Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 77. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Sérblað um brúðkaup fylgir Morgunblaðinu í dag DAGLEGTLÍF GRÆNT OG GOTT Í LEIKSKÓLANUM AÐALSMAÐUR VIKUNNAR NÝTUR LÍFSINS OG LISTARINNAR Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is PENINGASTEFNUNEFND Seðla- bankans tilkynnti í gær eins prósentu- stigs lækkun stýrivaxta bankans í 17,0%. Samtök atvinnulífsins og Sam- tök iðnaðarins urðu fyrir vonbrigðum en hvortveggju vildu meiri vaxtalækk- un. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, bendir á að boðaður hafi verið auka-vaxtaákvörðunardagur hinn 8. apríl. „Því hef ég væntingar til þess að ætlunin sé að þá verði stigin næstu skref. Ég geri ráð fyrir að vilji sé til að stíga frekar mörg og smærri skef í stað fárra og stórra, en það sem skiptir mestu máli er að ná vaxtastig- inu niður,“ segir Ólafur Darri. Í lok september í fyrra voru óverð- tryggðar skuldir fyrirtækja 268 millj- arðar kr. og heimila 105 milljarðar. Eins prósentustigs vaxtalækkun leið- ir til 2,7 milljarða lækkunar heild- arvaxtagreiðslna af lánum fyrirtækj- anna á ári og 1 milljarðs fyrir heimilin. Frekari vaxtalækkun myndi eðlilega lækka greiðslurnar enn frek- ar. | 12 Stýrivextir lækka um eitt prósentustig Munar milljörðum ÞORRI Hringsson fjarlægir riddara Steingríms Sigurgeirssonar af skák- borðinu. Þeir sátu að tafli á Kjarvalsstöðum í gær og hafði Þorri hvítt (vín) en Steingrímur rautt. Félagarnir bjuggu sig undir gjörning sem hin kunna Flúxuslistakona Takako Saito hefur gefið Listasafni Reykjavíkur og verð- ur framkvæmdur á laugardaginn. Þá tefla fjórir kunnáttumenn um vín vín- skákir og aðrir tefla með fagurlega smurðum snittum. | 40 Drottning drepur riddara – skák! Morgunblaðið/Einar Falur  „ÉG hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á þessa grein, en ég ákvað að gefa mig alla í hana að þessu sinni. Þetta var bara létt þegar upp var staðið,“ sagði Sigrún Brá Sverrisdóttir, sundkona úr Ægi, í gærkvöldi eftir að hún hafði bætt Íslandsmetið í 800 m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í Laug- ardalslaug um nærri 6 sekúndur, synt á 9.00,72 mínútum. Fyrra met var það næstelsta í Íslands- metaskrá Sundsambands Íslands í kvennaflokki í 50 metra laug, 9.06,14, sett af Ingibjörgu Arn- ardóttur fyrir 16 árum og 11 mán- uðum betur. Sigrún Brá bætti sinn fyrri árangur um 17 sek. »Íþróttir „Þetta var bara létt“  RÆTT er um það í röðum lettneskra hag- fræðinga að láta landið hrynja efnahagslega eins og Ísland og hefja síðan endurreisnina frá grunni þegar lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út í haust. Á sama tíma reyna þingmenn það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir skelfingu á meðal almennings, eins og raunin var á Íslandi fyrir ára- mót, að því er fram kemur á frétta- vef The Christian Science Monitor. Segir þar að prófessorinn Dmit- rijs Smirnovs hafi verið tekinn höndum af leynilögreglu landsins fyrir að vara við því í haust að land- ið stefndi í efnahagslegt hrun líkt því sem orðið hefði á Íslandi. Var honum gefið að sök að stuðla að þjóðfélagslegri ólgu og draga úr stöðugleika fjármálakerfisins. Tekinn höndum fyrir samlíkingu við Ísland Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is BYGGJA þarf upp betri aðstöðu til að geta flutt inn sjúklinga til að fram- kvæma á þeim aðgerðir hérlendis. Slíkur innflutningur gæti komið í kjölfarið á samstarfi fyrirtækis Ró- berts Wessmann „Salt Investments“ við hina virtu bandarísku heilbrigð- isstofnun Mayo Clinic. Það samstarf gengur m.a. út á að rannsaka sam- félagshópa að gefnum ákveðnum for- sendum með það í huga að koma í veg fyrir sjúkdóma en ekki lækna þá þegar þeir eru orðnir staðreynd. „Við erum þegar komin með þó nokkuð marga samstarfsaðila sem hafa áhuga á að vinna að því að flytja inn sjúklinga með okkur,“ segir Ró- bert. Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarsvæðinu, hugnast hon- um vel og stutt er þaðan í skurð- stofuaðstöðu í Reykjanesbæ sem hann hefur áhuga á að leigja. Róbert telur að samstarfsverk- efnið við Mayo Clinic skapi Íslandi virðingu á alþjóðavettvangi auk þess sem í kjölfarið skapast allt að 300 störf. Í tengslum við starfsemina yrði sjúkraþjálfun, endurhæfing og at- ferlismeðferð fyrir offitusjúklinga. Róbert hefur þegar stofnað ferða- skrifstofu í kringum hugmyndina, Pure Health, en það eina sem vantar er samþykki heilbrigðisráðuneytisins fyrir leigu á aðstöðunni. „Ef gengið yrði frá þessu núna myndu fyrstu sjúklingarnir koma hingað á fjórða ársfjórðungi á þessu ári,“ segir Ró- bert. Líklegt sé að Mayo Clinic muni skrifa undir samstarfssamninginn á næstu misserum.  Leita þarf lausna | 16 Gætu orðið til 300 störf Róbert Wessman vill flytja inn sjúklinga í samstarfi við Mayo Clinic í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Ómar Róbert Er með mörg járn í eldinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.