Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 - Inn Fyrra Inntökupróf - sun. 5 / 4 / 09 - umsóknarfrestur til 31.mars Seinna Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið Mótun - leir og tengd efni Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu við erlenda háskóla. NÚVERANDI heil- brigðisráðherra hefur ítrekað sagt að hann vilji jafna kjör heil- brigðisstétta. Með því hefur hann þó ekki sagst ætla að hækka lægstu laun, heldur að jafna kjörin niður á við. Af orðum hans má ráða að þar verði laun lækna fyrst og fremst fyrir hnífn- um. Það er ljóst að með því að draga úr launakostnaði vegna lækna mun draga úr læknisþjón- ustu við sjúklinga. Stjórnmálamenn hafa á síðustu vikum margir hverjir keppst við að viðurkenna að andvaraleysi þeirra hafi átt þátt í því að íslenskt efna- hagskerfi hrundi. Andvaraleysi þessara sömu stjórnmálamanna kann einnig að leiða til þess að heil- brigðiskerfið, eins og við þekkjum það, hrynji. Það hrynur ef þjónusta við sjúklinga verður skorin það mikið niður að sumt af þjónustunni sem veitt hefur verið hér á landi verður ekki lengur í boði. Þá þarf að senda sjúklinga til útlanda með þeirri fyrirhöfn og kostnaði sem því fylgir. Andvaraleysi stjórnvalda í efna- hagsmálum þjóðarinnar hefur þeg- ar leitt til þess að sérfræðingar í lækningum sem hafa lokið sérnámi sínu fresta heimkomu. Sérfræð- ingar sem eru nýfluttir heim eru farnir að flýja land og snúnir til baka þangað sem þeir luku sérnámi sínu. Læknar sem hafa lokið grunn- námi sínu hér á landi leita í stórum stíl leiða til að komast fyrr út í sér- nám. Við þetta bætist að stór hópur lækna sem ekki hafði hugsað sér til hreyfings er nú farinn að skoða möguleika sína erlendis. Þá er læknaskortur í Evrópu farinn að leiða til þess að þau lönd sem sér- mennta lækna frá öðrum ríkjum eru farin að leita leiða til að halda þeim lengur í námslandinu eftir að sérnámi er lokið. Þessar stað- reyndir munu hægt og hljótt leiða til alvarlegs ástands í íslensku heil- brigðiskerfi. Íslenskir læknar eru eftirsóttir í störf erlendis. Íslenskir læknar eiga auðvelt með að taka sig upp og flytja þangað sem þeir sóttu sér sérfræðiþekkingu sína. Þeir tala tungumálið og þekkja aðstæður. Þetta er önnur aðstaða en hjá flest- um öðrum stéttum í þjóðfélaginu. Skrefið sem íslenskir læknar þurfa að stíga er því ekki stórt. Það er alltaf svo að innan allra stétta eru einhverjir með hæstu launin. Hvort þau laun eru „hæfi- lega há“ eða „of há“ er matsatriði og getur ekki verið hafið yfir gagn- rýni. En það að alhæfa um laun við- komandi stéttar út frá hæstu laun- unum er hins vegar ekki rétt og dregur athyglina frá kjörum lang- flestra úr viðkomandi stétt. Til- gangur stjórnmálamanna sem op- inberlega ráðast með alhæfingum gegn hæstu launum eða greiðslum til lækna virðist fyrst og fremst sá að geta réttlætt lækkun á launa- greiðslum til læknahópsins í heild. Nú boðar heilbrigðisráðherra að hann ætli að skerða kjör lækna. Allt verður tekið af sem ekki er geirneglt í kjarasamninga. Í huga ráðherrans virðast ráðningarbundin kjör umfram lágmarksákvæði kjarasamninga vera aukasporslur sem mega missa sín, en ekki ára- löng aðferð þess opinbera við að laða til sín og halda í hæfa starfs- menn. En hver hefur launaþróunin ver- ið sl. ár? Meðfylgjandi mynd sýnir launaþróun starfsmanna á almenn- um vinnumarkaði, opinberra starfs- manna og lækna. Á síðustu fjórum árum hafa laun starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði hækkað um rúm 30% og opinberra starfsmanna um 28% að jafnaði, eða í kringum 6,5% hækkun á ári. Laun lækna hafa hins vegar ekki fylgt sömu þróun og laun annarra opinberra starfsmanna. Á sama tímabili hafa laun lækna hækkað um 20%, eða um tæplega 5% á ári. Læknar eru eini launþegahóp- urinn innan Landspítalans þar sem mismunur á vísitölu launa op- inberra starfsmanna og launa við- komandi hóps er neikvæður milli áranna 2007 og 2008. Aðrir hópar hafa fengið hækkun umfram hækk- un vísitölu opinberra starfsmanna. Það ætti því ekki að sæta undrum að læknar andmæli því að taka á sig meiri launaskerðingu en aðrir hópar launþega þegar sú staðreynd liggur fyrir að þeir hafa ekki notið sömu kjarabóta og aðrir opinberir starfsmenn undanfarin ár. Læknar á Landspítalanum hafa þegar tekið á sig meiri launaskerðingu en aðrir hópar á sama vinnustað. Læknar eru reiðubúnir til að bera þær byrðar til jafns við aðra sem nú eru lagðar á íslenska þjóð. Þeir eru reiðubúnir til samstarfs við hið opinbera þar sem leitað er leiða til hagræðingar í heilbrigð- iskerfinu. Þeir eru hins vegar ekki reiðubúnir til að bera þyngri byrðar en aðrir. Nú þegar eru komin stað- fest dæmi um aðgerðir í anda þess sem heilbrigðisráðherra boðar sem leiða til mun meiri skerðingar á kjörum lækna en rætt hefur verið um gagnvart öðrum hópum. Ef stjórnvöld koma fram af ósanngirni og óbilgirni gagnvart læknum mun það leiða til landflótta þeirra. Er hætta á læknaskorti á Íslandi? Gunnar Ármanns- son og Sólveig Jó- hannsdóttir skrifa um kjör lækna » Íslenskir læknar eru eftirsóttir í störf er- lendis. Þeir eiga auðvelt með að taka sig upp og flytja þangað sem þeir sóttu sér sérfræðiþekk- ingu sína. Gunnar Ármannsson Gunnar er framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands og Sólveig er hagfræðingur félagsins. 95 100 105 110 115 120 125 130 135 2005 2006 2007 2008 La un av ís it al a Launaþróunárin 2005 til 2008 Almennur vinnumarkaður Opinberir starfsmenn Læknar Heimild: Hagstofa Íslands www.hagstofa.is og kjarasamningur Læknafélags Íslansds við ríki Sólveig Jóhannsdóttir GYLFI Magnússon skrifar sögu í gær en hún er alveg ókláruð svo ég leyfi mér að birta hana hér rétta. Herbert fékk lánað hjá lífeyr- issjóði Tryggva og Þórs og útlend- um bönkum svo hann gæti lánað Tryggva og Þór 100 krónur hvor- um. Sá sem átti að gæta þess að lögum væri fylgt í viðskiptum þeirra þriggja er Fógetinn í Skír- isskógi sem við skulum kalla Gylfa. Hann gaf hinsvegar Herberti leyfi til að fara sínu fram í við- skiptum við Tryggva og Þór þar með talið að kveikja í húsum þeirra, breyta skjölum og þá leyfði hann Herberti að svíkja þá sem hann fékk peningana að láni frá. Herbert er nú kominn á vina- bæjarmót á Tortóla og segir ekki meira af honum hér. Gylfi fógeti á nú skuldir Tryggva og Þórs en þær hefur hann eignast með því að hengja upp tilkynningu þar um og með því sé hann að tryggja að kerfið virki. Það virkar, segir fógetinn, vegna þess að Herbert kveikti í húsum þeirra Þórs og Tryggva og að auki fuðra nú upp öll akurlönd þeirra fyrir sakir eftirlits fógetans með lána- og brunastarfi Herberts. Gylfi fógeti eignaðist semsé skuldir Tryggva og Þórs fyrir ekk- ert með tilkynningu á torginu. Það sem meira er þá ákvað hann að hver króna sem þeir fengu að láni skyldi borgast til baka með marg- földunarstuðli sem Gylfi fógeti ákveður sjálfur. Nú um stundir er miðað við gengi íslenskrar krónu eins og hún er skráð á Tortólu. Með góðu eða illu eiga þeir að borga Gylfa fógeta lánið til baka að lágmarki með hundraðföldu álagi. Þá eiga þeir líka að senda börnin sín að vinna í kolanámum svo að fógetinn geti borgað mála- myndakrónurnar þrjár sem hann lofaði að borga skiptastjóra Her- berts fyrir skuldir Tryggva og Þórs. Gylfi fógeti er hinsvegar að velta fyrir sér hvar hann eigi að kaupa sér mótorhjól en á þeim er hægt að komast hratt úr Skír- isskógi. Hann skilur ekki hvernig töpuð krafa gerði líf hans svona gott. Af því að einhver verður að borga. Tryggvi og Þór sitja eftir í log- andi húsum sínum og vita að þeir eru á Íslandi EINAR GUÐJÓNSSON, Bjargarstíg 14, Reykjavík. Þýfi Herberts og Gylfi fógeti Frá Einari Guðjónssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.