Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
SIGURÐUR Kári Kristjánsson
hreppti 5. sætið í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík en
Birgir Ármannsson varð í 6. sæti.
Engu að síður er Birgir þingmaður
í dag en Sigurður Kári ekki.
Ástæða þessa er sú að þeir fé-
lagar röðuðust í þriðja sætið á lista
flokksins sinn í hvoru Reykjavík-
urkjördæminu. Sigurður Kári rað-
aðist í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur, þar sem flokkurinn fékk aðeins
tvo þingmenn, en Birgir í Reykja-
víkurkjördæmi suður, þar sem
flokkurinn fékk þrjá þingmenn
kjörna.
Allir flokkar halda sameiginlegt
prófjör fyrir bæði kjördæmin í
Reykjavík, og því geta hlutirnir
æxlast með þessum hætti.
Skemmst er að minnast kosning-
anna 2007. Þá varð Mörður Árna-
son í 7. sæti í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og skipaði
4. sætið í Reykjavíkurkjördæmi
norður. Í áttunda sæti í prófkjör-
inu varð Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, og skipaði því 4. sætið í
Reykjavík suður. Úrslit kosning-
anna urðu þau að Samfylkingin
fékk þrjá menn kjörna í Reykjavík
norður en fimm í Reykjavík suður.
Steinunn Valdís komst á þing og
einnig Ellert B. Schram en Mörður
sat eftir með sárt ennið, þótt hann
hefði lent 5 sætum ofar í prófkjöri
en Ellert. Sigurður Kári er því í
sömu sporum og Mörður var fyrir
tveimur árum.
Í kosningunum nú var skiptingin
jafnari hjá Samfylkingunni í
Reykjavík, fjórir þingmenn í hvoru
kjördæmi. Fyrstu varaþingmenn
fyrir kjördæmin eru títtnefndur
Mörður Árnason og Anna Pála
Sverrisdóttir. sisi@mbl.is
Sigurður Kári í sömu sporum og Mörður
Árnason var eftir kosningarnar 2007
Sigurður Kári
Kristjánsson
Mörður
Árnason
ENDURNÝJUN á Alþingi í kosningunum nú
er sú mesta frá upphafi. Nýir þingmenn eru
27 af 63, eða 42,9%. Mesta endurnýjun sem
áður hefur þekkst var í kosningunum 1991,
þegar 25 nýir menn settust á þing, eða
39,7%. Minsta endurnýjun á þingi í seinni
tíma sögu varð árið 1963, eða 15%.
Í kosningunum 2007 komu 24 nýir menn á
þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á
Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í
sögunni. Þingið nú er því hið reynsluminnsta
frá því Alþingi var endurreist. Alls hafa 42
þingmenn af 63 tveggja ára þingreynslu eða
minni.
Eftirtaldir 18 þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri í kosningunum á
laugardaginn: Í sviga er árið sem þeir tóku fyrst sæti á Alþingi sem að-
almenn:
Ágúst Ólafur Ágústsson (2003), Ármann Kr. Ólafsson (2007), Árni M.
Mathiesen (1991), Björk Guðjónsdóttir (2007), Björn Bjarnason (1991), Ein-
ar Már Sigurðarson (1999), Ellert B. Schram (1971), Geir H. Haarde (1987),
Guðfinna S. Bjarnadóttir (2007), Gunnar Svavarsson (2007), Herdís Þórð-
ardóttir (2007), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (1991), Jón Magnússon (2007),
Kristinn H. Gunnarsson (1991), Lúðvík Bergvinsson (1995), Magnús Stef-
ánsson (1995), Sturla Böðvarsson (1991) og Valgerður Sverrisdóttir (1987).
Eftirtaldir 9 þingmenn voru í framboði en náðu ekki endurkjöri: Arn-
björg Sveinsdóttir (1995), Ásta Möller (1999), Grétar Mar Jónsson (2007),
Guðjón Arnar Kristjánsson (1999), Helga Sigrún Harðardóttir (2008), Karl
V. Matthíasson (2001), Kjartan Ólafsson (2001), Kolbrún Halldórsdóttir
(1999) og Sigurður Kári Kristjánsson (2003). sisi@mbl.is
Mesta endurnýjun sem orðið hefur á
Alþingi og þingið með minnsta reynslu
ÁSMUNDUR Ein-
ar Daðason sauð-
fjárbóndi verður
yngstur alþing-
ismanna og hann
er jafnframt átt-
undi yngsti frá
upphafi sem kjör-
inn hefur verið á
þing.
Ásmundur var
26 ára og 178
daga gamall þegar hann var kjör-
inn á þing á laugardaginn. Hann er
næstur á eftir Jónasi Árnasyni, sem
var 26 ára og 148 daga gamall þeg-
ar hann var kjörinn á þing árið
1949. Næstur á eftir Ásmundi er
Sigurður Bjarnason, sem var 26 ára
og 199 daga gamall þegar hann var
fyrst kjörinn á þing árið 1942, eða
fyrir 67 árum. Sigurður er næst-
elstur núlifandi manna sem setið
hafa á þingi, fæddur 1915. Eldri er
Vilhjálmur Hjálmarsson frá
Brekku, fæddur 1914.
Gunnar Thoroddsen er yngstur
þeirra sem kjörnir hafa verið á
þing. Hann var 23 ára og 177 daga
gamall þegar hann var kjörinn
fyrst á þing árið 1934. Sá sem
yngstur hefur tekið sæti á Alþingi
er hins vegar Sigurður Magnússon,
núverandi bæjarstjóri á Álftanesi.
Sigurður var 23 ára og 167 daga
gamall, þegar hann tók sæti sem
varamaður á þingi árið 1971.
sisi@mbl.is
Sigurður Magnússon bæjarstjóri yngst-
ur þeirra sem tekið hafa sæti á þingi
Sigurður
Magnússon
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra man tímana tvenna í þau 31 ár
sem hún hefur setið á Alþingi Íslendinga. Þegar Jóhanna tók fyrst sæti á
Alþingi að loknum kosningunum 1978 voru aðeins þrjár konur á þingi og
hlutfallið 5%. Auk Jóhönnu sátu á þingi þær Ragnhildur Helgadóttir og
Svava Jakobsdóttir. Þegar nýtt þing kemur saman verða konur 27 af 63
þingmönnum og hlutfallið 43%.
Konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórn-
arskrárbreytingu 19. júní 1915. Kona var fyrst kjörin til Alþingis í lands-
kjörinu 8. júní 1922. Það var Ingibjörg H. Bjarnason af Kvennalista. Guð-
rún Lárusdóttir varð fyrst kvenna til að hljóta kosningu í almennum
alþingiskosningum árið 1934 en hún hafði áður verið landskjörin 1930.
Lengst af sátu ein eða tvær konur á Alþingi og engin kona sum þing. Það
gerðist síðast árið 1953. Veruleg umskipti urðu í kosningunum 1983, þegar
9 konur komust á þing og hlutfallið náði 15%. sisi@mbl.is
Jóhanna man tímana tvenna á Alþingi
STUTT
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÞINGFLOKKUR vinstri grænna
hefur stækkað svo mikið, að hann er
búinn að sprengja utan af sér núver-
andi herbergi. Þetta staðfestir Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri Al-
þingis. Þingmenn Vinstri grænna
voru 9 talsins eftir kosningarnar
2007 en nú eru þeir orðnir 14 talsins.
Þingflokkur Vinstri grænna hefur
haldið sína fundi í herbergi sem jafn-
an er kallað gamla krataherbergið,
en þar hélt Alþýðuflokkurinn sína
fundi á meðan sá flokkur var og hét.
Umrætt herbergi er á fyrstu hæð
Alþingishússins með glugga að bak-
dyrunum. Að sögn Helga Bernód-
ussonar liggur enn ekki fyrir hvaða
herbergi Vinstri grænir fá fyrir
þingflokksfundi sína en verið er að
skoða alla möguleika.
Aðrir þingflokkar halda sínum
herbergjum. Ekki liggur fyrir hvaða
herbergi Borgarahreyfingin fær, en
eitt herbergi losnaði við brotthvarf
Frjálslynda flokksins af þingi, og
hugsanlegt að Borgarahreyfingin fái
þar inni.
Þing saman eftir þrjár vikur?
Nú er verið að undirbúa brott-
flutning þeirra þingmanna, sem nú
hætta á þingi. Þeir fá svigrúm til að
tæma herbergi sín eða allt að 10
daga. Að því búnu þarf að þrífa her-
bergin og mála, áður en nýir þing-
menn geta komið sér fyrir.
Áður en herbergjum er úthlutað
þarf að liggja fyrir hvernig stjórn
verður mynduð því ráðherrar og
þingforseti fá ekki herbergi eins og
almennir þingmenn.
Lögum samkvæmt á Alþingi að
koma saman eigi síðar en 10 vikum
frá því kosningar eru haldnar. Sam-
kvæmt því skal Alþingi koma saman
eigi síðar er síðustu vikuna í júní og
því ljóst að ríkisstjórnin hefur tals-
vert svigrúm til að kalla saman þing.
Nokkrar undanfarnar kosningar
hefur venjan verið sú, að þing hefur
komið saman um það bil þremur vik-
um eftir kosningar. Ef sú verður
raunin nú mun þing koma saman um
miðan maí næstkomandi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Munu flytja Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar í gær. Fundurinn var haldinn í Vonarstræti.
VG þarf nýtt aðsetur
Vinstri grænir búnir að sprengja utan af sér þingflokks-
herbergið Fráfarandi þingmenn að tæma herbergi sín
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞINGMÖNNUM Norðvest-
urkjördæmis fækkar úr níu í
átta fyrir næstu þingkosningar
þar sem vægi atkvæða í kjör-
dæminu var meira en tvöfalt
meira en vægi atkvæða í Suð-
vesturkjördæmi í kosningunum
á laugardag. Um leið fjölgar
þingmönnum Suðvest-
urkjördæmis úr tólf í þrettán. Eftir
sem áður hafa atkvæði sem greidd
eru í Suðvesturkjördæmi minna
vægi en í öðrum kjördæmum.
Í stjórnarskrá og kosningalögum
eru fyrirmæli um að ef kjósendur á
kjörskrá að baki hverju þingsæti,
að meðtöldum jöfnunarsætum, eru
eftir alþingiskosningar helmingi
færri í einu kjördæmi en einhverju
öðru, skuli breyta fjölda þingsæta í
kjördæminu í því skyni að draga úr
þeim mun.
Aðeins breytt eftir kosningar
Það varð því ljóst um leið og
kjörskrár lágu fyrir að Norðvest-
urkjördæmi myndi missa einn þing-
mann en þar sem breytingarnar
eru aldrei gerðar fyrr en eftir kosn-
ingar hélt kjördæmið sínum níu
þingmönnum.
Þingmannafjölda er aðeins breytt
að loknum kosningum en hver
urkjördæmis, Ásmundur
Einar Daðason, Vinstri
grænum, hefði að sjálf-
sögðu dottið út en í stað-
inn hefði VG náð Bjark-
eyju Gunnarsdóttur inn
sem jöfnunarmanni í
Norðausturkjöræmi. Sam-
fylkingarkonan Jónína
Rós Guðmundsdóttir hefði
við þessar hrókeringar
dottið út í Norðaust-
urkjördæmi en í staðinn hefði Lúð-
vík Geirsson, bæjarstjóri náð kjöri
fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi.
Heildartala þingmanna flokkanna
yrði óbreytt.
hefðu áhrifin orðið ef breytingarnar
hefðu gengið í gegn fyrir kosn-
ingar?
Níundi þingmaður Norðvest-
Misvægið minnkað
Þingmönnum Norðvesturkjördæmis fækkar úr níu í átta
eftir næstu kosningar Áframt töluvert misræmi atkvæða
.$,
%$,+ 0
+
+
1 2
3
0
4
5 3
6 ,3
,
3
7,-.
7,-
3
.
3
.
,
3
/
/
/
/
1 2
3
0
4
5 3
6 ,3
/
/
/
18/9*. /7 *.
/
/
0% 1% !
),)
+$""%
,
357
#:5 ,3,3
-
3
,3
/3
. -7,-
3
)
Lúðvík
Geirsson
Ásmundur
Einar Daðason
Bjarkey
Gunnarsdóttir