Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Samstarf við hina þekktu Mayo Clinic íBandaríkjunum, innflutningur ásjúklingum til Íslands og uppbyggingá nýjum lyfjarisa er á meðal verkefna sem Róbert Wessman, stjórnarformaður Salt Investments, er með á sínu borði nú um stundir. Róbert hefur líka rýnt í hvaða aðferð er hægt að beita til að losa erlenda eigendur að jökla- og krónubréfum við bréfin með það að markmiði að koma í veg fyrir langvarandi fall íslensku krónunnar. Róbert brosir þegar hann er spurður af hverju hann hafi svona mikinn áhuga á að Íslandi og íbúum þess verði komið út úr þeim mikla vanda sem þjóðin býr nú við. „Ég er hluti af þjóðinni og Ísland er í mjög erfiðri stöðu eins og landið liggur núna. Ég hef sjálfur verið að reyna að átta mig á heildar- umfanginu með því að rýna í skýringar sér- fræðinga. Það liggur ekki fyrir hvert umfangið er vegna þess að efnahagur bankanna liggur ekki fyrir og Icesave-hlutinn liggur ekki ljós fyrir,“ segir Róbert. „Íslensk félög eru mjög skuldsett og hafa þess vegna enga getu til að halda áfram að styrkja sig og bæta við fólki. Nýsköpun er erfið þó að góðar hugmyndir séu fyrir hendi því það er ekki úr neinu fjármagni að spila,“ segir hann. Róbert hefur velt fyrir sér hvort hægt er að nálgast málin á annan hátt og leita lausna sem eru ekki augljósar við fyrstu sýn. „Og nýta þessar erlendu eignir sem nú eru marg- ar komnar í fangið á bönkunum og ríkinu, það er í sjálfu sér enginn hagur fyrir ríkið eða bankana að eiga þessar eignir,“ segir Róbert. „Að mínu mati og miðað við umræður mínar við fjölmarga erlenda aðila er mjög líklegt að hægt sé að fá þá sem eiga hér krónubréf og jöklabréf til að taka þátt í einhvers konar út- boði ef menn vilja selja þessar erlendu eignir. Og gera það þannig að töluverður afsláttur myndi fást af skuldabréfunum. Mikið af er- lendum eignum liggur inni í gömlu bönkunum og staðan er þá þannig að kröfuhafar bíða eft- ir að sjá hvað kemur út úr þeim búum.“ Slík niðurstaða liggur ekki fyrir fyrr en eftir mörg ár og því mikilvægt að fá kröfuhafa gömlu bankanna að borðinu ef finna á nýjar leiðir og fá þá til að spila með áður en haldið er af stað. „Þessar eignir færu þá í formlegt söluferli og þá byðist innlendum sem erlendum aðilum að bjóða í þær og greiða með erlendum gjaldeyri eða krónum. Margir erlendir aðilar myndu án efa bjóða í þessar eignir, þeir sem eru fastir með krónur á Íslandi vegna gjaldeyr- isskorts,“ segir Róbert. Hann segir mik- ilvægt, til að gera þetta trúverðugt, að setja skýrar leikreglur. „Ef menn borguðu með krónubréfum myndu þau enda inni í gömlu bönkunum í stað erlendu eignanna og það yrði að gera upp við erlendu kröfuhafana út úr þeim búum. Ríkið þyrfti klárlega að koma að því, menn myndu ekki sætta sig við að það væri ekkert nema krónubréf eftir í gömlu bönkunum. Ríkið yrði þess vegna að leysa þann enda. En, á heildina litið, yrði þá búið að losa okkur við þessar erlendu eignir, á móti þá jafnvel því að ríkið gæfi út einhvers konar skuldaviðurkenningu í erlendri mynt og leysti krónubréfin til sín í staðinn,“ útskýrir Róbert. Lausnir fundnar til framkvæmda Hann talar eins og þessi aðferðafræði sé mjög framkvæmanleg og þess vegna vaknar spurningin hvers vegna engum öðrum hefur dottið þetta í hug. Róbert hikar aðeins en seg- ir svo ákveðinn að þegar reynt sé að finna lausnir þurfi að finna hvernig hægt sé að framkvæma hlutina en án efa hafi fleiri en hann hugsað um lausn af þessu tagi. „Það eru áreiðanlega mörg praktísk atriði sem verður snúið og flókið að leysa úr en við eigum að leggjast á eitt og láta á þetta reyna. Ég rak Actavis í tíu ár og þar vorum við alltaf að glíma við verkefni sem voru erfið, snúin og ómöguleg. Þannig að ég held að ríkið þurfi einfaldlega að setja öflugan mannskap í að skoða svona lausn, vegna þess að ef við ætlum að rogast með þennan skuldaklafa eins og hann er núna verður þetta mjög erfið ganga fyrir þessa þrjú hundruð þúsund einstaklinga sem búa á Íslandi,“ segir Róbert. „Ríkissjóður er rekinn með gríðarlegum halla og við þurfum að átta okkur á því fljótt hversu slæm staðan raunverulega er, hversu slæm verður hún eftir þrjú ár og átta okkur á því að ef við gerum ekkert annað en það sem við erum að gera í dag, höldum þessum skuld- um, losnum ekki við gjaldeyrishöftin, það er ekki hægt að losa um þau á meðan öll þessi krónubréf bíða innlausnar, hver verður þá staðan eftir þrjú ár? Til dæmis bara praktískar spurningar, höfum við efni á heilbrigðiskerfi og skólakerfi eftir 3 ár? Þurfum við að koma hérna með tíu-tuttugu álver til að stoppa í gat- ið eða erum við á réttri leið? Mín tilfinning er sú að gatið verði svo stórt að grípa þurfi til annarra aðgerða,“ segir Róbert og bætir við að þess vegna sé nauðsynlegt að horfa til annarra lausna. Hann hefur starfað náið með fólki „sem þekkir vel til lykilhagstærða“ og núna er hann að viða að sér gögnum til að geta séð heildarmyndina og telur að á vikum verði hún komin heim og saman þannig að hægt verði að stíga næstu skref. Samstarfið við Mayo Clinic Lyfjafyrirtæki og leiðir að lausn efnahags- vandans eru ekki einu verkefnin sem unnið er að í Salt Investments. Heilbrigði er Róberti of- arlega í huga og í fyrirtækinu hefur lengi verið unnið að því að fá til samstarfs leiðandi heil- brigðisstofnun í Bandaríkjunum, Mayo Clinic. „Þessi stofnun hefur unnið svona verkefni með stórum hópi sinna starfsmanna, það er að nálgast heilbrigði á annan hátt; ekki lækna sjúkdóma heldur koma í veg fyrir þá,“ segir Róbert og útskýrir að það sé gert með því að fylgjast með fjölskyldum löngu áður en sjúk- dómar gera vart við sig. Unnið er þannig með hvern einstakling og skoðað hverjir helstu áhættuþættir hans eru. Mayo Clinic hefur, að sögn Róberts, með því að vinna fyrirbyggjandi starf með einstaklinga og þannig minnka líkur meðal annars á hjartasjúkdómum og minnka þörf fyrir lyfjagjöf, sýnt fram á að slík nálgun er ódýrari heldur en að takast á við sjúkdóm- inn þegar hann er orðinn staðreynd. „Þetta er í raun alveg öfugt við sjúkdómavæðinguna, þetta er heilsuvæðing, það er unnið með ein- staklinginn út frá því að hann sé heilbrigður,“ segir hann. Markmiðið með umræddri rann- sókn er að kanna hvort hægt sé að beita nýjum aðferðum í heilbrigðiskerfinu til að auka enn frekar lífslíkur, heilbrigði einstaklinganna og lækka kostnað við heilbrigðiskerfið. Ef, í fram- haldi af rannsóknum Mayo Clinic, ákveðið verður að vinna eftir þessum forsendum á heimsvísu segir Róbert ljóst að fram þurfi að koma nýtt nám í læknisfræðinni til að læknar geti unnið með fólki út frá þessari hugsun. „Við horfum núna til þess að vinna með Mayo í þessari tveggja ára rannsókn. Við buðum í rauninni upp á að prófa þetta í samfélagi og prófa hópa í ákveðnu prógrammi, sem hefur verið þróað, og hins vegar hópa sem ganga bara til sinna daglegu venja. Á tveimur árum verður, út frá ákveðnum mælingum, vonandi hægt að sýna fram á að það er marktækur munur á hópunum,“ segir Róbert og bætir við að þátttakan í þessari rannsókn yrði gríð- arlegur heiður fyrir Ísland. „Við vorum valin úr 70 manna hópi, sem í voru m.a. heilbrigð- isstofnanir í Evrópu. Það er gaman að vera í þeirri stöðu að Ísland verði líklega fyrir val- inu.“ Róbert sér fyrir sér víðtækt samstarf við Háskólann í Reykjavík og jafnvel Háskóla Ís- lands, lækna og heilbrigðisstarfsfólk. Innan fyrirtækisins hefur verið skoðað hvort hægt verður að flytja erlenda sjúklinga til Íslands og nýta þá aðstöðu sem er til stað- ar. „Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli er góð sem og nýjar skurðstofur í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar er öll aðstaða framúrskar- andi. Ég var spurður á sínum tíma: hvað svo? Með samstarfi við Mayo Clinic getum við fengið bestu lækna í samstarf við okkur til að markaðssetja Ísland þannig að hægt verði að senda sjúklinga hingað í aðgerðir þegar fram líða stundir,“ segir Róbert og nefnir sem dæmi liðskiptaaðgerðir og offituaðgerðir. Hann metur það svo eftir samstarfið við Ma- yo Clinic og með innflutningi á sjúklingum til Íslands. Leita þarf nýrra lausna Sem forstjóri Actavis öðlaðist Róbert víð- tæka reynslu í lyfjaheiminum. Þessa reynslu nýtir hann sér nú og hefur komið á fót sjóði, Pharma-sjóðnum, í þeim tilgangi að stofn- setja nýtt lyfjafyrirtæki í anda Actavis í sam- starfi við Credit Suisse. Markmiðið er 500 milljón evrur, 70-80 milljarðar íslenskra króna, í gegnum erlenda fjárfesta og grunn- stoðir fyrirtækisins munu að einhverju leyti verða á Íslandi. „Okkur tókst í Actavis að byggja upp 5. stærsta lyfjafyrirtæki í heimi út frá Íslandi,“ segir Róbert og tekur fram að sér finnist sem stundum sé ruglað saman bankahruninu og öðrum útrásarverkefnum. Actavis óx úr því að vera 100 manna fyrirtæki árið 1999 í 13.500 starfsmenn í fjörutíu löndum. Þegar Actavis var tekið af markaði á sín- um tíma þá var verðmæti félagsins 3,3 millj- arðar evra. „Það má líklega fullyrða að sjald- an eða aldrei hafi komið jafn mikill gjaldeyrir inn í landið og þá. Hjá Actavis starfa um 700 manns í dag á Íslandi. Félagið er því að skipta erlendum gjaldeyri yfir í krónur fyrir milljarða króna á ári til að borga laun og annan kostnað á Íslandi. Svona starfsemi er því mjög þjóðhagslega hag- kvæm.“ Róbert á enn 10% hlut í Actavis í gegnum Salt Investments. Hann er mjög stoltur yfir því hvernig til tókst með Actavis og af starfs- fólki félagsins sem kom félaginu í hóp leið- andi lyfjafyrirtækja í heiminum á 10 árum. „Hugsunin með lyfjasjóðnum er að byggja upp annað félag, sem verður svipað Actavis, með sölu- og markaðsstarfsemi á lykilmörk- uðum eins og Bandaríkjunum,“ segir Róbert. Jafnframt er horft til markaða sem eru vanþróaðri og vaxa þess vegna meira en hefðbundnir markaðir, t.d. Austur-Evrópu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlanda og Asíu. „Ég er búinn að gera þetta flest áður og er því bjartsýnn á verkefnið, þetta lítur mjög vel út,“ segir Róbert. Viðræður við fjárfesta eru í fullum gangi og þó að orðspor Íslands sé ekki með besta móti hefur Róbert það for- skot að hafa byggt upp svipað félag sem skil- aði hluthöfum mikilli ávöxtun. „Það er það sem menn eru tilbúnir að velja aftur. Hagur Íslands af þessu verkefni er að hluti af starf- seminni verður á Íslandi.“ Róbert reiknar með að fjármögnun sjóðs- ins verði lokið innan fárra mánaða. Þegar hefur verið unnið að verkefninu í sex mánuði. Þrátt fyrir heimskreppu eru fjárfestar að leita að tækifærum og lyfjageirinn er lítt háður kreppu eða uppsveiflu.  Róbert Wessman leitar leiða til að losa ríkið við krónu- og jöklabréf án þess að gengið hrynji  Samstarf við hina þekktu bandarísku heilbrigðisstofnun Mayo Clinic í pípunum hjá Salt Investments Morgunblaðið/Ómar Safnar 500 milljónum evra til að koma á fót nýjum lyfjarisa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.