Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Frískaðu upp á grillið Lífgaðu upp á skjólgirðingun aGerðu g arðhús- gögnin eins og ný vorverki n!Allt f yrir Vorverkin! Kynning á viðh aldi á garðhúsgögnum , pallinum, skjólgirðingum og grillinu í BYKO Kauptún i! ALLIR hafa tekið eftir breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu og þurfa margir at- vinnurekendur að bregðast við breyttum rekstrarskilyrðum fyr- irtækja sinna. Margir þurfa að takast á við taprekstur sök- um efnahagsaðstæðna og gera við- eigandi ráðstafanir vegna þess. Þá liggur beinast við að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall eða að segja upp áður gerðum ráðning- arsamningum og gera nýja samn- inga sem boða lakari kjör fyrir starfsmenn. Þetta er stundum nauð- synlegt að gera svo grundvöllur sé fyrir áframhaldandi rekstri fyr- irtækis. Þó virðist þetta ekki vera ein- skorðað við fyrirtæki sem takast á við taprekstur. Orðrómur hefur ver- ið í samfélaginu um að einstaka at- vinnurekendur misnoti stöðuna í samfélaginu, þurfi ekki að verja fyr- irtæki sín fyrir taprekstri heldur verji þeir þess í stað hagnað fyr- irtækisins. Þeir sætta sig ekki við að hagnaðurinn sé minni en á góð- æristímum og keppast því við að halda í fyrri hagnað. Til að halda í þann hagnað hafa þeir meðal annars farið eftir því fordæmi sem fjöl- margir ráðamenn hafa gefið, þeirra á meðal sjálfur forseti íslenska lýð- veldisins, þeir lækka launakjör. Því miður virðist eins og fordæmið hafi eitthvað skolast til í hausnum á þeim vegna þess að þeir lækka laun starfsmanna sinna en ekki eigin laun eins og fordæmið gefur til kynna. Ótti almennra starfsmanna við atvinnuleysi og það sem því fylgir gerir atvinnurekandanum kleift að haga sér á þennan hátt. Maður, mér vel kunnugur fékk fyrir skömmu að kenna á annarri sorglegri birtingarmynd harðæris- ins og þeirrar stefnu einstakra atvinnurek- anda að nýta sér ótta manna við atvinnu- leysi. Eftir um tíu ára starf fyrir ákveðið fyr- irtæki ákvað hann haustið 2007 að hefja háskólanám. Þegar hann tilkynnti for- stjóra fyrirtækisins þessa ákvörðun reyndi forstjórinn hvað hann gat að telja honum hughvarf, meðal ann- ars með boði um hækk- uð laun. Maðurinn lét ekki undan gylliboðum og hóf sitt nám. Um síðustu áramót lauk mað- urinn umræddu námi. Þá var at- vinnuleysi orðið raunverulegt vandamál á landinu og erfitt að verða sér úti um vinnu. Forstjóri fyrirtækisins frétti af atvinnuleysi mannsins og boðaði hann á fund. Hann bauð honum fullt starf fyrir 75% af þeim launum sem hann hafði áður boðið honum fyrir sama starfs- hlutfall. Að auki gerði hann honum ljóst að hann fengi ekki starfið nema að því skilyrði uppfylltu að hann myndi afsala sér þeim lögbundnu réttindum sem hann myndi vinna sér inn til sumarleyfis. Það er skemmst frá því að segja að mað- urinn lét ekki stjórnast af óttanum við atvinnuleysið og afþakkaði þetta vægast sagt lítilsvirðandi og dóna- lega tilboð. Margt bendir til að það sé fylgni á milli þess hvernig starfsmanni líður á vinnustað og afkasta hans í vinnunni. Því ánægðari og glaðari sem starfsmaðurinn er í vinnunni, því meira og vandaðra verki afkast- ar hann. Að sama skapi fer þetta akkúrat hina leiðina sé starfsmað- urinn óánægður og ósáttur. Því bið ég atvinnurekendur um að hugsa dæmið til enda þegar þeir láta sér detta í hug að nýta harðærið til að halda í fyrri hagnað með þessum hætti. Þeir mega einnig hafa í huga að það er ekki eingöngu þeirra út- sjónarsemi og snilld að þakka að þeir hafa ráð á að kaupa sér sum- arhús á Kanarí og stífbónaðan Benz í innkeyrsluna við einbýlishúsið sitt. Þessu hefðu þeir aldrei áorkað nema vegna hins almenna starfsmanns. Hinn almenni starfsmaður sem vinnur á gólfinu, starfsmaðurinn sem hugsanlega tekur á sig launa- skerðinguna og afsalar sér lögbund- um rétti til sumarleyfis af ótta við að geta ekki brauðfætt börnin sín, starfsmaðurinn sem framkvæmir hlutina í fyrirtækinu, á helminginn af heiðrinum, ef ekki meira. Það er eins í þessu eins og með manninn sem freistar þess að klífa upp metorðastigann. Þú þarft að vera almennilegur við þá sem þú mætir á leiðinni upp stigann vegna þess að þú mætir sama fólki á leið- inni niður stigann aftur. Atvinnurekendur út af sporinu Arnór Bjarki Blomsterberg skrif- ar um tengsl líð- anar starfsmanns á vinnustað og af- kasta hans í vinnunni » Þú þarft að vera almennilegur við þá sem þú mætir á leið- inni upp stigann vegna þess að þú mætir sama fólki á leiðinni niður stigann aftur. Arnór Bjarki Blomsterberg Höfundur er kjötiðnaðarmaður og nemi. FYRIR tæpum átta árum skrifaði ég grein í Mbl. undir yfirskrift- inni „Kvótauppgjörið“ sjá vefslóðina http:// www.mbl.is/mm/ gagnasafn/grein. html? grein_id=609203. Í niðurlagi greinarinnar sagði m.a.: „Ég tel fiskveiðistjórn síðasta ára- tugar mesta samfélagslega ógæfu- verk sem framið hefur verið í sögu þjóðarinnar. Mig skortir vit til að sjá og skilja hagkvæmnina í rekstri stórútgerðanna og hagræðinguna í ótrúlegri skuldasöfnun með veði í sameign þjóðarinnar. Ég skil heldur ekki hagkvæmnina í að svipta sjáv- arbyggðirnar lífsbjörginni og láta þeim síðan blæða út. Enn síður sé ég árangur af uppbyggingu fiski- stofnanna, sem allt miðaðist við í fyrstu. Mig brestur einnig skilning á nauðsyn þess að færa fáum útvöld- um allar auðlindir miðanna kringum Ísland til einkaeignar. … Já, mig skortir skilning en mig skortir hins vegar ekki réttlætistilfinningu til að finna sársaukann í því samfélagi sem alsett er kaunum kvótaherleið- ingarinnar. Sú stund mun áreið- anlega renna upp, að menn munu spyrja hvernig annað eins og þetta gat gerst á Íslandi á síðustu áratug- um 20. aldarinnar …“ Tilefni þess að ég rifja þetta upp nú er afbragðsgóð grein átta guð- fræðinga í Morgunblaðinu 1. mars sl., „Þjóð í fjötrum ranglætis – frá öryggi til örbirgðar“, þar sem fjallað er um siðferðisbrest og ranglæti í þjóðfélagi okkar. Þar er margt afar vel sagt og í tíma talað en ég staldr- aði ekki síst við eftirfarandi kafla: „ Í nokkrum vel afmörkuðum áföng- um hafa meiri fjármunir verið fluttir á skömmum tíma frá þjóðinni og í færri hendur en dæmi eru til á öðr- um skeiðum í síðari tíma sögu okk- ar. Er hér átt við úthlutun framselj- anlegs gjafakvóta á sínum tíma, ófaglega einkavæðingu bankanna á grundvelli pólitískra helmingaskipta og loks framrás útrásarvíkinga á undanförnum misserum. Þetta ástand ber merki um siðrof sem leiddi til þess að brotið var gegn mikilvægum siðferðislegum gildum. Hagsmunir hinna fáu voru teknir fram yfir almannahagsmuni.“ Það er ekki á hverjum degi sem hópur virtra guðræðinga Þjóðkirkjunnar gefur stjórnmálamönnum Íslands slíka einkunn, en þeir eiga hana fyllilega skilið. Ekki óraði mig fyrir því að fjár- málakerfi þjóðarinnar myndi á nokkrum haustdögum 2008 hrynja eins og spilaborg. Því síður datt mér í hug að með því kæmi upp staða þar sem hægt væri að líta þannig á að gjafakvótinn væri í reynd kominn í eigu þjóðarinnar eftir nærri 20 ára vörslu í einkaeign. Í fyrrnefndri grein minni talaði ég um ótrúlega skuldasöfnun fyrirtækja með veði í sameign þjóðarinnar. Hún var þó smáræði vorið 2001 miðað við það sem orðið var haustið 2008. Talið er að sjávarútvegurinn skuldi nú um 500 milljarða króna eftir 20 ára hag- ræðingu. Það jafngildir brúttóverð- mæti alls þorskafla af Íslandsmiðum upp úr sjó í 15 -20 ár miðað við þær heimildir sem nú eru til staðar. Veiðarnar munu aldrei duga fyrir skuldunum. Ég lýsti því í grein minni 2001 hvernig kvótaverð var búið til af útgerðum til að auka veð- hæfni fyrirtækjanna. Þá var kvótinn kominn í 1 milljón króna pr. tonn af óveiddum þorski. Áður en allt hrundi var kvótaverðið komið yfir 4 milljónir pr. tonn. Munurinn nú og fyrir átta árum var þó sá að enginn í raunverulegri útgerð var að kaupa aflaheimildir á 4 milljónir kr. tonnið heldur bjuggu einkavæddu bank- arnir til sýndarviðskipti með kvóta sín á milli til að búa til veð og þannig réttlæta meiri lánveitingar til út- gerðarfyrirtækjanna. Þetta var það sem ég kalla Sterling- viðskiptaaðferðina, sem flestir þekkja nú til. Nú er kvótaverðið fallið og ríkisbankarnir stunda ekki lengur froðuviðskipti á grund- velli syndandi fiska í sjónum, ekki frekar en vatnsorkufyrirtæki fá að veðsetja rign- inguna. Meirihluti skulda sjávarútvegarins er beint eða óbeint hjá bönkum í ríkiseigu. Með fallin veð er stór hluti af út- gerðarfyrirtækjum landsins tækni- lega gjaldþrota og því er eðlilegt að ríkisbankarnir eignist þau. Þar með væri kvótinn aftur kominn í hendur þjóðarinnar og hægt að byrja á nýj- um grunni. Vinda ofan af siðleysinu, óréttlætinu og alþjóðlegu lagabrot- unum sem skapað var með kvóta- kerfinu. Kerfi sem ofboðið hefur öllu fólki sem sett hefur sig inn í þessi mál og hefur óbrenglaða sið- ferðiskennd. Græðgis- og siðleysi- svæðingin í samfélaginu byrjaði nefnilega með kvótakerfinu. Síðan breiddist hún út, ekki síst eftir að einkabankarnir eða forverar þeirra settu á stofn peningaþvættisstofn- anir í útlöndum, m.a. til að þvo slor- ið og skattana af kvótapeningunum áður en þeir fóru síðan heim aftur eða til fjarlægra eyja. Fram undan eru alþingiskosn- ingar og allir flokkarnir sem bera ábyrgð á kvótanum ætla að bjóða fram. Fróðlegt verður að sjá hvort þeir munu bjóða okkur kjósendum upp á óbreytt einkakvótakerfi. Ef svo verður á ég ekkert erindi á kjörstað. Þá verð ég enn að bíða og vona að maður lifi það að siðrofinu ljúki. Magnús Jónsson spyr um hug stjórn- málaflokka til kvótakerfisins » Fram undan eru alþingiskosningar og allir flokkarnir sem bera ábyrgð á kvótanum ætla að bjóða fram. Magnús Jónsson Höfundur er veðurfræðingur. mjonsson@simnet.is Kvótanum skilað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.