Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LEIGAN sem Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir fyrir afnot af nýja Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu verð- ur tvöfalt hærri en húsnæðiskostn- aður sveitarinnar árið 2008. Fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar telur að aukin aðsókn og hærra miðaverð dugi langleiðina fyrir hærri leigu en að öðrum kosti þurfi ríki og borg að brúa bilið. Samkvæmt rekstraráætlun Aust- urhafnar greiðir Sinfóníuhljóm- sveitin 101 milljón í leigu á ári (á verðlagi í október 2008). Í fyrra var kostnaður hljómsveitarinnar vegna húsnæðis 52 milljónir. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, segir að inni í leigu- greiðslum hljómsveitarinnar fyrir Tónlistarhúsið sé ýmis kostnaður sem hljómsveitin beri nú, s.s. vegna miðasölu og sviðsmanna, sem sparist við flutninginn. Raunaukn- ing útgjalda sé líklega um 40 millj- ónir. Fær 847 milljónir á ári Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að ríkið greiði 731,7 milljónir til reksturs hljómsveitarinnar og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að greiða 115 milljónir, samtals nemur framlag opinberra aðila því 846,7 milljónum. Sértekjur hljómsveit- arinnar, sem nánast eingöngu eru vegna miðasölu, eru áætlaðar 85,6 milljónir. Þröstur vonast til að árið 2012 verði umhverfið þannig að aftur megi sækja styrki til einkaaðila. „Þannig að það er engin útópía að ímynda sér að það sé hægt að fara langleiðin með þetta með aukinni aðsókn og hærra miðaverði.“ Dugi það ekki til sé von- ast til að ríki og Reykjavíkurborg taki þátt í auknum kostnaði. Þegar ákveðið var að ríki og borg tækju Tónlistarhúsið yfir var reyndar til- kynnt að samkomulagið væri miðað við að ekki þyrfti að koma til aukið framlag, umfram það sem var ákveð- ið á árinu 2004. Þröstur er sannfærður um að tón- leikagestum hljómsveitarinnar fjölgi verulega þegar hún kemst í Tónlist- arhúsið. „Reynslan er sú að þegar farið er í nýtt hús eykst aðsókn um- talsvert,“ segir hann. Það hafi gerst hjá öllum hljómsveitum sem hann þekki til erlendis, oft um 40%. Að- staða til tónleikahalds verði mun betri og hægt að bjóða upp á fjöl- breyttara tónleikahald. „Það er líka ljóst að miðaverð mun hækka,“ segir Þröstur en miði á tónleika kostar nú yfirleitt 3.100 eða 3.500 krónur eftir því hvar er setið. Meðalaðsókn undanfarin starfsár, frá 2005 til og með 2008, var um 41.900 en 35.200 á ári ef frá eru taldir skólatónleikar. Of lítið pláss í Óperunni Undanfarið hefur verið rætt um að Íslenska óperan og Íslenski dans- flokkurinn fái einnig aðstöðu í hús- inu. Stefán Baldursson óperustjóri segir að viðræður um málið séu komnar of stutt til að hægt sé að tjá sig um hugsanlegan kostnað. Að- alkosturinn við flutning í Tónlistar- húsið sé að komast í stærri sal. Salur Óperunnar tekur 470 manns í sæti. „Þó að við sýnum fyrir fullu húsi eins og við höfum gert síðustu tvö ár, hvert einasta sæti selt, þá borgum við með hverri sýningu vegna þess að húsið er ekki stærra en það er,“ segir Stefán. Þess vegna hafi þurft að stöðva sýningar þó að fleiri hafi haft áhuga á að sjá þær. Sá vandi yrði væntanlega úr sögunni ef Óperan flyttist í Tónlistarhúsið. Þá mætti bú- ast við að fólki þætti spennandi að koma á sýningar í nýju húsi og það eitt og sér leiddi til aukinnar aðsókn- ar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þá væri markvisst unnið að því að efla óperuáhuga hérlendis. Hækka verð og fjölga gestum  Húsnæðiskostnaður Sinfóníuhljómsveitarinnar tvöfaldast þegar hún hefur flutt í Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið  Miðaverð hækkar og gert ráð fyrir aukinni aðsókn  Óperan býst líka við fleiri gestum             !" # $%    !&"  '% %! (% ) *! +%+ ' %,+ *+ %#!    *   $-% !"! #"# $$% " #&" #%" '( #$#    !'" !"! #"# &(( &! !" '' #!' #$'   #)#(% !"! #"# '#! %$ $&# #$( '( #$'  #)($"      !   "  #            )*+,  -. / $""! $! %& '  Ríki og borg ákváðu að halda áfram að byggja Tónlistarhúsið í Reykjavík og munu samtals verja 14,5 milljörð- um til verksins. Sinfónuhljómsveit Ís- lands þarf að greiða 101 milljón í leigu á ári, um helmingi hærri fjárhæð en hún greiðir nú. Morgunblaðið/Júlíus Útleiga Verið er að kanna möguleika á að Óperan og Íslenski dansflokk- urinn fái aðstöðu í Tónlistarhúsinu. Sinfónían greiðir 101 milljón í leigu. Austurhöfn tók ekki aðeins yfir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið held- ur líka allar lóðirnar norðan Geirs- götu og byggingarréttinn á þeim. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar, segir að Austurhöfn hafi keypt allar kröfur á hendur Portusi sem átti að reisa Tónlistarhúsið og Situsi sem átti lóðirnar í kring á nið- ursettu verði. Austurhöfn fengi Tónlistarhúsið, eins og það stend- ur núna, á afar lágu verði. Ætlunin sé að Austurhöfn selji aftur lóðirnar upp í kostnað þann- ig að enginn kostnaður falli á hið opinbera vegna þeirra. Kaupverðið er aðeins tryggt með veði í lóðunum sjálfum og ábyrgð Austurhafnar er því tak- mörkuð, að því er fram kemur í gögnum frá Austurhöfn. Fram hefur komið að Portus hafði varið um 10 milljörðum til Tónlistarhússins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Austurhöfn var mest- öll sú fjárhæð fengin að láni hjá Landsbankanum en einnig lögðu fyrirtækin sem að framkvæmd- unum stóðu fé í verkið. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að kröfuhafar gamla Landsbankans hafi at- hugasemdir við söluverðið segir Stefán að menn hafi haft það í huga þegar verðið fyrir Tónlistar- húsið og nærliggjandi lóðir var ákveðið og menn vandað sig sér- staklega vel við verðmatið. „Meðal annars þess vegna vill bankinn ekki að verið sé að flíka þessum tölum eða kjörum á lánunum sem þeim fylgja,“ segir Stefán. Eftir að finna rekstraraðila Á töflunni hér að ofan eru birtar þrjár rekstraráætlanir. Austurhöfn miðar nú við tekjuáætlun í upp- haflegri áætlun frá 2004, að við- bættri áætlun á tekjum vegna stærra leigurýmis. Eftir er að finna rekstraraðila sem getur tryggt þá öflugu starfsemi sem á að vera í húsinu, án frekari fjárstuðnings. Bankinn vill ekki að söluverðinu sé flíkað Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÖRUGGT er að nýafstaðnar Alþing- iskosningar endurspegli vilja kjós- enda. Þetta segir dr. Geert-Hinrich Ahrens, formaður sendinefndar Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE), sem hingað kom gagn- gert í þeim tilgangi að fylgjast með kosningunum. Hann segir einnig áberandi hversu mikið traust al- menningur hefur til þess að fram- kvæmd kosninganna sé heiðarleg. Lokaskýrsla nefndarinnar verður tilbúin eftir nokkrar vikur að sögn Ahrens, svo formlegt mat hennar liggur ekki fyrir. „Okkur er enn að berast upplýsingar frá ólíkum stöð- um og eigum eftir að ákveða hvernig við metum kosningarnar í smáat- riðum. En það sem ég get sagt er að þetta voru örugglega kosningar þar sem vilji kjósenda skilaði sér í nið- urstöðunum. Það er aðalatriðið, því kjósendur eiga að ákveða hverjir komast á þing. Okkur þótti líka áberandi hversu mikil traust fólk í landinu ber til þess að kosningarnar séu framkvæmdar á heiðarlegan hátt og að skipulagið sé gott. Við höfum heldur ekki séð neitt sem bendir til annars.“ Hann segir þetta þó ekki þýða að ekki séu tilefni til umræðna um ákveðin atriði og slíkar umræður fari þegar fram í landinu. „Til dæmis hefur lengi verið fólksflótti frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Afleiðingin er sú að nú þarf fleiri atkvæði á bak við hvert sæti í Reykjavík en t.d. í Norðvest- urkjördæmi þannig að vægi atkvæða er mismikið. Þetta er helsta atriðið sem við getum bent á.“ Ahrens segir ekki í verkahring ÖSE að hafa afskipti af því hvaða kosningakerfi sé hér við lýði, það sé ákvörðun Íslands. „En skýrsla okk- ar gæti innihaldið einhverjar tillögur að úrbótum án þess að um fyrirmæli væri að ræða.“ Íslenskum stjórn- völdum beri að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram. Hins vegar séu þau ekki skuldbundin til að fara eftir þeim. Lokaskýrslan verður send til ís- lenskra fulltrúa ÖSE í Vín og til ut- anríkisráðuneytisins. Eftir það verð- ur hún aðgengileg almenningi á netinu. Vilji kjósenda skilaði sér í niðurstöðum kosninganna Morgunblaðið/RAX Fylgdust með Geert-Hinrich Arens (t.v.) og kollegar hans frá ÖSE telja ekkert benda til annars en að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. Almenningur treystir að heið- arlega sé unnið Íslenski lífeyrissjóðurinn AÐALFUNDUR ÍSLENSKA LÍFEYRISSJÓÐSINS Aðalfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica, sal H&I. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á aðalfundi Íslenska lífeyrissjóðsins. Dagskrá fundarins er skv. grein 5.3. í samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins þurfa að berast tveimur vikum fyrir aðalfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á aðalfundi þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Tillögur berist til umsjónaraðila sjóðsins Láru V. Júlíusdóttur hrl, Borgarlögmenn, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.