Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 19

Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 ... eru betri en aðrar sumarferdir.is Það sannaðist enn einu sinni í al- þingiskosningunum um helgina að hvert einasta greitt atkvæði skiptir máli og getur haft áhrif á endanleg úrslit. Ekki voru úrslit að þessu sinni ljós fyrr en kl. 9 á sunnudags- morgun og þá breyttu nokkur utan- kjörfundaratkvæði norður í landi niðurstöðunni. Þá misstu framsókn- armenn sinn eina jöfnunarþingmann en sjálfstæðismenn komu að manni í Suðvesturkjördæmi og Samfylking víxlaði á bæjarstjóranum í Hafn- arfirði við kennara á Egilsstöðum. Örugglega vonbrigði fyrir suma og gleði fyrir aðra. Margir þingmenn misstu vinnuna sína í beinni útsend- ingu á kosninganótt og aðrir fengu nýja vinnu. Ein þeirra sem fengu nýja vinnu er sveitarstjórinn í Rang- árþingi eystra Unnur Brá Konráðs- dóttir og eru henni færðar ham- ingjuóskir með þingsætið. Um tíma leit út fyrir að Vinstri-græn fengju tvo þingmenn á Suðurlandi og þá hefðu íbúar í Rangárþingi eystra eignast tvær þingkonur en svo varð ekki.    Mikið var um útstrikanir í kosning- unum og vekur það spurningar að þeir flokkar sem halda prófkjör með ærnum tilkostnaði og mikilli fyr- irhöfn skuli ekki ná að niðurstöðu sem kjósendur sætta sig við. Í annað skipti er Árni Johnsen færður niður um sæti þrátt fyrir prófkjörsúrslitin. Það væri skiljanlegra ef útstrikanir væru meiri hjá flokkum sem stilla upp á sína lista.    Annars held ég að kosningabaráttan hafi farið ágætlega fram hér á svæð- inu. Einhverjir spaugarar höfðu fyr- ir því að færa til fána og flagga fán- um pólitískra andstæðinga við heimahús frambjóðenda. Þannig mátti t.d. sjá fána Vinstri-grænna blakta í vorblíðunni á fánastöng við hús fyrrverandi ráðherra og for- manns Framsóknarflokksins Guðna Ágústssonar á Selfossi. Einnig út- bjuggu sumir einhvers konar tákn- ræna hluti sem áttu að tákna að tími væri kominn fyrir núverandi stjórn- völd til að pakka saman og fara. Það er ágætt ef menn finna upp á að gera eitthvað skemmtilegt í kosningabar- áttu og beina athyglinni að eigin verðleikum í stað þess að halda sig við gömlu aðferðina og beina að- allega sjónum að hinu neikvæða hjá mótframbjóðendum sínum.    Nú sjást þess öll merki að vorið er komið. Grasið grænkar, brumin á trjánum tútna út og tilhugalíf fuglanna fer ekki fram hjá neinum. Farfuglarnir hafa ekki svikist um að fljúga langar leiðir til að eyða sumr- inu hér þrátt fyrir allt. Áður en varir hefur náttúran breytt um svip og gaman er að fylgjast með því hversu vorið kemur á mismunandi tíma í ekki víðfeðmara sveitarfélagi en Rangárþingi eystra. Vorið kemur fyrst undir Fjöllunum, og svo er eins og það færist hægt og bítandi vestur um. Þeir sem vilja sjá iðagræn tún í apríl ættu því að skella sér í bíltúr undir Eyjafjöllin, eða jafnvel í Mýr- dalinn. Vonandi er nú að það fari að vora í efnahagslífinu og að allt þetta brambolt í kringum kosningar beri einhvern árangur. Þetta hefur verið langur og leiðinlegur vetur fyrir marga og þrátt fyrir að birti í lofti og hlýni verður erfitt fyrir marga að sjá fram á bjartari tíma í bráð. Þeir sem eiga erfitt í kreppunni þurfa að eign- ast nýja von og það er skylda stjórn- valda að sjá til að svo megi verða.    Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur nú ákveðið að bjóða íbúum upp á að leigja garðlönd í sumar til að rækta kartöflur og annan jarð- argróður. Fróðlegt verður að fylgj- ast með undirtektum en flestir íbúar hér hafa ágætar lóðir við hús sín og margir hafa það fyrir venju að rækta eigið grænmeti en víst er að áhugi fyrir slíku hefur aukist til muna. Það er fátt betra en heimaræktað græn- meti og engar kartöflur bragðast betur en nýuppteknar kartöflur úr eigin garði. Það er heilsusamlegt að borða grænmeti en vinnan við að rækta það er ekki síður heilsu- samleg, bæði andlega og líkamlega. RANGÁRÞING EYSTRA Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Í sumarlitum Karrinn er tilbúinn í vorverkin í Rangárþingi Eystra. Einar Kolbeinsson ók að norðantil þess að flytja vísur í kosn- ingasjónvarpinu, en komst aðeins að með eina vísu. Hjálmar Frey- steinsson orti að bragði: Einar Kolbeins elskar list ekkert þykir honum betra. Fyrir stöku ferðaðist 400 km. Hjálmar orti um kosningasla- gorðin frá árinu 2007: Það er svolítill vandi að setja kross, sumum vill jafnan skeika. Síðast kusum við yfir oss ábyrgð og stöðugleika. Loks orti hann um sameiningu Akureyrar og Grímseyjar, sem kos- ið var um í vor: Það verður ljúf og langþráð stund, þá leik ég við hvern minn fingur, er vakna ég eftir væran blund verandi Grímseyingur. Helgi R. Einarsson sendir Vísna- horninu kveðju með vísum eftir kosningar: Ástþór karlinn engin fékk atkvæði að sinni, þó hann segði trekk í trekk að töfralausn hann kynni. Frjálslyndir nú fljúga á braut, sá flokkur er í vanda. Allt það fylgi er áður hlaut á sér lætur standa. Borgaranna bjargföst trú blessun veitti stóra. Á þingi munu nýtast nú með nýgræðinga fjóra. Skarkali og skuldafen, skítalykt og hneisa. Íhaldið skal Bjarni Ben. nú bæta og endurreisa. Vinstri grænir virtist mér vinningsstöðu eygja, en neyðast til að snúa sér að Samfylkingu’ og þegja. Samfylkingarsigurlið sáu rætast bænir, ætla sér í evrulið en ekki Vinstri grænir. Framsókn getur finnst mér því frjálst um höfuð strokið, en ef hún stjórnar enn á ný öllum er mér lokið. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af þingi og kosningum TÍSKUVEISLA sumarsins er hafin og láta fjölmargir hönnuðir til sín taka. Bæði er verið að kynna sum- artískuna og tísku næstu missera. Stutt og gult var það m.a. hjá hönnuðinum Wayne Cooper á tísku- viku sem nú er hafin í Sydney í Ástralíu. Tískuveislan stendur til 1. maí næstkomandi undir heitinu Rosemount Fashion Festival. Kjólar Coopers voru reyndar í öll- um litum en allir stuttir og sum- arlegir. Sumarið á sýningar- pöllunum Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.