Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 23
Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á
íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting
á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af
virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta
tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því
gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við
umhverfið.
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun ogmiðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í
gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.
Skilafrestur er 15. apríl 2009. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að
25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á
vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is.
Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki.
NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR
PÁLMA JÓNSSONAR
STOFNANDA HAGKAUPS
Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
kvað upp þann dóm í gær að Insol-
idum, þrotabú í eigu Daggar Páls-
dóttur, lögmanns
og varaþing-
manns Sjálfstæð-
isflokksins, og
Páls Ágústs
Ólafssonar, sonar
hennar, skuli
greiða Saga Capi-
tal Fjárfesting-
arbanka tæpar
300 milljónir
króna auk drátt-
arvaxta. Þá eiga Dögg og Páll Ágúst
að greiða 2,8 milljónir króna í máls-
kostnað.
Dögg Pálsdóttir segist ekki eiga
von á öðru en að niðurstöðu héraðs-
dóms verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Hún vildi hins vegar að öðru leyti í
gær ekki tjá sig um niðurstöðuna.
Gísli Guðni Hall, lögmaður Saga
Capital Fjárfestingarbanka, segir að
niðurstaða héraðsdóms sé í sam-
ræmi við væntingar hans. „Þetta er í
fyrsta skipti sem dómstóll tekur efn-
islega afstöðu til þessara viðskipta,
hvort þau hafi verið lögmæt eða ekki
og hvort reglur hafi verið brotnar.
Niðurstaðan er mjög afdráttarlaus.
Ekki er fallist á ásakanir viðskipta-
vinanna,“ segir Gísli Guðni.
Hlutabréf SPRON hríðféllu
Mál þetta snýst um það að Insol-
idum fékk lán hjá Saga Capital í júlí
árið 2007, til þess að kaupa stofn-
fjárbréf í SPRON. Keypti félagið
bréf fyrir um 560 milljónir króna og
fékk hluta kaupverðsins að láni hjá
Saga Capital. Gengi hlutabréfa
SPRON féll hins vegar mikið í verði
eftir að félagið var skráð á markað
hinn 23. október árið 2007. Daginn
eftir krafðist Saga Capital aukinna
trygginga vegna lánsins. Insolidum
brást við með því að rifta kaupunum
á hlutabréfunum í SPRON og hluta
lánssamningsins við Saga Capital.
Saga Capital gjaldfelldi lánið til In-
solidum og fór í framhaldinu í inn-
heimtu á því, þar sem eigendur In-
solidum urðu ekki við kröfum um að
veita auknar tryggingar fyrir láninu.
Insolidum byggði vörn sína í
þessu máli á því að Saga Capital
hefði brotið gegn lögum og reglum
sem gilda um verðbréfaviðskipti með
því að leyna mikilvægum upplýs-
ingum um stofnfjárbréfin í SPRON.
Taldi félagið að brotið fæli í sér veru-
legar vanefndir á samningsskyldum
og því hefði verið heimilt að rifta
samningum. Héraðsdómur Reykja-
víkur féllst ekki á sjónarmið Insol-
idum, eins og fram kemur í dómnum.
Dögg og Páll Ágúst bera ekki per-
sónulega ábyrgð á skuldum Insol-
idum sem er gjaldþrota. Þau ákváðu
hins vegar að halda þessu máli uppi
á eigin kostnað. Í innheimtuferlinu
hefur komið fram að Saga Capital
telur að Dögg og Páll Ágúst hafi
brugðist skyldum sínum sem stjórn-
armenn í Insolidum. Þetta mál sner-
ist hins vegar ekki um það.
Deilur vegna lækkunar
Mikið fall Stofnfjárbréf SPRON hríðféllu í verði eftir skráningu á markaði.
Insolidum, félag Daggar Pálsdóttur og sonar hennar, er
dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir
Dögg Pálsdóttir
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SAGA Capital hefur náð samningi
við íslenska ríkið vegna skuldar
upp á um 15 milljarða króna sem
varð til í svokölluðum endurhverf-
um viðskiptum (repo-viðskiptum)
við Seðlabanka Íslands. Lánið
greiðist upp á sjö árum.
Brynhildur Ólafsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Saga Capital, vildi í
samtali við Morgunblaðið ekki
gefa upp á hvaða vaxtakjörum lán-
ið yrði greitt til baka. Mörg
smærri fjármálafyrirtæki stund-
uðu endurhverf viðskipti við Seðla-
bankann. Um er að ræða Saga
Capital, VBS, Spron, Straum
Burðarás og Sparisjóðabankann.
Viðskiptin fólu í sér að kaupa
skuldabréf útgefin af viðskipta-
bönkunum þremur, Kaupþingi,
Glitni og Landsbankanum og veð-
setja svo Seðlabankanum skulda-
bréfin gegn láni frá bankanum.
Þau voru m.ö.o. milliliðir, í mörg-
um tilvikum, í lánveitingum Seðla-
bankans til stóru bankanna. Eftir
bankahrunið voru veðtryggingarn-
ar, skuldabréf hinna föllnu banka,
verðlausar. Íslenska ríkið tók
snemma á þessu ári yfir samninga
Seðlabankans um endurhverf við-
skipti og nam útistandandi skuld
vegna þessara viðskipta 270 millj-
örðum króna. Sparisjóðabankinn
var með langstærsta lánið upp á
um 180 milljarða og á sem stendur
í viðræðum við ríkið um skuldina.
Ekki er búið að semja um skuldir
annarra en Saga Capital.
Saga Capital fær
framlengd lán
Semur við íslenska ríkið um repo-skuld
NÝI Kaupþing banki yfirtekur
rekstur Pennans. Samkvæmt til-
kynningu er gert ráð fyrir að rekst-
urinn á Íslandi verði að mestu leyti
með óbreyttu sniði.
Undanfarna mánuði hefur Nýi
Kaupþing átt í viðræðum við eigend-
ur Pennans um endurskipulag á fyr-
irtækinu og er þeim lokið. Segir í til-
kynningunni að markmiðið hafi verið
að treysta undirstöður rekstrarins.
Penninn var stofnaður árið 1932.
Undir hann heyra m.a. verslanir Ey-
mundsson, Griffill, Bókabúð Máls &
Mennigar, Islandia og Saltfélagið, en
það félag hefur verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Þá á Penninn hlut í Te
og Kaffi. Penninn hefur einnig komið
að rekstri ýmissa félaga í Finnlandi,
Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Ír-
landi. Starfsmenn Pennans eru um
300 talsins. gretar@mbl.is
Nýi Kaupþing banki yfir-
tekur rekstur Pennans