Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 40

Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 NÚ fer að bresta á með miklu Watch-men-æði, en kvikmyndin, byggð ásögu Alan Moore, verður frumsýnd á morgun. Mikil spenna hefur verið að byggj- ast upp fyrir myndinni, jafnt hjá almennum kvikmyndaáhugamönnum sem og myndasög- unörðum og næsta víst að síðarnefndi hóp- urinn er tvístígandi um það hvort mæta skuli eður ei. Watchmen er sem heilagt gral í huga þess hóps en einróma samþykkt er um það í heimi hér að um sé að ræða mesta þrekvirki í sögu myndasagna, fyrr og síðar. Sagan hefur verið mærð, nánast á slig, allt síðan hún kom fyrst út árin 1986 og 1987. Og frægt er þegar Time valdi hana eina af hundrað bestu skáld- sögum á ensku árabilsins 1923-2005. Var hún eina myndasagan á listanum. Er nema von að aðdáendur séu því með lífið í lúkunum? Það er hins vegar öruggt að höfundurinn sjálfur, Alan Moore, er ekki með lífið í lúk- unum. Hann hefur ekki skipt sér af Holly- wood-yfirhalningu sögunnar og ætlar ekki að sjá myndina. Hann hefur enda lýst því yfir að sagan sé raunverulega ókvikmyndunarhæf, sagan hefði verið gerð m.a. til að sýna fram á hvað hægt væri að gera í myndasögu sem ekki væri hægt að gera í kvikmyndum eða bókum.    Myndasöguhöfundar – og lesendurmyndasagna – eiga það til að taka á sig mynd sérstaks ættbálks þar sem sérstakar venjur þrífast. Tungutak er með sérstökum hætti o.s.frv. Alan Moore tekur þessa kjör- mynd sem fólk hefur af „myndasögunörðum“ hins vegar mun lengra, eiginlega í einhvern handanheimi. Að segja Moore dularfullan er léttvæg lýsing á manninum. Hann er eig- inlega meira eins og teiknisöguhetja sjálfur, svo langt frá norminu er allt líf og hættir þessa sérlundaða snillings. Já, Moore er sveipaður bæði goðgá og göldrum, það er óhætt að segja. Alan Moore er enginn venjulegur maður og saga hans eiginlega lygileg. Hann býr enn á fæðing- arstað sínum, Northampton, Englandi. Þar var hann var rekinn úr skóla sautján ára að aldri fyrir að versla með LSD. Hann er græn- metisæta, anarkisti og galdrakarl og hefur hann sinnt því síðasttalda í æ meiri mæli hin síðustu ár, aðdáendum frumlegra og út- úrspekúleraðra myndasagna til mikillar ar- mæðu.    Ferill Moorer hófst á áttunda áratugnummeð neðanjarðarsælum teiknisögum fyrir hin og þessi tímarit, m.a. NME. Orðstír hans óx svo jafnt og þétt og hróðurinn barst á endanum vestur um haf en myndasöguhúsið DC Comics réð hann þá til að skrifa Swamp Thing. Þetta var árið 1983 en sagan var þá á fallanda fæti, óvinsæl nokk og einkar form- úlukennd. Moore tók sig til og dýpkaði svo um munaði á fenjaviðrininu og það fór að seljast von úr viti. Útgefendur Moore hófu að ráða evrópska höfunda í meiri mæli í kjölfar- ið. Moore blómstraði um þetta leyti, skrifaði til dæmis eina Batman-sögu, The Killing Joke, sem þótti (og þykir) mikið meist- araverk. Þetta var árið 1986, sama ár og hann réðist í Watchmen, saga sem gerði hann að stjörnu. Myndasaga sem listrænt form fyrir fullorðið, bjargálna fólk var staðreynd. Eins og nærri má geta hlaut að koma því að Moore færi að líða illa í markaðsvænum meg- instraumnum. Eftir að hafa klárað V for Ven- detta árið 1989 hætti hann hjá DC og árið 1993 gaf hann t.a.m. út söguna 1963, sem ber með sér blöndu af heiðrun og háði til handa gömlum teiknimyndasögum.    Moore er fjölhæft ólíkindatól og hefurauk myndasagna samið ljóð, skáldsög- ur, kvikmyndahandrit og greinar (mikið til um galdra). Hann skrifaði líka ítarlega grein um sögu, þróun og stöðu kláms. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpi og í kvikmyndum. Moore hefur þá gert þónokkuð af því að semja og flytja tónlist og kemur reglulega fram með hópnum The Moon and Serpent Grand Egyptian Theatre of Marvels þar sem ljóðaspuni og galdraskotnir gjörningar eru í aðalhlutverki. Eins og maðurinn sagði: Ein- mitt! Sá stríðhærði AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Meistarinn Moore lítur út eins og blanda af Raspútín og spænskum óðalsbónda frá 16. öld. » Að segja Moore dularfullaner léttvæg lýsing á mann- inum. Hann er eiginlega meira eins og teiknisöguhetja sjálfur, svo langt frá norminu er allt líf og hættir þessa sérlundaða snillings. arnart@mbl.is Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Fanboys kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Hotel for dogs kl. 5:30 LEYFÐ The Pink Panther 2 kl. 8 - 10 LEYFÐ Bride wars kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Frost/Nixon kl. 5:30 B.i. 12 ára The Wrestler kl. 10:30 B.i.14 ára Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott - S.V., MBL- L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 750k r. - S.V., MBL - DÓRI DNA, DV8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN 750kr. BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. ÞEIR RÁÐA YFIR FJÁRHAGI ÞÍNUM ÞEIR STJÓRNA LÍFI ÞÍNU OG ALLIR BORGA EN HVAÐ EF ÞEIR NOTA PENINGANA ÞÍNA TIL AÐ KAUPA MORÐ? - Tommi, kvikmyndir.is - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 750k r. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - D.V.- Tommi, kvikmyndir.is - D.Ö., KVIKMYNDIR.COM - DÓRI DNA, DV - S.S., MBL - Ó.H.T., Rás 2 2 - ÓHT, Rás 2 Marley & Me kl. 6:30 - 9 LEYFÐ The International kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Ævintýri Dexperaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ Milk kl. 5:30 - 8 B.i.12 ára Marley & Me kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ævintýri Despereaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 8 síðasta sýning B.i.12 ára Viltu vinna milljarð? kl. 10:15 B.i.12 ára 750k r. 750k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Tvær vikur á toppnum í U.S.A.! Þau voru í fullkomnu sambandi þangað til einn lítill hlutur komst upp á milli þeirra Frábær gamanmynd með Jennifer Aniston og Owen Wilson ... og hundinum Marley 750k r. MAGNAÐUR SPENNUTRYLLLIR MEÐ CLIVE OWEN OG NAOMI WATTS Í FANTAFORMI! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b - S.V., MBL - E.E., DV „HELVÍTIS FOKKING BANKAHYSKI” Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna 750k r. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI “Marley & Me er skemmtileg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn.” - M.M.J., Kvikmyndir.com “...vönduð og ómissandi fjöl- skyldumynd öllum þeim sem unnalífinu í kringum okkur.” - S.V., MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.