Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Fólk
ÞRETTÁN myndlistarnemar í Listaháskóla Ís-
lands ætla að vera með Vesen á Nýlistasafninu á
morgun, föstudaginn 13. mars.
Vesen þetta felur í sér gerninga og athafnir
ýmsar þar sem að líkaminn er miðja alls þó
stuðst verði við aðskotahluti í sumum tilvikum.
Vesenið er lokahluti af gerningaáfanga sem
listamaðurinn Erling T.V. Klingenberg kenndi.
„Þau vinna algjörlega út frá líkamanum, nota
hann í gerningnum, sumir nota önnur tæki en
líkaminn er náttúrlega miðjan. Lifandi gern-
ingar ganga út frá líkamanum, hann er notaður
sem listaverk,“ segir Erling.
Á námskeiðinu hefur saga þessa lifandi list-
forms verið skoðuð náið. „Svona gerningar byrj-
uðu á sjöunda og áttunda áratugnum en það eru
ekki margir sem fást við þá í dag. Þó að meg-
ináherslan sé á að þetta sé lifandi er fín lína milli
vídeólistar, gerningalistar og ljósmyndar.“
Myndlistarmennirnir sem taka þátt eru: Axel
Valur D. Diego, Bryndís Björnsdóttir, Gustav
Samrelius, Jessica T. Sanderheim, Leó Stef-
ánsson, Logi Höskuldsson, Margrét Rut Eddu-
dóttir, Nora Elisabeth Matthewes, Ragnhildur
Jóhannsdóttir, Sigríður Liv Ellingsen, Sindri
Snær S. Leifsson, Veronika Viková og Þór-
gunnur Oddsdóttir.
„Þau eru öll með sinn gerning en þeir munu
eflaust fléttast hver ofan í annan. Við köllum
þetta aðskilda samvinnu.“
Vesenið hefst í Nýlistasafninu kl. 18 á morgun
og er aðgangseyrir enginn. ingveldur@mbl.is
Þrettán nemendur með vesen á Nýlistasafninu
Dæmigert vesen Vesenið er lokahluti af
gerningaáfanga nemendanna í LHÍ.
Að undanskildum Bubba Mort-
hens og Erpi Eyvindarsyni hafa fá-
ir popparar nýtt sér þann efnivið
sem í kreppunni býr. Nú hefur ann-
ar tónlistarmaður bæst í þann góða
hóp og „sent“ frá sér kreppuóð sem
ætti að ylja mörgum um hjartaræt-
ur. Hér er að sjálfsögðu átt við
Sverri Stormsker sem hefur sett
saman íslenskan texta við lag Pa-
per Lace „The Night Chicago
Died“. Lagið heitir „Þann dag er
Klakinn dó“ í flutningi Sverris en
honum til halds og trausts í laginu
er enginn annar en 80’s hetjan og
fyrrum söngvari Rickshaw, Rich-
ard Scobie. Þess má geta að síðast
þegar þeir kumpánar leiddu saman
hesta sína var það í laginu „All-
staðar er fólk“ fyrir um 20 árum.
Nýja lagið kemur víst út á sólóplötu
Sverris sem væntanleg er með
haustinu en þangað til geta áhuga-
samir hlýtt á lagið á bloggsíðu
Sverris, stormsker.blog.is.
Kreppuóður Sverris
Stormskers
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG held að myndin sé orðin
nokkuð góð, þótt ég segi sjálfur
frá, og hún er eiginlega komin
fram úr væntingum. Hún er full af
drama og pólitísku náttúrulífsefni.
Sumt af því er sláandi og sumt
álíka krassandi og fengitími í
mynd eftir Attenborough,“ segir
Andri Snær Magnason um heim-
ildarmyndina Draumalandið sem
verður frumsýnd hinn 8. apríl
næstkomandi. Myndin er lauslega
byggð á samnefndri bók Andra
sem kom út fyrir nokkrum árum
og tók á virkjana- og umhverf-
ismálum á Íslandi með mjög gagn-
rýnum hætti. Andri segir myndina
hins vegar vera nýtt og sjálfstætt
verk. „Það var náttúrulega lagt af
stað með Draumalandið, við fylgj-
um mörgum þráðum en að öðru
leyti er þetta sjálfstætt verk.“
Frá mömmu og afa
Leikstjórar myndarinnar eru
tveir, þeir Þorfinnur Guðnason og
Andri. „Þetta er viðamikið verk,
við fórum um allt land og rúmlega
það í tökur og heimildarleit,“ út-
skýrir Andri.
Myndin hefur verið í vinnslu í
heil þrjú ár sem að sögn Andra er
vissulega nokkuð langur tími.
Hann segir hins vegar að þetta
langa ferli hafi líklega gert mynd-
ina betri en ella. „Þegar banka-
hrunið varð ætluðu til dæmis allir
að fara að gera heimildarmyndir
um það. En maður höndlar ekkert
svona stóra atburði á meðan þeir
eru að gerast, þá er ekki komin
yfirsýn.“
Þeir Þorfinnur og Andri viðuðu
að sér myndefni héðan og þaðan,
og er sumt af því allt að 60 ára
gamalt. „Við erum líklega með
einhverjar flottustu náttúrulífs-
myndir sem hafa verið teknar hér
á landi, og sumar þeirra eru tekn-
ar á stöðum sem eru horfnir í dag.
Við erum líka með gamlar myndir
úr kvikmyndasafninu og úr heima-
söfnum, til dæmis notum við
myndir sem bæði mamma og afi
tóku.“
Best á stóra tjaldinu
Draumalandið verður bæði sýnd
í Háskólabíói og í Smárabíói, sem
að sögn Andra er kannski svolítið
sérstakt. „Það var gerð svona
hnakkaprufa, við fengum nokkra
menn sem höfðu ekkert pælt í
svona málum til að horfa á mynd-
ina, og þeir voru alveg gapandi.
Þannig að hún verður líka í
Smárabíói,“ segir Andri og bætir
því við að hann sé nokkuð bjart-
sýnn á góða aðsókn. „Maður veit
svo sem aldrei, en þessi mynd
virkar og hefur sterk tilfinn-
ingaleg áhrif á fólk. Henni er ætl-
að að vera fyndin og skemmtilegt,
en um leið er hún dálítil hroll-
vekja.“
Myndin er 90 mínútna löng og
er að mestu á íslensku, þótt nokk-
ur viðtöl í henni séu á ensku. Þul-
ur er Helga Jónsdóttir.
„Þetta er með stærri heimild-
armyndum sem hafa verið gerðar
hér á landi og maður á að sjá
hana í bíói. Hún nýtur sín lang-
best á stærsta tjaldinu í Há-
skólabíói,“ segir Andri að lokum.
Hrollvekja Andra Snæs
Heimildarmyndin Draumalandið verður frumsýnd hinn 8. apríl næstkomandi
„Fyndin og skemmtileg, en um leið dálítil hrollvekja,“ segir höfundurinn
Morgunblaðið/Ómar
Áhrif „Maður veit svo sem aldrei, en þessi mynd virkar og hefur sterk til-
finningaleg áhrif á fólk,“ segir Andri Snær Magnason um Draumalandið.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA sló í gegn og fólk klapp-
aði og hrópaði á öllum sýning-
unum,“ segir Dýri Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Vesturports, um
uppsetningu leikhópsins á Ham-
skiptunum í Hong Kong dagana 19.
til 22. febrúar. Upphaflega stóð til
að sýningarnar yrðu þrjár en í ljósi
mikillar aðsóknar var þeirri fjórðu
bætt við og því sáu tæplega 5.000
manns sýninguna í Hong Kong.
Uppsetningin var hluti af leiklist-
arhátíðinni Hong Kong Arts Festi-
val og var sýnt í The Hong Kong
Academy for Performing Arts.
Það var 12 manna hópur sem fór
til Hong Kong, þar af átta Íslend-
ingar, en íslenskir leikarar í upp-
setningunni voru þau Gísli Örn
Garðarsson, Ingvar E. Sigurðsson
og Lára Sveinsdóttir sem leysti
Nínu Dögg Filippusdóttur af hólmi.
Líkamlegt afrek
Sýningin fær mjög góða dóma í
tímaritinu Time Out Hong Kong og
gefur gagnrýnandinn, Hamish
McKenzie, fjórar stjörnur af fimm
mögulegum. Fer hann meðal ann-
ars mjög fögrum orðum um
frammistöðu Gísla Arnar Garð-
arssonar í aðalhlutverkinu. „Bara
líkamlegt afrek hans í hlutverki
skordýrsins Gregors gerir það þess
virði að kaupa miða á þessa sýn-
ingu ,“ segir McKenzie meðal ann-
ars. „En það verður að hrósa hin-
um leikurunum líka því þeir standa
sig allir mjög vel. Hver leikari er
sannfærandi í túlkun sinni á hverri
þessara gölluðu, flóknu og eig-
ingjörnu persóna.“
Hamskipti Vesturports
slógu í gegn í Hong Kong
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið - Eddi
Líkamlegt Gagnrýnandi Time Out hrósar Gísla Erni Garðarssyni í hástert.
Fá fjórar stjörnur af fimm mögulegum í Time Out
www.vesturport.com
Bókin Draumalandið kom nýver-
ið út í Bretlandi og hefur Andri
haft nóg að gera við að svara er-
lendum blaðamönnum í kjölfar-
ið, enda finnst þeim sérstakt að
nokkur skuli kalla Ísland
„draumaland“ eftir það sem á
undan er gengið.
„Núna eru einhver komment í
nýjasta New Yorker, og svo hafa
komið símtöl frá Financial Tim-
es, New York Times, Der Spie-
gel, Wall Street Journal, Die
Zeit, Die Welt, Harpers, Dagens
Nyheter og Dan Rather Reports.
Maður reynir bara að vera kurt-
eis, smá grimmur, en skilja eftir
smá von um að þetta reddist,“
segir Andri.
Fjölmiðlafulltrúinn
Eins og komið
hefur fram
spýttu Paparnir í
lófa á dögunum
og tóku upp
plötu þar sem
helstu smellir
Gylfa Ægissonar
voru teknir
traustum Papa-tökum. Gylfi er þó
ekki eina kempan sem kemur við
sögu í endurkomu Papanna því
Hemmi Gunn mun tala inn á aug-
lýsingar fyrir sveitina auk þess að
ljá sveitinni rödd sína á tónleikum
með einkar sérstökum hætti.
Papar leita til sér
reyndari manna
Ný heim-
ildamynd um ís-
lenska umhverf-
isverndarbaráttu
Nattura–
Summer 2008
var gefin út í gær
á iTunes og
Today (One
Little Indian).
Myndin fjallar um andstöðuna við
áframhaldandi uppbyggingu stór-
iðju á Íslandi og hefur að útgangs-
punkti Náttúrutónleikana sem
haldnir voru undir beru lofti í
Laugardalnum í í fyrrasumar þar
sem Björk, Sigur Rós og Ólöf Arn-
alds tróðu upp.
Íslensk umhverfis-
mynd á iTunes
Sjá má stikluna úr Draumalandinu
á mbl.is í dag.
MBL.IS | SJÓNVARP