Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 4

Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STJÓRNARFLOKKARNIR hafa nú meirihluta bæði þings og þjóðar á bak við sig og ríkis- stjórnin situr því áfram á þeim grundvelli sem hún var mynduð í febrúar. „Af hálfu forsetans og stjórnskipulega er þess vegna engin þörf á því að gera einhverjar breytingar þar á,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eftir fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Bessastöðum seinnipartinn í gær. Taka þann tíma sem til þarf Ólafur Ragnar sagði enn fremur enga þörf á því að setja sérstök tímamörk á það hvenær við- ræðum VG og Samfylkingar skyldi ljúka. „Það getur í sjálfu sér alveg haldið áfram óháð því hvenær þing kemur saman,“ sagði hann. Jóhanna þakkaði fyrir góðar og kraftmiklar viðræður og sagði þau hafa farið yfir stöðu mála. Fundurinn stóð í nærri klukkustund, svo lengi að Jóhanna varð sein til upphafs hinna formlegu viðræðna við VG í Norræna húsinu. Á meðan spókuðu blaðamenn sig í vorsólinni, enda mikið blíðskaparveður á Bessastöðum í gær. Aðspurð sagðist Jóhanna ekki hafa sett sjálfri sér tíma- mörk í viðræðum við VG og er því greinilega ein- beitt í því að ná lendingu með þeim flokki. „Við tökum okkur þann tíma sem þarf,“ sagði hún. Engin þörf fyrir afskipti forsetans  Forseti og forsætisráðherra ræddust „ítarlega“ við í nærri klukkustund á Bessastöðum í gær  Engin ástæða til þess að setja stjórnarflokkunum tímamörk í stjórnarmyndunarviðræðum Í HNOTSKURN »Ísland er lýðveldi meðþingbundinni stjórn, seg- ir í fyrstu grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. »Samkvæmt þingræðis-reglu hefur forsetinn ekkert vald við stjórnar- myndun, ef skýr þingvilji er til að ákveðnir flokkar myndi hana. »Nú hefur sitjandi stjórnöruggan meirihluta og beitir forsetinn sér því ekki sérstaklega, ólíkt því sem gerist ef sundurlyndi og stjórnarskreppa eru ríkjandi. Morgunblaðið/Golli Fóru yfir stöðuna Ólafur Ragnar og Jóhanna ávörpuðu blaðamenn eftir klukkustundar fund. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÓSÆTTI er milli vinstriflokkanna um Evrópumálin og kepptust þing- menn VG í gær við að lýsa andúð sinni á ESB fyrir Samfylkingunni. Ögmundur Jónasson og Atli Gíslason voru þar á meðal, en mildari hljómur var hjá Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Mósesdóttur, sem sagði flokk- inn klofinn í afstöðu sinni til málefna ESB. Atli sagðist m.a. hafna sam- starfi við Samfylkingu ef hún ætlaði í aðildarviðræður. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, sagðist í gær- kvöldi hafa lægt öldurnar innan flokksins en litlu síðar þegar tal náð- ist af Atla gaf hann ekkert út um það hvort hann myndi styðja stjórnina. Fyrst yrði hann að sjá sáttmálann. Hann svaraði því ekki hvort tvöföld atkvæðagreiðsla væri það sem þyrfti til. Atkvæðagreiðsla í flokksráði? Svandís og Lilja lögðu hins vegar áherslu á að þjóðin ákvarðaði í mál- inu. Ögmundur var á sömu skoðun en sagði að það vitlausasta sem hægt væri að gera væri að sækja um aðild núna. Að sögn Drífu Snædal, fram- kvæmdastjóra flokksins, er hefð fyr- ir því að flokksráð, sem staðfestir eða hafnar stjórnarsáttmála, ræði sig að niðurstöðu á fundum sínum. Að hennar viti hafa aldrei áður verið greidd atkvæði um niðurstöðu á fundi flokksráðs. Ekkert er þó úti- lokað í þeim efnum. „Við stjórn- armyndun er líka haft stöðugt sam- ráð, svo það er ekki eins og við munum ekki vita fyrirfram hvort þetta fái stuðning,“ segir hún. Sé það rétt að Vinstri grænir séu klofnir í Evrópumálum verður 119 manna flokksráð líkast til vett- vangur átaka. Fyrrnefnd ummæli ýta líka undir þá spá. Atli Gíslason kvað flokkinn nokkuð einhuga í Evr- ópumálum. Aðrir viðmælendur sögðu hann frekar „skiptan“ en vildu fæstir segja „klofinn“. Stefna landsfundar VG skýr Hins vegar segir berum orðum í ályktun síðasta landsfundar VG að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki verður því séð að Steingrímur svíki stefnu flokksins með því að hleypa ESB-málinu á dagskrá. Viðbrögð flokksmanna við um- mælum Atla voru dræm. „Ég veit ekki hvert Atli er að fara með þessu. Það gæti verið að þetta væri einhver einleikur hjá honum,“ sagði flokks- maður. Stefna landsfundar væri al- veg skýr. „Atli er að mistúlka stefnu flokksins,“ sagði annar. „Ég get ekki ímyndað mér að menn láti brjóta á þessu máli, það væru nú meiri ósköpin,“ sagði maður úr hópi þing- frambjóðenda VG. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, sagði marga flokksmenn VG hafa verið í þeim sporum áður að hafa óskað eftir þjóðaratkvæði en ekki fengið, t.d. vegna Kárahnjúka og vegna EES-samningsins á sínum tíma. „Það væri fáránlegt að treysta þjóðinni ekki til að kjósa um þetta mál,“ sagði Grímur. Hann segir ekki þörf á tvöfaldri atkvæðagreiðslu. Morgunblaðið/Golli Enn ósætti um ESB-málið  Vegna Evrópumála er óvíst að Atli Gíslason styðji stjórn með Samfylkingunni  Steingrímur segist hafa lægt öldurnar en Atli lofar engu um stuðning við stjórn Það væri fáránlegt ef vinstri grænir reyndu að neita þjóðinni um at- kvæðagreiðslu um ESB-aðild, eftir að hafa sjálfir beðið um slíkt í öðrum stórum málum en ekki fengið, segir flokksmaður. RÍKISSTJÓRN Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hyggst skipa fjóra starfshópa um mikilvæga málaflokka. Varaformenn flokkanna, Dagur B. Eggertsson og Katrín Jak- obsdóttir, munu stýra starfshópi um Evrópumál þar sem þess verður freistað að ná fram sameiginlegri stefnu þrátt fyrir ólíka sýn flokk- anna. Þá verður einnig rætt um leiðir í þremur öðrum hópum er varða ríkisfjármál, atvinnu- og efnahagsmál og breytingar á stjórnarráðinu. „Það er engin tíma- pressa á þessari vinnu en auðvitað skiptir miklu máli að halda vel á spöðunum og ljúka málum á eins skömmum tíma og kostur er,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon að lokn- um fundi í Norræna húsinu með Jó- hönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, varafor- mönnum flokkanna og aðstoð- armönnum Steingríms og Jóhönnu. Þeim Hrannari B. Arnarssyni og Hugin Frey Þorsteinssyni. magnush@mbl.is Stýrihópar um fjóra málaflokka FLESTIR auðu seðlarnir í alþing- iskosningunum um helgina komu í kjörkassana í Suðvesturkjördæmi, 1519 seðlar. Hlutfallslega skiluðu þó flestir auðu í Reykjavík suður, 3,76%. „Auðir“ fengu fleiri atkvæði en þau framboð sem minnst fylgi fengu, F- og P-listinn. Við talningu atkvæða reyndust 6.226 atkvæðaseðlar auðir og 568 ógildir til viðbótar. Samsvarar þetta því að 3,21% allra greiddra atkvæði hafi verið auð og 3,5% auð og ógild. Eru þetta meira en tvöfalt fleiri auðir seðlar en í síðustu al- þingiskosningum þegar þeir voru 1,4% atkvæða. helgi@mbl.is Fleiri auðir en frjálslyndir                                                   Þegar Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir sitja við samningaborðið og karpa um nýj- an stjórnarsáttmála, vinna þau í umboði hinna nýju þingflokka. Fyrstu fundir þingflokkanna fóru fram eftir hádegið í gær. En ef nið- urstaða næst um stjórnarsamstarf milli leiðtoganna þarf líka að ná sátt um það inni í flokkunum sjálf- um. Þar hefur flokksráð endanlegt vald innan VG, en flokksstjórn inn- an Samfylkingarinnar. Í flokksráði VG situr fjöldi fólks, 119 manns. Það eru sveitarstjórn- armenn, þingmenn, varaþing- menn, formenn svæðisfélaga og kjördæmisráða og formaður ung- liðahreyfingarinnar. Þar hefur ekki áður þurft að kjósa um niðurstöðu í máli sem þessu. Í dag eiga 236 manns sæti í flokksstjórn Sam- fylkingarinnar og tekur hún ákvarðanir sínar með atkvæða- greiðslum þar sem einfaldur meiri- hluti ræður. Flokksráð og flokksstjórn veita endanleg svör

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.