Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 ✝ Unnur Nikulás-dóttir Eyfells fæddist í Reykjavík 21. janúar 1924. Hún lést á Landspít- alanum 26. febrúar 2009. Foreldrar hennar voru Ragna Stefánsdóttir hús- móðir, f. 6. 4. 1889, d. 29.3. 1974 og Nikulás Friðriksson, starfs- maður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, f. 29.5. 1890, d. 6.6. 1949. Systkini Unnar voru: Stefán, Ragnheiður og Einar sem nú eru látin, en eftir lifa Hall- dór, Sæmundur og Halla. Unnur kynntist árið 1942 manns- efni sínu Einari Eyfells, f. í Reykja- vík 12.1. 1922, d. 7.9. 1994 og giftu þau sig í Berkeley í Kaliforníu árið 1946. Foreldar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir Eyfells húsmóðir, f. 4.12. 1895, d. 24.2. 1977 og Eyjólf- ur J. Eyfells listmálari, f. 6.6. 1886, d. 3.8. 1979. Dætur Unnar og Ein- ars eru. 1) Ingibjörg, f. 10.7. 1948. Dóttir hennar og Gísla Aðalsteins Pálssonar, f. 16.10. 1944 er Unnur Silfá Eyfells, f. 1983. Sonur hennar og Baldurs Freys Gústafssonar, f. 1975 er Ófeigur Ingi, f. 2008. 2) Margrét Kristín, f. 16. 5. 1951, gift Karli Davíðssyni, f. 4.11. 1949. Syn- giftu þau sig í Berkeley Kali- forníu árið 1946. Eftir heimkom- una ári síðar hófu þau búskap að Skólavörðustíg 4 C og þar fædd- ust dæturnar tvær. Unnur var heimavinnandi, en tók þátt í fé- lags- og menningarlífi. Hún lék undir á píanó í ballett hjá Sigríði Ármann, þau hjónin voru ein af stofnendum Þjóðdansafélags Reykjavíkur 1951 og ferðuðust þau víða um heim með sýningar og var Unnur þá jafnan í fremstu röð, einkum sem forsöngvari. Hún stundaði söngnám hjá Maríu Markan og Sigurði Demetz Franzsyni. Árið 1957 fluttu þau Einar og Unnur í Selvogsgrunn 10, þar sem þau áttu heimili sitt alla tíð. Húsið var teiknað af bróð- ur Einars, Jóhanni Eyfells arki- tekt sem búsettur hefur verið í Ameríku. Einar og Unnur voru mikið útivistarfólk og ferðuðust þau mikið bæði innanlands sem utan. Þau stunduðu bæði skíða- og skautaíþróttina af kappi og gam- an var að sjá til þeirra í valsi á ísnum. Þau voru með í stofnun Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og eftir að Einar féll frá vann Unnur á sumrin sem pottadís í heitu pottunum þar og þá var ósjaldan tekin aría. Unnur starf- aði síðustu árin með Gerðuberg- skórnum, bæði sem söngvari, und- irleikari og stjórnandi. Þá söng hún með Vinabandinu og lék und- ir við messur hjá eldri borgurum víða í Reykjavík. Útför Unnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 12. mars og hefst athöfnin kl. 11. ir þeirra eru. a) Ein- ar Þór, f. 1969, kona hans er Auður Krist- ín Ebenezersdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Arnaldur Karl, f. 1998, Eyjólfur Jó- hann, f. 2000 og Ólafía Elísabet, f. 2003. b) Karl Freyr, f. 1972, kvæntur Sig- ríði Örvarsdóttur, f. 1972. Börn þeirra eru Margrét Assa, f. 1993, Katla, f. 1996 og Jökull, f. 2000. c) Ingimar Örn, f. 1975, kvæntur Guðrúnu Björgu Björnsdóttur, f. 1971. Börn þeirra eru Arnar Már, f. 1993, Ýmir, f. 1996, Birna Björg, f. 1998, Sigurður Orri, f. 2003 og Helga Margrét Eyfells, f. 2007. Unnur ólst upp á Hringbraut 26 og átti hún góðar minningar frá æskuárum sínum. Hún var borg- arbarn, en var lítt fyrir sveitadvöl. Gekk hún hefðbundna skólagöngu en einnig stundaði hún píanónám. Tjörnin var mikill samkomustaður á köldum vetrarkvöldum og þar kynntist hún eiginmanni sínum Einari Eyfells. Árið 1942 hélt Ein- ar til Ameríku til náms í vélaverk- fræði og var Unnur heima þrjá vetur í festum. Að stríðinu loknu hélt hún utan með herflugvél og Í dag kveðjum við elskulega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, hana Unni Eyfells. Af því tilefni langar mig að þakka henni og Einari fyrir að taka mér opnum örmum inn í sína fjöl- skyldu á sínum tíma og að hafa tek- ið sonum mínum og öllu okkar fólki með hlýju og ást. Unnur var glæsileg og yndisleg kona sem hafði á þessari lífsleið upplifað svo margt með honum Einari sínum og auðvitað dætrun- um Ingibjörgu og Margréti. Mér er um megn í stuttu máli að fara yfir lífshlaup þeirra hjóna. Það verður vonandi gert af betri pennum en mér. Unna amma eins og við kölluðum hana alltaf var algerlega gersemin hans afa Einars. Hún var fegursta og sú tignarlegasta. Söng best, og var … Það er eig- inlega best að stoppa hér, listinn er svo langur. Ég á ekki nógu sterk orð til að þakka Unni og Einari fyrir allt það góða og skemmtilega á lífsleiðinni. Ég vil tileinka þeim texta Gunn- ars Dal, föðurbróður míns, sem segir svo fallega um vináttuna í einni bók sinni. Orð milli vina gera daginn góðan. Það gleymist ei, en býr í hjarta mér, sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi og löngu seinna góðan ávöxt ber. Jakobína Johnsen var Vestur-Ís- lendingur sem fluttist til Winnipeg og var mikill vinur Einars og Unn- ar þegar þau voru við nám í Am- eríku. Hún gaf út ljóðabókina Kertaljós og eitt ljóðið í þessari bók á vel við nú. Ég man þig bezt með bros í augum er bauðst þú gestum inn. Hve hollt og bjart í húsi þínu og hlýtt við arinn þinn Hver vinur velkominn. Kærar þakkir fyrir allt. Þinn tengdasonur, Karl. Elsku amma okkar og langamma, þú ert farinn til afa. Þetta var það fyrsta sem ég hugs- aði þegar ég frétti að þú værir far- in. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki með okkur lengur, alla tíð hefur þú verið til staðar fyr- ir okkur, elsku amma, það var eins sjálfsagt og að sólin kæmi upp á morgnana. Ef allir hefðu sömu sýn á lífið og tilveruna og þú hafðir væri heimurinn betri staður, þú dæmdir aldrei neinn og tókst öllum fagnandi eins og þeir voru. Það skipti engu máli hvernig viðraði, þú varst alltaf með sól í hjarta og tókst á móti manni á svölunum, og varst búin að kveikja á kertaljósi í glugganum þínum. Þær eru marg- ar minningarnar og sögurnar sem ég mun halda í heiðri, og segja börnunum mínum frá. Þau Arnar Már, Ýmir, Birna Björg og Sigurð- ur Orri munu aldrei gleyma henni langömmu sinni, og mun ég segja henni Helgu Margréti Eyfells sög- ur af þér og sýna henni myndir. Það fá ekki allir að eiga ömmu á ní- ræðisaldri sem er skautadrottning, söngvari í hljómsveit, súpermódel, heiðursborgari og lífskúnstner. Að hafa fengið að kynnast þér hefur verið okkur heiður og gert okkur að betri manneskjum, við kveðjum þig með trega, elsku amma og langamma okkar, með þínum eigin orðum sem lýsa þér best. Ég lyfti fólki upp með söng mínum, ég er heilsuhraust og ung í anda, ég sé gleðina í lífinu. Ég er sérstök kona. Ingimar Örn Karlsson, Guðrún Björg Björnsdóttir, Arnar Már, Ýmir, Birna Björg, Sigurður Orri, og Helga Margrét Eyfells. Elsku amma. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig sem ég er þakklát fyrir. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar afa á Selvogsgrunn- inn, þú spilaðir á píanóið og söngst fyrir mig á meðan afi kenndi mér að kveikja upp í kamínunni. Svo leyfði hann mér að standa á tánum á sér og við dönsuðum saman við undirleik þinn. Alltaf varstu tilbúin að segja mér sögur, um uppvaxtarár þín, fyrstu kynni ykkar afa, tíma ykkar í Am- eríku og svo mætti lengi telja. Þessar sögur munu lifa með okkur um ókomna tíð og barnabörnin mín eiga eftir að segja sínum börnum frá ævintýrum þínum. Þú varst alltaf svo góð við mig og árin sem við höfum búið saman verða mér alltaf kær. Oft vorum við eins og tvær gamlar hænur og ég get ekki annað en brosað þegar ég minnist ísskápsdeilunnar okkar, þegar við breyttum hitastiginu sitt á hvað því við gátum ekki verið sammála um hvað hann ætti að vera kaldur og þegar þú gekkst á eftir mér um húsið og slökktir öll ljós sem ég skildi eftir kveikt. Æ, elsku amma, þú varst yndisleg. Eftir að sonur minn fæddist var eins og það kæmi nýr kafli í sam- band okkar. Þú stóðst þétt við bak- ið á mér á erfiðum tímum og það verð ég þér ævinlega þakklát fyrir. Þér þótti svo vænt um hann Ófeig minn, vildir alltaf leyfa hon- um að sitja hjá þér og syngja fyrir hann – þú sagðist vera fyrsti söng- kennarinn hans og varst alveg viss um það að hann yrði „músíker“. Ég veit að nú ert þú komin til afa en samt á ég erfitt með að halda aftur af tárunum, ég sakna þín svo mikið. Stundum finnst mér ég heyra röddina þína og stundum finnst mér ég sjá þig sitja í Frúardyngj- unni og í augnablik gleymi ég því að þú sért farin. Mig langar svo að setjast hjá þér, heyra þig segja mér hvert þú fórst að syngja í dag og segja þér hvaða nýju uppgötvun sonur minn gerði á meðan. En ég veit að þú kvaddir á þeim tíma sem þér fannst réttur. Þú vildir alltaf vera „síung“ og það varstu fram á síðasta dag. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Elsku amma mín, ég elska þig. Þín, Unnur Silfá Eyfells. Amma er dáin og ég gleðst yfir því að hún fékk að fara frekar fljótt. Hún missti skyndilega þrótt og ég fann í fyrsta sinn frá henni þá strauma að hún væri tilbúin til að yfirgefa sviðið og þið sem þekkt- uð hana vitið að þar vildi hún alltaf vera óháð stað og stund. Því er ég sáttur við brotthvarf hennar og þó ég hafi ekki náð á síðustu metr- unum að halda í höndina á henni, horfa í augun á henni og segja henni hvað ég elskaði hana hreint og mikið, þá held ég að hún hafi vit- að hvern hug ég bar til hennar og hversu ólýsanlega mikið hún og afi hafa gefið mér og mínum í gegnum árin. Amma var brothætt sál og brast oftar en ekki í grát þegar við rædd- um það sem henni lá á hjarta en okkar tengsl urðu dýpri og nánari eftir sem árin liðu og sérstaklega eftir að við fjölskylda mín fluttum heim frá Danmörku, skömmu eftir Unnur Nikulásdóttir Eyfells ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA S. MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, til heimilis að Þórðarsveig 3, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. mars, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 13. mars kl. 15.00. Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Markús K. Magnússon, Soffía Hólm, Karl G. Karlsson, Dagbjört Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BJARGEY FJÓLA STEFÁNSDÓTTIR, Norðurbrú 5, Garðabæ, áður til heimilis í Ásgarði 149, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 5. mars. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. mars kl. 13.00. Ágúst Guðmundsson, Robert J. Severson, Margrét Ágústsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson, Kristján Ágústsson, Stefanía Sara Gunnarsdóttir, Ágúst Björn Ágústsson, Þórdís Björg Kristinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Þórdís Lára Ingadóttir og fjölskyldur. ✝ ÁSGEIR SIGURÐSSON frá Birtingaholti, búsettur í Sarasota, Flórída, lést í Sarasota miðvikudaginn 4. mars. Jóna Símonardóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LIV SYNNÖVE ÞORSTEINSSON, áður Foss-Eriksen, Kleppsvegi 120, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítala Hring- braut sunnudaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. mars kl. 13.00. Ellen M. Ingvadóttir, Þorsteinn Ingi Kragh, Gyða M. Ingvadóttir, Sigþór G. Óskarsson, Kristín Ingvadóttir, Einar V. Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ÓSKAR GUÐJÓNSSON frá Uxahrygg, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sveinn Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson, Gróa Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.