Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 45
Við kveðjum yndislega ömmu og þökkum fyrir alla þá ástúð og hlýju sem hún gaf okkur í gegnum tíðina. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Kveðja, Ásta Margrét, Vigfús, Birgir Jón, Linda Björg og fjölskyldur. Elsku Ásta systir. Nú þegar þú hefir fengið hvíld eftir löng og erfið veikindi leitar hugurinn til æskuáranna vestur á Geirseyri. Við ólumst upp í stórum systkinahópi hjá yndislegum foreldrum. Oft var glatt á hjalla og gaman að lifa. Eftir því sem árin liðu fækkaði í systkina- hópnum heima. Farið var burt til náms eða starfa og loks voru aðeins ég og Siggi eftir heima. Þú fannst þinn yndislega förunaut í Borgarnesi og þar settust þið að. Þar áttuð þið fallegt heimili og eignuðust dugleg og yndisleg börn. Á liðnum ár- um komum við hjónin og börnin okk- ar oft í heimsókn og áttum alltaf skemmtilegar og góðar stundir sam- an, sem við geymum í minni. Beztu þakkir fyrir allt og allt. Guð varðveiti þig á nýju tilveru- stigi. Þín systir, Guðríður Soffía (Gýja). Hún Ásta systir mín er dáin, þraut- unum lokið og hvíldin tekin við. Nú er ekki lengur hægt að skreppa upp í Borgarnes eða koma þar við til að hitta Ástu systur. Þegar ég var lít- ill snáði vestur á Patreksfirði var mér eitt sinn sagt að hún stóra systir mín í Borgarnesi væri að koma í heimsókn. Ég hafði verið of ungur til að muna eftir þessari stóru systur minni þegar hún hleypti heimdraganum til náms að Staðarfelli í Dölum. Þar hitti hún lífsförunautinn, hann Jonna sinn, og flutti með honum í Borgarnes. Hún kom með frumburðinn sinn, hana Svandísi, með sér. Við Svandís áttum eftir að verða miklir leikfélagar og vinir þegar heimsóknum þeirra mæðgna fjölgaði, en oft slóst líka upp á vinskapinn eins og gengur og gerist hjá smáfólki. Mér er enn í minni atvik sem varð í kartöflugarði heimilisins í einni heimsókninni að hausti til. Ekki man ég hvað við Svandís vorum að gera þar, nema hvað að til alvarlegs ágreinings kom á milli okkar sem endaði með að undirritaður beitti afls- munar og mun hafa lúskrað nokkuð alvarlega á frænku sinni, sem vitan- lega hljóp grátandi heim og klagaði fyrir mömmu sinni. Um leið og Ásta tók þéttingsfast í öxl mína og hristi mig til fékk ég skýr skilaboð frá syst- ur minni um að svona skyldi ég ekki koma fram við hennar börn. Ég verð að viðurkenna að þær mæðgur voru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér næstu klukkustundirnar. Ásta og Jón Björnsson mágur minn bjuggu sér fallegt heimili í húsi sem kallað er Hornið, Ásta gekk því jafnan undir nafninu Ásta á Horninu. Þegar ég var 15 ára tók fjölskyldu- ráðið þá ákvörðun að námi mínu væri best borgið í Borgarnesi. Á þessum vetri kynntist ég systur minni og mági mjög náið enda naut ég þar ein- stakrar ástúðar og umhyggju. Þessa tímabils hef ég ávallt hugsað til með þakklæti og lagði þessi vetur grunn- inn að okkar nána sambandi í gegnum árin. Þegar árin liðu var viðkoma í Borg- arnesi að föstum þætti þegar farið var hvort sem var vestur á Patreksfjörð eða síðar austur á Vopnafjörð. Alltaf voru viðtökurnar jafn ástúðlegar, allt- af var jafn gaman að sitja og spjalla við þau hjón og síðar við Ástu eina eft- ir ótímabært fráfall Jonna. Ásta var einstaklega ljúf kona með mikið skop- skyn sem naut sín vel á góðum stund- um. Aldrei man ég til þess að henni lægi illt orð til nokkurs manns enda skopskynið notað til að gleðja en ekki til að særa. Ásta bjó lengi ein í stóra húsinu sínu við Sæunnargötu þrátt fyrir að heilsan væri farin að bila, var það því mikill léttir allra sem þótti vænt um hana þegar hún féllst á að flytja á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þegar við Selma komum í okkar hinstu heimsókn til Ástu í lok janúar sl. var augljóst að leiðarlokin nálguð- ust en þrátt fyrir það var andinn sá sami, stutt í skopið þó að líkaminn væri að bila. Elsku Ásta mín, þökk fyrir alla ást- úðina, umhyggjuna og góðu stundirn- ar sem við höfum átt saman. Innilegar samúðarkveðjur til barna þinna, maka þeirra og stóra af- komendahópsins sem syrgir frábæra mömmu, ömmu og langömmu. Ásgeir Hjálmar (Hjalli bróðir). Nú er elskuleg frænka mín loksins farin til hans Jonna síns eins og hún hefur óskað sér síðan hann fór. Þó að Jonni hafi dáið fyrir 25 árum þá finnst mér ætíð best að nefna þau saman, Ásta og Jonni, það er eins og það eigi að hljóma þannig. Ásta föðursystir mín bjó alla sína búskapartíð í Borgarnesi þaðan sem Jonni var ættaður. Fyrstu minningar mínar um þau hjónin var þegar ég sex ára gamall var sendur til þeirra á meðan mamma var að eiga bróður minn. Það var ekki auðvelt verk að líta eftir þessum óstýriláta dreng sem ég var en það kom í hlut Jonna að láta mig hafa nóg að gera. Það þótti mér ekki slæmt því auk þess að vera raf- veitustjóri þá var hann sýningarstjóri í bíóinu. Jonni var með afbrigðum barngóður og elti ég hann því um allt eins og hlýðinn hundur. Það er óhætt að segja að þessi bernskuminning er ein af þeim bestu sem ég á og bý ég alla tíð að henni. Ég átti eftir að fara margar fleiri ferðir til þeirra hjóna og þegar ég var kominn í menntaskóla þá hringdi ég stundum til Ástu og fékk að vera hjá henni í upplestrarfrí- inu. Hvergi leið mér betur og við mig var dekrað til að ég gæti einbeitt mér að náminu. Það er óhætt að segja að dvölin hjá Ástu hafi stundum bjargað því sem bjargað varð. Ásta var ekki allra því hún sagði alltaf það sem henni bjó í brjósti en trygg var hún þeim sem henni líkaði við. Eftir að hún var orðin ein þá lað- aði hún að sér alla ketti og hunda í ná- grenninu með góðu atlæti og þegar maður átti leið um Borgarnes þá gat maður átt von á þeim í heimsókn en bakdyrnar voru venjulega opnar til að gestir og gangandi gætu hjálpað sér sjálfir ef Ásta var ekki viðlátin. Það er óhætt að segja að hjá Ástu var maður velkominn og fékk að finna það. Einhverju sinni var ég á ferð í Borgarfirði með félögum mínum að eltast við rjúpu. Þegar veður breytt- ist þá kom upp sú staða að okkur vantaði gistingu. Datt mér þá í hug að hringja í Ástu og sá hún ekkert því til fyrirstöðu að hópurinn gisti hjá henni um nóttina. Óhætt er að segja að Ásta reyndist mér vel alla tíð vel og stund- um voru greiðarnir óumbeðnir. Fyrstu árin eftir að Jonni dó voru Ástu erfið, svo mjög syrgði hún sinn góða mann. Var auðheyrt á henni að hún vildi helst fara strax til hans. Ekki varð henni að þessari ósk sinni því hún lifði lengi eftir það. Ég kveð Ástu frænku mína með söknuði þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að þetta er það sem hún vildi helst. Eitt loforð gaf ég Ástu í síðasta skipti sem ég hitti hana sem ég vonast til að geta uppfyllt síðar. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég börnum, barnabörnum og tengdafólki. Sigurður A. Þóroddsson. Elsku Ásta. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar okkar. Þá hugsa ég sérstaklega til áranna fimm- tán sem við áttum saman „mannlaus- ar“ við spjall og búðaráp. Þetta voru skemmtileg ár þar sem við hittumst á hverjum degi, skruppum í búðir, drukkum kaffi og spjölluðum um allt mögulegt, gamla tíma og nýja. Ég bið Guð og englana að gæta þín og sendi börnum þínum og fjölskyld- um þeirra mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona, Sigríður (Sigga Jóns). Messur 45Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 AÐVENTKIRKJAN: Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðs- þjónusta kl. 10.45. Jóhann Þorvaldsson pré- dikar. Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðs- þjónusta kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Sam- koma í Reykjanesbæ í dag, laugardag, kl. 11. Farið yfir biblíulexíuna. Guðsþjónusta kl. 12. Björgvin Snorrason prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Einar Valgeir Arason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Einnig er biblíufræðsla á ensku. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Ey- þórs Inga Jónssonar. Aðalsafnaðarfundur Ak- ureyrarsóknar er í safnaðarheimilinu kl. 12, að messu lokinni. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu kl. 11. Umsjón hefur sr. Jóna Lovísa. ÁRBÆJARKIRKJA | Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar, organisti Krizstina Kalló Szklenár, kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í um- sjón Margrétar Ólafar, Péturs Markan og Haf- dísar. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Elías og Hildur Björg. Messa kl. 14. Skírn. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti Svavarsdóttur djákna. Fé- lagar úr Hljómeyki leiða sönginn, organisti Magnús Ragnarsson. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn í neðra safn- aðarheimili Áskirkju að messu lokinni. Venju- leg aðalfundarstörf og kaffiveitingar. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í nýju safnaðarheimili á Brekkuskógum 1. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og leiðtogar safn- aðarins annast stundina. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Messa í Klébergsskóla kl. 11. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, kór Breiðholts- kirkju syngur, organisti Jullian Edward Isa- acs. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Stund fyrir alla fjölskylduna með fræðslu, söng, tónlist. Guðsþjónusta kl. 14. Unglinga- kórar Bústaðakirkju undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur syngja, organisti Renata Ivan, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Aðalsafn- aðarfundur Bústaðasóknar að lokinni guð- þjónustu. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffi- veitingar. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Létt- ar veitingar í safnaðarsal á eftir. Sjá digra- neskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Móeiður Júní- usdóttir guðfræðinemi prédikar, sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Hádegisbænir á miðvikudögum. Kvöldkirkjan og opið hús á fimmtudögum. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginleg messa safnaðanna á Hér- aði við lok fermingarstarfanna kl. 14. Sr. Lára G. Oddsdóttir prédikar. Kyrrðarstund á mánudag kl. 18, í safnaðarheimilinu á Hörg- sási 4, einnig er biblíulestur á þriðjudag kl. 19.30. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs og tónlistarmað- urinn Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Þór- eyjar D. Jónsdóttur. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskói kl. 11. Vitnisburðarstund kl. 14. Lofgjörð, barna- starf og fyrirbænir fyrir þá sem þess óska. Á eftir er kaffi og samfélag og verslun kirkj- unnar opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Barn borið til skírnar. Tónlistina leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar, en um ferminguna sér Hjörtur Magni Jóhannsson. Altarisganga. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möti kl. 17. Lestur og kaffi á eftir. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30 og 13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir og umsjón hafa Hjörtur og Rúna, undirleikari er Stefán Birkisson. Borgarholtsskóli Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari, kór syngur, organisti Guðlaugur Vikt- orsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Gunnar Einar Steingrímsson djákni. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. Kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 12. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn S. Há- konarson, organisti Kjartan Ólafsson. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Fjöl- skyldumessa kl. 11 á alþjóðlegum degi vatnsins, þar sem vatns og vatnsleysis er minnst í lestrum, söngvum og bænum. Prestur dr. Sigríður Guðmarsdóttir, umsjón Laufey Brá Jónsdóttir, undirleikur Anna Elísa Gunnarsdóttir. Leikhópurinn Leikandi læri- sveinar leikur leikrit. Meðhjálparar eru Að- alsteinn Dalmann Októsson og Sigurður Óskarsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson, kantor Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma í Strandbergi. Aðalsafn- aðarfundur eftir messu í Strandbergi. Kyrrð- arstund með kristinni íhugun á þriðjudag kl. 17.30. Umsjón hefur Hrönn Sigurðardóttir guðfræðingur. Aftansöngur að gregorskum hætti á fimmtudag kl. 18. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Orgelkynning með tóndæmum í umsjá Guðmundar Sigurðssonar kantors. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirs- syni og messuþjónum. Forsöngvari Margrét Bóasdóttir og organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Rósa Árna- dóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barnastarf í umsjá Sunnu Kristrúnar og Páls Ágústs. Létt- ur málsverður að messu lokinni. Organisti Douglas Brotchie. Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, barnakór úr Digranesskóla syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12. Sjá hjallakirkja- .is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Gosp- elkirkja kl. 17. Gospelkór Akureyrar sér um samkomuna, Dögg Harðardóttir talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón hafa Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Heim- ilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Bæn þriðjudag kl. 20. Samkoma fimmtudag kl. 20. Umsjón hafa Valborg Kristjánsdóttir og Harold Reinholdtsen. Aðalfundur föstudag kl. 18. HRÍSEYJARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Al- þjóðakirkjan í kaffisal kl. 13, samkoma fyrir enskumælandi. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður er Hafliði Kristinsson. Barnakirkja fyrir börn frá eins árs aldri á með- an samkoma stendur. Verslunin Jata er opin eftir samkomuna. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Guðsþjón- usta kl. 14. í V-Frölundakirkju í Gautaborg. Ís- lenski kórinn í Gautaborg syngur, orgel og kórstjórn Seth-Reino Ekström, prestur sr. Ágúst Einarsson. Altarisganga. Barnastund með Birnu. Kirkjukaffi. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla á sama tíma fyrir fullorðna. Ragnar Schram kennir. Biblíuspurningakeppnin „Jesús lifir“ kl. 14. Samkoma kl. 20. Lof- gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Sjá kristur.is. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Barnamessa kl. 14 eftir trúfræðslu. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. Messa mið- vikudaga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarguðs- þjónusta kl. 11 og 14. Börn úr Holtaskóla fermast. Prestar og æskulýðsfulltrúi þjóna, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson tekur einnig þátt í athöfninni. Meðhjálparar eru María Bergsdóttir og Ragnheiður Ásta Magn- úsdóttir, félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í safn- aðarheimilinu á horni Hábrautar og Hamra- borgar. Umsjón hafa Sigríður og Þorkell Helgi. Messa kl. 11, með þátttöku ferming- arbarna og foreldra. Kaffi og fundur með þeim í safnaðarheimilinu á eftir. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, félagar úr kór Kópa- vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng, org- anisti og kórstjóri Lenka Mátéová, kantor kirkjunnar. Bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 12.10. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hringbraut kl. 10.30 á stigapalli á 3. hæð. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson og Ingunn Hildur Hauks- dóttir organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, organisti Jón Stef- ánsson, kórskóli Langholtskirkju og Gra- duale Futuri sjá um messusöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur og Þóru Björnsdóttur. Barnastarf með hefðbundnu sniði. Kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson prédikar og þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni org- anista, kór Laugarneskirkju og hópi starfs- manna og sjálfboðaliða. Kaffi. Messa kl. 13 í Rauða salnum í Sjálfsbjargarhúsinu í Há- túni 12. Guðrún K. Þórsdóttir þjónar ásamt sóknarpresti, organista og hópi sjálf- boðaliða. Harðjaxlar Laugarneskirkju halda fund kl. 14. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Jónasar Þóris org- anista, prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. LINDAKIRKJA Kópavogi | Ferming í dag, laugardag, kl. 10.30 og 13.30. Kór Linda- kirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Keiths Reeds organista, prestar eru Guð- mundur Karl Brynjarsson og Guðni Már Harð- arson. Fjölskylduguðsþjónusta sunnud. kl. 11. Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið um Pétur og úlfinn. Sunnudagaskólasöngvar við gítarundirleik. Prestur er Guðmundur Karl Brynjarsson. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson, sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Umsjón Sig- urvin, María, Andrea og Ari. Veitingar á Torg- inu á eftir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Ferming- armessa kl. 10.30. Altarisganga. Kór Ytri- Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gunn- hildar Höllu Baldursdóttur, meðhjálpari er Gyða Minný Sigfúsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarguðs- þjónusta og barnastarf kl. 14. Barnastarfið er í umsjón Hildar og Elíasar. Kór safnaðar- ins leiðir almennan söng undir stjórn Kára Allanssonar, meðhjálpari Ragnar Krist- jánsson og í móttökunni er Valur Sigurbergs- son. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður er Guð- laugur Gunnarsson. Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar ásamt Eygló J. Gunnarsdóttur djákna og sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup prédikar. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng, organisti er Jörg Sondermann. Sunnudagaskóli á sama tíma. Að messu lokinni fer fram vígsla á minnisvarða um fyrrverandi prestshjón á Sel- fossi, sr. Sigurð Pálsson vígslubiskup og frú Stefaníu Gissurardóttur. Léttur hádeg- isverður á eftir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Önnu Jóns- dóttur. Kveðjuguðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og kveður söfn- uðinn. Gerður Bolladóttir syngur einsöng, Örnólfur Kristjánsson leikur á knéfiðlu, kirkju- kórinn leiðir söng, organisti Jón Bjarnason. Kaffiveitingar á eftir. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og kveður. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti er Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Friðriks Vignis Stef- ánssonar organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma og æskulýðsfélagið kl. 20. Prest- ur er sr. Hans Markús Hafsteinsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og pré- dikar, almennur safnaðarsöngur, organisti Ester Ólafsdóttir, meðhjálpari er Erla Thom- sen. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, organisti Glúmur Gylfason. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Freddy Filmore prédikar, lofgjörð og fyrirbæn. Aldursskipt barnakirkja. Veitingar og sam- félag á eftir. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu djákna. Nýir sóknarnefndarmenn annast lestrana. Inga María Backman píanó- nemandi leikur á flygilinn, Jóhann Baldvins- son organisti og félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn. Leiðtogar sunnu- dagaskólans fræða börnin. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskóli og fjöl- skylduguðsþjónusta saman í fjölskylduhátíð. Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, prestur sr. Þórhallur Heimisson héraðsprestur. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteins- dóttir, Dagmar Kunakova, Hanna Vilhjálms- dóttir, Jenný Magnúsdóttir og María Rut Baldursdóttir. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. ORÐ DAGSINS: Jesús mettar fimm þús- undir manna. (Jóh. 6)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.