Morgunblaðið - 24.03.2009, Síða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
✝ Ástþór Jón Val-geirsson fæddist í
Vogum á Vatnsleysu-
strönd 4. maí 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Garðv-
angi 12. mars 2009.
Foreldrar hans voru
Jón Valgeir Jónsson,
f. 30.8 1909, d. 21.3.
1964 og Sólrún Ein-
arsdóttir f. 16.4. 1911,
d. 29.9. 1962. Systkini
Ástþórs eru Guðfinna,
f. 31.7. 1934, Sjöfn, f.
10.4. 1936, Einar Ólaf-
ur, f. 17.10. 1937, Valdís, f. 10.11.
1938, drengur Valgeirsson, f. 20.1.
1943, d. 4.4. 1944, Dagný, f. 2.3. 1945
og Rúnar, f. 9.7. 1948.
Fyrri kona Ástþórs var Þórey
Jónsdóttir og eignuðust þau tvö
börn. Þau eru 1) Sólrún , f. 15.5 1953,
gift Jóni Sigurðssyni, f. 19.11. 1950,
sonur þeirra Jón Rúnar Jónsson, f.
29.3. 1989, áður átti Sólrún dótturina
Þóreyju Gísladóttur, f. 3.2. 1972, hún
á börnin Jóhannes, f. 7.6. 1999 og
Ingu Rún, f. 27.3. 2004. 2) Jón Ben, f.
f. 13.10. 1969. Börn hennar og
Kjartans J. Einarssonar, f. 15.6.
1968, eru Berglind Ýr, f. 8. 6. 1988
og Einar Þór, f. 13.2. 1996. 4) Ást-
þór Arnar, f. 15.4. 1973, sambýlis-
kona Eydís Ármannsdóttir, f. 20.12.
1971. Sonur þeirra Andri Snær, f.
9.9. 2007. Dóttir Ástþórs Arnars og
Ásdísar Þorgilsdóttur, f. 29.11.
1974, er Indíana Dís, f. 2.9. 1998, og
Eydís átti áður Árdísi Elvu, f. 24.2.
1991 og Árna Fannar, f. 25.5. 1999.
Ástþór bjó flest æviár sín í Kefla-
vík að undanskildum tveim árum
þar sem hann bjó í Reykjavík.
Skólagangan var ekki löng í þá
daga og um þrettán ára aldur tók
skóli lífsins við hjá Ástþóri. Hann
vann sem sendill hjá Kaupfélaginu
ásamt því að vinna við skipa-
afgreiðslu og keyra leigubíl til
nokkurra ára. Lengst vann hann
hjá Olíufélaginu Esso á Keflavík-
urflugvelli eða í rúm 40 ár. Ástþór
var mikill áhugamaður um íþróttir
og fylgdist vel með knattspyrnunni
í Keflavík alla tíð. Um miðjan aldur
kynntist hann golfíþróttinni sem
hann stundaði af miklu kappi á
meðan heilsan leyfði.
Ástþór verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í dag, 24. mars og
hefst athöfnin kl. 14.
9.10. 1958, kvæntur
Önnu Kristínu Hjálm-
arsdóttur, f. 10.10.
1960. Þau eiga þrjú
börn Agnesi, f. 8.11.
1978, hún á soninn Ás-
geir Kristinn, f. 6.8.
2008, Hjálmar f. 26.10.
1980 og Kristjönu, f.
10.12. 1986, hún á
dótturina Valdísi
Bylgju, f. 5.6. 2006.
Jón Ben átti áður Mar-
gréti Sigurveigu, f.
10.5. 1978, hún á dæt-
urnar Herdísi Júlíu, f.
27.10. 1999 og Diönu Sjöfn, f. 23.12.
2001.
Eiginkona Ástþórs er Guðný K.
Guðjónsdóttir, f. 20.2. 1938 og eign-
uðust þau fjögur börn. Þau eru 1)
Ómar, f. 27.7. 1965. Sonur hans og
Petreu S. Þórólfsdóttur, f. 1.5. 1954,
er Bjarki Freyr, f. 29.6. 1997. 2)
Þröstur, f. 13.10. 1969, sambýlis-
kona Linda Ólafsdóttir, f. 30.9. 1970.
Börn þeirra eru Sindri, f. 10.09.
1991, Sandra Lind, f.14.6. 1996 og
Guðný Kristín, f. 16.12. 2008. 3) Íris,
Í dag kveð ég þig, faðir minn, og
minningarnar þyrlast upp í huga
mínum. Ég var svo lánsöm að hafa
fengið að vera með þér fyrstu æsku-
árin mín, á Melteignum, þaðan á ég
svo margar góðar minningar. Afi og
amma bjuggu á Kirkjuveginum, þar
sem ég fæddist, þær minningar eru
svo ljúfar og góðar, og öll systkinin
þín í næstu húsum, þetta var eins og
ein stór fjölskylda, alltaf var eitthvað
um að vera. Þú starfaðir á Vellinum
og oft fékk ég að koma með þangað
og það var alltaf jafn spennandi og
fékk ég oft gotterí og fleira. En leiðir
ykkar mömmu skildu, og þú kynntist
Diddu og eignaðist með henni fjögur
frábær börn. Ég hef alltaf verið vel-
komin á heimili ykkar.
Í minningunni áttir þú alltaf fal-
lega bíla sem þú hugsaðir vel um.
Ósjaldan á góðviðrisdögum mátti sjá
þig með tuskuna á lofti og árangurinn
var spegilgljáandi bíll. Þú hafðir
gaman af tónlist og oft var hækkað í
útvarpinu.
Kannski hefðu heimsóknirnar
mátt að vera fleiri. Ég er þakklát fyr-
ir þær stundir sem við áttum saman.
Hvíldu í friði, faðir minn.
Sólrún Ástþórsdóttir.
Elsku pabbi.
Það er ákaflega skrýtin tilfinning
að sitja hérna aleinn við tölvuna um
hánótt í þögninni og skrifa minning-
argrein um þig. Það er allt í senn ein-
manalegt, erfitt og sorglegt en að
sami skapi er einhver óútskýrð sæla
og friður sem færist yfir mann þegar
maður hugsar til baka og rifjar upp í
huganum þau ár sem við áttum sam-
an í þessu jarðlífi. Þú lifðir einföldu
lífi og ekki var ásókn í hin veraldlegu
gæði að hafa áhrif á þitt lífshlaup. Þú
fórst sérstaklega vel með alla þá hluti
sem þú eignaðist og voru sparsemi og
nægjusemi nokkuð sem þú tileinkaðir
þér alla tíð og breytti þá engu hvernig
ástandið var í þjóðfélaginu í það og
það skiptið. Vissulega varst þú mikill
einfari sem virtist ekki alltaf þurfa á
miklum félagsskap að halda en þú
áttir líka aðra og ákaflega skemmti-
lega hlið á þér sem þú sýndir við há-
tíðleg tækifæri en fórst kannski full-
sparlega með og hefðir mátt sýna oft-
ar. Þú varst ávallt traustur maður,
algjör reglumaður á áfengi og tóbak
og fórst aldrei yfir leyfilegan há-
markshraða þegar þú ókst um þjóð-
vegi landsins þrátt fyrir eina og eina
ábendingu úr aftursætinu um að
bæta nú aðeins í. En þitt mottó var að
það væri betra að fara aðeins hægar
og komast alla leið. Þannig sigldir þú
í gegnum lífið á einfaldan og öruggan
hátt.
Okkar ár saman voru góð ár og
ekki hef ég yfir neinu að kvarta. Þeg-
ar ég lít til baka þá hefði ég vilja hafa
neitt öðruvísi. Þú reyndist mér og
minni fjölskyldu alltaf ákaflega vel í
alla staði.
Elsku pabbi, takk fyrir allt saman.
Þinn sonur.
Þröstur.
Elsku pabbi, það er óheyrilega sárt
þar sem ég sit hér snemma morguns
og skrifa þessar línur til þín. Við viss-
um í hvað stefndi en samt sem áður er
maður svo berskjaldaður þegar kallið
kemur.
Þegar ég hugsa til baka þá kemur
ýmislegt upp í hugann. Þú hugsaðir
alltaf vel um þig og þín. Ávallt tilbú-
Ástþór Jón Valgeirsson
Elsku afi. Okkur þykir öllum
mjög vænt um þig og okkur
finnst mjög leiðinlegt að þú
ert farinn. Þú varst alltaf svo
góður við mig og alla. Við
eigum eftir að sakna þín
mjög mikið.
Ég vona að þér eigi eftir
að líða vel hjá Guði.
Hvíldu í friði, elsku afi
minn.
Indíana Dís.
HINSTA KVEÐJA
✝ Jónfríður Gunn-arsdóttir, hús-
móðir og verkakona,
fæddist 21. september
1922. Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni
12. mars sl. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Jónsdóttir, f. 1895, d.
1971, og Gunnar Jóns-
son, f. 1886, d. 1975.
Guðrún og Gunnar
bjuggu lengst af í Ak-
urgerði í Garði. Systk-
ini Jónfríðar eru
Hulda, f. 1917, Borg-
þór, f. 1918, d. 2000, Helga, f. 1924,
d. 1998, Sigríður, f. 1928, Jóhannes,
f. 1929, Sigurlaug, f. 1932, d. 2006,
og Ásta, f. 1934, d. 1992.
Eiginmaður Jónfríðar var Einar
Ólafur Einarsson trésmiður, f. 1917,
d. 2004. Börn þeirra eru: 1) Ólöf
Björg hjúkrunarfræðingur, f. 1944,
sambýlismaður Grét-
ar Hartmannsson vél-
stjóri, sonur hennar
Njörður Árnason,
sambýliskona hans
Hulda Margrét Pét-
ursdóttir og eiga þau
tvo syni, Arnar Inga
og Daníel Erni. 2)
Gunnur Inga hár-
snyrtimeistari og
nemi, f. 1955, fyrrver-
andi maki Hjörtur
Ólafsson tölv-
unarfræðingur. Börn
þeirra eru Einar Már,
Oddgeir og Fríða Sóley. 3) Helgi
tölvunarfræðingur, f. 1960, fyrrver-
andi sambýliskona Birna Rún
Björnsdóttir. Sonur þeirra er Ísleif-
ur Kári.
Jónfríður verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag, 24. mars, kl.
15.
Mamma var falleg kona, grönn og
sterkbyggð með græn augu og ein-
staklega fallega dökka húð. Hún
sagði alltaf að það rynni franskt
blóð í æðum sínum og sýndi mér
mynd af ömmu sinni sem var með
hrafnsvart hár og svört augu.
Mamma var listræn, hún naut þess
að fara í leikhús og þau pabbi tóku
okkur systkinin ævinlega með.
Sú minning sem ég á um mömmu
þegar ég var barn er um hana með
slæðu um hárið að pússa mublurnar,
mamma að raula með útvarpinu lög-
in við vinnuna og heimilið angandi af
mublubóni. Mamma var mjög lag-
viss og kunni texta við flest kvæði.
Það var hún sem hjálpaði okkur
systkinunum að læra kvæði fyrir
skólann með því að syngja þau fyrir
okkur og þá var mjög auðvelt að
læra þau.
Mamma var félagslynd og glað-
vær kona en skapmikil. Hún var
seintekin en afar trygglynd vinum
sínum og fjölskyldu. Hún var hrein-
skilin og sagði hreint út ef henni lík-
aði ekki eitthvað. Barnabörnin fengu
að njóta umhyggju hennar því hún
tók að sér að gæta þeirra hvenær
sem á þurfti að halda. Þegar við
systkinin vorum vaxin úr grasi fór
hún að vinna í fiski og þar undi hún
sér vel, hún bókstaflega blómstraði
þau ár sem hún vann þar. Blóma-
rækt var alla tíð hennar yndi og mik-
ið naut hún þess að gera litla garð-
inn sinn fallegan á Ferjubakkanum.
Síðustu árin á meðan hún hafði
heilsu áttu hannyrðir hug hennar
allan og eru þau verk dæmi um
hversu mikil listakona mamma var.
Því miður var hún ekki heilsugóð
síðustu árin en hún dvaldi á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni 2 síðustu sjö
árin þar sem henni leið afar vel og
naut umönnunar góðs starfsfólks.
Þar lést hún 12. mars síðastliðinn
eftir stutta banalegu. Minningin um
elsku mömmu yljar hjarta mínu.
Inga.
Í dag kveð ég Fríðu, hún var
tengdamóðir mín í mörg ár.
Hún og Einar, maðurinn hennar
heitinn, tóku mér vel frá fyrsta degi
er ég kynntist þeim. Það má segja
að þau hafi gengið mér í foreldra-
Jónfríður
Gunnarsdóttir
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
EVA PÉTURSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hulduhlíð,
Eskifirði,
andaðist laugardaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn
28. mars kl. 14.00.
Aðalsteinn Valdimarsson, Elinborg Þorsteinsdóttir,
Pétur Valdimarsson, Fjóla Gunnarsdóttir,
Albert Valdimarsson, Svanhildur Þórisdóttir,
Auður Valdimarsdóttir, Guðjón V. Björnsson,
Ástdís Valdimarsdóttir, Guðni Helgason,
Hildur Valdimarsdóttir, Tove Engebretsen,
Sólveig Valdimarsdóttir, Bjarni Pétursson
og aðrir afkomendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn
21. mars.
Vigdís Kjartansdóttir, Þorvarður Þórðarson,
Pétur Sævar Kjartansson, Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir,
Ólafur Marel Kjartansson, Guðný Védís Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GEIR VALDIMARSSON,
Sandabraut 10,
Akranesi,
lést á heimili sínu föstudaginn 20. mars.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
26. mars kl. 14.00.
Lóa Guðrún Gísladóttir,
Elín Þóra Geirsdóttir, Valur Jónsson,
Guðný Elín Geirsdóttir, Hörður Jónsson,
Valdimar Eyjólfs Geirsson, Sigríður Ellen Blumenstein,
Hrafnhildur Geirsdóttir, Ólafur Rúnar Guðjónsson,
Anna Lóa Geirsdóttir, Engilbert Þorsteinsson,
Erla Geirsdóttir, Ársæll Alfreðsson,
Gísli Geirsson, Margrét Berglind Ólafsdóttir
og afabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn,
HALLBJÖRN BERGMANN ELÍMUNDARSON
húsasmiður,
áður til heimilis í Vogatungu 43,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn
21. mars.
Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju
mánudaginn 30. mars kl. 15.00.
Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Fríðhólm Sigurðardóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANHILDUR ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR,
Skálahlíð,
Siglufirði,
sem lést laugardaginn 21. mars, verður jarðsungin
frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 28. mars
kl. 11.00.
Elsa Guðmundsdóttir, Þórsteinn Ragnarsson,
Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn Björnsson,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.