Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HeimsóknEvu Jolyhingað til lands hefur hrist upp í umræðunni um rannsókn bankahrunsins og aðdraganda þess. Joly hefur mikla reynslu af slíkum rannsóknum. Hún var rannsóknardómari í Frakklandi og var undir mikl- um þrýstingi þegar hún rann- sakaði spillingu og misferli þar í landi. Elf Aquitane-málið er frægt og náði rannsókn henn- ar til æðstu manna í kerfinu. Hún hefur nú samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf í sambandi við rann- sóknina á bankahruninu. Það er það til fyrirmyndar að stjórnvöld fái jafnfæran ut- anaðkomandi sérfræðing til liðs við sig. Joly segir í viðtali við Krist- ján Jónsson í Morgunblaðinu í gær að nauðsynlegt sé að emb- ætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins sé alger- lega sjálfstætt: „Í litlu sam- félagi eins og ykkar, þar sem allir eru meira eða minna tengdir, valda þessi tengsl þegar vanda en það ættu alls ekki að vera nein inngrip í störf hans.“ Þetta er hárrétt hjá Joly. Eins og hún bendir á er freist- andi fyrir ákveðna aðila að reyna að beina rannsókninni í ákveðinn farveg, annaðhvort vegna þess að hún nálgast þá eða vegna þrýstings frá al- menningi. Rannsókninni fylgir nógu mikill þrýstingur og því er sjálfstæði nauðsynlegt. Joly tekur til þess að emb- ætti hins sérskipaða saksókn- ara sé of fámennt til að standa að svo viðamikilli rann- sókn. Það er nauð- synlegt að rann- sóknin strandi ekki á skorti á mannskap og hafa stjórnvöld þegar sagt að til standi að fjölga í starfslið- inu. Joly líkir í samtalinu málinu gegn Baugsmönnum við eigin reynslu: „Það sem saksókn- arinn lenti í var nákvæmlega það sama og ég varð fyrir. Þetta er barátta. Reynt er að gera lítið úr manni, reynt að sýna að saksóknarinn sé veik- burða. Því var komið inn hjá fólki að mér væri illa við ríkt fólk, að ég skildi ekki við- skiptalífið. … Um Baugsmálið held ég að það sé núna aug- ljóst að saksóknarinn hafði rétt fyrir sér og þriggja mán- aða skilorðsbundinn fangels- isdómur hafi verið nokkuð vægur dómur.“ Það er einnig athyglisvert að Joly mælir gegn því að látið sé duga að stofna sannleiks- og sáttanefnd til að fara í gegnum hrunið. Hún bendir á að fái fólk að halda illa fengnu fé geti það verið eins og opið sár í samfélaginu í margar kynslóðir. Joly kveðst halda „að það sé mikilvægt fyrir réttlætiskenndina að finna þá sem brutu af sér og rétta í málum þeirra“. Joly hefur lög að mæla. Í rannsókninni á bankahruninu er ekki hægt að stytta sér leið. Velta þarf við hverjum steini og leiða vafamál til lykta fyrir dómstólum. Annars verða þessi mál óuppgerð. Sérstakur saksókn- ari þarf að hafa fullt sjálfstæði} Nauðsyn réttlætis Áform Trygg-ingafélagsins Føroya um að hefja starfsemi hér á landi ættu að vera íslenzkum neytendum fagnaðarefni. Samkeppni hefur verið of lítil á tryggingamarkaði hér og tryggingafélögunum hefur tekizt að drepa af sér nýja samkeppni. Strax af þeim sök- um er jákvætt að erlent félag vilji hasla sér völl hér og keppa við þá sem fyrir eru. Forsvarsmenn Trygginga- félagsins Føroya upplýstu á blaðamannafundi í fyrradag að þeir hefðu átt í viðræðum um kaup á einhverju af þrem- ur stærstu tryggingafélög- unum sem hafa skipt með sér markaðnum. Öll glíma félögin við erfiðleika í rekstri vegna bankahrunsins enda tengdust stærstu eigendur þeirra allra hinu fallna fjár- málakerfi náið. Félögin eiga hins vegar öll góða framtíðarmöguleika, enda er tryggingamarkaðurinn upp- spretta nokkuð tryggra tekna. Það væri jákvæð innspýting erlends fjár í efnahagslífið ef eitt eða fleiri af þessum fé- lögum yrði keypt af erlendum fjárfestum. Erlent áhættufé er bráðnauðsynlegt í end- urreisn íslenzks efnahagslífs. Ákveðinnar tortryggni hef- ur gætt í garð erlendra fjár- festa sem hafa sýnt Íslandi áhuga. Hins vegar ættu flestir að geta tekið vel fjárfestum frá því landi sem hefur sýnt Íslandi einna mestan vin- arhug í erfiðleikunum að und- anförnu. Okkur vantar meiri samkeppni og er- lenda fjárfestingu.} Færeysk samkeppni A nsi er ég hrædd um að Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hafi misskilið þann fjölda fólks sem í mótmæl- unum á liðnum mánuðum krafðist þess að með Nýju Íslandi fengi það möguleika á að kjósa persónukjöri til Alþingis. Ég hef heyrt fólk tala um þennan möguleika og lýsa honum sem eftirsóknarverðum, en ávallt í öðru samhengi en því sem Lúðvík lagði til í frumvarpi sínu um breytingar á kosn- ingalögum. Samkvæmt frumvarpinu gefst fólki sá kostur að endurraða frambjóðendum á list- anum sem það kýs, ef, og það er auðvitað mjög stórt ef, ef flokkarnir samþykkja þá tilhögun. Hefur þessi möguleiki ekki verið fyrir hendi? Svei mér þá jú, hann hefur verið fyrir hendi, eins og sá að strika fólk út af listum, og því er engin leið að átta sig á því hverju þetta breytir, nema ef þessi nýja endurröðun kemur til með að vega þyngra en sú sem hefur verið í gildi, og hefur sama og eng- in áhrif á úrslit kosninga. Í augum venjulegs kjósanda gæti frumvarpið auðveld- lega litið út sem sjónhverfing; plat, jafnvel lýðskrum. Þegar rætt er um persónukjör tel ég að skilningur flestra á því orði feli í sér möguleikann á því að kjósa per- sónur, sem ekkert endilega eru innan þeirra flokka sem bjóða fram. Það er sá möguleiki, að þeir sem eru búnir að fá meir en nóg af flokkakerfinu, geti kosið einstaklinga án þess að þeir séu rígbundnir í pólitíska hjörð. Sjálf gæti ég vel hugsað mér að fá að velja fólk úr ýmsum flokkum til þeirra þjóðþrifa- starfa sem Alþingi þarf að sinna, fólk sem ég treysti, en fyrst og fremst gæti ég þó vel hugs- að mér að fá að velja einstaklinga án tillits til pólitískra merkimiða, fólk sem hægt er að treysta til vinnu, fólk sem hefur meiri áhuga á því að ná árangri í starfi sínu, en að ná per- sónulegum frama. Það verður seint sagt um háttvirt Alþingi að það hafi verið borubratt fyrstu mánuði krepp- unnar, og víst er að mörgum blöskraði fyrsta dag þings eftir áramót, þegar ræða átti gagns- lausan hégóma, meðan eldurinn brann í hjört- um þeirra sem fyrir utan hrópuðu á aðgerðir. Sá einkennilegi doði og ráðleysi skýrir vel hvers vegna að aðeins 13% landsmanna treyst- ir Alþingi, eins og fram kom í Þjóðarpúlsi Gall- up í febrúar. Þó var nú ekki úr háum söðli að detta, því árið áður naut Alþingi ekki nema 42% trausts. Þetta er dap- urleg staðreynd fyrir lýðræði á Íslandi. Flokkakerfið er ekki heilagt, og meingallað ef raunin er sú sem oft virðist, að framinn sé í fyrsta sæti hjá þing- mönnum, flokkurinn í öðru sæti og fólkið í því þriðja. Flokkunum virðist í það minnsta erfitt að reka af sér það slyðruorð að innan þeirra tíðkist að hygla sínum og þá oft- ar en ekki á kostnað almennings. Fyrrverandi utanríkis- ráðherra taldi í það minnsta ærna ástæðu til þess í haust að minna þingmenn á að þjóðin kæmi fyrst, flokkurinn svo. Það var nefnilega því miður ekki sjálfsagt. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Persónukjör er þverpólitískt FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E fnahagshrunið hefur veikt innviði íslensks samfélags og grafið undan öryggi þess í víðum skilningi. Það leiddi til víðtæks efnahagslegs og fé- lagslegs óöryggis og olli tímabundið pólitískum óstöðugleika. Jafnframt verður erfiðara að fjármagna ýmiss konar starfsemi sem lýtur að örygg- is- og varnarmálum. Þetta kemur fram í áhættumats- skýrslu um Ísland sem þverfaglegur hópur á vegum utanríkisráðuneyt- isins, undir formennsku Vals Ingi- mundarsonar sagnfræðiprófessors, hefur skilað og kynnt var á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu gær. Starfshópurinn var skipaður af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá- verandi utanríkisráðherra, í október árið 2007. Í honum sátu alls þrettán manns en hópurinn kallaði m.a. til sín innlenda og erlenda sérfræðinga. Skýrslan er mjög yfirgripsmikil og tekur til margra þátta er tengjast ör- yggis- og varnarmálum á breiðum grunni, enda var lögð áhersla á að út- víkka öryggishugtakið. Sambæri- legar skýrslur hafa verið unnar reglulega í nágrannaríkjum okkar en eru nýjung hér á landi. Við kynningu á skýrslunni sagði Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra að skýrslan væri fróðleg og afar vel unnin. Þó að skýrslan væri á ábyrgð höfundanna sagðist hann vera í meginatriðum sammála þeim. Útvíkkað öryggishugtak Í inngangi Vals Ingimundarsonar kemur fram að skilningur á öryggi hafi tekið miklum breytingum á und- anförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miða eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hafi öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir nýjar ógnir, þ.e. áhættuþætti eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólög- lega fólksflutninga, mansal, matvæla- öryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Meðal niðurstaðna skýrsluhöfunda er að engar vísbendingar séu um að hernaðarógn muni á næstu árum steðja að Íslandi. Pólitísk afstaða á al- þjóðavettvangi og þátttaka í alþjóð- legum aðgerðum geti hins vegar falið í sér ákveðna áhættu. Ýmsar aðrar ógnir geta steðjað að Íslendingum, eins og farsóttir sem geti komið fram með reglulegu milli- bili. Líkur á hættuástandi vegna nátt- úruhamfara eru viðvarandi, segir í skýrslunni, en hætta á hryðjuverka- árás á Ísland telst lítil. Á hinn bóginn geti hryðjuverkamenn viljað nota landið sem griðastað. Skipulögð glæpastarfsemi er sögð vaxandi hér á landi og snerta marga þætti eins og fíkniefnasmygl, ofbeldi, peningaþvætti og mansal. „Full ástæða er til að óttast að aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum á næstu árum og setji mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi,“ segir í skýrslunni. Þar segir ennfremur að hlutur neðanjarð- arhagkerfis aukist vegna efnahags- hrunsins. Þannig muni hagnaður af fíkniefnaviðskiptum verða t.d. not- aður til fjárfestinga hér á landi og að markaður með stolnar vörur muni stækka. Farið er yfir fleiri atriði sem hætta getur stafað af, eins og net- og matvælaöryggi, en hér til hliðar eru nokkrar helstu ábendingar sem skýrsluhöfundar leggja fram. Skýrsl- una sjálfa má nálgast á vef utanrík- isráðuneytisins, www.stjr.is/utn. Morgunblaðið/Eggert Glæpastarfsemi Hætta á hryðjuverkaárás á Ísland er lítil en mun meiri ógn er m.a. talin steðja að Íslendingum vegna skipulagðra glæpa. Fleira hættulegt en herir og hryðjuverk  Marka skýra þjóðaröryggisstefnu og útvíkka skilgreiningu á öryggi.  Komið verði á neyðaraðgerðastjórn stjórnvalda til að bregðast við ógn.  Skilgreina þarf betur stöðu varnar- samnings Íslands og Bandaríkjanna.  Endurnýja umræðu um stöðu Íslands í NATO og framlag til bandalagsins.  Efla samvinnu Norðurlanda á sviði öryggismála, t.d. í eftirliti og vöktun.  Fylgjast áfram með herflugi og ferð- um kjarnorkubáta nálægt Íslandi.  Styrkja samskipti við nágrannaríki í öryggismálum á norðurslóðum.  Styrkja samstarf við ESB vegna áhættuþátta eins og glæpa, farsótta, náttúruhamfara og hryðjuverka.  Mælt með samstarfi stofnana sem sinna öryggis- og varnarmálum.  Auka birgðir matvæla og koma upp neyðarbirgðum af olíu.  Efla samráð ríkisvalds og einkafyr- irtækja á sviði öryggismála, einkum varðandi fjarskipta- og netöryggi.  Efla innlendar mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum.  Tryggja betur ljósleiðarakerfið og bæta öryggi háspennulína.  Tryggja betur öryggi og réttindi er- lendra ríkisborgara á Íslandi.  Tryggja lögreglu búnað og heimildir til að glíma við glæpastarfsemi.  Gera áætlanir til að bæta orðspor Ís- lands á alþjóðavettvangi.  Efla þarf eftirlit með flutningi hættu- legra efna milli staða á Íslandi.  Uppfæra áhættumatsskýrslur vegna tíðra breytinga í öryggismálum. Til öryggis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.