Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
✝ Guðmundur HelgiÞórðarson fædd-
ist í Hvammi á Völl-
um í S-Múlasýslu 26.
mars 1924. Hann lést
þriðjudaginn 3. mars
sl.. Foreldrar hans
voru Þórður Helga-
son, f. 27.2. 1901, d.
19.3. 1985 og Vilborg
Guðmundsdóttir, f.
15.10. 1892, d. 13.1.
1983. Systkini Guð-
mundar Helga eru:
Óskar, f. 8.1. 1923, d.
22.3. 1934, Arnþór, f.
20.6. 1925, d. 7.7. 2004, Ásdís, f.
25.4. 1927, d. 27.12. 2004, Margrét,
f. 13.4. 1929, Ingibjörg, f. 10.5.
1931, d. 29.6. 2008 og uppeld-
issystir Auðbjörg Stefánsdóttir, f.
25.5. 1942.
Guðmundur kvæntist árið 1953
Lóu Stefánsdóttur, f. 2.11. 1933.
Börn þeirra eru: 1) Bryndís heyrn-
Árið 1952 lauk hann prófi í lækn-
isfræði. Eftir aðstoðarlæknisstarf
á Egilsstöðum og kandidatsár
gerðist hann héraðslæknir, fyrst í
Hofsósshéraði 1954 til 1961 og
síðar Stykkishólmshéraði 1961 til
1974. Frá 1974 til starfsloka árið
1993 var hann heilsugæslulæknir
í Hafnarfirði. Guðmundur gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum meðfram
starfi sínu. M.a. sat hann í hrepps-
nefnd Hofsósshrepps 1958-61, í
stjórn Læknafélags Vesturlands í
nokkur ár og formaður þess 1971-
72. Hann var ritari í stjórn
Læknafélags Reykjavíkur 1978-80
og varamaður í stjórn Lækna-
félags Íslands 1977-78. Hann sat í
stjórnskipaðri nefnd til að und-
irbúa frumvarp til heilbrigðislaga
1971 og sat í stjórnskipaðri nefnd
um heilbrigðismál 1980-81. Hann
sat í stjórn Heilsugæslu Hafn-
arfjarðar 1987-1991 og í heil-
brigðisnefnd Garðabæjar 1990-98.
Guðmundur var kjörinn
heiðursfélagi Félags íslenskra
heimilislækna árið 1997.
Útför Guðmundur Helga fer
fram frá Vídalínskirkju í Garða-
bæ í dag, 12. mars, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
arfræðingur, f. 20.8.
1952, gift Jóhanni
Tómassyni lækni og
eru börn þeirra Tóm-
as Helgi, Guðmundur
Freyr og Guðrún
Arna. 2) Vilborg
hjúkrunarfræðingur,
f. 19.7. 1955, gift
Einari Indriðasyni
bifreiðasmiði, f. 15.8.
1956 og eru börn
þeirra Indriði, Berg-
þóra og Halldór. 3)
Heimir, grafískur
hönnuður, f. 21.5.
1958.
Guðmundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum og systkinum í
Hvammi við búskaparhætti gamla
tímans. Hann gekk í farskóla í
sveitinni en vorið 1940 tók hann
próf upp í 2. bekk gagnfræðastigs
Menntaskólans á Akureyri. Þaðan
lauk hann stúdentsprófi árið 1945.
Siðferði er kærleikur. Þessi orð
tengdaföður míns, sem þá lá fjötraður
af völdum sjúkdóms, voru einkenn-
andi fyrir hann. Þessi óvenju tæra
hugsun. Orðin jafnan fá en meitluð.
Ég kynntist honum fyrir fjörutíu
árum, nítján ára gamall. Fyrst tók ég
eftir stórum fallegum augum hans. Í
þeim spegluðust mannkostir hans.
Miklar gáfur og djúp vizka öguð af
hógværð og eðlislægu lítillæti. Hann
var fyrirmynd öllum, sem kynntust
honum og þeim mest, sem þekktu
hann bezt. Það gladdi mig, þegar
starfsbróðir hans um langa hríð, sagði
við mig: „Hann er magnaður klíniker,
gamli maðurinn.“ „Einstakur heið-
ursmaður,“ sagði annar. Þegar ég
kynntist honum var hann héraðs-
læknir í Stykkishólmi og fór einu
sinni í viku í Grundarfjörð, þar sem
hann hafði móttöku fram á kvöld.
Hann sinnti fæðingum, dró úr tennur
og svæfði sjúklinga væri skurðlæknir
á sjúkrahúsinu. Ef ekki var skurð-
læknir sinnti hann sjúkrahúsinu einn-
ig. Einn veturinn gegndi hann einnig
Dalasýslu. Þrátt fyrir mikið álag
kvartaði Guðmundur aldrei. Hann
var einn þessara manna, sem aldrei
nota orðið ég. Það var einstakt að
fylgja honum í vitjanir. Honum fylgdi
traust og friður, þegar hann gekk í
bæinn með hattinn sinn. Hólmarar
mátu hann mikils og heiðruðu, þegar
hann kvaddi eftir langa og farsæla
þjónustu. Eftir að hann gerðist heim-
ilislæknir í Hafnarfirði hélt hann
áfram að fara í vitjanir.
Guðmundur var náttúrubarn, alinn
upp í torfbæ á Héraði við kvöldvökur
og húslestra. Ríkulegar gáfur riðu
baggamun fátæktar og hann hélt
ásamt æskuvini sínum, Sigurði Blön-
dal, til náms í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Hann var ósvikinn húmanisti,
óvenju víðlesinn og átti vandað bóka-
safn. Minnið var traust, ræktað með
stöðugum upprifjunum og athuga-
semdum, sem hann skráði hjá sér.
Ríkri kímnigáfu beitti hann af óbrigð-
ulli smekkvísi. Engan þekkti ég sjálf-
stæðari í hugsun. Allt var ígrundað,
aldrei hrapað að niðurstöðu. Ef ég
mætti velja honum eitt orð væri það
klettur. Guðmundur hafði mikinn
áhuga á þjóðmálum og skrifaði alla tíð
mikið um hugðarefni sín í blöð og
tímarit. Barnabörnin áttu í honum
ótæmandi fjársjóð. Hann miðlaði
þeim af Íslendingasögunum, sem
hann kunni nánast utan að, sýndi
þeim fuglahreiðrin í Heiðmörkinni,
ræktaði með þeim trjálund á Reykja-
nesi og kartöflur á Garðaholti, stofn-
aði með þeim gönguklúbb og hafði
alltaf tíma til að hlusta á bollalegg-
ingar þeirra og áhugamál.
Hlutskipti eiginkvenna héraðs-
lækna í erfiðum einmenningshéruð-
um var ekki auðvelt. Þar reyndist
tengdamóðir mín, Lóa Stefánsdóttir,
eiginmanni sínum mikil stoð. Þegar
heilsa Guðmundar bilaði af völdum
Parkinsonsjúkdóms hjúkraði hún
honum heima allt til loka. Með því af-
reki veitti tengdamóðir mín manni
sínum það sem hann vildi helzt. Að fá
að vera heima. Þannig lauk fallegum
lífsferli með þeirri reisn og virðingu
sem hann átti skilið. Blessuð veri
minning míns kæra tengdaföður og
vinar.
Jóhann Tómasson.
Afi minn var gull af manni með
stórt hjarta. Trúr Íslendingur sem
elskaði landið sitt og íslenska tungu.
Hann var höfðingi fjölskyldunnar og
stoltur af fólkinu sínu. Aldrei gerði
hann upp á milli en gaf hverju okkar
ómetanlegar minningar í veganesti
fyrir lífið.
Afi naut þess að ferðast um landið
og skoða náttúruna og söguslóðir.
Hann sýndi okkur fáfarnar göngu-
leiðir og kenndi okkur að þekkja blóm
og fugla, fjöll og steina. Hann var okk-
ur hvatning til að varðveita málið okk-
ar, rækta það og virða og var mennt-
un okkar afkomendanna honum mikið
kappsmál. Ljóðaáhuga minn í
bernsku var afi fljótur að grípa og
nærði mig á ljóðum og gaf mér bækur
úr safninu sínu. Við áttum eitt ljóð
saman sem reglulega var rifjað upp,
limruna um Laxinn sem var svo góður
í sér eftir Þorstein Valdimarsson.
Skemmtilegur húmor einkenndi
afa. Stjórnmál voru mikið rædd sem
hann gat gert að hinni bestu skemmt-
un. Hláturinn var svo innilegur og
brosið svo einlægt. Mamma erfði
þennan húmor og enginn fékk hana
eins til að hlæja og afi. Það er notalegt
að rifja upp með henni sögur af afa.
Sérstaklega þótti mér gaman að
fylgjast með afa og ömmu í kaffi á
sunnudögum, því oft voru þau ósam-
mála um málefni líðandi stundar.
Þrátt fyrir æsing í umræðunni svar-
aði afi alltaf jafnrólega og alltaf hittu
svörin beint í mark. Þrátt fyrir skotin
sem gengu yfir kaffiborðið á Smára-
flötinni sást hversu mikið þau hjónin
virtu hvort annað. Amma reyndist afa
einstök í veikindum hans. Af mikilli
nákvæmni hugsaði hún um hann frá
morgni til kvölds. Stundum sagði afi
okkur frá því hve natin amma hefði
verið í umönnuninni um börnin sín
„og ekki er nú öldrunarþjónustan
hennar síðri“ bætti hann við síðustu
árin. Ef einhver á skilið fálkaorðu, þá
er það amma.
Þegar ég hugsa um afa, sé ég hann
alltaf fyrir mér í frakkanum með hatt-
inn sinn. Hann var virðulegur, hóg-
vær maður sem aldrei setti sjálfan sig
í forgrunn. En nokkrum dögum fyrir
andlátið minnti ég hann á hlý orð
fólks í hans garð sem ég hafði heyrt
og ég sá hversu mikið þau glöddu
hann.
Afi skráði hjá sér ýmsa reynslu
sína frá héraðslæknisárunum, sem er
hin mesta spennulesning. Faðir minn
hefur sagt mér að afi hafi verið ein-
stakur læknir og að hann hafi verið
sér fyrirmynd í starfi.
Ég var mikil afastelpa. Þegar ég
var lítil komu þau tímabil að enginn
mátti gera neitt fyrir mig nema afi.
Það reyndist afa víst ekki alltaf auð-
velt. Eina tilraun gerði hann til að
gefa mér hafragraut þar sem graut-
urinn endaði alls staðar annars staðar
en uppi í mér og notaði afi þetta atvik
óspart á mig síðar. Aldrei hef ég upp-
lifað aðfangadagskvöld án afa og er
ég svo þakklát fyrir að hann gat verið
með okkur síðustu jól þó að heilsan
leyfði það varla.
Afi minn, þú varst elskaður, dáður
og virtur. Allar minningarnar okkar
saman mun ég geyma í hjarta mínu
alla tíð. Ég bið góðan guð að varðveita
þig þar til við sjáumst næst.
Þín,
Guðrún Arna.
Í dag kveðjum við fyrrum sam-
starfsmann og vin, Guðmund Helga
Þórðarson heimilislækni. Guðmundur
hóf störf við Heilsugæsluna í Hafn-
arfirði, síðar Heilsugæslustöðin Sól-
vangi, árið 1974 og lét af störfum eftir
afar farsælan starfsferil árið 1994.
Áður en ég fór að leysa Guðmund af
kynntist ég honum sem heimilislækn-
inum mínum. Hann kom mér fyrir
sjónir sem traustur og heilsteyptur
læknir sem af áhuga og djúpri þekk-
ingu á læknislistinni leysti vandamál
Guðmundur Helgi
Þórðarson
✝ Þorlákur Ó. Snæ-björnsson fæddist
í Ólafsvík 23. des.
1921. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 8. mars 2009.
Foreldrar hans voru
Snæbjörn Þorláks-
son, f. 7.8. 1884, d.
19.10. 1974 og Guð-
rún María Vigfús-
dóttir, f. 28.11. 1886,
d 8.5. 1923.
Þorlákur var
yngstur 4 alsystkina.
Hin eru Ásthildur
Gyða, f. 6.2. 1911, d. 29.1. 1914,
Helga, f. 3.7. 1913, d. 10.2. 2000, og
Kristófer, f. 6.5. 1918, d. 1.10. 1997.
Hálfsystkini þeirra samfeðra eru
Guðrún M., f. 2.2. 1933 og Auðunn,
f. 4.8. 1936.
Hinn 25.12. 1947 giftist Þorlákur
Ásdísi E. Þorvaldsdóttur, frá Sval-
vogum við Dýrafjörð, f. 19.2. 1918,
d. 24.11. 2007. Foreldrar hennar
voru Þorvaldur Jón Kristjánsson, f.
1976 og Þorlákur Helgi, f. 1983. 4)
Sólborg, f. 4.10. 1957, maki Reynir
Gunnarsson, börn þeirra eru Sæ-
borg, f. 1977, Steinberg, f. 1979,
Rebekka Rós, f. 1986 og Snæbjörn
Marinó, f. 1987. Langafabörnin
eru 23.
Á öðru aldursári var Þorláki
komið í fóstur hjá Ingibjörgu Jóns-
dóttur frá Nýjabæ í Ólafsvík, þeg-
ar móðir hans lést, og ól hún Þor-
lák upp til 14 ára aldurs, en frá
þeim tíma þurfti hann að hugsa
um sig sjálfur. Skólaganga Þor-
láks var í Ólafsvík og í barnaskól-
anum á Arnarstapa en hann var
víðlesinn. Hann stundaði sjóinn og
var í fiskvinnu í Ólafsvík.
Þau Ásdís hófu búskap á Þing-
eyri 1945 en fluttu síðar í Stapadal
í Arnarfirði árið 1949. Frá árinu
1955 gerðist hann bóndi og vita-
vörður í Svalvogum, en hann reri
jafnframt á vetrarvertíðum á bát-
um frá Þingeryi. Þau fluttu til
Þingeyrar 1976 og Þorlákur starf-
aði í fiskvinnu meðan heilsan
leyfði. Til Reykavíkur fluttu þau á
árinu 2002 og bjuggu á Dalbraut
20, en Þorlákur flutti síðan haustið
2008 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þorlákur verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12.
mars, og hefst athöfnin kl. 15.
29.21. 1873, d. 27.7.
1960 og Sólborg
Matthíasdóttir, f.
25.12. 1875, d. 25.12.
1957. Þorlákur og Ás-
dís eignuðust 4 börn.
Þau eru 1) Gunn-
laugur, f. 7.12. 1945,
d. 22.2. 2009, maki
Þórdís Jeramíasdótt-
ir, börn þeirra eru
Agnar Þór, f. 1966
Ásdís Emelía, f. 1971
og Steinunn Marta, f.
1981. 2) Ingibjörg, f.
6.9. 1947, sambýlis-
maður Hólmgeir Pálmarsson. Ingi-
björg var áður gift Sigþóri Gunn-
arssyni, börn þeirra eru: Sigmar
Örn, f. 1973, og tvíburarnir Gunn-
hildur Þorbjörg og Guðrún Snæ-
björg, f. 1975.
Áður átti Ingibjörg Þórdísi Haf-
rúnu Ólafsdóttur, f. 1967. 3) Matt-
hildur, f. 25.7. 1951, maki Hilmar
Viktorsson, börn þeirra eru Hildur
Ísfold, f. 1973, Helena Dögg, f.
Ég heyri engils vængjaþyt
og ljósin helgu sindra.
Þá genginn þú á æðri vit
þar ljómar um þig tindra.
Alsæll ætíð hvílir nú
eiginkonu og syni hjá.
Umvafinn í traustri trú
ástúð, sem að þau þér ljá.
Sem barn, þú söngst mér fagurt lag
svo svefn í faðmi bærir.
Sú minning lifir mér í dag,
mynd sem hjartað hrærir.
Barnið í mér skynjar sárt
Söknuð vegna fráfalls þín.
En fullvissan um þína sátt
æ, græðir hjartasárin mín.
Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir
allt. Ég veit að nú ertu sáttur hjá
mömmu og Gulla bróður. Hvíl í friði,
þín dóttir.
Matthildur Ólöf.
Hann Þorlákur tengdapabbi var
mjög lífsglaður og dagfarsprúður
maður. Hann bar þess merki að hafa
fengið gott uppeldi í æsku hjá Ingi-
björgu fósturmóður sinni.
Sjórinn var honum hugleikinn,
enda stundaði hann sjómennsku
margar vertíðir bæði frá Ólafsvík og
síðar frá Þingeyri eftir, að þau Ásdís
Þorvaldsdóttir hófu búskap. Hann
fylgdist vel með aflabrögðum á lands-
vísu og var vel að sér varðandi báta og
togara frá stríðslokum og allt fram á
þennan dag. Þorlákur hafði stálminni
bæði á tölur og mannanöfn, ef okkur
vantaði nákvæmar upplýsingar var
nóg að spyrja Þorlák. Hann fylgdist
mjög vel á öllum sviðum þjóðlífsins
allt til dauðadags. Hann var fastur
fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum. Þá var hann mikill
áhugamaður um ræktun sauðkindar-
innar.
Snyrtimennska var honum í blóð
borin og það var aðdáunarvert hve
vel hann hirti húsin, vitann og vél-
arnar í Svalvogum.
Þau voru mjög samhent og sam-
rýnd hjón, þau Ásdís og Þorlákur.
Þegar heilsu Ásdísar hrakaði, þá
annaðist Þorlákur Ásdísi af mikilli al-
úð þar til yfir lauk. Síðustu mánuðina
dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnar-
firði og undi hag sínum vel. Honum
var annt um afabörnin og langafa-
börnin sín og fylgdist vel með þeim
öllum.
Nú að leiðarlokum er góðs manns
að minnast. Hann var góður og þol-
inmóður gagnvart fjölda ungmenna
er voru hjá honum í sveit í Svalvog-
um. Þau fengu góða leiðsögn hjá Þor-
láki, sem hefur nýst þeim vel á lífs-
leiðinni.
Hilmar Viktorsson.
Elsku afi, mikið er það skrítið að
þú sért farinn frá okkur, þú kvaddir
svo skyndilega. Við eigum margar
yndislegar minningar um þig og við
þökkum fyrir þær. Þú varst alltaf svo
góður og hugsaðir alltaf um þína.
Það voru óteljandi dagarnir sem við
barnabörnin fengum að dvelja hjá
ykkur ömmu í litla húsinu ykkar á
Þingeyri, þaðan eigum við okkar
bestu minningar sem munu ylja okk-
ur um ókomin ár.
Þrátt fyrir sorgina sem er í hjarta
okkar finnum við fyrir gleði því við
vitum að núna ertu hjá henni ömmu.
Við kveðjum þig með söknuð í
hjarta, elsku afi.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Við sjáumst aftur.
Rebekka Rós, Snæbjörn
Marinó og Ásthildur Gyða.
Elsku afi okkar. Kallið er komið og
það kom snögglega. Þegar kemur að
kveðjustund rifjast upp margar góð-
ar minningar. Þú varst svo yndisleg-
ur afi, rólegur, ljúfur og góður. Þegar
við fengum að gista hjá ykkur ömmu
þá máttum við fá allt það sem við
vildum, hvort sem það var matur eða
sætindi.
Afmælin þín á Þorláksmessu voru
líka hátíð í okkar augum. Þá fengum
við að vaka svo lengi og fara í afmæli
til afa. Oft fengum við að skjótast í
búðina sem þá var opin til ellefu um
kvöldið að kaupa ís eða ávexti.
Mikið var það stórkostlegt að
hlaupa í búðina svona seint við þetta
hátíðlega tilefni og í minningunni var
alltaf jólasnjókoma. Þetta var þinn
dagur en samt svo mikið okkar dag-
ur líka vegna þess að við fengum svo
mikið að taka þátt í honum með ykk-
ur ömmu.
Við munum svo vel þegar þú varst
að koma heim úr vinnunni þegar við
vorum bara litlir krakkar. Þá komstu
inn og settist í stólinn þinn og við
færðum þér kaffi. Það fannst okkur
rosalega gaman og ekki var verra að
fá að dýfa molasykri í kaffið þitt og
borða hann svo með bestu lyst.
Stundirnar með þér og ömmu eru
okkur ómetanlegar og við eigum eft-
ir að ylja okkur við ljúfar minningar.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Það er huggun harmi gegn að nú
ert þú komin til ömmu sem þú unnir
svo heitt og elsku Gulla frænda sem
kvaddi okkur fyrir svo stuttu síðan.
Við erum þess fullviss að nú gangið
þið amma hönd í hönd, loksins saman
á ný.
Eftir ykkur stendur yndisleg fjöl-
skylda sem hlúir nú hvert að öðru og
heldur minningu ykkar á lofti um
ókomin ár.
Þorlákur
Snæbjörnsson