Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 26

Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 UNDARLEG eru viðbrögð sam- fykingarfólks og sumra stjórnmála- manna við hugmyndum um 20% nið- urfellingu skulda. Þau virðast hafa mun meiri áhuga á að vernda fjár- magnseigendur en fjölskyldur og fyr- irtæki í landinu. Tala um lýðskrum, popúlisma og klína allskonar smurn- ingi á þá sem leyfa sér að koma með tillögur til úrbóta. Ég held þetta fólk ætti frekar að setjast niður og reikna, en ég er orðinn nokkuð viss um að það sé kunnátta sem lítið fer fyrir hjá stjórnmálamönnum. Til að útskýra hvernig fjármál standa hjá mörgum fjölskyldum á Ís- landi tek ég eftirfarandi dæmi um fjölskyldu sem keypti íbúð á 28.000.000 í byrjun árs 2008, það var eðlilegt verð á góðri þriggja her- bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2008. Fjölskyldan átti 8.000.000 í sparifé og fékk um 70% lán, kr. 20.000.000. Það þótti einnig nokkuð eðlileg og örugg fjármögnun. Við reiknum dæmið þannig að fjöl- skyldan tók helminginn í verð- tryggðu láni hjá Íbúðalánasjóði. Hinn helminginn í myntkörfuláni hjá banka, samsetning lánsins var eft- irfarandi: 30% SEK (sænsk króna), 40% EUR (evra), 30% CHF (svissn. franki). Í mars 2009 er skuldin uppreiknuð kr. 27.466.773. Fjölskyldan hefur því tapað um sjö og hálfri milljón ef hún gæti selt íbúðina á sama verði og hún var keypt sem er mjög ólíklegt og því má ætla að fjölskyldan hafi tapað öllu sínu fé. Sá sem skuldaði 10.000.000 hjá Íbúðalánasjóði í janúar 2008 skuldar í mars 2009 kr. 11.880.766. Hækkunin er 18,80%. Afborgunin fer úr 66.800 á mánuði í 79.400 eða hækkar um 18,86%. Sá sem skuldaði 10.000.000 í mynt- körfuláni (sjá töflu). Afborgunin hefur hækkað úr (afb. 33.333 + 5% vextir 41.666) 75.000 á mánuði í r. 116.894 (afb. 51.953 + 5% vextir 64.941) eða um 55,85% Heildarafborgun hefur því hækkað úr 141.800 í 196.341 eða um 38,46% Fjármagnseigandinn fær hækkun á sinni eign í íslenskum krónum um 37,33% Fjölskyldan tapar aleigu sinni. Nokkrar staðreyndir Fjölskyldur sem skulda vegna íbúðarkaupa hafa skaðast mjög mik- ið, lenging í lánum breytir ekki stöð- unni, hún gerir þeim fjölskyldum hugsanlega kleift að hanga á íbúðum sínum um einhvern tíma, en lagar ekki stöðuna. Fjárglæframenn, hvattir af stjórnvöldum, hafa lagt efnhagslíf landsins í rúst. Rænt lífeyrissjóði, sparifjáreigendur og ryksugað upp nær alla peninga sem þeir hafa náð í. Allan tímann gerðu stjórnvöld ekkert til að sporna við þessu. Það er ekki hægt að segja að þau hafi sofið á verðinum, frekar hafi þau verið í „blakkáti“, sofið fylliríisdauða og haldið áfram í partínu hvenær sem þau opnuðu örlítið augun. Flestir stjórnmálmenn í Samfylk- ingu, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum virðast nú vera sammála um það eitt að vernda hag fjár- magnseigenda, ekki gera neitt fyrir heimilin og fyrirtækin sem skulda. Þau segja: Látum þá borga sem geta, hinir fara bara á hausinn. Hvað má kalla svona stefnu, ofsakapítal- isma, ofurskattheimtu … eða bara sama hálfvitaganginn í stjórnun landsins áfram og verið hefur? Fólk kvartar yfir að setja eigi á há- tekjuskatt, það er bara brandari miðað við þetta brjálæði sem skulda- hækkunin er. Hvað svo? Á að afhenda „nýju bönkunum“ þessar skuldir sem hafa hækkað um nær 40% á einu ári vegna lélegra stjórnarhátta? Ætlar ríkið að hækka skuldir fyrirtækja og almennings um 40%, setja sem eign í „nýju bankana“ og selja svo einka- vinum sínum allt gúmelaðið á spott- prís eins og áður? Nú tala margir um að þeir sem skulda mest „græði mest“ ef skuldir væru afskrifaðar flatt um 20%. Skuldir þeirra sem skulda mikið og þeirra sem skulda lítið hafa hækkað um sömu prósentutölu vegna óstjórnar landsins undanfarið. Ef skuldir eru lækkaðar kemur það í sama stað niður og ef ekki hefði ver- ið óðaverðbólga og gengið hefði ekki fallið jafn mikið og það gerði. Hins- vegar tala menn um að þeir sem hafa ekki tekið lán undanfarin ár tapi af því að ekki verði felldar skuldir nið- ur á þá. Þeir sem ekki skulda neitt að ráði eru þeir sem keyptu fast- eignir fyrir hækkanirnar og fyrir „brjálæðistímann“, eru eldri eða taka af öðrum ástæðum lítinn þátt í fjárfestingu í þjóðfélaginu. Það er gott að skulda lítið og ekkert að því – það fólk er vel sett. Hættan er að yngra fólkið sem keypti húsnæði á sl. 5 árum og á að halda þjóðfélaginu gangandi á næstu árum verði að gef- ast upp og þá er ekkert fyrir það að gera nema flytja úr landi og helst nógu langt í burtu. Þá verðum við eftir, eldra fólk og þeir sem skulda lítið, og fáum að kljást við skuldahal- ann ein. Björn Valdimarsson skrifar um efnahagsmál Björn Valdimarsson » Á að afhenda „nýju bönkunum“ þessar skuldir sem hafa hækk- að um nær 40% á einu ári vegna lélegra stjórn- arhátta? Höfundur er grafískur hönnuður og ekki framsóknarmaður. Þunnir stjórnmálamenn Janúar 2008 SEK 9,721 (30%) 308.610=2.999.997 EUR 91,20 (40%) 43.860=4.000.032 CHF 5,55 (30%) 54.005=2.999.977 Samtals 10.000.006 Mars 2009 SEK 12,648 (30%) 308.610=3.903.299 EUR 145,24 (40%) 43.860=6.370.226 CHF 98,37 (30%) 54.005=5.312.472 Samtals 15.585.997 Hækkunin er 55,85% ÉG STUNDAÐI nám við Viðskiptahá- skólann á Bifröst í lok nóvember 2001 þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson kom þangað með fyrirlestur og kynnti fyrir okkur nemendum hvernig Ís- land gæti orðið ríkasta land í heimi – svipað Lúxemborg og Sviss. Mér kom þessi fyrirlestur mjög undarlega fyrir sjónir þar sem bannað var að fjárfesta í þeim eina atvinnuvegi sem ég gat ímyndað mér að útlend- ingar hefðu áhuga á að fjárfesta í – íslenskum sjávarútvegi. Á þessum sama tíma höfðu lífeyrissjóðirnir fengið rýmri heimild til að fjárfesta í útlöndum og afleiðingar þess (og eflaust af fleiri ástæðum sem hag- fræðingar kunna betur en ég) voru þær að blessuð krónan veiktist mjög sem aftur leiddi af sér verðbólgu sem olli mér ótta. Fátt gat ég hugs- að mér verra en að fara aftur til þess tíma þegar ég var að alast upp og það eitt skipti máli að losa sig við peninga jafnharðan og þeirra var aflað. Ég trúði ekki Hannesi Hólmsteini á þessum tíma. Mér fannst fráleitt að Ísland gæti orðið „ríkasta land í heimi“ vegna bankastarfsemi. Ég var reið stjórnmálamönnum á þessum tíma fyrir að tala fjálglega um að þeir hefðu leyst vandann hvað varðaði erlendar fjárfestingar á Íslandi án þess nokkurn tíma að tala um aðild að Evrópusamband- inu. Við þekkjum öll hvað gerst hefur síðan. Ísland varð „ríkasta land í heimi“ eða þar um bil. Og banka- starfsemi varð stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar … um tíma. Krónan styrktist sem aldrei fyrr. Í byrjun vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun sem var erlend fjárfesting af stærðargráðu sem við höfðum aldrei komist í kynni við áð- ur. Efnahagsreikningar íslensku bankanna, sem nýlega höfðu verið einkavæddir, bólgnuðu út vegna styrkingar krónunnar. Þá gátu ís- lensku bankarnir nýtt sér alla helstu kosti þess að vera með ör- gjaldmiðil í alþjóðlegu viðskiptaum- hverfi þar sem allt var á floti í pen- ingum. Íslenskur sjávarútvegur átti í vök að verjast, hann var ekki sam- keppnishæfur í þessu umhverfi. Undirstöðuatvinnugrein Íslendinga hrökklaðist meira og minna út úr ís- lenskri kauphöll með árunum því enginn hafði áhuga á að fjárfesta í atvinnuvegi sem skilaði svona litlu af sér. Þá var nú meira vit í að fjár- festa í bönkunum sem skiluðu mylj- andi arði ár eftir ár, að ekki sé nú talað um hækkun á gengi hlutabréfa þeirra. Íslendingar voru flottastir, snjall- astir og bestir. Þeir kunnu allt betur en allir aðrir. Fyrirtæki á markaði hækkuðu öll meira og minna í verði um marga tugi prósenta á ári. Ég veit ekki hvort einhverjum datt í hug að íslensk fyrirtæki væru svona miklu betur rekin en önnur fyr- irtæki – alla vega ekki mér. Dansinn virtist engan enda ætla að taka. Of- læti landans á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar fór út yfir öll mörk. Við vitum öll hvað síðan gerðist. Við vit- um öll hvaða afleið- ingar þessi dans í kringum gullkálfinn, þessi ofvöxtur í krón- unni og í verðmyndun fyrirtækja á markaði hafði á okkur öll. Það varð hrun – algjört hrun á efnahag fyr- irtækja og heimila í landinu. Gjaldmiðilinn er nú bæði varinn af okurvöxtum og gjaldeyr- ishöftum. Í öll þessi ár var Sjálfstæðisflokk- urinn við stjórnvölinn. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem sá aldrei neina ástæðu til að svo mikið sem ræða aðild að Evrópusambandinu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem talaði fyrir því að „Ísland yrði rík- asta land í heimi“ með því að byggja hér upp stórt og öflugt bankakerfi. Það var og er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur í öll þessi ár neitað stað- fastlega að Ísland þyrfti kannski á því að halda að vera með annan gjaldmiðil. Það vantar eitthvað inn í þessa mynd. Nú spyr ég sjálfstæðismenn að því, 17. mars 2009, og ég bið þá um að svara mér: Hver haldið þið að sé raunveruleg ástæða þess að íslensku bankarnir náðu þeim vexti sem þeir náðu á þessum fyrstu árum 21. aldar á Ís- landi? Hafði stefna ykkar þar ekkert að segja? Hafði íslenska krónan á floti í al- þjóðlegum fjármálaheimi þar ekkert að segja? Höfðu háir vextir hér á landi þar ekkert að segja? Var það bara „vondum mönnum í íslensku viðskiptalífi“ að kenna? Hvernig ætlið þið að koma í veg fyrir að „vondir menn“ fái starfað í íslensku viðskiptalífi? Hvernig ætlið þið að sjá til þess að það sama gerist ekki aftur? Hvernig ætlið þið að tryggja dótt- ur minni lífvænlegt umhverfi hér á landi til framtíðar? Hvernig ætlið þið að tryggja henni fjölbreytt atvinnutækifæri hér á landi? Hvernig ætlið þið að sjá til þess að við sem búum hér á landi getum búið við stöðugan gjaldmiðil? Skiptir stöðugur gjaldmiðill engu máli? Eru hagsveiflur eins og lýst er hér að ofan eftirsóknarverðar til framtíðar að ykkar áliti? Ætlið þið í kosningar með óbreytta stefnu? Þarf ekkert af ofangreindu neinn- ar endurskoðunar við? Signý Sigurð- ardóttir skrifar um efnahagsmál » Við vitum öll hvaða afleiðingar þessi dans í kringum gullkálfinn, þessi of- vöxtur í krónunni og í verðmyndun fyr- irtækja á markaði hafði á okkur öll. Signý Sigurðardóttir Höfundur starfaði í alþjóða- viðskiptum um árabil. Það vantar eitt- hvað inn í þessa mynd – svör óskast ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl 2009 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 12:00. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr. 2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.