Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 23
Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið. Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun ogmiðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl 2009. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is. Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki. NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað upp þann dóm í gær að Insol- idum, þrotabú í eigu Daggar Páls- dóttur, lögmanns og varaþing- manns Sjálfstæð- isflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, skuli greiða Saga Capi- tal Fjárfesting- arbanka tæpar 300 milljónir króna auk drátt- arvaxta. Þá eiga Dögg og Páll Ágúst að greiða 2,8 milljónir króna í máls- kostnað. Dögg Pálsdóttir segist ekki eiga von á öðru en að niðurstöðu héraðs- dóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hún vildi hins vegar að öðru leyti í gær ekki tjá sig um niðurstöðuna. Gísli Guðni Hall, lögmaður Saga Capital Fjárfestingarbanka, segir að niðurstaða héraðsdóms sé í sam- ræmi við væntingar hans. „Þetta er í fyrsta skipti sem dómstóll tekur efn- islega afstöðu til þessara viðskipta, hvort þau hafi verið lögmæt eða ekki og hvort reglur hafi verið brotnar. Niðurstaðan er mjög afdráttarlaus. Ekki er fallist á ásakanir viðskipta- vinanna,“ segir Gísli Guðni. Hlutabréf SPRON hríðféllu Mál þetta snýst um það að Insol- idum fékk lán hjá Saga Capital í júlí árið 2007, til þess að kaupa stofn- fjárbréf í SPRON. Keypti félagið bréf fyrir um 560 milljónir króna og fékk hluta kaupverðsins að láni hjá Saga Capital. Gengi hlutabréfa SPRON féll hins vegar mikið í verði eftir að félagið var skráð á markað hinn 23. október árið 2007. Daginn eftir krafðist Saga Capital aukinna trygginga vegna lánsins. Insolidum brást við með því að rifta kaupunum á hlutabréfunum í SPRON og hluta lánssamningsins við Saga Capital. Saga Capital gjaldfelldi lánið til In- solidum og fór í framhaldinu í inn- heimtu á því, þar sem eigendur In- solidum urðu ekki við kröfum um að veita auknar tryggingar fyrir láninu. Insolidum byggði vörn sína í þessu máli á því að Saga Capital hefði brotið gegn lögum og reglum sem gilda um verðbréfaviðskipti með því að leyna mikilvægum upplýs- ingum um stofnfjárbréfin í SPRON. Taldi félagið að brotið fæli í sér veru- legar vanefndir á samningsskyldum og því hefði verið heimilt að rifta samningum. Héraðsdómur Reykja- víkur féllst ekki á sjónarmið Insol- idum, eins og fram kemur í dómnum. Dögg og Páll Ágúst bera ekki per- sónulega ábyrgð á skuldum Insol- idum sem er gjaldþrota. Þau ákváðu hins vegar að halda þessu máli uppi á eigin kostnað. Í innheimtuferlinu hefur komið fram að Saga Capital telur að Dögg og Páll Ágúst hafi brugðist skyldum sínum sem stjórn- armenn í Insolidum. Þetta mál sner- ist hins vegar ekki um það. Deilur vegna lækkunar Mikið fall Stofnfjárbréf SPRON hríðféllu í verði eftir skráningu á markaði. Insolidum, félag Daggar Pálsdóttur og sonar hennar, er dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir Dögg Pálsdóttir Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SAGA Capital hefur náð samningi við íslenska ríkið vegna skuldar upp á um 15 milljarða króna sem varð til í svokölluðum endurhverf- um viðskiptum (repo-viðskiptum) við Seðlabanka Íslands. Lánið greiðist upp á sjö árum. Brynhildur Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Saga Capital, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp á hvaða vaxtakjörum lán- ið yrði greitt til baka. Mörg smærri fjármálafyrirtæki stund- uðu endurhverf viðskipti við Seðla- bankann. Um er að ræða Saga Capital, VBS, Spron, Straum Burðarás og Sparisjóðabankann. Viðskiptin fólu í sér að kaupa skuldabréf útgefin af viðskipta- bönkunum þremur, Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum og veð- setja svo Seðlabankanum skulda- bréfin gegn láni frá bankanum. Þau voru m.ö.o. milliliðir, í mörg- um tilvikum, í lánveitingum Seðla- bankans til stóru bankanna. Eftir bankahrunið voru veðtryggingarn- ar, skuldabréf hinna föllnu banka, verðlausar. Íslenska ríkið tók snemma á þessu ári yfir samninga Seðlabankans um endurhverf við- skipti og nam útistandandi skuld vegna þessara viðskipta 270 millj- örðum króna. Sparisjóðabankinn var með langstærsta lánið upp á um 180 milljarða og á sem stendur í viðræðum við ríkið um skuldina. Ekki er búið að semja um skuldir annarra en Saga Capital. Saga Capital fær framlengd lán Semur við íslenska ríkið um repo-skuld NÝI Kaupþing banki yfirtekur rekstur Pennans. Samkvæmt til- kynningu er gert ráð fyrir að rekst- urinn á Íslandi verði að mestu leyti með óbreyttu sniði. Undanfarna mánuði hefur Nýi Kaupþing átt í viðræðum við eigend- ur Pennans um endurskipulag á fyr- irtækinu og er þeim lokið. Segir í til- kynningunni að markmiðið hafi verið að treysta undirstöður rekstrarins. Penninn var stofnaður árið 1932. Undir hann heyra m.a. verslanir Ey- mundsson, Griffill, Bókabúð Máls & Mennigar, Islandia og Saltfélagið, en það félag hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Þá á Penninn hlut í Te og Kaffi. Penninn hefur einnig komið að rekstri ýmissa félaga í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Ír- landi. Starfsmenn Pennans eru um 300 talsins. gretar@mbl.is Nýi Kaupþing banki yfir- tekur rekstur Pennans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.