinn hafði ekki vakið sérstaka
eftirtekt í skólanum og hafði, að
sögn nemenda skólans, ekki verið
einfari. Hann lauk námi í fyrra og
hafði byrjað í starfsþjálfun.
Samkvæmt viðmælendum vefsíðu
þýska ríkissjónvarpsins ZDF þótti
Tim rólegur, eðlilegur og ekki árás-
argjarn. Hann hafi þó átt það til að
vera merkilegur með sig. „Hann var
góður í íþróttum. Svo góður að með-
spilendur hans fengu stundum að
kenna á því,“ segir gamall borðtenn-
isþjálfari Tims í viðtali við ZDF.
Faðir Tims var meðlimur í skot-
félagi og átti 16 lögleg skotvopn, að
sögn lögreglunnar vantaði eitt vopn-
anna við húsrannsókn í gær.
Skotárásin er ein sú alvarlegasta
sem orðið hefur í þýskum skóla. Hún
þykir minna á skotárásina sem var
gerð hinn 26. apríl 2002 í Gutenberg-
menntaskólanum í Erfurt. Þá skaut
nítján ára nemandi, sem hafði verið
rekinn úr skólanum, 16 manns til
bana áður en hann batt enda á eigið
líf.
Átakanleg árás
í menntaskóla
Pilturinn talinn hafa fyrirfarið sér eftir
að hafa orðið minnst 15 manns að bana
Reuters
Gæsla Fjöldi lögreglumanna og
sjúkraliða var við skólann.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
EINA Evrópuríkið sem heimilar að
kynferðisglæpamenn séu geltir með
skurðaðgerð vilji þeir það sjálfir er
Tékkland, þar hafa 94 fengið slíka
meðferð undanfarin tíu ár. En málið
er umdeilt. Nefnd á vegum Evrópu-
ráðsins, sem beitir sér gegn pynt-
ingum, hefur fordæmt geldingar
Geldingin tekur um eina klukku-
stund og er fjarlægður vefur sem
framleiðir karlhormónið testósterón,
þ.e. eistun. Tékkneskir geðlæknar,
sem hafa yfirumsjón með aðgerðun-
um, segja að engin önnur lausn
tryggi jafn vel að hafður sé hemill á
kynlöngun í mönnum sem séu öðru
fólki stórhættulegir vegna mikillar
kynlífsbrenglunar.
Fullyrt er að geltir afbrotamenn
drýgi yfirleitt ekki aftur sams konar
glæpi eftir að þeir eru lausir úr haldi.
Dönsk rannsókn á 900 geltum kyn-
lífsafbrotamönnum á sjöunda ára-
tugnum bendir til þess að gelding
með skurðaðgerð hafi lækkað tíðnina
úr 80% í 2,3%. En sumir sérfræð-
ingar segja að treyst hafi verið á
upplýsingar frá brotamönnum sjálf-
um. Einnig er sagt að brotin eigi sér
rætur í huga glæpamannsins, ekki
kynfærunum og hann geti auk þess
keypt sér testósterón á netinu eftir
að hafa verið geltur.
Þrátt fyrir gagnrýnina íhuga nú
nokkur ríki í álfunni að heimila eða
krefjast þess að beitt sé efnafræði-
legri geldingu gegn ofbeldisfullum
brotamönnum, þeir eru þá þvingaðir
til að taka lyf sem stöðva framleiðslu
hormónanna. Er að sögn The New
York Times búist við að Pólverjar og
Spánverjar verði fyrstir og þá verði
heimildinni beitt gegn mönnum sem
dæmdir hafa verið fyrir að beita
börn kynferðisofbeldi.
Rætt um að gelda
kynferðisglæpamenn
ÓGNVÆNLEGIR tennisspaðar
urðu þess valdandi að manni var
meinað að fara um borð í flugvél á
Vínarflugvelli árið 2005. Spaðarnir
voru reyndar bara venjulegir tenn-
isspaðar en samkvæmt leynilegum
lista Evrópusambandsins flokkuðust
slík tól undir möguleg vopn hryðju-
verkamanna og því ólöglegir í hand-
farangri.
Gottfried Heinrich, eigandi spað-
anna, komst að tilvist leynilega
listans þegar hann höfðaði skaða-
bótamál gegn flugvellinum. Leyni-
legi listinn hefur nú verið úrskurð-
aður ólöglegur en hann hafði ekki
verið gerður opinber af öryggis-
ástæðum. Evrópskir dómarar kom-
ust að því að ekki væri hægt að not-
ast við listann vegna þess að
farþegum væri ómögulegt að vita
hvað væri á honum og gætu því ekki
fylgt settum reglum. jmv@mbl.is
Hættulegur
tennisspaði
EINEYGÐUR heimildarmyndagerðamaður ætlar að fela
myndbandsupptökuvél í gerviauga sínu og verða þannig
að gangandi eftirlitsmyndavél. Rob Spence hyggst
kanna einkamál fólks og að hans sögn mun hann ná bet-
ur til viðmælendanna en ef hann notaði venjulega
myndavél. „Við gerð heimildarmynda reynir maður að
ná sambandi við fólk. Besta leiðin til þess er með augn-
sambandi,“ segir Spence. Hann segist þó verða var við
óöryggi hjá fólkinu sem hann umgengst. „Fólk vill ekki
endilega vera með einhverjum sem gæti verið að festa
þig á filmu hvenær sem er,“ segir Spence. Nú er hann
ásamt færustu verkfræðingum að leggja lokahönd á myndavélina en vöðv-
ar munu hreyfa augað á sama hátt og raunverulegt auga Spence.
Myndar með auganu
Rob Spence
Eru mannréttindi í húfi?
Umræðan snýst m.a. um það
hvort skuli fremur vernda, réttindi
afbrotamanna sem gætu þurft að
þola refsingu sem margir álíta
grimmdarlega ef geldingin er
þvinguð, eða rétt samfélagsins
sem vill losna við árásir kynlífs-
glæpamanna.
Hver er reynsla geldinganna?
Hún er misjöfn en getur verið já-
kvæð. Lýst er í blaðinu Tékka sem
réðst á 12 ára strák og myrti
hann, að sögn geðlækna vegna
kynlífsbrenglunar. Maðurinn bað
um að vera geltur með uppskurði
þegar hann hafði afplánað og
segist nú loksins vita að hann
muni ekki framar skaða nokkurn.
S&SKolbrúnBaldursdóttir
Vöndum valið
www.kolbrun.ws
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Í REYKJAVÍK
13. OG 14. MARS 2009
Fyrirhyggja, festa og framfariir
Kolbrún er sálfræðingur með langa og víðtæka reynslu af félags- og
velferðarmálum. Einkum er henni annt um hag fjölskyldna í landinu.
Gætum að velferð barna og setjum hagsmuni þeirra ofar öllu.
• Samvinna og eining er grunnur velgengni
• Ég vil styrkja stoðir Sjálfstæðisflokksins
og efla innviði hans með nýjum sjónarhornum
Hlustum á þjóðina
4.-5.
SÆTI