Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar.
2. Ger› grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræ›ileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt.
5. Samþykktir kynntar.
6. Önnur mál.
Ársfundur 2009
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
þriðjudaginn 28. apríl 2009 og hefst kl. 17.00.
Reykjavík 16. 03. 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞAÐ er allt kyrrt og þetta er mjög
skrítin tilfinning. Það er ótrúlegt
hversu auðvelt það var að fá fólk til
að hlýða skipunum yfirvalda. Það
var eins og allt lamaðist strax á
fimmtudag þegar heilbrigðisyfirvöld
gáfu út tilkynningu um hækkað við-
bragðsstig,“ segir Elín Ingvarsdóttir
sem hefur búið í Mexíkóborg í 30 ár
og upplifir nú hvernig svínaflensan
hefur áhrif á daglegt líf fólks í borg-
inni.
„En Mexíkóar eru Mexíkóar og
því er mikið talað um að flensan sé
tæki yfirvalda til að kanna vald sitt
eða til að dreifa athygli okkar. Þeir
eru alltaf að hugsa um að eitthvað búi
að baki svona hlutum,“ segir Elín.
Jarðskjálfti bættist við ógnina
„Í gær þurfti ég að fara í skólann
til að sinna verkefni og þá fann ég svo
fyrir jarðskjálftanum,“ segir Elín.
Aðstæðurnar hafi verið eins og í
kvikmynd þar sem fólk reyndi að
komast á öruggan stað vegna skjálft-
ans með bláar grímur fyrir andlitinu,
en jarðskjálfti á 5,6 á Richter reið yf-
ir borgina í gær.
Landið er lamað
Elín Ingvarsdóttir segir ástandið í Mexíkóborg með miklum
ólíkindum og að fólk taki svínaflensuógnina mjög alvarlega
Í HNOTSKURN
»Talið er að 149 manns hafilátist af völdum svínaflens-
unnar í Mexíkó.
»Skólar í Mexíkóborg verðalokaðir til 6. maí og eru
allir staðir fyrir fjölda-
samkomur lokaðir.
»Enginn meiddist í jarð-skjálftanum í gær en hús
voru rýmd.
MIÐALDA- og handverkshátíðin í Lithgow í
Ástralíu er nú haldin 10. sinn en á henni er bar-
dagalist fyrri alda í heiðri höfð, allt frá víkingum
til stórorrustna á Napóleonstímanum. Eru þar
raunar meginstefið að þessu sinni. Hér takast á
tveir kappar , líklega víkingur og annar, sem
erfiðara er að segja deili á. Hann er skjaldarlaus
en bætir sér það upp með því að hafa sverð í
hvorri hendi. svs@mbl.is
Hérna mætast stálin stinn
AP
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRN Srí Lanka sagði í gær að hún hefði fyrirskipað
hernum að hætta sprengju- og loftárásum á tamíl-
tígrana til að hlífa óbreyttum borgurum sem eru inn-
lyksa á yfirráðasvæði tamílsku uppreisnarmannanna á
norðaustanverðri eyjunni.
Stjórn landsins sagði að hún hefði ekki fallist á vopna-
hlé, aðeins að herinn breytti aðferðum sínum.
Mahinda Rajapakse, forseti Srí Lanka, sagði að herinn
ætti að hætta að beita þungavopnum, flugvélum og flug-
skeytum í árásum á uppreisnarmennina. Áður hafði
stjórnarherinn fullyrt að hann hefði ekki beitt þunga-
vopnum gegn tamíltígrunum síðustu vikur.
Neita að gefast upp
Uppreisnarmennirnir sökuðu stjórnina um að reyna
að blekkja stjórnvöld í öðrum löndum og embættismenn
Sameinuðu þjóðanna sem hafa hvatt báðar fylkingarnar
til að stöðva átökin. Talsmaður tamíltígranna sagði að
stjórnarherinn héldi áfram hörðum sprengjuárásum á
svæði þeirra. „Við gefumst aldrei upp nema stjórnin
verði við lögmætum kröfum okkar,“ sagði hann.
Embættismenn Sameinuðu þjóðanna telja að allt að
50.000 óbreyttir borgarar séu innlyksa á átakasvæðinu
en stjórnin segir þá vera færri en 20.000. Hún sakar upp-
reisnarmennina um að halda fólkinu í gíslingu og nota
það sem nokkurs konar skildi.
Áætlað er að um 110.000 manns hafi flúið af átaka-
svæðinu vikunni sem leið.
Tamíltígrarnir hafa barist fyrir sjálfstæðu heimalandi
tamíla á Srí Lanka frá árinu 1983. Yfir 70.000 hafa beðið
bana í stríðinu en tala látinna kann að hafa hækkað til
mikilla muna í átökunum síðustu vikur. Í skjali sem emb-
ættismenn Sameinuðu þjóðanna sendu stjórnarer-
indrekum á Srí Lanka í vikunni sem leið sagði að allt að
6.500 óbreyttir borgarar kynnu að hafa beðið bana og um
14.000 særst í átökunum síðustu þrjá mánuði.
Segjast ætla að hætta
sprengju- og loftárásum
Reuters
Á flótta Tamílar þvo sér og sækja vatn í flótta-
mannabúðum í norðausturhluta Srí Lanka.
Stjórn Srí Lanka fellst þó
ekki á vopnahlé og Tamílar
saka hana um blekkingar
YFIRMAÐUR
lögreglunnar í
einu af hverfum
Moskvuborgar
varð þremur
mönnum að bana
og særði a.m.k.
sex til viðbótar,
þar af fjóra lífs-
hættulega, þegar
hann hóf skothríð
á stórmarkaði.
Lögregluforinginn Denis Jevsjú-
kov hafði haldið upp á 32 ára afmæli
sitt ásamt eiginkonu sinni á veitinga-
húsi. Hermt er að þar hafi upphafist
heiftarlegt rifrildi á milli þeirra þeg-
ar konan hafi kvartað yfir því að lög-
regluforinginn hafi unnið of mikið
síðan hann var gerður að yfirmanni
lögreglunnar í Tsaritsyno-hverfi í
nóvember. Jevsjúkov strunsaði út,
tók leigubíl og hóf skothríð með
skammbyssu sem talið er að hann
hafi tekið af glæpamanni. Hann
skaut á lögreglumenn, sem komu
staðinn, áður en þeim tókst að yf-
irbuga hann.
Lögreglan í Moskvu hefur lengi
verið gagnrýnd fyrir spillingu og
hrottaskap. bogi@mbl.is
Varð þrem
að bana og
særði sex
Lögregluforinginn
hleður byssuna.
Lögregluforingi fyllt-
ist morðæði í Moskvu
DANSKAR stúlkur fá brjóst um
einu ári fyrr en fyrir fimmtán árum,
að sögn danska dagblaðsins Politik-
en. Blaðið hefur eftir vísindamönn-
um að komist stúlkur of snemma á
kynþroskaskeiðið geti það aukið
hættuna á brjóstakrabbameini, auk
þess sem það auki líkur á því að
stúlkurnar hætti fyrr að stækka.
Þessi þróun er rakin til efna sem
raska hormónastarfseminni, m.a.
efna í snyrtivörum og mat.
Rannsókn vísindamannanna náði
til 2.000 stúlkna á aldrinum fimm og
hálfs árs til tuttugu ára í Kaup-
mannahöfn. Hún fór fram á árunum
1992-93 og 2006-2008.
Stúlkur fá
brjóst fyrr
„ÞAÐ er kominn
tími til að við
verðum í farar-
broddi á ný,“
sagði Barack
Obama er hann
tilkynnti áform
ríkisstjórnarinn-
ar um að 3%
landsframleiðslu
Bandaríkjanna
verði varið til vísindarannsókna.
Meðal þess sem Obama setur á
oddinn er að framleiða ódýrar sól-
arrafhlöður, umhverfisvæn hús sem
framleiði orkuna sem þau nýta,
leggja aukna áherslu á menntamál
á sviði vísinda, framfarir í þróun
gervilima og rannsóknir í geimvís-
indum.
jmv@mbl.is
Eykur vægi
vísinda
Barack Obama