Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
Yfirheyrsla Agnes Bragadóttir blaðamaður og Karl Blöndal aðstoðarritstjóri létu spurningarnar dynja á Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og fjár-
málaráðherra, í beinni útsendingu á vefvarpi mbl.is í gær, í viðtalsþættinum Zetunni. Aðrir forráðamenn flokka munu mæta í yfirheyrslu næstu mánudaga.
Golli
Gústaf Gústafsson | 23. mars
Atvinnuleysið,
böl heimilanna!
Það er ljóst að atvinnu-
leysi er mesta böl sem rið-
ið getur yfir foreldra og
brauðvinnendur. Það er
eitthvað sem stjórnvöld á
hverjum tíma reyna ávallt
að koma í veg fyrir. En það
ríður nú yfir samfélagið. Því er sök þeirra
mikil sem hafa sett íslenskt samfélag á
hausinn og rænt þjóðina.
Nýjasta áfallið er SPRON. Ég hef fylgst
með umræðunni og finnst skrítið að
kenna viðskiptaráðherra um að starfsfólki
hafi ekki verið tjáð um hvað væri í bígerð.
Hvað um stjórn SPRON sem er búin að
vita þetta í marga mánuði?
Það er undarlegt ef millistjórnendur og
yfirmenn bankans hafa ekki vitað hvert
stefndi. Enda trúi ég því ekki.
Meira: gustigust.blog.is
BANKALEYND hefur
þann tilgang að koma í veg
fyrir að upplýsingar um
einkamálefni aðila séu bor-
in á torg. Bankaleynd er
hins vegar hvorki ætlað að
koma í veg fyrir eftirlit á
fjármálamarkaði né vera
skálkaskjól fyrir lögbrjóta.
Íslensk lög gera beinlínis
ráð fyrir því að til þess
bærir aðilar hafi greiðan
aðgang að öllum upplýs-
ingum banka sem þeim er nauðsynlegt
að hafa til að meta áhættu þeirra og um-
svif. Þá geyma íslensk lög fjölmörg
ákvæði sem tryggja rannsóknaraðilum
aðgang að nauðsynlegum gögnum ef
grunur leikur á um refsiverða háttsemi.
Séu rannsóknarúrræði ekki fullnægjandi
er sjálfsagt að bæta úr því. Bankaleynd
er lögfest með 58. gr. laga um fjármála-
fyrirtæki nr. 161/2002 undir fyrirsögninni
þagnarskylda. Ákvæðið á sér stoð í 71.
gr. stjórnarskrárinnar þar sem staðfest
eru mannréttindin um friðhelgi einkalífs.
Í 1. mgr. 58. gr. laganna um fjármálafyr-
irtæki segir að þeir aðilar sem vinna fyr-
ir fjármálafyrirtæki séu bundnir þagn-
arskyldu um allt það sem þeir fá
vitneskju um við störf sín og varðar við-
skipta- eða einkamálefni viðskiptamanna
fjármálafyrirtækisins, nema skylt sé að
veita upplýsingarnar samkvæmt lögum.
Þá segir að þagnarskyldan haldist eftir
að viðkomandi starfsmaður lætur af
störfum. Í 2. mgr. 58. gr. segir að „sá
sem veitir viðtöku upplýsingum af því
tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn
þagnarskyldu með sama hætti og þar
greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar
skal áminna viðtakanda um þagnarskyld-
una“.
Þarna kemur fram sú meginregla að
trúnaðarskyldan fylgir þeim upplýs-
ingum sem háðar eru þagnarskyldu. Af
því leiðir að jafnvel þótt upp-
lýsingum hafi verið miðlað í
trássi við ákvæði laganna, þá
gildir enn trúnaðarskylda á
þeim sem hefur upplýsing-
arnar undir höndum. Sé slík-
um upplýsingum til að mynda
miðlað til fjölmiðils væri
þeim fjölmiðli óheimilt að
birta upplýsingarnar án sam-
þykkis þeirra aðila sem eiga í
hlut. Brot, eða hlutdeild í
broti, á reglum um banka-
leynd er refsiverð.
Athygli vekur að ákvæði
58. gr. gerir beinlínis ráð fyrir því að
heimilt sé að miðla upplýsingum sem
þagnarskylda nær til þegar heimild er
veitt til þess samkvæmt lögum til varnar
ákveðnum hagsmunum. Dæmi um slíkt
ákvæði er til dæmis að finna í 94. gr.
tekjuskattslaga sem gerir ráð fyrir að
skattyfirvöld hafi aðgang að öllum nauð-
synlegum upplýsingum sem gætu nýst við
skattlagningu, eftirlit eða rannsókn.
Hæstiréttur hefur lagt skýrar línur um
hvernig túlka beri ákvæði er veita stjórn-
völdum aðgang að gögnum háðum banka-
leynd. Lög um meðferð sakamála gera
einnig ráð fyrir að rannsóknarhagsmunir
sakamála réttlæti fullan aðgang að gögn-
um sem annars njóta þagnarskyldu. Þess
vegna er bankaleynd ekki um að kenna ef
sérstakur saksóknari hefur ekki nægan
aðgang að gögnum, en nauðsynlegt er að
bæta aðgang embættisins að gögnum með
lagabreytingu.
Í opinberri umræðu um málefni bank-
anna að undanförnu hefur oft verið haldið
fram þeirri „réttmætu“ kröfu almennings
að vita um umsvif einstaka viðskiptavina
bankanna. Þannig sé það fullkomlega eðli-
legur hlutur að listar um stærstu útlán
banka birtist á síðum dagblaða þar sem
einstaka viðskiptamenn eru tilgreindir
með nafni auk fjárhæða trygginga eða
annarra ábyrgða. Á sama tíma er því
haldið fram að bankaleynd sé of mikil og
fráleitt sé að hún nái til ákveðinna við-
skiptamanna. Á þessu tvennu er hins
vegar reginmunur. Hið fyrra er skýlaust
brot á 2. mgr. 58. gr. laga um fjármála-
fyrirtæki. Hið síðara er hins vegar full-
komlega rétt, enda er sú skylda lögð á
herðar bankastofnunum að gera fjár-
málaeftirlitinu reglulega og ítarlega
grein fyrir fyrirgreiðslu til eigenda sinna
og annarra tengdra og venslaðra aðila,
stórum áhættuskuldbindingum, und-
irliggjandi tryggingum, áætluðu mati
þeirra o.m.fl. Ef óeðlileg fyrirgreiðsla við
eigendur hefur átt sér stað munu þau
gögn nýtast til rannsóknar á þeirri fyr-
irgreiðslu. Bankaleynd lýtur að stjórn-
arskrárvörðum mannréttindum sem eru
lögfest í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.
Margvíslegar lagaheimildir heimila hins
vegar að fjárhagsmálefnum viðskiptavina
banka sé miðlað til aðila utan banka-
stofnana vegna mikilvægra rannsóknar-
eða eftirlitshagsmuna. Ekkert er því til
fyrirstöðu að löggjafinn fjölgi þeim
ákvæðum sem fela í sér undanþágu frá
bankaleynd, sé það gert innan marka
stjórnarskrárinnar. Á hinn bóginn er það
ekki svo að löggjafinn hafi heimild til
þess, að óbreyttri stjórnarskrá, að af-
nema bankaleynd með öllu. Það er ekki
gott veganesti við uppbyggingu íslensks
efnahagslífs og samfélags að byrja á því
að fórna stjórnarskrárvörðum réttindum
eða hafa landslög að engu. Það er ein-
mitt á umrótatímum sem mannréttindi
og virðing fyrir lögum eru hvað mik-
ilvægust.
Eftir Ásgeir H.
Reykfjörð
» Bankaleynd er hins veg-
ar hvorki ætlað að koma
í veg fyrir eftirlit á fjár-
málamarkaði né vera
skálkaskjól fyrir lögbrjóta.
Ásgeir H. Reykfjörð
Höfundur er lögfræðingur.
Bankaleynd og
friðhelgi einkalífs
BLOG.IS
EINS og virtir lögfræðingar benda á, braut Jó-
hanna Sigurðardóttir sennilega stjórnarskrána,
þegar hún setti norskan stjórnmálamann í embætti
seðlabankastjóra. Skýrt er kveðið á um það í stjórn-
arskránni, að embættismenn skuli vera íslenskir
ríkisborgarar. Þeir eiga að gæta íslenskra hags-
muna, ekki erlendra. Þótt Norðmaðurinn sé settur,
en ekki skipaður, gilda við venjulegar aðstæður
sömu hæfisskilyrði um setningu og skipun. En sé
þessi maður ólöglega settur, þá kunna ýmis embætt-
isverk hans að vera ólögleg.
Maður þessi kvaðst aðspurður ekki muna, hvenær
hann var beðinn að taka að sér embættið. Sé hann
tekinn trúanlegur um það, þá hefur hann varla gáfur
til að sinna starfinu. Nýlega var hann á fundi í
Seðlabankanum. Þá barst í tal cad-hlutfall fjár-
málastofnana (eiginfjárhlutfall samkvæmt stöðlum
Evrópusambandsins). Maðurinn kom af fjöllum.
Hann vissi ekki, hvað þetta var. Hann hefur einnig
reynst ákvörðunarfælinn og taugaóstyrkur.
Þessi fjallamaður þorði ekki að liðsinna Straumi,
Spron og Sparisjóðabankanum, þegar þessi fyr-
irtæki lentu í fyrirsjáanlegum, en tímabundnum erf-
iðleikum. Það var Seðlabankanum ekki um megn að
koma þeim til hjálpar, ólíkt því er viðskiptabank-
arnir þrír féllu um koll síðastliðið haust. For-
ráðamenn fyrirtækjanna höfðu unnið af fram-
úrskarandi dugnaði að því að tryggja framtíð þeirra.
Þessi bráðabirgðaseðlabankastjóri minnihluta-
stjórnar veldur því með ákvörðunarfælni sinni og
taugaóstyrk, að mörg hundruð manns missa hér at-
vinnuna, traust á Íslandi minnkar enn erlendis og
lánalínur lokast.
Margt hefur verið gert af illri nauðsyn síðustu
mánuði. En það voru mikil mistök að knýja þessi
fyrirtæki í þrot og bæta þannig gráu ofan á svart.
Ógeðfelldur blær er á allri framgöngu ráðamanna í
málinu. Sennilega er þetta embættisverk hins
norska stjórnmálamanns ólöglegt, eins og hann
sjálfur. En þótt sjálfsagt sé að láta á það reyna fyrir
dómstólum, er tjónið orðið og verður ekki bætt. Og
hrægammarnir sveima yfir sviðinni jörð.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Mikil
mistök
Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði og sat í
bankaráði Seðlabankans 2001-2009.
Eiríkur Sjóberg | 23. mars
Eitt skattþrep – hærri
persónuafslátt
Ég er félagshyggjumaður
og líst best á Vinstri
græna.
En ég er ósammála
þessari nálgun Stein-
gríms. Þessi aðferð er
óréttlát því gera má ráð
fyrir því að þeir sem hærri tekjur hafa
hafi skuldsett sig meira og hafi þar með
hlutfallslega ekkert meira svigrúm en
aðrir til skattahækkana. En skammt-
heimta er ekki vond í eðli sínu. Hún er
nauðsynleg og besta leiðin til að treysta
innviði samfélagsins og í henni er fólgin
samfélagsleg ábyrgð og þátttaka.
Réttlátara og einfaldara væri að hafa
eitt skattþrep en hækka skattprósent-
una og hækka jafnframt persónuafslátt-
inn. Þetta yrði mun ólíklegra til að skapa
deilur meðal fólks í landinu.
Meira: eirikus.blog.is