Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Sjálfstæðisbaráttu Íslendinga er ekki enn lokið. Nú er tími til kominn að full- komna flutning valds- ins frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur með heimastjórn fyr- ir 105 árum – og færa það alla leið til fólks- ins. Til þess er stjórnlagaþing. Þrjár stofnanir njóta sérstöðu vegna hlutverks síns í þágu þjóð- arinnar: Alþingi, stofnað 930 og endurreist 1845, Háskóli Íslands, settur í fyrsta sinn á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911, og Rík- isútvarpið, sett á fót á þúsund ára afmæli Alþingis 1930. Jafnræði í rökræðu Á Alþingi er nú rætt hvort – og þá hvernig – skuli stofnað til stjórnlagaþings til þess að semja í fyrsta skipti og á lýðræðislegan hátt heildstæð stjórnlög – nýja stjórnarskrá sem lögð verði fyrir þjóðina til afgreiðslu. Á Alþingi njóta jafnræðis þau sem styðja hugmyndina og þeir sem andmæla henni. Á sama tíma efna hinar tvær lykilstofnanir þjóðarinnar til umræðu um stjórnlagaþing – sem er vel. Það vekur hins vegar at- hygli mína að einungis karlar eru kallaðir til í Háskóla Íslands og Ríkisútvarpinu – þótt fjölda sér- fræðinga sé til að dreifa úr hópi kvenna. Tvö frumvörp liggja fyrir Alþingi um stjórnlagaþing – hið fyrra frá þingflokki Framsókn- arflokksins og hið síðara flutt af fulltrúum fjögurra af fimm þing- flokkum. Engir af þeim, sem standa að þessum frumvörpum, voru fengnir til framsögu eða um- ræðna í háskólanum og ríkissjón- varpinu. Flestir voru efasemd- armenn eða andmælendur hugmyndarinnar – sem virðist þó njóta mikils stuðnings meðal þjóð- arinnar á þessum umbrotatímum. Ég hefði talið eðlilegt að þessar tvær lýðræðisstofnanir gættu jafnræðis eins og gert er á Al- þingi. „of the people …“ Sú spurning vaknar til hvers ætti að stofna til stjórnlagaþings – og til hvers stjórnlög séu. Sem höfundur fyrra frumvarpsins um stjórnlagaþing og einn höfunda hins síðara vil ég svara í anda Abrahams Lincolns, forseta Bandaríkjanna – sem taldi í ræðu sinni í Gettysburg í borgarastyrj- öldinni að stjórnvöld ættu að vera „of the people, by the people and for the people“. Þessi fleygu orð Abrahams Lin- colns fela í fyrsta lagi í sér að stjórnskipulagið eigi að vera lýð- ræðislegt í þeim skilningi að al- menningur sjálfur eða fulltrúar hans stjórni landinu. Sama á við um stjórnlagaþing – hið fyrsta síð- an misheppnuðum Þjóðfundi var skyndilega slitið 1851 af fulltrúa Danakonungs. Á stjórnlagaþingi eiga að sitja og ráða ráðum sínum almennir borgarar landsins. Ókjörnir sérfræðingar eða fulltrú- ar hagsmunaafla eiga ekki að ráða lögum og lofum um framtíð- arstjórnskipan Íslands. „… by the people …“ Í öðru lagi er grundvallaratriði að þingmenn á stjórnlagaþingi séu valdir af fólkinu sjálfu, lýðnum – sem á að ráða í lýðræði. Ég hafna hugmyndum um að ríkjandi vald- hafar, stofnanir eða stjórnmála- samtök eigi að velja þá sem gera tillögur til þjóð- arinnar um framtíð- arskipulag íslenska lýðveldisins. Einnig er ég andvígur því að hlutkesti ráði vali á fulltrúum á stjórn- lagaþing; slíkt væri ávísun á sérfræð- ingaveldi. Sama gildir um þá hugmynd að þingfulltrúar sinni stjórnlagagerð í hjá- verkum eða komi ein- ungis að því að stað- festa niðurstöður sérfræðinga. Stjórnlagaþing eiga þeir að sitja sem áhuga hafa og njóta trausts almennra kjósenda til þess að semja frumvarp að nýrri stjórn- arskrá eftir lýðræðislegt framboð og umræðu um málið – og geta því talist fulltrúar þjóðarinnar. „… for the people“ Í þriðja lagi má ekki gleyma að stjórnskipulagið á að þjóna al- menningi fyrst og síðast en ekki hagsmunaaðilum, stjórnmála- stefnum eða stofnunum – sem eru aðeins leiðir að því markmiði að tryggja almenna hagsæld í lýð- ræðislegu réttarríki. Ekki sérfræðingaveldi Því nefni ég þetta að á því hef- ur borið að efasemdarfólk hafi viljað tryggja að stjórnlagaþing undirbyggi ríkjandi skipulag – eða raski því a.m.k. ekki um of. Ég tel – vitaskuld – mikilvægt að tryggt sé að þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi njóti aðstoðar færustu sérfræðinga innanlands sem utan – en að ljóst sé hverjir ráði ferðinni. Sérfræðingarnir eiga að aðstoða – en ekki ráða för. Því er mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi njóti stuðnings og verndar í hlutverki sínu sem fulltrúar á stjórnlaga- þingi – m.a. í því skyni að þeir verði ekki of háðir sérfræðingum. Ýmislegt má betur fara í stjórn- skipan Íslands og hafa margir sett fram hugmyndir sínar þar um. Um mínar hugmyndir get ég fjallað síðar. Margar þessara hug- mynda hafa verið ræddar en ýms- ar eru óræddar – og hafa jafnvel ekki komið fram í almennri um- ræðu. Úr því verður bætt þegar kosið verður til stjórnlagaþings en ég tel mikilvægt að á komandi hausti hafi fulltrúar á stjórnlaga- þingi autt blað þegar þeir hefja störf sín. Þá vænti ég þess að um- ræða næstu vikna staðfesti þörf á stjórnlagaþingi og að rökræður á komandi mánuðum auðveldi þjóð- inni að gera upp við sig hvers konar breytinga er þörf á stjórn- skipulagi landsins. Vilji þjóð- arinnar verður ekki veðsettur. Gísli Tryggvason skrifar um stjórnlagaþing Gísli Tryggvason » Sú spurning vaknar til hvers ætti að stofna til stjórnlaga- þings – og til hvers stjórnlög séu. Höfundur á sæti í ráðgjafarhópi for- sætisráðherra um stjórnlagaþing og stjórnarskrá. Vilji þjóðarinnar verður ekki veðsettur Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Þessa dagana eru Sjúkratryggingar Íslands að endurgreiða yfir 14.000 manns kostnað vegna læknisþjónustu á árinu 2008. Skráðu þig inn á www.tryggur.is með sama aðgangsorði og þú notar hjá skattyfirvöldum og kannaðu hvort þú átt rétt á endurgreiðslu. Nánari upplýsingar um forsendur endurgreiðslu eru á www.tr.is. Einnig má hafa samband við þjónusturáðgjafa í síma 560-4460. Átt þú rétt á endurgreiðslu vegna lækniskostnaðar? Sjúkratryggingar Íslands leggja sitt af mörkum til að lágmarka kostnað við opinbera stjórnsýslu og senda því ekki bréf um rétt til endurgreiðslu á lækniskostnaði að sinni. Þess í stað eru endurgreiðslur lagðar beint inn á bankareikninga rétthafa. Ef upplýsingar um bankareikning eru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni má skrá þær á www.tr.is eða hringja í síma 560-4460. SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-116 150 REYKJAVÍK Gólfdúkur skynsamleg, -léttur í þrifum -auðveldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum. FLOORING SYSTEMS Heimilisdúkur, sígild lausn: smekkleg og hagkvæm lausn þægilegt andrúmsloft Svefnherbergið hjarta heimilisins Eldhúsið einfaldara verður það ekki Forstofan SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 Sérverslun með gólfdúk og teppi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.