Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
✝ Svanhildur ÓlöfTheodórsdóttir
Sætran, hjúkr-
unarkona, fæddist á
Siglufirði 10. sept-
ember 1915. Hún lést
á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund
7. mars 2009. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Sigríður
Ólafsdóttir, vöku-
kona, og Jónas Theo-
dór Pálsson, hákarla-
skipstjóri.
Svanhildur giftist
11. maí 1946 Jóni Meyvant Sætran,
rafmagnstæknifræðingi og yf-
irkennara við Iðnskólann í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru Sívert
Sætran og Kristín Hansdóttir. Svan-
hildur og Jón eignuðust þrjú börn.
1) Hans f. 10.5. 1947, d. 13.12. 2001,
2) Kristín Hildur f. 22.6. 1949, var
gift Þorsteini Þorsteinssyni, börn
þeirra a) Jón Reyr, var kvæntur
Suzanne Paterlini, börn þeirra
Alexandra Ólöf Marta og Leonard
Hjálmar Erik, b) Sindri og c) Steinn
Hildar, kvæntur Hildi Sím-
onardóttur, 3) Jóna Björg f. 14.4.
1952, gift Kristni Snævari Jónssyni,
börn þeirra a) Hjalti Freyr, var
kvæntur Svövu Brynju Sigurð-
ardóttur, sonur þeirra Alexander
Örn, b) Lóa Guðrún, sambýlismaður
Fannar Guðmundsson, börn þeirra
Ísabella Sól og Marel Máni.
Svanhildur lauk
hjúkrunarnámi við
Den Danske Diakon-
issestiftelse í Kaup-
mannahöfn 1940. Hún
var við framhalds-
nám, fyrst á geð-
sjúkrahúsi í Vording-
borg og á
fæðingardeild og far-
sóttardeild í Kaup-
mannahöfn og síðar,
eftir að hún fór til Sví-
þjóðar, á rannsókn-
arstofu í Stokkhólmi.
Svanhildur starfaði
sem hjúkrunarkona við Den Danske
Diakonissestiftelse og Nørre Hospit-
al í Kaupmannahöfn, Danmörku og
við Länslasarettet í Lidköping, St.
Eriks Sjukhus, Serafimerlasarettet,
Stockholms Länscentrallasarettet í
Stokkhólmi, Länslasarettet í Osk-
arshamn og Södersjukhusets Klin-
iska Centrallaboratorium í Stokk-
hólmi í Svíþjóð, og um tíma á
rannsóknarstofu St. Jósepsspítala í
Reykjavík stuttu eftir heimkomuna.
Svanhildur tók endurmennt-
unarnámskeið fyrir hjúkr-
unarkonur á Borgarspítalanum og
starfaði eftir það á Borgarspít-
alanum, fyrst á handlæknisdeild og
síðar á sótthreinsunardeild og var
þar deildarstjóri síðustu starfsárin.
Svanhildur verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 20. mars, og
hefst athöfnin kl. 13.
Það var fallegt veður og sólríkt,
vor í lofti og krókusarnir byrjaðir að
blómstra síðasta daginn hennar
mömmu á lífi. Fallegur endir á
langri ævi, en æviárin voru orðin
rúmlega 93. Mamma átti því láni að
fagna að fá að dvelja á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund síðustu
mánuðina. Betri umönnun og þjón-
ustu er vart hægt að hugsa sér því
starfsfólkið á A2 og V3 er alveg ein-
stakt. Það var einnig skemmtilegt
að móðir mín gat fengið vistun á
Grund þegar á slíkri umönnun
þurfti að halda því hún hafði búið
þar og starfað sem unglingur ásamt
móður sinni.
Mamma fæddist á Siglufirði og
bjó þar sín barnaskólaár, en fluttist
síðan til Reykjavíkur ásamt móður
sinni og bræðrum. Á þessum tíma
var mikið um að vera á Siglufirði.
Tíu ára gömul varð hún að sjá um
hádegismat fyrir hóp kostgangara,
en amma hafði undirbúið matinn
árla morguns áður en hún fór að
vinna í síldarsöltun. Þá var ekki
spurt um aldur, frítíma og vinnufríð-
indi. Þarna ríkti frelsi að loknum
verkefnum, lært var um stjörnurnar
á heiðskírum kvöldum í náttmyrkr-
inu og farnar skautaferðir á kúa-
leggjum. Nú síðustu mánuðina leit-
aði hugur hennar oft á þessar slóðir.
Þegar til Reykjavíkur kom tók við
meiri vinna og þær amma unnu
saman fyrir heimilinu. Mamma söng
í barnakór Dómkirkjunnar, gerðist
síðar skáti og gekk ásamt skáta-
stúlkum um 50 km leið í hellirign-
ingu og slagviðri frá Þingvöllum til
Reykjavíkur til að standast ákveðið
þolpróf hjá skátunum. Það tókst.
Um tvítugt hélt mamma til Kaup-
mannahafnar til að læra hjúkrun og
tileinkaði hjúkrun alla starfsævi sína.
Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á
lokaðist fyrir allar samgöngur heim
til Íslands og dvaldi mamma því ytra
öll stríðsárin. Að loknu hjúkrunar-
náminu var hún fyrst um sinn við
störf og framhaldsnám í Danmörku
en síðan í Svíþjóð í afleysingum og
fór þá þangað sem þörfin var mest
hverju sinni. Hörmungar stríðsár-
anna höfðu mikil áhrif á líf allra þar
ytra en samt ríkti líka gleði og von í
hjarta fólks. Mikil samheldni var
meðal Íslendinganna og mamma
minntist oft fundanna hjá Íslendinga-
félögunum þar sem skipst var á að
lesa upp úr íslenskum bókum, sagðar
fréttir að heiman og sungin íslensk
ættjarðarlög.
Þegar stríðinu lauk komust Ís-
lendingarnir loksins heim með Esj-
unni, þar á meðal mamma og faðir
minn, Jón Sætran, sem hafði einnig
verið í Danmörku og Svíþjóð öll
stríðsárin. Þau giftu sig nokkru síð-
ar. Mamma helgaði sig þá heimilis-
störfum og barnauppeldi. Hjúkrun-
arstarfið var þó ekki alveg lagt á
hilluna því hún var löngum til að-
stoðar þegar líta þurfti til sjúklinga í
heimahúsum. Eftir að við systkinin
stálpuðumst starfaði mamma á
Borgarspítalanum, fyrst við hjúkrun
og síðar á sótthreinsunardeildinni
sem hún veitti forstöðu.
Nú þegar dagur er kominn að
kvöldi er margs að minnast og
margt ómetanlegt að þakka. Við-
burðaríkri ævigöngu er lokið en
minningarnar lifa hjá okkur fjöl-
skyldunni sem erum þakklát fyrir
að hafa fengið að hafa hana mömmu,
Svanhildi Sætran, Lóu, hjá okkur
þetta lengi.
Jóna Björg Sætran.
Ég vil minnast föðursystur minn-
ar, Svanhildar Theódórsdóttur, Lóu,
en svo var hún kölluð. Hún bjó lengi
í Eskihlíð 11 á þriðju hæð. Þegar ár-
in færðust yfir Lóu taldi hún að
stigagangurinn væri sín líkams-
ræktarstöð, og kom fyrir að hún fór
aukaferðir afturábak upp stigana til
að reyna á fleiri vöðva líkamans.
Lóa var hjúkrunarkona af Guðs
náð, og hafði menntast sem slík í
Danmörku, og starfaði þar og í Sví-
þjóð á stríðsárunum. Hún var óspör
á að miðla af reynslu sinni. Lóa var
lengst af létt á fæti. Hún var nægju-
söm, og tískustrauma og annað því
um líkt lét hún ekki hafa áhrif á sig.
Í æsku hagaði svo til að ég dvaldi
dögum saman á heimili hennar og
eiginmans hennar, Jóns Sætran,
sem látinn er fyrir mörgum árum.
Að koma inn í samfélag þessarar
fjölskyldu var nýr heimur. Jón
Sætran var mjög hæfur maður.
Hann var ávallt að vinna að ein-
hverjum verkum, til að láta gott af
sér leiða. Hann eyddi miklum tíma í
að búa til námsefni fyrir heyrnleys-
ingjaskólann. Þetta var þeim hjón-
um báðum hjartans mál.
Lóa og fjölskylda urðu fyrir miklu
áfalli þegar sonur hennar, Hans
Sætran, lést fyrir nokkrum árum úti
í Þýskalandi.
Undanfarin ár heimsótti ég Lóu á
heimili hennar við Eskihlíð. Hún var
alltaf að fást við einhver verkefni, en
sjónin var farin að daprast og háði
það henni nokkuð.
Að leiðarlokum viljum við Jóna
votta fjölskyldu Lóu samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar
Sigurður I. Ingólfsson.
Meira: mbl.is/minningar
Svanhildur Sætran
Mín mestu gæfu-
spor voru að koma til
Róberts og Ingu á
Hringbrautina. Ég
hafði kynnst einni af
sætu og gáfuðu dætrum þeirra hjóna
og upp frá því fannst mér ég alltaf
vera velkominn þar, þótt ég væri
með sítt hár og skegg og fyndist ég
frekar einn í heiminum. Þar fannst
mér stundum ég vera gallalaus.
Eldhúsborðið litla með sínum
plastdúk var hjarta heimilisins, þar
fór orðræðan öll fram, eins og nú
þykir flott að segja. Kaffi úr þykk-
um, óbrjótandi glösum. Þeir sem
komust ekki fyrir við borðið, stóðu.
Það gerði húsfreyjan oftast, hafði
Róbert Freeland
Gestsson
✝ Róbert FreelandGestsson fæddist í
Reykjavík 5. maí
1924. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans, Landakoti, 25.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 5. mars.
lært það undir Eyja-
fjöllum.
Við Róbert fórum
fljótlega að veiða sil-
ung saman og varð ég
lærlingur hjá meistara
í fluguveiði. Hann átti
fjölda stanga og hjóla
og óteljandi box og
kassa með flugum sem
hann hnýtti af list og
naut ég góðs af. Við
fórum víða í veiðitúra,
en langoftast í Þing-
vallavatn, það var heil-
agur staður. Róbert
var snillingur að veiða þar, en ef til
vill var best að sitja á þúfu úti á Leir-
utá, heyra og sjá náttúruna, drekka
kaffi og bíta í brauð sem Inga hafði
smurt fyrir kappana.
Ekki áttu allir kost á langskóla-
námi þegar Róbert var ungur mað-
ur, en hann var einstaklega vel gef-
inn og hefði getað náð langt í hverju
sem er. Hann hafði lesið allt sem
máli skipti í íslenskum bókmenntum
og fróðleik og hann hafði áhuga á
stærðfræði. Það var oft gaman að
spjalla og einstaka sinnum var koní-
akstár með. Róbert hafði stálminni
og virtist muna flest það sem hann
hafði lesið þannig að ég skammaðist
mín oft fyrir götótta minnið. Róbert
tók sig til og lærði spænsku og
dvöldu þau Inga um skeið á Spáni í
þeim tilgangi og auðvitað sætti hann
sig ekki við annað en að ná mjög góð-
um tökum á spænskunni. Róbert var
góður skákmaður og tók þátt í mót-
um. Hann las um skák, skoðaði skák-
ir og fylgdist vel með því sem gerðist
í skákheiminum.
Róbert var mikill náttúruunnandi
og höfðu þau Inga ferðast um mest-
allt land. Hann átti nákvæm kort af
landinu sem hann stúderaði yfir
vetrartímann, enda þekkti hann mik-
ið af örnefnum. Hann hugsaði mikið
um náttúruvernd síðustu árin, t.d.
verndun Þingvallavatns sem hann
hafi lesið allt um, og svo auðvitað all-
ar virkjanirnar sem hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir á. Fyrir utan
Þingvelli þótti honum Hvalfjörður-
inn fallegastur.
Róbert var vinstrisinnaður al-
þýðumaður og var alla tíð trúr sinni
sannfæringu. Hann hafði skömm á
öllum flottræfilshætti. Hann var ör-
látur og þótti lítið til peninga koma.
Hann var góður vinur og ég á eftir að
sakna hans. Hann var einnig syni
mínum, nafna sínum, góður afi.
Viðar Jónsson.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs
bróður okkar, mágs og frænda,
VIGFÚSAR SIGTRYGGSSONAR,
Mosfelli,
Ólafsvík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík, dvalar-
heimilisins Jaðars, St. Franciskusspítalans
Stykkishólmi og Sjúkrahúss Akraness.
Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
áður til heimilis
Ferjubakka 4,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
24. mars kl. 15.00.
Ólöf Björg Einarsdóttir, Grétar Hartmannsson,
Gunnur Inga Einarsdóttir,
Helgi Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
tengdadóttir, systir og mágkona,
GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR,
Haukalind 34,
lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn
10. mars.
Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju laugardaginn
21. mars kl. 11.00.
Innilegar þakkir fær starfsfólkið á Landspítalanum sem annaðist
hana fyrir okkur á öllum stigum veikindanna.
Þið vinnið ótrúlegt starf.
Þorvaldur Daníelsson,
Bjarni Daníel Þorvaldsson,
Jana Björg Þorvaldsdóttir,
Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson,
Einar Bjarnason, Kristín Konráðsdóttir,
Arnar Bjarnason, Berta Jansdóttir,
Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir, Kristinn Guðmundsson,
Eva Hauksdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Daníel Óskarsson,
Kristjana Daníelsdóttir, Sæmundur Þórarinsson,
Einar Örn Daníelsson, Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÓLAFAR JÓHANNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Ingi J. Marinósson,
Erla Eiríksdóttir, Sigurður Hallgrímsson
og fjölskylda.
✝
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR ÞORVARÐSSONAR,
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi,
áður til heimilis að Giljaseli 12.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar fyrir
veitta umhyggju og alúð.
Halla S. Nikulásdóttir,
Skúli Eggert Þórðarson, Dagmar Elín Sigurðardóttir,
Nikulás Þórðarson, Elísabet Berta Bjarnadóttir,
Guðrún Þórðardóttir, Randver Þorláksson,
Elísabet Þórðardóttir, Einar Gunnarsson,
Kjartan Þór Þórðarson, Ásbjörg Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.