Morgunblaðið - 24.03.2009, Side 38
38 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIR stuttu fóru þrír nemendur í gítarleik
við tónlistardeild LHÍ í viku vinnuferð til
Spánar auk Péturs Jónassonar kennara þeirra.
Gítarleikararnir ungu eru þeir Grétar Geir
Kristinsson og Jón Gunnar Biering Margeirs-
son, sem útskrifast í vor, og Kristinn Freyr
Kristinsson, sem er á öðru ári.
Pétur Jónasson segir að ferðin hafi verið lið-
ur í árlegri sérverkefnaviku. Í ljósi þess að
hann býr á Spáni hafi verið ákveðið að þeir fé-
lagar myndu eyða sérverkefnavikunni á heima-
slóðum gítarsins.
Að sögn Péturs var þetta ekki nein skemmti-
ferð þó að hún hafi verið skemmtileg, því það
var stíft prógramm alla daga. „Þeir lentu seint
á mánudegi 2. mars og í hádeginu á þriðjudegi
voru þeir mættir í masterclass-námskeið hjá
Javier Jaureguí, gítarleikara og yfirmanni tón-
listardeildar St. Louis-háskólans í Madrid. Þeir
voru óneitanlega slæptir,“ segir Pétur og hlær
við, „en það má segja að þetta hafi verið liður í
því að kynna fyrir þeim hvernig það er að vera
konserthljóðfæraleikari, maður verður alltaf að
vera tilbúinn til að stíga á svið.“
Tónlistarhjarta Spánar
Annað masterclass-námskeið beið þeirra fé-
laga svo á miðvikudeginum, en nú í Alicante,
með Ignacio Rodes, yfirmann gítardeildar Con-
servatorio Superior de Música de Alicante sem
kennara. Fimmtudaginn voru þeir síðan í
vinnubúðum í Bayacas í Granada-héraði á
sunnanverðum Spáni, en Pétur segir að þar
slái tónlistarhjarta Spánar.
Föstudaginn 6. mars þurftu þeir síðan að
sýna hvað þeir kunna því þá voru opinberir
tónleikar í Bayacas þar sem hver spilaði í hálf-
tíma, meðal annars spænska gítarklassík, verk
eftir Albéniz, Granados, Tárrega. „Það voru
mjög erfiðir tónleikar, þeir þreyttir eftir mikla
keyrslu dagana á undan, veðrið vont, rok og
rigning, það þvældist hundur inn í salinn í
miðjum tónleikum,“ segir Pétur og bætti við að
það hafi eðlilega haft áhrif á spilamennsku
þeirra félaga. „Áheyrendur voru fólkið í bæn-
um og þeir tóku þeim vel. Mér þótti vænt um
það að gömul kona kom að máli við mig og
hafði orð á því að þeir væru að spila með hjart-
anu, því það er einmitt það sem þeir voru að
gera og það sem skiptir svo mestu máli.“
Lokatónleikar í ferðinni voru svo í íbúð Pét-
urs í Madríd sunnudaginn 8. mars og þá leikin
sama dagskrá og í Bayacas. Pétur segist hafa
verið eilítið nervus yfir þeim tónleikum, enda
hafði hann boðið mjög kröfuhörðum áheyr-
endum, fólki sem hann þekki úr tónlistarlífi
Madrídar, „en þeir stóðu sig allir ofsalega vel“.
Þrír ungir gítarleikarar eru nýkomnir úr krefjandi vinnuferð til Spánar
Hundur þvældist inn á miðja tónleika í Granada „Stóðu sig allir ofsalega vel“
Á vinnustofunni Gítarleikararnir með spænska gítarsmiðnum Joaquin García.
Þrekraun Gítarleikaranir Grétar Geir Krist-
insson, Jón Gunnar Biering Margeirsson og Krist-
inn Freyr Kristinsson í vinnuferðinni miklu.
Spilað með hjartanu
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞAÐ verða teiknimyndir í bland við
leikið efni. Hlutföllin í stiklunni af
teiknuðu efni eru heldur meiri en í
heildina séð í myndinni. Það eru
ákveðin „húmor-element“ sem eru
teiknuð, t.d. það sem Böddi, að-
alpersónan, hugsar og bloggin hans
eru gerð sjónræn með teiknimynd-
um og fleiri myndrænum hliðum,“
segir Snorri Þórisson hjá kvik-
myndafyrirtækinu Pegasusi. Hann
er einn framleiðenda kvikmyndar-
innar Rokland sem tökur hefjast á í
ágúst. Myndin er gerð eftir sam-
nefndri bók Hallgríms Helgasonar.
Nýlega birtist á vefsíðunni You-
Tube kynningarstikla á myndinni
sem lofar góðu. „Þessi stikla var
gerð til að fjármagna myndina. Ég
var úti í Berlín nýverið á samfram-
leiðsluráðstefnu þar sem ég sýndi
stikluna og það gekk ljómandi vel.
Samningum verður vonandi lokað
núna á næstunni í framhaldi af þess-
ari ráðstefnu. Við erum komin með
Finna með okkur og svo er verið að
spjalla við Frakka og fleiri,“ segir
Snorri og bætir við að það líti mjög
vel út með fjárfesta.
Tekin upp á leiðinni suður
Marteinn Þórsson skrifaði hand-
ritið að myndinni og mun leikstýra
henni. Um teiknuðu hliðina sér Her-
mann Karlsson. Myndin verður
nokkuð trú bókinni að sögn Snorra.
„Aðalpersónan kemur vel sköpuð út
úr bókinni fyrir kvikmyndina og lífs-
hlaup hennar er að mestu tekið úr
bókinni þó brugðið sé eitthvað út af
því.“
Með aðalhlutverk fer Ólafur Darri
Ólafsson og í öðrum hlutverkum
verða flestir þeir sem koma fyrir í
stiklunni á YouTube. Myndin verður
tekin að hluta til á Sauðárkróki og á
leiðinni frá Króknum og suður. Inni-
senur verða teknar annars staðar á
landinu.
Snorri segir Rokland verða með
kaldhæðnu gríni og ádeilu á þetta
eyðsluþjóðfélag sem við höfum lifað
í. „Stefnan er svo að hún komi í bíó
um næstu áramót.“
Verður teiknimynd að hluta
Rokland Úr stiklu myndarinnar, sem er tilbúin þótt tökur séu ekki hafnar.
Rokland væntanleg í kvikmyndahús um næstu áramót
Fólk
EINS og löngu er kunnugt verður myndlistarmaðurinn
Ragnar Kjartansson fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum í ár. Nú er ljóst hverskonar sýningu Ragnar
verður með en það er vefsíðan ArtInfo sem opinberar
það.
Ragnar skiptir sýningunni upp í þrjá hluta. Í einu verk-
inu, sem ber nafnið The End, verður hluta íslenska skálans
breytt í stúdíó myndlistarmanns þar sem karlkyns fyr-
irsæta situr daglega fyrir í baðfötum á meðan hún reykir
sígarettur og drekkur bjór. Ragnar málar fyrirsætuna á
striga á hverjum degi í þann tíma sem tvíæringurinn
stendur yfir. Afrakstur gjörningsins, myndirnar,
mun svo safnast saman í rýminu.
Í öðru herbergi í skálanum verður vídeó- og
hljóðinnsetning sem er unnin af Ragnari og Dav-
íð Þór Jónssyni tónlistarmanni.
„Við erum nýkomnir heim frá Kanada
þar sem við dvöldum í mánuð og unnum
verkið. Við tókum upp vídeó og hljóð á
fimm mismunandi stöðum í Klettafjöll-
unum,“ segir Davíð. Hann og Ragnar eru
alltaf í mynd í vídeóinu og er það nútímaleg
sveitatónlist sem fær að óma. „Við erum þarna
tveir kántríbræður að spila víðsvegar í Kletta-
fjöllunum,“ segir Davíð sem vill ekki gefa
meira upp um verkið. Hann fylgir verkinu svo
eftir til Feneyja og hjálpar til við uppsetninguna
á því. Þriðji hluti sýningar Ragnars er sýning á
bréfum sem hann og listamaðurinn Andjeas
Ejiksson hafa sent hvor öðrum síðan 2008.
Feneyjatvíæringurinn stendur frá 7.
júní til 22. nóvember.
Lagið „I Forget it’s There“ af
nýjustu plötu Lay Low, Farewell
Good Night’s Sleep er í fyrsta sæti
yfir þau 10 lög sem breska tónlist-
artímaritið Mojo mælir með í nýj-
asta tölublaði. Listinn sem birtist
reglulega í blaðinu er valinn af rit-
stjórn Mojo og nær yfir öll þau lög
sem eru í útvarpi, kvikmyndum eða
einfaldlega í umræðunni hverju
sinni. Á listanum að þessu sinni eru
ekki ómerkari tónlistarmenn en
Screamin’ Jay Hawkins og Captain
Beefheart. Lagið er sagt bera keim
af Nashville-hljómnum og sé tæl-
andi sneið frá næstu stórstjörnu Ís-
lands.
Lay Low er þessa dagana stödd í
Bandaríkjunum þar sem hún hitar
upp fyrir Emilíönu Torrini. Á
morgun spilar hún þó ein á The
Mercury Lounge þar sem útsend-
arar plötufyrirtækjanna venja
komur sínar. Í næsta mánuði held-
ur Lay Low aftur til Bandaríkjanna
og spilar þá m.a. í hinum víðfræga
stað Viper Room sem eitt sinn var í
eigu leikarans Johnny Depp.
Lay Low í fyrsta
sæti hjá Mojo
Tímaritið Monitor segir frá því
heimasíðu sinni að hljómsveitin Ný
dönsk hafi komið fram á balli á Sel-
fossi um síðustu helgi og að þar hafi
þeim félögum verið tekið með slík-
um virktum að fjöldi fólks reyndi
árangurslaust að draga meðlimi
sveitarinnar í partí að tónleikunum
loknum. Ný dönsk vildi hins vegar
koma sér til Reykjavíkur hið fyrsta
en kom þó við í pylsuvagninum sem
stendur við brúarstæðið sunnan
megin Ölfusár. Þegar hljómsveitin
var við það að leggja af stað hljóp
ung stúlka á eftir Birni Jörundi og
grátbað bassaleikarann um að
fylgja sér í partíið. Björn mun hafa
tekið boðinu fálega, stigið upp í bíl-
inn en sagt svo í heyranda hljóði:
„Þú getur séð mig í læstri dagskrá“
og að því búnu lokað dyrunum.
Munu þessi orð hafa verið end-
urtekin oft þá nóttina.
„Þú getur séð mig
í læstri dagskrá“
Davíð og Ragnar Tóku myndbönd og hljóð á
fimm mismunandi stöðum í Klettafjöllunum.
Tveir kántríbræður í Klettafjöllunum