Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 ✝ Sigríður KamillaGísladóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 26. október 1919. Hún lést á Vífilsstöðum 14. marz síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. í Heyholti í Borgarhreppi í Mýra- sýslu 26. ágúst 1894, d. 19. júní 1971, og Gísli Jónsson, formað- ur í Vestmannaeyjum, f. á Núpi í Vestur- Eyjafjallahreppi 18. marz 1889, d. 30. desember 1931. Systkini Sigríð- ar eru Ágúst Hólm Valdimarsson, f. 17. ágúst 1915, d. 27. apríl 1947, Guðný, f. 21. nóvember 1918, d. 5. júní 2001, Pétur, f. 11. febrúar 1922, d. 1936, Sigurður, f. 1. september 1923, Ársæll, dó á 2. aldursári, Sig- urjón Steinar, f. 20. desember 1928, dó 8 ára gamall, Guðmundur Borg- ar, f. 30. september 1930, og Gísli Ingimar, f. 1931, d. 1932. Sigríður giftist 23. desember 1945 Jóni Páls Guðmundssyni frá Suður- eyri í Súgandafirði, f. 4. marz 1923. Hann dvelur nú á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Börn þeirra eru 1) Val- gerður hjúkrunarfræðingur á Ak- úar 1990. 4) Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi, f. 17. júní 1956, giftist 31. desember 1986 Árna Má Björnssyni þroskaþjálfa. Dóttir Ás- rúnar og Trausta Haraldssonar er Sigríður Kamilla, f. 16. júní 1977, gift Craig Noell Grannell. Börn Ás- rúnar og Árna eru Björn Ingi, f. 22. maí 1987, Katrín Ýr, f. 20. sept- ember 1988, og Þórdís, f. 17. októ- ber 1991. Sigríður og Jón áttu fyrst heimili í sumarbústað í Selásnum í Reykja- vík, síðan að Sunnuhvoli við Há- teigsveg og frá árinu 1954 til árs- ins 1992 bjuggu þau í húsi sínu í Hvammsgerði 14 í Smáíbúðahverfi. Síðustu 17 árin hafa þau búið á Sléttuvegi 13. Jón Páls stundaði sjómennsku mestan hluta starfsævi sinnar, lengst af á vitaskipunum Hermóði og Árvakri. Á yngri árum vann Sigríður við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, síð- an sem vinnukona og ráðskona á Akureyri og á Þórshöfn. Þá starf- aði hún í fimm ár í Kexverksmiðj- unni Esju. Sigríður sinnti heimili og börnum af alúð en starfaði einn- ig um tíma utan heimilis. Hún tók þátt í starfi kvennadeildar Slysavarnafélags Ísland og Kven- félagsins Heimaeyjar. Garðrækt átti hug hennar um langt árabil, hún lagði alla ævi stund á hann- yrðir og síðustu árin hafði hún mikla ánægju af félagsstarfi fyrir aldraða á Sléttuvegi. Útför Sigríðar Kamillu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 20. mars, og hefst klukkan 13. ureyri, f. 14. október 1945, giftist 3. apríl 1971 Kristjáni Jó- hannessyni bifvéla- virkja á Akureyri, þau slitu samvistir. Sonur Valgerðar og Rafns Árnasonar er Jón Ívar, f. 15. mars 1968, í sambúð með Bergljótu Þrast- ardóttur, þau eiga tvö börn, Arnald Skorra og Hildi Lilju. Dætur Valgerðar og Krist- jáns eru Þórunn Lilja, f. 1. apríl 1972, d. 20. nóvember 1982, Sigrún Lóa, f. 4. febrúar 1975, gift Búa Vilhjálmi Guðjónssyni, synir þeirra eru Patrekur Hafliði og Jóhannes Hafþór. 2) Ágúst Ingi blaðamaður á Morgunblaðinu, f. 31. janúar 1951, kvæntist 20. apríl 1978 Ingileif Ólafsdóttur hjúkr- unarfræðingi í Reykjavík, d. 26. ágúst 1999. Börn þeirra eru Ólafur Bjarki, f. 26. júlí 1979, og Anna Dröfn, f. 29. mars 1985. 3) Gísli Haf- þór húsasmiður í Reykjavík, f. 29. janúar 1955, kvæntist 24. sept- ember 1977 Jóhönnu Úlfarsdóttur. Börn þeirra eru Úlfar Kristinn, f. 10. janúar 1979, Heiðrún Björk, f. 2. marz 1986, og Harpa Sif, f. 4. jan- Langri vegferð er lokið. Sigríður Kamilla Gísladóttir frá Haukfelli í Vestmannaeyjum, lengst til heimilis í Hvammsgerði 14 í Reykjavík, lést á Vífilsstöðum síðastliðinn laugardag. Í áratugi hafði hún miðlað af visku sinni og vináttu, hjálpsemi og heið- arleika. Vinnusemin var henni í blóð borin og sannarlega var hún okkur afkomendunum stoð og stytta. Í hug- ann koma þúsund myndir, en aðeins þrjár skulu dregnar upp við leiðar- lok. Vestmannaeyjar fyrri hluta síð- ustu aldar. Barátta við fátækt og sjúkdóma á Haukfelli, litla húsinu við Hvítingaveg. Svo alvarlega sjúk- dóma að þeir lögðu fjóra unga bræð- ur og fjöldskylduföðurinn, efnilegan formann, sem átti hlut í báti, að velli langt um aldur fram. Sjúkdómana, sem lögðust svo þungt á heimilið hefði suma verið hægur vandi að lækna ekki mörgum árum síðar. Amma barðist áfram og þau sem komust á legg voru mótuð af þessari baráttu. Þrátt fyrir efiðleikana áttu Vestmannaeyjar alla tíð sterkan sess í hugum þessa fólks. Minningarnar ýmist sveipaðar sorg og söknuði eða ljóma barnshugans og fegurð ævin- týranna. Vinir í hverju húsi og sam- heldnin mikil. Bestu árin í Hvammsgerðinu þar sem Sigga Gísla ríkti í húsi númer 14. Ört vaxandi hverfi, mikið líf, fjöldi barna og allir þakklátir smáíbúðarl- ánunum, sem gerðu fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. Pabbi yfir- leitt á sjónum svo mamma hélt um alla þræði. Kvartaði aldrei, hélt utan um hópinn sinn. Varði ungana ef að þeim var sótt, en skammaði hressi- lega um leið og komið var inn í vaska- hús. Aukavinna utan heimilis á stund- um, skúringar eða bakstur á hafra- kexi, fallega pökkuðu í sellófan, fyrir Jónas kaupmann í Kjötborg í Búða- gerði. Kartöflur ræktaðar í garð- horni, einnig rabarbari og rifs í bestu sultu í heimi. Nýtni var dyggð. Rækt- aði garðinn sinn í margvíslegri merk- ingu þeirra orða. Hafði gaman af góðum gestum, sama á hvaða aldri þeir voru. Okkar vinir voru hennar vinir. Einstaklega gestrisin þó ekki væri alltaf mikið til skiptanna. Það vantaði samt aldrei neitt. Fyrsti bíll- inn á sjöunda áratugnum og ferðalög innanlands og utan eftir því sem hag- urinn vænkaðist. Hélt bókinni hæfilega að krökkun- um, taldi lærdóminn nauðsyn og eitt- hvað sem hún hefði gjarnan viljað njóta í meira mæli. Fannst þó mestu skipta að læra eitthvað nytsamlegt. Hrósaði ef vel gekk, hvattti ef þörf var á. Svaraði spurningum æskunn- ar, ekki öllum auðveldum. Fannst ekki ástæða til að velta sér upp úr hlutunum. Vandamálin urðu að verk- efnum, sem voru unnin í rólegheitum. – Þetta grær áður en þú giftir þig, sagði hún gjarnan þegar mest var grenjað. Efri árin í fallegri lítilli íbúð við Sléttuveg. Horfði yfir farinn veg, fannst yndislegt að frétta af og heyra í barnabörnunum. Flest í mennta- skóla eða háskólafólk, sumt með langa titla og í skrýtnum störfum. Henni fannst þetta spennandi og skemmtilegt og má vera stolt af hópnum sínum. Fylgdist með okkur öllum, lagði gott til í hverju máli. Sönn í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Hafði lifað tímana tvenna eða þrenna þegar upp var staðið. Fyrir þetta og svo miklu meira er þakkað á kveðjustundu. Minningin lifir og lýsir. Ágúst Ingi Jónsson. Mér finnst eins og það hafi verið í gær að ég kom með Gísla í fyrsta sinn á heimili ykkar Jóns í Hvammsgerð- inu, árin eru víst orðin 35. Mér er það minnisstætt frá þessum árum þegar þú sýndir mér garðinn, hann var þinn. Jón fékk þó þitt leyfi til að geyma þar bátinn Vin á veturna. Garðurinn bar merki natni og út- sjónarsemi. Stolt sýndir þú mér Vestmannaeyjabaldursbrá sem þú hlúðir sérstaklega að. Augu þín ljóm- uðu alltaf þegar þú minntist æskuár- anna í Eyjum. Þegar þú fannst að þú gast ekki lengur hugsað um garðinn eins og þú vildir, þá varstu tilbúin að flytja úr Hvammsgerðinu. Þið áttuð líka góð ár á Sléttuveginum. Það var ómetanlegt fyrir okkur unglingana að fá að búa á loftinu hjá ykkur í Hvammsgerðinu fyrstu hjú- skaparárin. Öll hjálpsemi þín með Úlfar á þessum árum verður seint fullþökkuð. Þú lást ekki á skoðunum þínum, varst hispurslaus og hreinskilin með alla hluti. Sigga mín, þú varst mikill húmoristi, oft brá fyrir glettnis- glampa í augunum á þér þegar þú hafðir komið með hnyttna athuga- semd. Þú kunnir líka að hrósa og gerðir það óspart fram á síðasta dag. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Mínar bestu þakkir fyrir allt, vertu sæl að sinni, Sigga mín. Þín Jóhanna. Elsku amma er dáin. Án hennar heldur lífið áfram, snauðara fyrir vik- ið. Hvernig þakkar maður fyrir ævi- langa ást og umhyggju og segir svona kjarnakonu hversu mikils virði hún hafi verið manni? Hún veitti mér stuðning, eins og ömmur einar geta gert, og fátt veitti mér meiri ánægju en að vita að hún væri stolt af mér. Það verður erfitt fyrir mig að kynna mig í framtíðinni án þess að hugsa til hennar. Amma var ekkert fyrir að kjassa fólk og knúsa að óþörfu og hún átti það stundum til að komast ansi klaufalega að orði, við eigum það sameiginlegt. Uppáhaldsmaturinn hennar síðustu ár var pizza, en svo var ostur og kartöflur alltaf gott, sér- staklega saman. Við eigum það líka sameiginlegt. Skór, glingur og sól- skin, það passar líka. Getum ómögu- lega sagt nei við beiðni um greiða og hlustum stanslaust á útvarpið, þó að ekki spilum við lengur ólsen ólsen undir. Þó að síðustu ár hafi verið henni erfið heilsunnar vegna þá glitti oftast í skopskynið hjá henni og hún hló oft dátt að vitleysunni í mér, sem auðvit- að var sérstaklega til þess ætluð. Við fengum að njóta óvæntra stunda með henni, tíma sem enginn átti von á, undanfarin ár; oftar en einu sinni vorum við beðin um að kveðja. Ég sat við hliðina á rúminu hennar í vetr- arsólinni, hélt í höndina á henni og raulaði og fannst ég heppin fyrir vik- ið. Amma hins vegar skildi ekkert í því hvað við vorum að býsnast með hana þegar hún vaknaði og fannst þetta bara vera meira vesenið. Ég talaði síðast við ömmu daginn sem hún dó. Hún sagðist hafa verið slöpp um morguninn og ætlaði að leggja sig aðeins. Ég bauð henni góða nótt og bað að heilsa. Það er ágætur endir og þannig enduðu flest okkar samtöl. Elsku amma, ég bið að heilsa. Kamilla. Nú hefur þú kvatt okkur, elsku Sigga amma eða amma Sigga. Við frændsystkinin vorum ekki alltaf sammála um hvor röðin færi betur, en í mínum huga var „Siggamma“ málið. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa. Fyrst í Hvammsgerðið þar sem ég fékk oft að gista og svo seinna á Sléttuveginn. Heimsóknin mín til þín 2006 er mér sérstaklega minnisstæð þessa dagana. Þá var ég hálfnuð með sagn- fræðinámið mitt og mjög upptekin af því að skrásetja allt, sérstaklega upp- lýsingar um þá sem stóðu mér næst. Dagarnir, sem við fórum á trúnó, og ég tók við þig viðtalið voru frábærir og þær minningar sem ég skráði hjá mér eru svo dýrmætar í dag þegar ótal minningar og spurningar leita á hugann. Skemmtilegast fannst mér að ræða æskuárin þín í Eyjum og árin eftir að þú fluttir til Reykjavíkur. Hvað þú hefur alltaf haft gaman af handbolta og sjómannalögum. Hvað þú hélst upp á leikarana Gretu Garbo og Frank Sinatra. Hvernig fermingin þín var allt öðruvísi en mín og hvern- ig þú hittir afa á balli í Gúttó. Það var augljóst að þér fannst skemmtilegast að tala um börnin þín, pabba minn og systkini hans. Það fór aldrei á milli mála hvað þér þótti vænt um okkur öll – börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin þín. Þegar ég spurði þig hvað fyllti þig mestu stolti þá sagðir án þess að hika: „börnin mín og að þau séu öll frísk.“ Það var svo margt sem þú sagðir mér og mig langar að hafa það allt eftir þér en ætla að enda á því sem er mér svo hugleikið á tímum sem þess- um, en í lok viðtalsins ræddum við um lífið og Guð. Þú sagðir mér að þú tryðir að Guð væri til og að hann væri góður og að eftir þetta líf væri annað líf. Elsku amma, hvíl í friði. Minning um Siggu Gísla, ömmu mína, sem var alltaf dugleg, trygglynd, stundvís, sáttfús og heiðarleg lifir. Anna Dröfn Ágústsdóttir. Þær eru ófáar minningarnar sem koma upp í hugann þegar við syst- kinin hugsum til ömmu Siggu. Lík- lega eru fyrstu æskuminningar okk- ar allra á einhvern hátt tengdar ömmu. Úlli eyddi stórum hluta barnæsku sinnar í Hvammsgerði númer 14 og lærði meðal annars að hjóla á agn- arsmáu bílastæðinu. Hann skammaði ömmu fyrir að sleppa hnakknum, en þakkaði henni þó á endanum. Heið- rún lærði þar meðal annars sín fyrstu handtök í garðyrkju við rifsberjat- ínsluna, vandist af því að skrifa speg- ilskrift og er sérstaklega minnis- stæður sá dagur sem hún var í pössun hjá ömmu sinni og notaði tím- ann til að vaxlita á hrísgrjón. Sýndi þar amma sína óendanlegu þolin- mæði. Amma á einnig heiðurinn af því að hafa kennt okkur öllum að spila ólsen-ólsen, og voru margir rigningardagarnir sem fóru í þá iðju, en þó fer fáum sögum af spilalokum. Margar minningarnar úr Hvammsgerðinu eru tengdar mat, enda var amma mikill snillingur í eld- húsinu. Úlli hefur þó enn ekki komist upp á lagið með að borða slátur, en gerði samt ítrekaðar tilraunir hjá ömmu. Brúnkaka með miklu kremi var í uppáhaldi og möndlukakan var ólýsanlega góð en það er lyktin af kleinum sem lifir í minningunni, og öll erum við sammála um að ekkert hafi verið betra en glænýjar kleinur, beint úr pottinum, með ískaldri mjólk. Þegar amma og afi fluttu á Sléttu- veginn varð lítil breyting á. Þrátt fyr- ir að húsakynnin minnkuðu og ald- urinn færðist yfir, bæði þau og okkur, voru borðin enn drekkhlaðin kræsingum og alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn. Hörpu eru minn- isstæðir margir veikindadagarnir sem liðu í spilamennsku. Þá var ekki svo slæmt að vera veik og sleppa við skólann. Það sem þó lifir sterkast í minning- unni er að amma hætti aldrei að segja hlutina eins og hún sá þá og breyttist það síst eftir því sem ár- unum fjölgaði enda hafði hún skoð- anir á og húmor fyrir velflestu. Fyrir það verðum við ávallt þakklát. Hvíl í friði, elsku amma. Úlfar, Heiðrún og Harpa Sif. Lokið er vöku langri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn fagnandi nýjum gesti. (H.A.) Nú er skarð fyrir skildi, kallið komið en alltaf er maður samt óviðbúinn. Ég kom til þín á Vífilsstaði á mánudegi og þú kvaddir þessa jarð- vist á laugardegi, mér fannst þú bara hress og við spjölluðum lengi saman en þinn tími hefur verið kominn. Og þú varst lengi búin að vera mikið veik. Fyrir sextíu og fimm árum sá ég þig fyrst er Jón bróðir minn kom í heimsókn til Maríu systur á Ránar- götuna, mér fannst þú svo myndarleg og mér fannst svo spennandi að Nonni væri trúlofaður stúlku frá Vestmannaeyjum. Þið áttuð langa og góða ævi saman, byggðuð saman fal- legt einbýlishús í Hvammsgerðinu og ég man hvað garðurinn var fallegur og vel hirtur og falleg bóndarósin sem skartaði sínum fögru rauðu blómaknúppum á hverju sumri. Það var alltaf svo snyrtilegt bæði inni og úti hjá ykkur alla tíð, eins var um heimilið ykkar á Sléttuveginum og það var alltaf gott að koma í heim- sókn. Börnin ykkar fjögur bera foreldr- um sínum gott vitni, vel menntað og myndarlegt fólk, svo líka barnabörn og barnabarnabörn, allt heilbrigt og gott fólk. Það var alltaf gott samband á milli heimila okkar og reynt að hitt- ast sem oftast og sér í lagi í afmælum, við fermingar og útskriftir og fleira. Það er svo margs að minnast og af mörgu að taka á langri samleið. Ég og börnin mín þökkum allar góðar stundir liðin ár og vottum þér, elsku Jón bróðir og fjölskyldunni okkar, innilegustu samúð. Guð blessi minn- ingu þessarar góðu eiginkonu og móður, ömmu og langömmu. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Sigríður Kamilla Gísladóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.