Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 23

Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 23
Þeir sem vilja leigja sér húsnæði eða bjóða eign til leigu geta nú einfaldlega farið á mbl.is mbl.is/leiga er miðstöð þeirra sem vilja skoða leigumarkað- inn, hvort heldur sem er fyrir atvinnuhúsnæði eða íbúðarhús- næði. Þeir sem vilja bjóða eignir til leigu geta keypt vikuskrán- ingu á vefnum fyrir 1.000 kr. eða heilan mánuð á 3.500 kr. – meira fyrir leigjendur F í t o n / S Í A Nýjung á mbl.is fyrir leigjendur og þá sem vilja leigja eignir mbl.is/leiga MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 HINN frómi fé- lagsskapur, Fram- fara- og efnahags- bótaklúbbur íslenzkra útlaga í Flórída (FEÍÚF), heldur fundi á nokk- urra ára fresti til að ræða ýmis vandamál á Fróni og freista þess að finna lausnir á þeim. Slíta fé- lagsmenn sig þá frá sjónvarpi, tölvum og glösum til að ræða mál- in og reyna að finna úrræði til að hjálpa gamla Íslandi. Formaður félagsins, Friðfinnur (Kanar kalla hann Peacefinder) boðaði landa sína saman um dag- inn til að ræða hið alvarlega ástand í efnahagsmálum á Íslandi. Fyrstur tók til máls Sig (Sig- urbergur), sem kurteisari landar kalla stundum Ilsig. Hann sagði sig taka það sárt að heyra dag- legar fréttir af karpi, ádeilum og ásökunum út af bankahruninu og afleiðingum þess. Sagði hann, að engum væri um að kenna, því það væri bara heimskreppan, sem hel- tekið hefði landið. Sagðist Sig vera fæddur í gömlu kreppunni og væri hann hræddur um, að sú nýja myndi ríkja í mörg ár í viðbót og væri því hætta á, að einhverjir af sinni kynslóð myndu þá deyja í henni. „Fædd í kreppu og dáin í kreppu,“ sagði hann með spek- ingssvip. Hann kvað rangt að sak- ast við útrásarmenn og banka- jöfra. Þeir hefðu sýnt dugnað og gert stóra hluti í útlandinu. En kreppan væri næstum eins og náttúrufyrirbæri, eins og fellibylur eða eldgos. Enginn gæti neitt við því gert og engum hægt um að kenna nema þá kannske Guði á himnum. Næstur tók til máls Friðrik (Fred) Jónsson. Hann sagðist ekki sammála Sig um það, að þetta væri engum að kenna, því kreppan væri fyrirbæri sem gerð væri af manna höndum og þar hefðu Ís- lendingar tekið duglega til hend- inni. Hann sagðist hafa séð fyrir löngu, að ekki hefði verið allt með felldu með góðærið eða blöðruna, sem svo sprakk. Það hefði tekið sig 30 ár að vinna sig upp og kom- ast í góð efni í Ameríku. Á Íslandi hefði það tekið margt ungt fólk aðeins 5 ár að ná sama árangri. Gróðatímabilið hefði ruglað land- ana í ríminu, stjórnendur sem al- múga, sagði hann. Frekja, hroki og græðgi hefðu riðið húsum, ekki bara á heimalandinu heldur líka í skiptum landsmanna við útlönd. Nú yrði bara að herða sultarólina og byrja að byggja upp aftur og reyna að læra af mistökunum. Listfræðingur klúbbsins, Addi Artman, þurfti að láta ljós sitt skína. Sagði hann það dásamlegt, að Íslendingar hefðu ekki gleymt listunum í öllum þessum pen- ingahremmingum. Þrátt fyrir allt væri verið að klára Tónlistarhöll- ina, Listahátíðin yrði haldin á sín- um tíma og landsmenn hefðu meiri áhuga á málverkaeign bankanna en gjaldeyriseign þeirra. Það væri spurning, hvort ekki ætti að láta Listasafn ríkisins taka upp banka- starfsemi. Goya Goodnation (Gauja Guðna- son) gat nú ekki á sér setið. Hún er af léttasta skeiði, fín með sig, þrígift, vel stæð og eyddi hverju sumri í Evrópu, gamla heim- inum, eins og hún kallaði það. Henni var mikið niðri fyrir og var næstum grát- klökk. „Þegar ég yf- irgaf Ísland fyrir hálfri öld, bjó í mínu fallega landi heiðarleg og góð þjóð. Hún hafði alla möguleika á því að geta dafnað og vax- ið. En einhver ósköpin komu fyrir fólkið og allt breyttist til hins verra. Og ég læt nú vera, þótt þjóðin eyðilegði allt fyrir sér í heimalandinu, en það var sko ekki nóg. Hún eyðilagði líka mannorð Íslendinga í útlöndum. Það er ekki verið að taka tillit til okkar, sem þar búum. Vinafólk mitt í Eng- landi, sem ég ætlaði að heimsækja í sumar, hefir látið mig vita, að ég sé ekki velkomin. Svilkona mín í Hollandi segir, að farið sé að kalla okkur Nígeríumenn norðursins.“ Og svo brast Goya í grát. Olli ofursti bað um orðið. Hann er afdankaður flugforingi og aðalstríðsráðgjafi klúbbsins. Hann sagði, að víst væru fjármálin al- varleg, en hann teldi varnarmálin enn alvarlegri. Það væri Íslend- ingum til skammar að fara bónleið til ýmissa þjóða um að senda þot- ur í lofthelgiseftirlit. Við gætum ábyggilega fengið leigðar tvær notaðar F-15 orrustuþotur og þjálfað nokkra flugmenn. Svo hefði Kaninn gefið okkur heila herstöð. Sagðist ofurstinn hér með bjóða fram sína krafta og þekk- ingu til að stýra verkinu gratís fyrir íslenzka þjóð. Fundarstjóri virtist ekki ánægð- ur, þegar Gummi Guy bað um orð- ið. Hann er þekktur fyrir óábyrgt tal og lætur sig staðreyndir oft litlu máli skipta. Og nú tók hann til máls: „Hvað sem allir aðrir segja, er ég hreykinn af löndum mínum. Það er tekið eftir okkur í hinum stóra heimi og við höfum verið virkir þátttakendur í hinu mikla efnahagshruni. Tímaritið Time heiðraði okkur m.a. með því að telja okkar mann, Davíð Odds- son, einn af þeim 25 afreks- mönnum, sem orsakað hefðu kreppuna. Íslenzku útrásarvíking- arnir fetuðu í fótspor dönsku vík- inganna, sem rændu og rupluðu á Bretlandseyjum þúsund árum áð- ur. En okkar menn þurftu ekki að drepa neinn. Með yfirburða snilld og dugnaði tókst þeim að setja á stofn eða kaupa banka, sem Eng- lendingar slógust um að troða peningum í, einstaklingar, stofn- anir, sveitarfélög, sjúkrahús og jafnvel Scotland Yard. Geri ein- hver betur! En það er bara eitt, sem ég ekki skil. Dönsku víking- arnir komu með ránsfenginn heim til Danmerkur. Hvað gerðu okkar víkingar við sitt góss?“ Fædd í kreppu – dáin í kreppu Eftir Þóri S. Gröndal Þórir S. Gröndal » „Svilkona mín í Hol- landi segir, að farið sé að kalla okkur Níger- íumenn norðursins“, sagði Goya Goodnation og brast í grát. Höfundur er fyrrverandi fisksali í Flórída. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.