Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
A
tvinnurekandi getur
ekki ákveðið einhliða
að sumarorlof falli
innan þriggja mánaða
uppsagnarfrests, að
sögn lögfræðings ASÍ. Tveir
hæstaréttadómar hafa fallið þar
sem kveðið var á um rétt starfs-
manns til sumarleyfis utan þriggja
mánaða uppsagnarfrests.
Ljóst er að uppsagnarfrestur
þeirra sem fá uppsagnarbréf um
þessar mundir nær yfir í hefð-
bundinn sumarleyfistíma, sem vek-
ur upp spurningar um réttindi
starfsmanna til sumarleyfis í
tengslum við uppsagnarfrest.
Magnús M. Norðdahl, lögfræð-
ingur hjá ASÍ, segir atvinnurek-
anda ekki geta ákveðið einhliða að
sumarorlof skuli tekið meðan á
uppsagnarfresti standi. „Það á að
nota uppsagnarfrestinn til að finna
nýja atvinnu en orlofið er til hvíld-
ar og slökunar,“ útskýrir hann og
vísar þar til hæstaréttardóms sem
féll starfsmanni í vil árið 1994.
„Þar var ekki fallist á að launþegi í
orlofi þyrfti að eyða áunnum or-
lofstíma í að leita sér að nýrri at-
vinnu í uppsagnarfresti.“
Hins vegar geti verið um sam-
komulagsatriði að ræða. „Ef búið
er að ákveða hvenær orlofið verður
tekið, getur atvinnurekandinn ekki
skellt því inn í uppsagnarfrestinn.
En hafi ekki verið búið að ákveða
orlofið þegar uppsögn kemur, gæti
opnast einhver vettvangur til að
fólk geti samið um hvernig því
verði háttað.“
Þrír mánuðir hæfilegir
Magnús segir að þarna geti
skipt máli hversu langur uppsagn-
arfresturinn er. „Ef viðkomandi er
t.a.m. með sex mánaða uppsagn-
arfrest og inn í það kæmi orlof
sem væri einn mánuður má leiða
að því líkum að sá uppsagn-
arfrestur sé það langur að við-
komandi hafi tíma til að finna sér
vinnu án þess að það skemmi or-
lofið. En sé uppsagnarfresturinn
aðeins mánuður eru öfgarnar al-
veg í hina áttina.
Í hæstaréttardóminum sem
Magnús vísar til fluttist hluti upp-
sagnarfrests starfsmannsins til og
lauk mánuði síðar en vinnuveit-
andinn hafði áætlað, vegna orlofs-
ins. „Þarna metur hæstiréttur það
svo að þriggja mánaða uppsagn-
arfrestur sé í rauninni hæfilegur,
að það megi ekki skerða hann
með því að skella sumarorlofinu
inn í hann,“ segir hann en svipuð
niðurstaða var í öðrum hæstarétt-
ardómi sem féll árið 1959.
Orlofsréttur helst í uppsögn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Atvinna Fólk heldur réttindum sínum til sumarorlofs þótt uppsagnarfrestur nái yfir orlofstímann.
Ekki má skerða
þriggja mánaða
uppsagnarfrest
Atvinnuleitandi á ekki rétt á at-
vinnuleysisbótum á þeim tíma sem
hann er í sumarorlofi, að sögn Lín-
eyjar Árnadóttur, forstöðumanns
Greiðslustofu Vinnumálastofn-
unar. „Þegar einstaklingur hættir
hjá fyrirtæki er orlofið oft gert upp
við hann,“ segir hún. „Þá á hann
ekki rétt á atvinnuleysisbótum á
sama tíma og hann nýtir orlofið,
enda fær hann það greitt. Í raun-
inni er orlofið sambærileg áunnin
réttindi og atvinnuleysisbætur.“
Taki starfsmaður sumarorlof í
beinu framhaldi af uppsagn-
arfresti á hann þannig ekki rétt á
atvinnuleysisbótum fyrr en orlof-
inu lýkur. „Hins vegar þarf hann
ekki endilega að taka orlofið í
beinu framhaldi af starfi heldur
getur hann geymt það, t.d. um
mánuð, ef hann vill skipuleggja
það á öðrum tíma sumarsins,“
heldur Líney áfram. „Það þarf þó
að vera innan orlofstímans.“
Vinnuleitandinn getur svo tekið
upp þráðinn þar sem frá var horfið
með atvinnuleysisbæturnar þegar
orlofinu lýkur.
„Þó er rétt að taka fram að þeir
sem eiga gamalt orlof, sem er
áunnið frá eldri orlofstímabilum,
verða að byrja að taka það áður en
þeir geta þegið atvinnuleysis-
bætur,“ segir Líney. „En það sem
er áunnið á orlofstíma ársins 2008
– 2009 geta menn valið um að
taka meðan orlofstímabilið varir.“
Fá ekki atvinnuleysisbætur í sumarorlofi
Bónus
Gildir 12. - 15. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Bónus ferskar grískótilettur ......... 798 998 798 kr. kg
Ali ferskur grísabógur ................. 398 498 398 kr. kg
Ali ferskur heill kjúklingur ............ 598 798 598 kr. kg
Bónus ferskir kjúklingabitar ........ 359 539 359 kr. kg
KF nýtt kjötfars .......................... 399 499 399 kr. kg
NF saltfiskbitar m/ roði/beini ..... 598 0 598 kr. kg
NF sjófryst ýsuflök roð/beinlaus .. 878 988 878 kr. kg
Mackinthos, 2,9 kg.................... 1.998 3.598 689 kr. kg
Bónus flatkökur, 5 stk. ............... 69 98 14 kr. stk.
Bónus þvottaefni, 210 skammtar
................................................
2.598 12 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 12. - 14. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Folaldagúllas úr kjötborði ........... 1.098 1.478 1.098 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.195 1.498 kr. kg
1/1 ferskur Móa kjúklingur ......... 649 998 649 kr. kg
Fjallalambs blóðmör .................. 530 757 530 kr. kg
Fjallalambs lifrarpylsa ................ 558 797 558 kr. kg
Londlamb frá Kjarnafæði ............ 1.311 2.017 1.311 kr. kg
SS VSOP helgarsteik .................. 1.758 2.198 1.758 kr. kg
SS hrossasaltkjöt úrb. ................ 554 738 554 kr. kg
Hamborgarar, 4x80 g m/brauði .. 396 496 396 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 12. - 15. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Svínasíða.................................. 559 998 559 kr. kg
Svínahnakki úrbeinaður.............. 799 999 799 kr. kg
Hamborgarhryggur ..................... 899 1.898 899 kr. kg
Svínahakk................................. 545 779 545 kr. kg
Svínakótilettur með beini............ 799 999 799 kr. kg
Eggaldin ................................... 397 699 397 kr. kg
Neutral þvottaduft, 2 kg ............. 589 789 589 kr. stk.
Ota haframjöl, 500 g ................. 179 237 179 kr. stk.
Tuborg létt öl ............................. 69 97 69 kr. stk.
Krónan
Gildir 12. - 15. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Grísalundir ................................ 1.349 2.698 1.349 kr. kg
Grísahnakki úrb. sneiðar............. 849 1.698 849 kr. kg
Grísaskankar............................. 199 298 199 kr. kg
Grísakótilettur............................ 899 1.498 899 kr. kg
Grísagúllas................................ 998 1.598 998 kr. kg
Grísahryggur með pöru ............... 798 1.198 798 kr. kg
Móa kjúklingabringur ................. 1.498 2.798 1.498 kr. kg
Greens laukhringir í orly.............. 298 398 298 kr. pk.
Nóatún
Gildir 12. - 15. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnauta innralæri .................... 2.449 3.498 2.449 kr. kg
Ungnauta piparsteik .................. 2.399 3.998 2.399 kr. kg
Ungnautaglóðaborgari, 120g...... 139 199 139 kr. stk.
Lambalærissneiðar .................... 1.498 2.498 1.498 kr. kg
Klaustursbleikja flök................... 1.258 1.798 1.258 kr. kg
Íslensk matvæli heill kjúklingur ... 588 989 588 kr. kg
Goða medisterpylsa................... 696 928 696 kr. kg
Meistara massarínukaka ............ 549 679 549 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 12. mar - 18. mar verð nú verð
áður
mælie. verð
Ísfugl úrb.kjúkl.bringur án skinns. 2.061 2.945 2.061 kr. kg
Jacobs pítubrauð fín/gróf, 400 g. 189 245 473 kr. kg
Ota Solgryn haframjöl, 500 g...... 209 255 418 kr. kg
Pataks Tikka Masala sósa, 540 g 339 485 628 kr. kg
Pataks Naan brauð, 280 g.......... 329 465 1.175 kr. kg
Chicago Town osta flatbaka ........ 598 989 1.759 kr. kg
Milka súkkulaði m/hnetum, 100
g ..............................................
179 229 1.790 kr. kg
Lambi eldhúsrúllur, 3 rúllur ......... 298 379 100 kr. stk.
helgartilboðin
Kjúklingakjöt á tilboði
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkirum kreppuna:
Kreppan gerir lífið leitt
lýðinn ærið þjakar;
stjórnin aðhefst ekki neitt
og afkomu margra hrakar.
Einn og einn dagur hefur liðið án
Vísnahorns vegna þess að
umsjónarmaður var í leyfi. Það olli
Rúnari Kristjánssyni á
Skagaströnd áhyggjum, sem sendi
kveðju:
Pétur er horfinn – ég finn hann ei
framar,
fæ engar vísur í blaðinu að sjá.
Í kollinum hugsunin stuðlandi stamar,
stakan í hættu og maðurinn frá!
Hvert er hann farinn – sá bústólpi
Braga,
best sem hér stutt hefur
kveðskaparmál?
Hann sem gaf okkur um ótalda daga
andlega næringu í huga og sál!
Feginn ég vona að finnist hann aftur,
fastgróin tryggð við hann lifir í mér.
Áram hann leiði sá kveðskapar kraftur
sem kynnt hefur dug hans í Mogganum
hér!
Af kreppu
og kveðskap
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
MÁLI skiptir í tískuheiminum
hvernig förðun og föt fara saman.
Því getur verið vandaverk að finna
rétta litinn á varirnar. Hér er fag-
maður að verki á tískusýningu líb-
anska hönnuðarins Elie Saab á
tískuvikunni í París.
Reuters
Rétti liturinn