Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
UM helgina lýkur árlegri stofnmæl-
ingu botnfiska á Íslandsmiðum, eða
togararalli eins og verkefnið er kall-
að í daglegu tali.
Óvenju mikil spenna ríkir um það
hver niðurstaðan verður úr vorrall-
inu að þessu sinni því haustrallið gaf
bjartari mynd af ástandi þorsk-
stofnsins en áður. Í kjölfar niður-
stöðu haustrallsins ákvað Einar K.
Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra,
að auka þorskkvótann um 30 þúsund
tonn.
Vorrallið hófst í byrjun mars og
hefur því staðið yfir í tæpar þrjár
vikur. Fimm skip tóku þátt í verk-
efninu: togararnir Bjartur NK,
Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS og
rannsóknaskipin Bjarni Sæmunds-
son og Árni Friðriksson.
Að sögn Jóns Sólmundssonar
fiskifræðings, sem var leiðangurs-
stjóri, gekk verkefnið að flestu leyti
vel. Veður var hins vegar afar óhag-
stætt á Vestfjarðamiðum fyrstu vik-
una og var ekkert hægt að toga.
Voru rannsóknarskipin tvö send á
Vestfjarðamið, svo hægt væri að
ljúka verkefninu. Rannsóknarskipin
eru nú komin til hafnar en Páll Páls-
son ÍS mun ljúka sínum hluta verk-
efnisins í dag.
Niðurstaða eftir hálfan mánuð
Að sögn Jóns Sólmundssonar,
mun það taka tvær vikur að vinna úr
gögnunum, sem safnað hefur verið í
vorrallinu. Jón vildi engu spá um nið-
urstöðuna að svo komnu máli. Hann
kvaðst hafa orðið var við óvenju mik-
inn áhuga sjómanna á niðurstöðum
togararallsins að þessu sinni.
Vorrallið hefur farið fram árlega
síðan 1985. Helstu markmið verkefn-
isins eru að fylgjast með breytingum
á stofnstærðum, aldurssamsetningu,
fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu
fisktegunda við landið, og hitastigi
sjávar.
Allar tegundir fiska sem veiðast
eru lengdarmældar og margar teg-
undir auk þess vigtaðar, kyn- og
kynþroskagreindar og kvörnum
safnað til aldursgreininga. Þá er
fæða þorsks og ýsu greind úti á sjó.
Auk mælinga á afla eru skráðar upp-
lýsingar um opnun vörpunnar, veð-
urfar og sjávarhita við yfirborð og
botn. Ennfremur er safnað sýnum
vegna ýmissa rannsókna, t.d. á
mengandi efnum í sjávarfangi.
Rannsóknasvæðið nær yfir allt land-
grunnið niður á 500 m dýpi – alls
tæplega 600 togstöðvar.
Niðurstöður haustrallsins voru
kynntar í desember. Þær sýndu að
heildarvísitala reyndist vera mun
hærri en í stofnmælingum Hafrann-
sóknastofnunar undanfarin ár. Var
hún sú hæsta, síðan mælingar hófust
árið 1996 og 10% hærri en hún var
árin 1998 og 2004. Þorskur sem var
90 sentimetrar eða stærri var um
20% aflans, sem er met.
Tveir síðustu árgangar þorsks, frá
2007 og 2008, reyndust vera nálægt
eða rétt undir meðallagi, sem er talin
ávísun á að eftir nokkur ár megi bú-
ast við aflaaukningu í þorski, eins og
haft var eftir Jóhanni Sigurjónssyni
forstjóra Hafrannsóknastofnunar.
Mikil spenna ríkir um hver
verður niðurstaða vorralls
Togararalli Hafrannsóknarstofnunar lýkur í dag Unnið úr gögnum á tveim vikum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Stórþorskur Sjómenn og útgerðarmenn um allt land bíða spenntir eftir nið-
urstöðu vorrallsins og vona að hún staðfesti að stofninn sé að braggast.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur
sýknað ökumann á Selfossi af ákæru
um að hafa ekið spólandi um bæinn.
Hins vegar var hann dæmdur fyrir að
hafa ekið án öryggisbeltis, nota far-
síma án handfrjáls búnaðar við akst-
urinn og aka bifreið sinni án lögboð-
ins skrásetningarnúmers að framan.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á Selfossi, sótti málið fyrir
ákæruvaldið.
Hávaði og dekkjavæl
Í ákærunni segir svo um meinta
spólun: „Samkvæmt frumskýrslu lög-
reglu var lögreglumaðurinn (S) við
umferðareftirlit skömmu eftir mið-
nætti þegar hann varð var við bifreið-
ina (P). Kemur fram að ökumaður
bifreiðarinnar hafi gert sér að leik að
spóla vestur eftir Austurveginum, frá
Tryggvagötu og í átt að Sigtúni.
Þessu hafi fylgt töluverður hávaði og
dekkjavæl. Dimmt hafi verið, rigning
og gatan blaut. Fremur lítil umferð
hafi verið um götuna á þessum tíma.
Kemur fram að lögreglumaðurinn
hafi veitt bifreiðinni eftirför og að
ökumaðurinn hafi stöðvað eftir að
honum hafi verið gefið stöðv-
unarmerki. Kemur fram í vettvangs-
skýrslu að ökumaðurinn hafi ekki
viljað tjá sig um hið meinta brot.“
Ákærði neitaði fyrir dómi því sem
fram kom hjá lögreglumanninum að
hann hefði umrætt sinn ekið spólandi
vestur Austurveg með tilheyrandi há-
vaða og dekkjavæli. Í dómsorði segir:
„Engin önnur vitni voru að meintri
háttsemi ákærða. Atvikið náðist held-
ur ekki í upptöku á svokölluðum Eye-
witness-búnaði lögreglubifreiðarinn-
ar né er framburður lögreglumanns-
ins studdur öðrum gögnum. Stendur
því staðhæfing gegn staðhæfingu um
það hvernig atvik voru að þessu leyti.
Samkvæmt því þykir sönnun ekki
liggja fyrir um brot ákærða og ber
því að sýkna hann af þessum lið
ákærunnar.“
Þótti dómaranum Ásgeiri Magn-
ússyni refsing ákærða vera hæfilega
ákveðin 60 þúsund króna sekt í rík-
issjóð. Þá var ökumaðurinn dæmdur
til að greiða 2⁄3 hluta af rúmlega 104
þúsund króna þóknun verjanda síns,
Sigurðar Sigurjónssonar hrl. Hinn
hlutinn greiðist úr ríkissjóði.
Sýknaður af ákæru um að
hafa reykspólað á Selfossi
Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
Ný sending
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið í dag kl. 10-14
Nýir kjólar
Kr. 10. 900.-
Úlpur – Kápur 50% afsl.
Jakkar kr. 5.900
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga
frá kl. 10-18 og
laugardaga kl. 10-16
Tilboð!
Mjódd, sími 557 5900
LAUGARDAGSTILBOÐ
15% afsláttur af öllum
gallabuxum í dag, laugardag.
Verið velkomnar
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími 568 2870 - www.friendtex.is
ÚTSALA
Opið í dag kl. 11.00-16.00
Ath. aðeins opið á laugardögum
kl. 11.00-16.00
Í dag allar buxur 2 fyrir 1
www.nora.is Dalve
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
FYRIR BÚSTAÐINN OG HEIMILIÐ
Opið: má-fö. 12-18, lau.11-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is