Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 4

Morgunblaðið - 24.03.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 LÖGREGLAN á höfðuðborgar- svæðinu handtók í gær mann, sem er talinn hafa hlaupið út úr skart- gripaverslun í Kópavogi með verð- mæta skartgripi. Maðurinn gerði fleiri tilraunir til slíks þjófnaðar án árangurs. Hann hefur nú játað verknaðinn en í gær lá ekki ljóst fyrir hvort maðurinn hefði enn þýf- ið undir höndum. ben@mbl.is Skartgripa- þjófurinn gripinn Sprettharður Lögregla birti mynd úr eftirlitskerfi verslunarinnar. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ má segja að það hafi verið glimrandi veiði í mánuðinum og ágætar gæftir, sérstaklega fyrir stærri bátana,“ sagði Ragnar Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðs Suðurnesja, síðdegis í gær. Fyrirtækið er með starfsemi víða um land og í nógu var að snúast á mörkuðunum, en alls voru tæplega 700 tonn seld á íslenskum fiskmörk- uðum í gær. „Verð fyrir þorskinn var í raun- inni út úr korti í fyrrahaust og það var í rauninni enn mjög hátt um síð- ustu áramót,“ segir Ragnar. „Síðan þá hefur verð á þorski lækkað tals- vert og ýsan hefur einnig gefið eftir. Svo er þetta alltaf spurning um hversu mikið berst á land og í dag seldum við kíló af blönduðum góðum þorski á 187 krónur kílóið, en stærri fiskurinn fór upp í um 200 krónur.“ Ragnar sagði að verðið hefði gert þeim erfitt fyrir sem leigja kvóta, en leiguverð á þorski hefði einnig lækk- að og væri núna nálægt 160 krónum kílóið. Sóknin miðast við kvótastöðu útgerða Sverrir Vilbergsson á hafnarvigt- inni í Grindavík sagði að undanfarið hefði aflast vel í öll veiðarfæri. „Ef menn hefðu getað sótt af fullum krafti og verið í kappi eins og í gamla daga hefði verið glannafiskirí,“ sagði Sverrir Kári Hrafn, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, sagði að verð á þorski og ýsu hefðu gefið eftir að undanförnu. Aflabrögð hefðu verið ágæt en sóknin miðaðist við kvótastöðu útgerðanna hverju sinni. Tíðarfarið hefði verið mun betra í ár heldur en tvær síðustu vetrar- vertíðir, þó að tvær lægðir hefðu truflað sóknina í mánuðinum. Góður afli, en verðið lækkar  Glannafiskirí ef sótt væri af fullum krafti og menn væru í kappi eins og í gamla daga Morgunblaðið/RAX Landað í Grindavík Þeir voru hressir þessir félagar þegar þeir komu úr róðri á dögunum, enda aflinn góður eins og oft á þessari vertíð. TÓMAS Þorvaldsson GK 10, línu- skip Þorbjörns hf. í Grindavík, landaði um 80-100 tonnum af þorski, ýsu, keilu og löngu í Grimsby í gærmorgun. Þetta er fjórða skip útgerðarinnar sem land- ar í Grimsby á jafnmörgum vikum. „Markaðir eru að verða erfiðari því kaupgetan á þeim hefur hrunið að undanförnu,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns. „Þess vegna verðum við að dreifa þessu meira en við höfum gert.“ Hann segir eitt af sjö skipum út- gerðarinnar sigla með aflann í einu og styttra sé til Grimsby en t.a.m. Hull, en markaðssvæðið sé það sama. Eiríkur segir ágætt verð fást fyrir aflann á þessum slóðum en alls hefur Þorbjörn landað um 380 tonnum í Grimsby á þessum vikum. ben@mbl.is Tómas Þorvaldsson GK 10. Fiskmark- aðir erfiðir ÞÓTT óvinurinn búi í alfaraleið er ávallt krókur til hans. Leiðin er hins vegar bein og greið til góðra vina, jafnvel þótt langt sé að fara. Þessum skilaboðum hefur einhver kosið að koma á fram- færi við vegfarendur um Suðurgötu skammt frá Háskóla Íslands. Ekki er ólíklegt að spekin sé sótt í skruddur sem þar er að finna enda stofnun Árna Magnússonar ekki langt frá þar sem hand- rit Hávamála eru geymd. Hávamál á hraðbrautinni Morgunblaðið/Ómar Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðis- ráðherra segir það verða val sjúklinga hvort þeir fái tilvísun til sérfræðings frá heimilislækni eða ekki verði hug- myndir hans um valfrjálst tilvísana- kerfi að veruleika. Velji sjúklingar að fara beint til sérfræðingsins borgi þeir meira. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði að fara skyldi leið Dana varð- andi valfrjálst tilvísanakerfi í heil- brigðisþjónustu. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir sátt um þetta kerfi í Danmörku. Þar velja 98% sjúklinga að fá tilvísun frá heimilis- lækni og borga þannig minna fyrir sérfræðiþjónustuna. Inntur eftir því hvort þetta hefði ekki hækkun sér- fræðikostnaðar í för með sér fyrir fólk sem veldi að leita beint til sér- fræðingsins miðað við kostnað þess í dag segir hann það ekki ólíklegt. „En að sama skapi yrði kostnaði haldið niðri væri farið hina leiðina.“ Læknar vilji skoða breytingar Hann segir þó slíku kerfi ekki kom- ið á í einni hendingu. Byggja þurfi betur undirstöður grunnheilbrigðis- þjónustunnar og breyttar áherslur þurfi í menntun lækna. „Og það gleði- lega er að í viðræðum við læknastétt- ina er fyrir því ríkur áhugi að við kom- umst hjá því að sitja uppi með tvöfalt heilbrigðiskerfi.“ Ögmundur segir lækna vilja skoða breytingar á kerfinu. „Það hafa verið gerðar áhugaverðar úttektir og skýrslur um þetta efni og ég bendi t.d. á skýrslu sem gerð var fyrir aðalfund Læknafélags Íslands árið 2005 um stöðu og framtíð íslenskra heimilis- lækna. Þetta eru engar hugmyndir sem eru að fæðast hjá mér, þetta eru hugmyndir sem hafa gerjast í röðum lækna og þá ekki síst heimilislækna. Ég finn að sérfræðilæknar eru opnir fyrir slíkum hugmyndum líka. Það eina sem beðið er um er að þetta sé gert af fagmennsku og sanngirni.“ Borgi meira ef tilvísun vantar frá heimilislækni Heilbrigðisráðherra vill koma á valfrjálsu tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu Í HNOTSKURN »Árið 1995 samþykkti Sig-hvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra Alþýðuflokks, reglugerð um tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu. »Var gert ráð fyrir að sjúk-lingur sem leitaði til sér- fræðings án tilvísunar borgaði heimsóknina að fullu. »Eitt fyrsta verk Ingibjarg-ar Pálmadóttur, Fram- sóknarflokki, sem tók við heil- brigðisráðuneytinu eftir kosningar, var að blása kerfið af. Ögmundur Jónasson BIRNA Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur ekki séð útfærslu heilbrigðisráðherra á tilvísanakerfinu. „Almennt hafa læknar ekki ver- ið trúaðir á að það væri skyn- samlegt að setja tilvísanakerfi hérna. Þegar það var reynt sýndi könnun á aðstæðum að lít- ill ávinningur væri í því fyrir Ís- lendinga þótt tilvísanakerfi séu góð annars staðar.“ Hún bendir á að ráðherra hafi talað um samvinnu við fólk í heil- brigðisgeiranum um breytingar á heilbrigðiskerfinu. „Þannig að ég reikna með að komi fram ein- hverjar hugmyndir um breytingar á lögum og reglugerðum þá mun- um við fjalla um þær,“ segir Birna. Almennt ekki trúaðir á tilvísanakerfi Birna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.