Morgunblaðið - 24.03.2009, Qupperneq 37
Menning 37FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
„TILFINNINGARNAR eru mann-
eskjulegar og oftast auðskiljanlegar,
en ekki eins og þær upphöfnu til-
finningar sem maður býst við þegar
talað er um tilfinningaríka músík,“
segir Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari, sem leikur einleik með
Kammersveit Reykjavíkur á tón-
leikum í Listasafni Íslands kl. 20 í
kvöld. Þetta eru fjórðu og síðustu
tónleikarnir á tékkneskum vetri
Kammersveitarinnar. Annar einleik-
ari í kvöld er Daði Kolbeinsson óbó-
leikari, sem leikur í konsert fyrir óbó
og kammersveit eftir Martinu.
Tónskáld kvöldsins voru öll uppi á
dögum heimsstyrjaldanna, auk
Martinús Gideon Klein og Janacek.
„Janacek er um margt óvenjulegt
tónskáld og er það jafnvel enn í dag
út frá nútímaforsendum. Verkið sem
ég leik heitir Concertino fyrir píanó
og kammersveit og er fyrir sjö hljóð-
færi,“ segir Selma. „Það er sérstakt
við verkið að það er í fjórum þáttum
og í þeim fyrsta spilar bara hornið
með píanóinu, og í öðrum spilar bara
klarinettið með því, en í þriðja og
fjórða bætast við fagott, tvær fiðlur
og lágfiðla. Þetta er mjög sérstök
hljóðfæraskipan.“
Selma segir verkið með þeim síð-
ustu sem Janacek samdi. „Hann læt-
ur hljóðfærin endurskapa hljóð og
stemningar úr náttúrunni, í fyrsta
þættinum broddgölt sem hefur verið
úthýst úr bæli sínu og er í vondu
skapi, og sprellandi skógaríkorna í
öðrum.“
Selma segir sérstaklega gaman að
spila með kammersveit. Hún á lang-
an feril að baki í einleik og samspili.
Spilar úrillan broddgölt
Morgunblaðið/Heiddi
Selma og Kammersveitin Stjórnandinn Ondrej Vrabecer er vaxandi
stjarna og einnig fyrsti hornleikari í Tékknesku fílharmóníuhljómsveitinni.
Tékknesk stríðs-
áratónskáld hjá
Kammersveitinni
www.kammersveit.is
ÉG stend frammi fyrir erfiðu vali.
Ég gæti byrjað þessa gagnrýni
svona, ég geri það reyndar oft: Fil-
ippía Elísdóttir hefur byggt upp tvö
rými, óreiðukenndan hugarheim frið-
ardúfunnar Rachel Corrie en hann
rammar hún inn með gráu tómi her-
numins lands sem fyllist á ákveðnum
stöðum af röddum ósýnilegs fólks,
áhrifamikilli tónlist Möggu Stínu
Ég gæti líka byrjað svona: Enn
einu sinni efast ég um frásagnarmáta
íslensks leikhúss. Hann takmarkar.
Kraftur Þóru Karítasar er mikill.
Hún hefur stærð. Hún heldur athygli
áhorfandans frá upphafi til enda, á
auðvelt með að bregða sér úr einu
hugarástandi í annað, leika fleiri en
eitt hlutverk, koma út á manni tárum
En ég vel hvorugan kostinn. Mér
tekst ekki að halda áfram með þessar
byrjanir. Hvorki að ræða áfram hug-
vitsamlega, barnaherbergis-
tengingu Filippíu, það smáa örugga
andspænis því stóra ógnþrungna né
heldur þetta með lestur verksins, að-
ferðir sviðsins, hæfileika listafólks-
ins.
Öll hefðbundin orð og afstaða í um-
fjöllun verða köld og hallærisleg –
skapa fjarlægð á inntak þessa ein-
leiks. Jafnvel daginn eftir þegar ég
hef lesið verkið í fullri lengd og sé,
eins og mig grunaði, að útstrikanir
hafa leitt til þess að dregið hefur ver-
ið úr dýpt og þróun persónu Rachel
Corrie, nægir það ekki til að brýna
mig til að nota orð til að rýna í að-
ferðirnar. Hverju skiptir orðræða
um þær andspænis spurningum sem
verkið kastar upp? Spurningarinnar
um til hvers er lifað? Hvernig við
getum lifað árum, áratugum saman,
við öryggi og velsæld og ekki lyft
fingri, heldur þagað andspænis þeim
hörmungum sem stríðstólamangarar
og leiðtogar heimsins leyfa Ísraels-
mönnum að leiða yfir palestínsku
þjóðina? Látið sem hún sé ekki til?
Á tímum þegar hugsjónir og
draumar um annað en það að verða
ríkur voru nánast bannorð á Íslandi.
– Á þeim tímum átti Þóra Karitas
Árnadóttir sér draum um að koma á
svið verki um hugsjónakonu; leitandi
hugrakka stúlku frá Bandaríkjunum
sem, einsog nokkrar ungar mann-
eskjur á Íslandi hafa gert, fer í ferð
til Palestínu, þroskast og finnur
sjálfa sig; en aðeins nokkrum dögum
áður en hún snýr heim aftur – þar
sem hún reynir að skapa palestínskri
fjölskyldu öryggi með nærveru sinni
– er hún myrt á hroðalegan hátt af
Ísraelsmönnum. Verkið byggist á
raunverulegum atburðum, neð-
anmálsgrein í fjölmiðlum, dagbók-
arbrotum Rachel Corrie frá Olymp-
iu. Þóra Karitas hefur nú fengið til
liðs við sig góða listamenn og palest-
ínska flóttamenn og skapað sér að-
stæður til að sýna það á Litla sviði
Borgarleikhússins, fyrir það á hún
mikinn heiður skilinn. Ég hvet fólk til
þess að ganga á fund þessarar ungu
leikkonu, sem með hjálp góðra
manna gat látið draum sinn rætast,
og hlusta á söguna af annarri ungri
konu sem lét sig heiminn varða. Því
svo notuð séu orð Rachel Corrie
sjálfrar um ástandið í Palestínu:
„Þessu verður að linna. Mér fyndist
það ekkert ýkt ef við legðum öll niður
okkar störf, núna strax, til að helga
okkur því að láta þessu linna.“
Þessu verður að linna
Borgarleikhúsið
Ég heiti Rachel Corrie
Eftir Alan Rickman og Katherine Viner.
Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri:
María Ellingsen. Leikmynd og búningar:
Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Magga
Stína. Myndband: Jóhanna Helga Þor-
kelsdóttir. Sviðsumgjörð: Snorri Freyr
Hilmarsson. Leikari: Þóra Karítas Árna-
dóttir. Litla sviðið, 19. mars, 2009 kl.
20.
MARÍA
KRISTJÁNSDÓTTIR
LEIKLIST
Hjálpræði „Ég hvet fólk til þess að ganga á fund þessarar ungu leikkonu,
sem með hjálp góðra manna gat látið draum sinn rætast, og hlusta á söguna
af annarri ungri konu sem lét sig heiminn varða,“ segir m.a. í dómi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Hart í bak (Stóra sviðið)
Þrettándakvöld (Stóra sviðið)
Sædýrasafnið (Kassinn)
Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan)
Eterinn (Smíðaverkstæðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Mið 25/3 kl. 20:00 U
Mið 1/4 kl. 20:00 Ö
Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Ö
Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö
Þri 24/3 kl. 21:00 fors. Ö
Fim 26/3 kl. 21:00 fors. U
Fös 27/3 kl. 21:00 frums. U
Lau 28/3 kl. 21:00 Ö
Lau 28/3 kl. 13:00 U
Lau 28/3 kl. 14:30 U
Lau 28/3 kl. 16:00 auka. U
Fim 26/3 kl. 21:00 Ö
Fös 27/3 kl. 21:00
Fim 2/4 kl. 20:00 Ö
Mið 15/4 kl. 20:00 Ö
Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn.
Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Ö
Fös 3/4 kl. 21:00 Ö
Sun 5/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 18/4 kl. 21:00
Lau 18/4 kl. 13:00
Lau 18/4 kl. 14:30
Lau 25/4 kl. 13:00
Fim 2/4 kl. 21:00
Fös 3/4 kl. 21:00
Fim 23/4 kl. 20:00
Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn
Fös 24/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 21:00.
Lau 25/4 kl. 14:30
Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu
Ath. snarpt sýningatímabil
Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands
Fim 16/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 18/4 kl. 17:00 U
Sun 19/4 kl. 14:00 U
Sun 19/4 kl. 17:00 U
Lau 25/4 kl. 14:00 U
Lau 25/4 kl. 17:00 U
Sun 26/4 kl. 14:00 U
Sun 26/4 kl. 17:00 U
Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U
Sun 3/5 kl. 14:00 U
Lau 28/3 kl. 14:00 U
Lau 28/3 kl. 17:00 U
Sun 29/3 kl. 14:00 U
Sun 29/3 kl. 17:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Lau 18/4 kl. 14:00 U
Sun 3/5 kl. 17:00 U
Þri 5/5 kl. 18:00 U
Sun 10/5 kl. 14:00 U
Sun 10/5 kl. 17:00 U
Lau 16/5 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 17:00 U
Sun 17/5 kl. 14:00 U
Sun 17/5 kl. 17:00 U
Sun 24/5 kl. 14:00 U
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna
Miðaverð aðeins 2.000 kr.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður – Miðasala hefst á morgunn
Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið)
Fim 26/3 kl. 20:00 10.kort Fim 2/4 kl. 20:00 ný aukas Lau 18/4 kl. 19:00 ný aukas
Sun 29/3 kl. 20:00 Fös 3/4 kl. 19:00 ný aukas Lau 25/4 kl. 19:00 ný aukas
Krassandi leikhúsveisla!
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 19:00 Lau 4/4 kl. 19:00 ný aukas Fös 24/4 kl. 19:00 ný aukas
Lau 28/3 kl. 22:00 Fös 17/4 kl. 19:00 ný aukas
Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008!
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Fim 7/5 kl. 20:00 fors. Lau 16/5 kl. 16:00 7kort Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 8/5 kl. 20:00 frums Sun 17/5 kl. 20:00 8kort Fös 29/5 kl. 20:00
Lau 9/5 kl. 20:00 2kort Mið 20/5 kl. 20:00 9kort Mið 3/6 kl. 20:00
Sun 10/5 kl. 20:00 3kort Fim 21/5 kl. 20:00 10kort Fim 4/6 kl. 20:00
Mið 13/5 kl. 20:00 4kort Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00
Fim 14/5 kl. 20:00 5kort Lau 23/5 kl. 20:00 Sun 7/6 kl. 20:00
Fös 15/5 kl. 20:00 6kort Sun 24/5 kl. 16:00
Miðasala hefst á miðvikudaginn
Einleikjaröð - Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið)
Fim 26/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 ný aukas
Fös 27/3 kl. 19:00 Sun 5/4 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 19:00 ný aukas
Umræður að lokinni sýningu 15/3
Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla svið)
Fös 27/3 kl. 19:00 stóra
svið
Fim 2/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 22:00
Lau 28/3 kl. 19:00 Fös 3/4 kl. 19:00 Ný aukas Mið 22/4 kl. 19:00
Lau 28/3 kl. 22:00 Fös 3/4 kl. 22:00 Ný aukas Fös 24/4 kl. 19:00
Mið 1/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 19:00
Miðasala í fullum gangi. Tryggðu þér miða núna.
Einleikjaröð - Rachel Corrie (Litla sviðið)
Fös 27/3 kl. 22:00 4.kort Lau 28/3 kl. 16:00 5.kort Lau 4/4 kl. 20:00 nú auka
Uppsetning Ímagyn í samstarfi við Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti (Samkomuhúsið)
Fim 26/3 kl. 20:00 Lau 4/4 kl. 21:30 Lau 11/4 kl. 21:30
Fös 27/3 kl. 20:00 Sun 5/4 kl. 20:00 ný aukas Fös 17/4 kl. 20:00
Lau 28/3 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 Lau 18/4 kl. 19:00
Lau 28/3 kl. 21:30 Fim 9/4 kl. 19:00 Lau 18/4 kl. 21:30 Ný aukas
Fös 3/4 kl. 20:00 Fim 9/4 kl. 21:30 ný aukas
Lau 4/4 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00
Tenórinn (Samkomuhúsið)
Fös 10/4 kl. 20:00
Gestasýning
Skoppa og Skrítla í söngleik (Rýmið)
Fim 9/4 kl. 13:00 1.sýn. Lau 11/4 kl. 13:00 3.sýn.
Fim 9/4 kl. 14:30 2.sýn. Lau 11/4 kl. 14:30 4.sýn.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Fimmtudagur 26. mars kl. 19.30
New York - Paris - New York
Stjórnandi: Benjamin Shwartz
Einleikari: Karin Lechner
Darius Milhaud: Sköpun heimsins
George Gershwin: Ameríkumaður í París og Píanókonsert í F
Leonard Bernstein: Sinfónískir dansar úr West Side Story
■ Föstudagur 27. mars kl. 21.00
New York - New York - Heyrðu mig nú!
Heyrðu mig nú! eru um klukkutíma langir tónleikar fyrir ungt
fólk. Tónlistin er kynnt með tóndæmum og léttu spalli fyrir
tónleika, og síðan er talið í.
Á dagskrá er Píanókonsert eftir Gershwin og Sinfónískir
dansar eftir Bernstein.
Einleikari er Karin Lechner og stjórnandi er Benjamin Shwartz
Að tónleikunum loknum er partý í anddyri þar sem þú getur
spurt stjórnanda og spilara -Hvað var nú þetta?
Miðaverð 1000 kr.