Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 REIÐI fólksins í landinu hlýtur að fel- ast fyrst og fremst í því óréttlæti sem það sér að er að ganga yfir það, án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Það er búið að hafa af því 10, 20 eða 30% af því fé sem það átti þegar það keypti sér í sakleysi sínu þak yfir höfuðið. Ekki nóg með að það hafi verið arðrænt, heldur kóróna bankar og stjórnvöld það líka með því að leyfa ekki þessu sama fólki að losna með reisn undan þessu ráni. Þá á ég við að það fær ekki að selja eign sína með yfirtöku lána. Vel getur verið að fullt af fólki sem hefur góð laun og lítið eigið fé vilji yfirtaka þessi lán, en það er stoppað af vegna þess að lánin eru komin upp í 100% af verði íbúðar og jafnvel hærra. En hvað? Hvers vegna leyfið þið þetta ekki? Þið sát- uð aðgerðalaus og leyfðuð því að gerast að þetta sama fólk missti eigið fé sitt. Þið ættuð að skammast ykkar fyrir þetta, fasteignamark- aðurinn er frosinn og ef þið gæfuð grænt ljós á yfirtöku lána myndi fasteignamarkaðurinn lifna við. Ég þekki fullt af ungu fólki sem af þessum ástæðum getur ekki um frjálst höfuð strokið og eins þekki ég dæmi þess að ungt fólk sem hef- ur endað hjónaband sitt neyðist til að eiga saman eignina áfram af því að enginn getur keypt og borgað þessi 20%. Þau gætu selt eins og skot ef einhver fengi að yfirtaka lánið. Það eina sem þið þurfið að gera er að segja bönkunum að leyfa þetta, þá mun fullt af fólki losna undan þessum byrðum og líf færast í fasteignamarkaðinn aftur. Það er ekkert rangt við þetta, lánið er þeg- ar til staðar ef þið ráðamenn og bankamenn skiljið það ekki eða vilj- ið ekki sjá það. En þið skuldið sennilega ekkert í ykkar eignum og þar af leiðandi skiljið þið þetta ekki og ykkur þykir erfitt að setja ykkur í spor þeirra sem nú eru að horfast í augu við vandann. Annað mál sem mér finnst alvar- legt og illa brotið á borgurum þessa lands og hlýtur að vera brot á jafnræðisreglunni samkvæmt tekju- skattslögunum. Það eru svik ríkisstjórn- arinnar við þjóðina er varðar að flytja öll íbúðalán til Íbúðalána- sjóðs. Það er vel vitað í dag að fólk sem er hjá bönkunum fái ekki sömu úrræði og fólkið hjá Íbúðalánasjóði. T.d. ef fólk missir atvinnu sína þá getur það fengið 3ja ára frystingu hjá Íbúðalánasjóði en þessi mögu- leiki er alls ekki í boði hjá bönk- unum. Er þetta ekki brot á jafn- ræðisreglunni? Af hverju sitja ekki þjóðfélagsþegnar allir við sama borð, sérstaklega þar sem nú er rík- ið eigandi bankanna. Svikin eru þau að ríkisstjórnin setti reglugerðir og lög en passaði sig á því að hvorki einstaklingarnir né Íbúðalánasjóður gætu beðið um þennan flutning heldur eingöngu bankarnir. Hvaða banki hefur beðið um þennan flutning? Enginn og enginn mun gera það, það sér hvert leik- skólabarn, en þið platið fólkið og það er fullt af fólki sem bíður og vonar að það fái sömu úrræði og fólkið sem var svo lánsamt að versla við Íbúðalánasjóð. Af hverju þurfið þið að ráða sér- fræðinga í hvert einasta mál sem kemur upp á borðið og af hverju þurfið þið að skipa í nefndir í nán- ast hverju máli? Höfum við ekki rétt á því að fara fram á það að þið, sem sitjið á þingi, vinnið sjálf í þessum málum, eða hvað? Af hverju getið þið ekki séð þetta með augum fólksins í landinu og reynt, ég segi bara reynt að setja ykkur í þess spor. Nú hefur fólk þurft að skila inn bílunum sínum af því það ræður ekki við lánin og þetta fólk fær svo 2 milljóna króna reikning í hausinn. Það er grátlegt að horfa upp á þetta blásaklausa fólk fá svona reikning á sama tíma og þið horfið aðgerðalaus upp á fámennan hóp ryksuga millj- arða á milljarða ofan út úr þessu landi. Hvað ætlið þið að gera í því? Þegar Kompás komst of nálægt þessum spillingaröflum og fleiri málum sem biðu, þá var hann keyptur burt. Það þarf enginn að segja mér það að þeir hafi hætt með þann þátt út af kostnaði. Nei, nú voru alvarlegu málin að fara líta dagsins ljós og mín skoðun er sú að hann hafi verið keyptur burt. Þessi líka góði verðlaunaþáttur sem hef- ur komið því til leiðar að réttlæti nái fram að ganga í hinum ýmsu málum. Ég er viss að ég tala fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi ég vil ekki kjósa fyrr en þið birtið opinberlega þann lista sem Davíð Oddsson minntist á í Kastljósi, öll þessi hlutafélög sem fengu óeðli- lega afgreiðslu lána og þar fram eftir götunum, lista yfir alla spillta embættismenn og þið hljótið að gera þá kröfu til ykkar sjálfra að birta eignir og skuldir ykkar fyrir þjóðina áður en hún á að fara treysta ykkur fyrir þjóðmálum, sama hvað þið heitið og sama í hvaða flokki þið eruð. Svo komið þið Davíð burt, manni sem tók peninginn sinn úr KB- banka þegar honum blöskraði hvernig þessir bankamenn skömmtuðu sér launin. Manni sem vill ekki að barnabörnin mín og ykkar borgi skuldir óráðsíumanna. Manni sem þáði ekki mútur, manni sem sá strax nauðsyn þess að skipa þjóðstjórn. Nei, þið skellið ekki skuldinni á hann, hann flaug ekki með í þessum einkaþotum hér út um allar koppagrundir í veislur er- lendis, á snekkjur og á dýr hótel. Ykkur mun farnast vel þegar og ef þið setjið ykkur í spor hins venjulega borgara. María Haralds- dóttir skrifar um efnahagsmál » ftÞið ættuð að skammast ykkar fyrir þetta, fasteigna- markaðurinn er frosinn og ef þið gæfuð grænt ljós á yfirtöku lána myndi fasteignamark- aðurinn lifna við. María Haraldsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri. Bréf til ráðamanna þjóðarinnar maðurin sat m.a. sem borgarstjóri og formaður skiplagsráðs á vegum R- lista voru gerð ýmis mistök sem ekki er rúm til að rekja hér. Eitt af vondu dæmunum voru þó áform um bygg- ingu fjögurra hæða hótels á Lauga- vegi 4-6, og að rífa þar með einhver elstu húsin við götuna. Skipulagsmistök eru með því dýr- asta sem um getur og þegar ráðist er í leiðréttingar kostar það fé, en er eigi að síður réttlætanlegt einkum þegar í húfi eru menningarverðmæti og þá til lítils að tala um fermetraverð. Er hægt að verðmerkja menning- arverðmæti sem auðga mannlífið í borginni? Spyr einhver nú hvað fer- metrinn í Bernhöftstorfunni kostaði? Það var því hárrétt hjá Hönnu Birnu, núverandi borgarstjóra, þegar hún hélt því á fundi borgarstjórnar hinn 17. mars sl. fram að þetta væri góð fjárfesting þegar til lengri tíma væri litið. Á sömu nótum talaði fyrrverandi borgarstjóri Ólafur F. Magnússon en tilkoma hans sem borgarstjóra og málefnasamningur sem gerður var um m.a. varðveislu götumyndar Laugavegar, hefur skipt sköpum í varðveislumálum borgarinnar og þrátt fyrir nýjan meirihluta í borginni er unnið áfram í sama anda. Við kaupin á umræddum húsum var Reykjavíkurborg að sinna laga- legri skyldu sveitarfélagsins og höggva á vondan hnút. Það var til fyr- irmyndar og nú þegar hart er í ári er það einnig til sóma að viðgerðir þeirra skulu eiga að hefjast á árinu. Nauðsynlegt er að menn við- urkenni mistök og læri af þeim. Slái sig ekki til riddara eða berjist við vindmyllur. Nú er lag að allir snúi bökum saman og vinni saman að því að efla húsverndunarstefnu borg- arinnar svo komið sé í veg fyrir frek- ari skipulagsslys. »Misskilningur borgarráðsmanns- ins virðist felast í að friðun húsanna hefði sparað borginni stórfé þar sem Húsafrið- unarsjóður hefði borgað brúsann. Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður húsafriðunarnefndar og núv. áheyrnarfltr. F-lista í skipulagsráði. LÖNG hefð er orð- in fyrir því að halda upp á daga veðurs og vatns. Alþjóðaveð- urdagurinn var hald- inn hátíðlegur í gær, en alþjóðavatnadag- urinn síðastliðinn sunnudag. Þema vatnadagsins eru vötn sem þjóðir deila með sér. Við er- um eyland, þó deilum við hafinu með öðrum þjóðum og verðum því að gæta þess að afrennsli landsins sé þannig að það valdi sem minnstri mengun sjávar. Mikið átak hefur verið gert í frárennsl- ismálum Íslendinga á liðnum ára- tugum þó oft fari það hljótt. Þó er enn víða pottur brotinn, sér- staklega varðar það smáar ár og læki í þéttbýli. Inngrip í afrennsli landsins er talsvert vegna vatns- aflsvirkjana, sérstaklega verður breyting á aurframburði til sjávar. Mikilvægt er að hafa heildarsýn yfir afrennsli landsins og efnaeig- inleika þess og um árabil hefur verið unnið að vöktun á nokkrum af helstu ám landsins í náinni samvinnu við orkufyrirtæki. Brýnt er að efla þessa vöktun þannig að við getum af öryggi sagt þeim sem við deilum hafinu með að áhrif okkar séu innan marka. Þema veðurdagsins er veður, loftslag og loftið sem við öndum að okkur. Tími kolareyks er löngu liðinn í Reykjavík, en nú er glímt við mengun frá farartækjum og malbiki, en ryk- og tjöruagnir frá umferðinni hafa aukist jafnt og þétt við lítinn fögnuð borgarbúa. Loftmengun er líka frá nýtingu auðlinda. Fiskimjölsverksmiðjur voru lengi mengunarvaldur og ollu fólki óþægindum, en nú veldur jarðhitanýting loftmengun sem bæði plagar fólk og umhverfið. Nokkrar mælingar á efnaeig- inleikum lofts hafa verið gerðar á vegum opinberra aðila um alllangt skeið. Óson- mælingar Veðurstof- unnar hafa t.a.m. staðið samfellt frá því 1958 og er einstök mæliröð á heimsvísu. Mælingar á út- fjólubláum geislum eru einnig gerðar, sem og mælingar á frjókornum í lofti. Ennfremur hafa sveitarfélög stundað vöktun á loftgæðum, sér- staklega í Reykjavík. Mikið vantar þó á að við höfum nógu heillega mynd af efnafræði þess lofts sem leikur um landið, þó er þekkt að áhrifa mengunar bæði frá Evrópu og Norður-Ameríku verður vart. Brýna nauðsyn ber til að koma á kerfisbundinni vöktun loftgæða á landsvísu þannig að viðmiðanir séu til og forsendur til þess að gera skammtímaspár um loftgæði. Þessar upplýsingar eru einnig mjög mikilvægar þegar leggja á mat á afrennsli og efnaframburð af landinu til sjávar. Hið órofa samspil veðurs og vatns hefur leitt til þess að tekin var um það ákvörðun á síðasta ári að sameina Vatnamælingar Orku- stofnunar og Veðurstofuna í nýrri stofnun undir heitinu Veðurstofa Íslands. Markmið með sameining- unni var að styrkja þau verkefni sem stofnanirnar stunduðu, en Veður og vatn við vorjafndægur Árni Snorrason segir frá samein- ingu Vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofu. »Markmið með sam- einingunni var að styrkja þau verkefni sem stofnanirnar stund- uðu, en jafnframt að ná fram faglegri og rekstr- arlegri samþættingu er leiddi til skilvirkari reksturs. Árni Snorrason Höfundur er forstjóri Veðurstofu Íslands. jafnframt að ná fram faglegri og rekstrarlegri samþættingu er leiddi til skilvirkari reksturs. Þessi sameining á síðan að skila markvissari vinnubrögðum hvað varðar vöktun á náttúruvá og á rannsóknum og vöktun á loftslags- breytingum. Hluti náttúruvár- innar tengist samspili veðurs og vatns. Snjóflóðavöktun er dæmi um slíkt, en þar var komið á skipulagi fyrir nokkrum árum sem leitt hefur til markvissra vinnu- bragða við mat á snjóflóðahættu og eins áætlana um viðbrögð við vá af völdum ofanflóða. Í snjó- flóðahrinu undanfarinna vikna hefur glögglega mátt sjá þessi við- brögð í raun. Nýrri stofnun er ætlað að beita sama verklagi við mat á hættu vegna flóða, en þau tengjast alla jafna samspili veðurs og vatns. Flóð verða oftast vegna úrkomu og leysinga, en einnig er oft ágangur vatns og íss þegar vetrarhörkur ríkja. Jökulhlaup verða einnig vegna samspils elds og íss, en rannsóknir og eftirlit með jarðvá hefur verið á könnu Veðurstofunnar um langt árabil og verður styrkt á nýrri stofnun. Breytingar á loftslagi draga enn fram hin nánu tengsl veðurs og vatns. Fá kerfi verða fyrir jafn- miklum breytingum þegar loftslag breytist og vatnakerfi. Mesta ógn af hlýnun loftslags er á jað- arsvæðum við eyðimerkur. Miklar breytingar eiga sér nú stað á slík- um svæðum víða um jörð, þó að nýting manna komi einnig við sögu. Það leiðir til breytinga á gróðurfari og jafnvel eyðimerk- urmyndunar. Hér eru það jökl- arnir sem helst munu breytast. Nýlegar mælingar sýna að jöklar hopa og rýrna hér mjög hratt og rannsóknarniðurstöður sýna að ef spár um hlýnun andrúmsloftsins ganga eftir munu jöklar að mestu hverfa á Íslandi á næstu tveimur öldum. Við hlýnandi veðurfar mun gróður hins vegar dafna sem aldr- ei fyrr og má búast við því að víða þar sem nú er ógróið land verði gróður áður en langt um líður. Ný Veðurstofa mun leggja mikið kapp á rannsóknir og vöktun sem snúa að loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á umhverfi og samfélag í samvinnu við aðrar stofnanir og fyrirtæki landsins. ÓKEYPIS skóla- máltíðir eru hag- sýsluráð sem er einfalt, auðskiljanlegt og sjálf- sagt. Það jafnar út að- stöðumun milli barna, sem getur orðið óþol- andi á atvinnuleys- istímum. Full niðurgreiðsla á hollum og góð- um mat handa öllum börnum er ráð sem enginn misnotar og öruggt er að nýtist. Kostnaður við fulla niðurgreiðslu handa öllum grunnskólabörnum er rúmlega einn milljarður og má lækka barnabætur til fólks með meðal- og hátekjur á móti þessum kostnaði með aukinni tekjuskerðingu. Staðreyndin er nefnilega sú að skerðing barnabóta við hækkandi tekjur er óeðlilega lítil eins og staðan er í dag. Þannig eru einstæðir for- eldrar enn að fá tekjutengdar barna- bætur þótt mánaðartekjur þeirra nemi milljón á mánuði og hjón að fá tekjutengdar barnabætur með 10 milljónir í árslaun. Hér þarf að grípa strax inn, auka tekju- skerðingu og nýta þá upphæð sem „sparast“ til að greiða niður hollan og góðan mat fyrir börn- in. Barnabætur eru út- gjaldapóstur upp á 10 milljarða þannig að auk- in tekjuskerðing getur auðveldlega útvegað þennan milljarð. Þessi einfalda ráðstöfun verð- ur til þess að ungir for- eldrar, fátækir for- eldrar, atvinnulausir foreldrar eða aðrir foreldrar freistast ekki til þess sparnaðarráðs að taka börnin sín úr mötuneytinu. Gerðu þetta strax, Steingrímur. Lúðvík Börkur Jónsson vill að öll- um foreldrum gef- ist kostur á ókeypis skólamáltíð handa börnum sínum Lúðvík Börkur Jónsson »Einstæðir foreldrar fá enn einhverjar tekjutengdar barnabæt- ur þótt mánaðartekjur þeirra nemi milljón á mánuði og hjón með 10 milljónir í árslaun. Höfundur er formaður Félags um foreldrajafnrétti. Ókeypis máltíðir í grunnskólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.