Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Fjármálaeftirlitið hefur ekkiverið mjög örlátt á upplýs-
ingar.
Það hefur átt við lengi, en orðiðmeira himinhrópandi eftir
bankahrunið. FME leikur lyk-
ilhlutverk í björgunar- og upp-
byggingarstarfinu, en upplýs-
ingar um það sem stofnunin er að
gera liggja ekki
á lausu.
BlaðamennMorg-
unblaðsins rek-
ur í rogastanz
þegar þeir þurfa
að tala við fjár-
málaeftirlit í ná-
grannaríkjunum.
Þá er þeim iðulega vel tekið ogreynt að greiða götu þeirra
þar til þeir hafa fengið þær upp-
lýsingar, sem þeir biðja um.
Í gær birtist í ViðskiptablaðiMorgunblaðsins frétt um að
FME gæti ekki svarað þeirri
spurningu, hvort einhver af stóru
tryggingafélögunum væru í rann-
sókn hjá því.
Tilefni fyrirspurna til stofnunar-innar er m.a. bág fjárhags-
staða stærstu eigenda allra félag-
anna og óstaðfestar fregnir um
að staða bótasjóða einhverra
þeirra sé ekki nægilega góð.
Á almenningur, viðskiptavinirtryggingafélaganna, ekki rétt
á upplýsingum?
Það verður sjálfsagt nóg aðgera hjá nýjum forstjóra
FME þegar hann hefur verið ráð-
inn. Eitt af því, sem hann má
ekki láta bíða, er að móta nýja
stefnu um upplýsingagjöf.
Þögnin á Suðurlandsbraut
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? # #
# # # #
#
#
#
# # # # #
*$BC
! " # $
% &
' $
*!
$$B *!
$ %&
'
(
(&
(
! ) !
<2
<! <2
<! <2
$ ' (*+,(- !.
C
BDE"2D
( )
$
*
" # $ + & ,
#
*
- &
*
(
% $
!
/
-
.
) ! " #
% ,
/#*
'
/0 (%(!11 !( %(2
! !(*+
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞJÓFNAÐIR og innbrot voru mun fleiri í febr-
úar sl. en árin 2007 og 2008. Það er sama þróun
og verið hefur síðustu mánuði. Brotum sem upp-
lýsast við frumkvæðisvinnu lögreglu, s.s. ölv-
unarakstursbrotum og fíkniefnabrotum, fækkaði
hins vegar miðað við febrúar 2007 og 2008.
Frá því í október 2007 og fram í mars 2008
voru framin 775 innbrot á öllu landinu. Á sama
tímabili 2008-2009 voru innbrotin hins vegar
1.537. Vegna seinna tímabilsins liggja fyrir 410
kærur á hendur 237 einstaklingum. Af þeim eru
88% karlmenn.
Í síðasta mánuði voru framin 317 innbrot. Það
er gríðarleg fjölgun ef litið er til febrúar á síð-
asta ári en þá voru þau 154. Sömu sögu segja töl-
urnar um tilkynnta þjófnaði fyrir síðasta mánuð.
Tilkynnt var um 397 þjófnaði sem er fjölgun um
180 ef miðað er við febrúar á síðasta ári og 137
miðað við 2007. Athyglisvert er að eldsneyt-
isþjófnaður nam um 10% þjófnaðarbrota frá
október 2008 til mars 2009.
Sama þróun og síðustu mánuði
Lögreglu tilkynnt um 1.537 innbrot frá október 317 innbrot framin í febrúar
Í HNOTSKURN
»98% fjölgun hefur orðið í þjófn-aðarbrotum ef miðað er við tímabilin
október 2007 til mars 2008 og sama tímabil
2008-2009.
meira en
»Meira en þriðjungur kvenna sem grun-aðar voru um þjófnað er undir 18 ára
aldri en um 17% karla.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
HAFÍSINN hefur haldið sig nærri miðlínu milli Íslands
og Grænlands að undanförnu og hefur því ekki ógnað
siglingaleiðum og fiskimiðum eins og oft hefur gerst.
Það er helst því að þakka að austlægar og norð-
austlægar áttir hafa verið ríkjandi í vetur, sem hafa
haldið ísnum frá landinu. „Við höfum verið heppin í vet-
ur en það er of snemmt að fagna,“ segir Sigrún Karls-
dóttir veðurfræðingur og bendir á að enn geti hafís gert
sig heimakominn hér. Hættan er mest ef gerir lang-
vinnar vestanáttir. Hafís sem berst upp að ströndum Ís-
lands er að langmestu leyti kominn langt að og berst hingað vestan úr
Grænlandssundi. Einnig kemur fyrir að hann komi beint úr norðri að norð-
austurhorni landsins, en allur er ísinn úr Austur-Grænlandsstraumi, sem
flytur mikinn ís suður á bóginn, bæði hafís, sem myndast á sjónum, og
borgarís úr jöklum Grænlands. sisi@mbl.is
Hafísinn hefur haldið sig fjarri
landinu það sem af er vetri
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stigalyfta
Einföld lausn, auðveldar
ferðir milli hæða
• Þægileg í notkun
• Snúningssæti
• Fyrirferðarlítil og hljóðlát
• Sætið má fella að vegg