Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
1.614
Í Mexíkó fjölgar tilfellunum
hratt og þar eru nú að
minnsta kosti 149 manns
látnir.
40
Í Bandaríkjunum hefur enn
enginn látist en vís-
indamenn segja að við því
megi búast að skæðara af-
brigði leggi fólk að velli.
6
Í Kanada var sóttin staðfest
í fólki sem kom frá Mexíkó
en það var allt á batavegi.
3
Fyrsta tilfellið í Evrópu hefur
var staðfest á Spáni og hafa
tvö tilfelli verið staðfest í
Skotlandi.
Svínaflensan
komin upp í
öðrum löndum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
SVÍNAFLENSAN, sem upp kom í
Mexíkó og hefur nú stungið sér nið-
ur í mörgum öðrum löndum, er farin
að valda vaxandi skelfingu um allan
heim. Eru stjórnvöld víða að búa sig
undir að grípa til neyðarráðstafana
verði flensan að alheimsfaraldri eins
og margir óttast og hún er þegar
farin að hafa slæm áhrif á efnahags-
málin sem voru ekki of beysin fyrir.
Vekur það sérstakan ugg að svína-
flensan minnir í flestu á spænsku
veikina 1918 en hún varð allt að 100
milljónum manna að bana.
Á sunnudagskvöld var vitað um
nærri 1.700 sjúkdómstilfelli í
Mexíkó og þá höfðu rúmlega 100
manns látist. Skoraði Felipe Calde-
ron forseti á landsmenn að sýna
stillingu og taka höndum saman við
stjórnvöld um að hefta útbreiðslu
sóttarinnar. Mexíkóborg með sínum
20 milljónum íbúa var hins vegar
eins og draugaborg eftir að fólki var
sagt að forðast mannfundi. Knatt-
spyrnuleikir fóru þó fram en fyrir
auðum áhorfendabekkjum. Margir
hætta sér ekki út úr húsi nema til að
kaupa mat og drykk og ljóst að fólk
er farið að birgja sig upp af nauð-
synjum eins og um umsátursástand
sé að ræða.
Sala á matvöru hefur aukist um 20
til 30% og eru allir með grisju fyrir
vitum. Óttast margir að efnahags-
lífið í landinu muni hreinlega lamast
en svo virðist sem faraldurinn hafi
komið upp nær samtímis á þremur
ólíkum stöðum í landinu. Bendir það
til að veikin sé mjög smitandi.
Staðfest á Spáni og 10 í skoðun
í Danmörku og Svíþjóð
Í Bandaríkjunum er vitað um 20
tilfelli svínaflensunnar, nokkur í
Kanada og Ástralíu og í gær var
staðfest að flensan væri komin upp á
Spáni og í Skotlandi. Allvíða, m.a. í
nokkrum Evrópulöndum öðrum,
hefur fólk verið sett í einangrun
vegna gruns um að vera smitað.
Hafa sumir verið hreinsaðir af þeim
grun en flensa af A-stofni staðfest í
öðrum þótt ekki hafi verið ljóst að
um svínaflensuna væri að ræða. Í
Danmörk og Svíþjóð er verið að
skoða 10 manns sem komu frá
Mexíkó og sýndu flensueinkenni.
Ekki var vitað um nein dauðsföll
utan Mexíkó en bandarískir vís-
indamenn telja að um sé að ræða tvö
eða fleiri afbrigði af svínaflensunni
og misskæð. Segja þeir að heilbrigð-
isvöld í Bandaríkjunum verði að búa
sig undir að þar muni einhverjir lát-
ast.
Mikill viðbúnaður
Í Bandaríkjunum hefur verið lýst
yfir neyðarástandi, þ.e.a.s. í viðbún-
aðarmálum, og það á einnig við um
langflest ríki í Rómönsku Ameríku, í
Rússlandi og víðar. Þá hafa banda-
rísk stjórnvöld stórlega dregið úr
ferðum fólks um landamærin við
Mexíkó. Í Evrópusambandinu hafa
heilbrigðisráðherrar ríkjanna verið
boðaðir til skyndifundar um málið.
WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
fundar um faraldurinn í Genf í dag.
Hlutabréf lækka og
mest í flugfélögum
Lækkun varð í kauphöllum í gær
og var það ekki síst rakið til ótta við
svínaflensuna. Hafa menn sérstakar
áhyggjur af hugsanlegum áhrifum
flensunnar, verði hún að heimsfar-
aldri, á efnahagslífið í Asíu, Kína,
Hong Kong, Indlandi og víðar.
Í Evrópu hefur fólk verið hvatt til
að ferðast sem minnst til Mexíkó og
þeirra landa þar sem svínaflensan
geisar og eru evrópskar ferðaskrif-
stofur farnar að aflýsa ferðum til
Mexíkó. Er þetta ástand þegar farið
að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
ýmis flugfélög. Sem dæmi má nefna,
að gengi hlutabréfa í Lufthansa
lækkaði um rúmlega 12% í gær og
um 9% í Air France. Þá lækkaði ol-
íuverð af sömu sökum.
Talsmenn Rauða krossins og
Rauða hálfmánans sögðu í gær í
Genf að aðildarfélög þeirra um allan
heim væru með mikinn viðbúnað og
þá ekki síst aðildarfélög Rauða
krossins í Mexíkó en þau munu vera
alls 486.
Svínaflensa er farin
að valda skelfingu víða
Heilbrigðisyfirvöld um allan heim búa sig undir neyðarástand
Óttinn við heimsfaraldur farinn að hafa alvarleg áhrif á efnahagsmálin
Frá því fyrstu tilfellin um fuglaflensu
í mönnum voru staðfest 1997 hafa
vísindamenn óttast að veiran stökk-
breyttist og yrði að faraldri í mönn-
um. Það hefur ekki gerst fyrr en nú
að hugsanlegt er að með svín sem
millihýsil hafi henni tekist að yfir-
vinna múrinn á milli tegunda.
Á verði Vísindamaður í Suður-
Kóreu kannar hvort svína-
flensuveiran leynist í svínakjöti,
sem flutt var inn frá Mexíkó. Í
Kína hefur kjötinnflutningur
þaðan verið bannaður og viðbú-
ið, að það verði gert víðar.
Reuters
MARGT bendir til að svínaflensan
sé einmitt sá faraldur sem vís-
indamenn hafa óttast og þeir benda
á að hún sé í raun alvarlegri en
fuglaflensan. Hún er að vísu ekki
jafnbanvæn, að minnsta kosti ekki
ennþá, en smitast hins vegar auð-
veldlega manna á milli. Svín, sem
eru erfðafræðilega lík mönnum,
smitast léttilega af fuglaflensu og í
þeim getur veiran síðan breyst og
borist í menn.
Svo virðist sem svínaflensuveiran
sé bræðingur úr tveimur veiruteg-
undum, sem finnast í svínum, og
fuglaflensuveiru og eitt áhyggju-
efnið enn er að veikin leggst eink-
um á ungt fólk og yfirleitt hraust að
öðru leyti, ekki á mjög ung börn
eða aldrað fólk. Þannig var það líka
í mesta flensufaraldri, sem dæmi
eru um, spænsku veikinni 1918. Eru
einkennin nú þau sömu og þá, hár
hiti, hósti, höfuðverkur og lungna-
bólga er oft algengur fylgikvilli.
Ekki er ljóst hve margir létust úr
henni en talið er að það hafi verið á
bilinu 50 til 100 milljónir manna.
Hér á landi varð hún tæplega 500
manns að bana, aðallega í Reykja-
vík og á Suðvesturlandi.
1918-1919 Neyðarsjúkrahús í
Spænsku veikinni í Bandaríkjunum.
Lík spænsku
veikinni 1918
Svínaflensan breiðist út