Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 38

Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 38
HANDTÖSKUR eru nauðsynlegur fylgi- hlutur flestra kvenna og sumra karla. Und- anfarið hafa handtöskur verið mjög, mjög stórar og halda þær áfram að vera svo þetta árið. Pínulitlar töskur, sem eru rétt fyrir farsímann og varalitinn, sáust líka nokkuð á pöllunum á tískuvikunum í helstu stór- borgum heimsins í febrúar. Áberandi var að töskur sem eru með ól til að setja yfir öxlina eða á ská yfir sig sáust ekki mikið, heldur eru þær flestar skjóðulegar með litlum höldum og á konan að danglast með þær í annarri hendinni til hliðar við sig. Sama var upp á teningnum hjá körlunum, þeirra tösk- ur litu flestar út eins og gamlar læknatösk- ur, rúmgóðar en fyrirferðarmiklar. Dýramynstur sást mikið á töskum kvenna, það er alltaf mjög smart en vara- samt. Hafa skal sérstaklega í huga með hverskonar klæðnaði slík taska er borin. Annars virðist brúnt og svart að- alliturinn sem fyrr á handtöskum, lof sé fyr- ir það. ingveldur@mbl.is Tískulegar tuðrur Baby Phat Það má varla á milli sjá hvort er stærra, kjóllinn eða taskan. Topp taska Mjög flott hliðartaska með smá hlébarðamynstri frá Rebeccu Taylor. Nina Ricci Breið taska og mjóir leggir. Læknir? Karlmannleg taska hjá Antonio Miro. Klassísk Snákaskinntaska hjá John Richmond. Flottheit Hlébarðamynstur eftir kanadíska hönnuðinn DSquared2. Litskrúðug Pamela Anderson sýndi hönnun Vivienne Westwood . John Richmond Það verður að passa að týna þessari ekki. Reuters Box Kassalög- uð taska hjá Christian Lacroix. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.