Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÞÓTT Svartahafsborgin Sochi sé aðeins í 55. sæti á lista
yfir stærstu borgir Rússlands, með u.þ.b. 350.000 íbúa, er
hún nú álitin þriðja mikilvægasta borg landsins vegna
vetrarólympíuleikanna sem verða haldnir þar árið 2014.
Hún er orðin vettvangur pólitískrar baráttu um stjörnu-
hlutverkið í undirbúningi ólympíuleikanna og búist er við
að borgarstjórakosningar sem fram fara í Sochi 26. apríl
verði skrautlegustu kosningar í Rússlandi í mörg ár.
Á meðal borgarstjóraefnanna er auðkýfingurinn Alex-
ander Lebedev, fyrrverandi njósnari sovésku leyniþjón-
ustunnar KGB, en hann auðgaðist aðallega á bankastarf-
semi eftir hrun Sovétríkjanna og er í 358. sæti á lista yfir
auðugustu menn heims. Grunnt hefur verið á því góða
með honum og rússneskum yfirvöldum síðustu mánuði.
Lebedev tilkynnti í nóvember að hann væri að stofna nýj-
an stjórnmálaflokk með Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta for-
seta Sovétríkjanna. Lebedev hefur lýst ólympíuleikunum
í Sochi sem gæluverkefni Vladímírs Pútíns, forsætisráð-
herra Rússlands, og „heimskulegri“ sóun á opinberu fé.
Eftirlýstur í Bretlandi
Auðkýfingurinn etur m.a. kappi við annan gamlan
KGB-mann, Andrej Lúgovoj, sem bresk yfirvöld hafa
lýst eftir vegna gruns um að hann hafi myrt Alexander
Litvínenkó, fyrrverandi leyniþjónustumann, sem lést í
London 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir hann með
geislavirku efni, pólóníum 210. Lúgovoj verður í framboði
fyrir flokk þjóðernissinnans Vladímír Zhírínovskís.
Á meðal annarra borgarstjóraefna er Borís Nemtsov,
sem var aðstoðarforsætisráðherra í forsetatíð Borís
Jeltsíns og var um tíma talinn líklegur eftirmaður hans.
Hann fer nú fyrir stjórnarandstöðusamtökunum Sam-
stöðu, sem hafa átt undir högg að sækja í baráttunni við
valdhafana í Kreml, og segist ætla að verða „svarti sauð-
urinn“ í rússneska valdakerfinu.
Gamall njósnari í slag
við meintan morðingja
Í HNOTSKURN
» Á meðal heimamanna semsækjast eftir borgarstjóra-
embættinu í Sochi er Anatolí
Pakhomov, starfandi borg-
arstjóri, sem nýtur stuðnings
Sameinaðs Rússlands, flokks
Pútíns, og er sigurstrangleg-
astur.
» Rússnesk stjórnvöld geraráð fyrir því að vetraról-
ympíuleikarnir í Sochi og und-
irbúningur þeirra kosti sem
svarar 1.400 milljörðum
króna.
UM milljón ríkisstarfsmanna tók þátt í verkfalli í
Frakklandi í gær til að mótmæla viðbrögðum
Nicolas Sarkozy forseta við efnahagskreppunni.
Verkfallsmennirnir fóru í fjölmennar mótmæla-
göngur í 200 borgum og bæjum, m.a. Marseille
þar sem myndin var tekin. „Kreppan er ekki
verkafólki að kenna,“ stóð á mótmælaborða á
fjölmennustu göngunni í París. Lögreglan sagði
að um 85.000 manns hefðu tekið þátt í henni.
Fjöldamótmæli gegn efnahagsstefnu Sarkozy
Reuters
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
RÁÐAMENN nokkurra af öflugustu ríkjunum í Evrópu-
samabandinu hallast nú að því að ekki skuli taka fleiri ríki
inn í sambandið í bili, segir í frétt Aftenposten í Noregi.
Nú sé verkefnið að efla skipulag og stofnanir sambands-
ins, ekki stækka það, eina undantekningin sé Króatía, að
sögn Angelu Merkel Þýskalandskanslara í vikunni. Ljóst
er að ein helsta ástæðan fyrir þessari tregðu er efnahags-
vandinn í mörgum aðildarríkjunum og ekki síst í Mið- og
Austur-Evrópu og ótti við straum fólks í atvinnuleit.
„En það er engum til góða að Evrópu takist ekki að
þróa til fulls samrunann og heldur ekki að of mörg ríki
verði tekin inn of hratt,“ sagði Merkel í vikunni.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að ESB
verði fyrst að samþykkja Lissabon-sáttmálann um breytt
skipulag og starfshætti áður en fleiri ríki verði tekin inn.
Líkur eru taldar á að Írar samþykki sáttmálann í þjóð-
aratkvæðagreiðslu síðar á þessu ári sem ætti að greiða
fyrir fullgildingu hans.
Skoðanir eru þó skiptar, þannig vilja bæði Bretland og
Ítalía að ríkin á Balkanskaga verði tekin sem fyrst inn í
sambandið og Ísland er einnig nefnt. „Efnahagskreppan
má ekki koma í veg fyrir að ríki eins og Tyrkland og Ís-
land líti á aðild að ESB sem markmið. Kreppan hefur
gert okkur ljóst hvað við erum berskjölduð fyrir vanda-
málum utan landamæra okkar,“ sagði David Miliband,
utanríkisráðherra Bretlands, nýlega í viðtali við pólska
dagblaðið Gazeta Wyborcza.
Andvíg því að fleiri ríki
fái aðild að ESB í bili
Reuters
Vinahót Merkel býður Sarkozy velkominn nýverið.
TVEIR fingra-
langir menn sem
létu greipar sópa
í skartgripaversl-
un í Milwaukee í
Bandaríkjunum í
gær vissu ekki
hvaðan á þá stóð
veðrið þegar þeir
voru sjálfir
rændir í þann
mund er þeir
hugðust halda á brott með ráns-
fenginn, reiðufé og dýrmæta gim-
steina.
Upphaflegu ræningjarnir undu
illa við þessa atburðarás og veittu
hinum ræningjunum mótspyrnu,
enda réttlætiskenndinni við brugð-
ið. Upphófst svo mikill bílaelting-
arleikur þar sem hvorugt þjófa-
teymið var tilbúið að gefa eftir.
Lögreglan stöðvaði að endingu
eltingarleikinn en fann ekkert þýfi
í fórum mannanna.
Fleiri vitorðsmanna er því leitað
sem kunna að hafa komið við sögu
í þessu reyfarakennda þjófnaðar-
máli. baldura@mbl.is
Menn gera ýmis-
legt fyrir demanta.
Ræningjar
rændir
HUGVITSKONAN Meredith Patt-
erson hefur dottið niður á snjall-
ræði til að koma í veg fyrir að
íblöndun melaníns í mjólkurafurðir
geti valdið neytendum tjóni, eins og
raunin varð í Kína nýverið.
Hún telur sig þannig hafa vissu
um að íbæting erfðabreyttra gena
úr marglyttum í jógúrt geti skorið
úr um hvort í því sé að finna mel-
anín, með því að mynda skær-
grænan lit í nærveru þess.
Ætla mætti að Patterson fram-
kvæmdi tilraunir sínar á sótthreins-
aðri vísindastofu en svo er ekki.
Tilraunirnar fara fram í stofunni
og er búnaður hennar allur hinn
einfaldasti, salatþurrkari úr plasti
gegnir hlutverki skilvindu og eru
lokanlegir plastpokar notaðir til að
tryggja lofttæmi um sýnin.
Patterson er ekki ein á báti hvað
slíkar erfðafræðitilraunir varðar
því fjöldi fólks freistar nú þess að
að gera gagnlegar uppgötvanir
með tilraunum í bílskúrnum.
Efni sem gefa frá sér bananalykt
eru á meðal ávaxta þessa nýja
heimaiðnaðar. baldura@mbl.is
Erfðafræði í
bílskúrnum
KORPUTORGI
Laugardaginn kl 10:00
ALLIR FÁ
Fullt af fjöri, ekki
láta þig vanta.