Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 ÞETTA eru um- breytingatímar fyrir íslenska vinnustaði sem hafa margir hverjir þurft að grípa til uppsagna. Fyrir utan þann tilfinn- ingalega skaða sem hlýst af uppsögnum er einnig um að ræða áþreifanlegan kostn- að þegar margra ára þekking og reynsla hverfur. Mikil hætta er á að uppsagnir geti skap- að ófyrirséð vandamál þegar fólk með verðmæta þekkingu hverfur á brott. Þetta getur haft áhrif á menninguna á þann hátt að þekk- ingunni er ekki deilt og hagnýtt eins vel og áður. Oft eykst álagið eftir uppsagnir á meðan þekking- arstarfsmönnum fækkar, sem þýð- ir að þekkingin þynnist út. Tap á leyndri þekkingu Til eru tveir flokkar þekkingar: ljós þekking („know what“) og leynd þekking („know how“). Ljós þekking er oft sýnileg og hana er hægt að geyma í gagnagrunnum og skjölum. Leynd þekking er oft ósýnileg og á rætur sínar að rekja til reynslu, lífsgilda og tilfinning- arinnar að „svona eigi að gera hlut- ina“. Þegar kemur að þekking- artapi í uppsögnum er mikilvægt að huga að eftirfarandi atriðum: 1. Mannlegri þekk- ingu – því sem starfs- menn vita eða kunna. 2. Félagslegri þekk- ingu (tengslum) – því hvernig vinnustað- urinn deilir þekkingu, byggir upp tengsl og vinnur saman sem heild. 3. Menningarlegri þekkingu – því hvern- ig vinnustaðurinn nýt- ir sameiginlega þekk- ingu og hver gildi hans eru. 4. Ferlum og kerfum – varðar áþreifanlega þekkingu sem byggist á reglum. Yfirleitt eru vinnustaðir ekki vel undirbúnir þegar kemur að fyrstu þremur atriðunum sem flokkast sem leynd þekking. Sem dæmi um fyrirtæki sem stendur sig vel í að halda í þekk- ingu á þessum umrótatímum er Toyota Motor Company. Stjórn- endur þar þurftu að draga verulega úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar. Ákveðið var að láta hæfileikaríka starfsmenn verja tíma í þjálfun og taka þátt í um- bótaverkefnum, eitthvað sem þeir höfðu ekki mikinn tíma til þegar allt var á uppleið. Forstjóri fyr- irtækisins segir að það sé fjarstæða að halda að leiðin upp á við verði auðveld ef starfsfólki er sagt upp en þurfi svo að fara í gegnum end- urráðningu og þjálfun nokkrum mánuðum seinna. Að sjálfsögðu komast ekki allir vinnustaðir hjá því að segja upp. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tryggja að verðmæt og nauðsynleg þekking tapist ekki með því að:  Skilgreina hvaða þekking er mikilvæg hlutverki og sam- keppnisforskoti vinnustað- arins.  Ákveða kerfisbundið hverjum verði sagt upp þannig að þeir sem búa yfir mikilvægri þekkingu séu ekki á listanum.  Koma fram af virðingu við þá sem fá uppsagnarbréfið. Það gæti þurft að endurráða þá seinna. Í öllum krísum felast tækifæri. Niðursveiflan og uppsagnirnar geta haft þau áhrif að vinnustaðir verði miklu leiknari í að safna, varðveita, deila og hagnýta þekkingu. Þetta gæti fleytt þeim áfram næstu ára- tugina. Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Khulman » Í öllum krísum felast tækifæri. Niður- sveiflan getur haft þau áhrif að vinnustaðir verði leiknari í að safna, varðveita, deila og hag- nýta þekkingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Þekkingartap í uppsögnum , , ÞRJÚ aðalefnin í fæðunni eru prótín, kolvötn og fita. Fitan er flóknust efnafræði- lega séð vegna fjölda fitusýra og enn flókn- ari efnaskipta í frum- um okkar. Um 99% allrar náttúrulegrar fitu eru estrar glýse- róls og einhverra þriggja fitusýra, og kallast lípíð. Þá eru a.m.k. 3 fitu- sýrur lífsnauðsynlegar og voru þær því í byrjun nefndar vítamín F. Fæðan er ýmist með fitu falda í sér eða fitan er sýnileg eða mjög hrein. Þá er fitan flokkuð í fasta og fljótandi miðað við herbergishita. Fasta fitan er að miklu eða öllu leyti mettuð en hin ómettuð og fljótandi vegna gerðar fitusýranna, fituolía. Við meltum líklega allt að 100% allrar fitu sem er fljótandi við líkamshita í fríar fitusýrur, en illa fasta fitu. Þá má breyta ómettuðum fitusýrum með hita í ekki nátt- úruleg efni, alls óþekkt frumum okkar og forfeðra. Í blóði frísks einstakling var fyrir 50 árum í Nor- egi eðlilegt að væru um 1⁄3 mett- aðar, um 1⁄3 einómettaðar og um 1⁄3 fleirómettaðar fitusýrur, en af þeim var um 70% línólsýra (tvíómettuð) og þá allar aðrar gerðir upp í sex- ómettaðar. Fimm- og sexómettaðar fitusýrur eru bara ekki í jurta- olíum. Þessi samsetning blóðfit- unnar speglar fitumataræðið. Fitusýrur eru yfirleitt byggðar upp af sameindum með beinum keðjum kolefnisatóma líkt og jarð- olía. Algengast eru keðjur með frá 4 upp í 24 kolefnisatóm. Séu bara einföld efnatengi milli kolefnanna er fitusýran nefnd mettuð, en séu einn, tveir eða upp í 6 tvíefnatengi er fitusýran ómettuð. Fitusýrur með tvö eða fleiri tvítengi nefnast margómettaðar og lifrin getur ekki efnasmíðað þær. Til að gera þetta allt flóknara er talað um hópa eða flokka fitusýra eins og ómega-3 og ómega-6, en þá er átt við tvítengi frá 3. eða 6. kolefnisatómi talið að sýruenda keðjunnar án tillits til fjölda kolefnisatóma. Báðir nefndir flokkar hafa 9 fitusýrur hvor og eru í þeim fyrri ein lífsnauðsynleg fitusýra, en tvær í hinum. Önnur þeirra finnst ekki í plöntum. svo heitið geti. Þessum þrem fitusýrum breytir líkaminn eftir þörfum í þrjár gerðir prostagladina, sem eru skammlíf hormón, sem hafa áhrif á vöxt, storknun blóðsins og bólgur og fleira eða á t.d. liðagigt og hjarta- og æðasjúkdóma almennt. Mest er í náttúrulegri fitu af olíu- sýru, sem er einómettuð með 18 kolefnisatóm. Hún er talin hlutlaus, þ.e. hafi engin áhrif á hjarta- og æða- eða liðasjúkdóma. Það liðu um 40 ár frá uppgötvun F-vítamínanna til þess að Nóbelsverðlaunin voru veitt 1982 fyrir stórmerkilegar rannsóknir á lífefnafræði í, efnum sem lífhvatar líkamans smíða úr þessum þremur lífsnauðsynlegum fitusýrum, efni sem eru bara mynd- uð er þeirra er þörf og endast mjög stutt. Við tölum um landdýra- og sjáv- ardýrafitu og svo jurtaolíur. Stað- reyndin er sú að í plöntum er næstum bara að finna mikið magn þriggja ómett- aðra fitusýra og þá ein-, tví- og þríómett- aðra, öfugt við sjáv- ardýr sem innihalda allar hinar ómettuðu gerðir í þónokkru magni. Í mettaðri fitu er í bæði jurtum og sjávardýrum mest mettaðar fitusýrur með 16 og 18 kolefn- isatóm, og þá 12 kolefnisatóm hjá jarðargróðri og 14 í sjávardýrafitu. En hvað hefur verið að gerast alla 20. öldina. Unnar matvörur héldu innreið sína og unnum jurta- olíum er í dag líkt við hvíta syk- urinn og hvíta hveitið, sem sé mjög varasamt. Alla öldina og enn er rif- ist um magn fitu í mataræðinu. Fjöldi fólks, sem neytir jurtafæðis er með fituhungur sem er einkenni skorts á lífsnauðsynlegum fitusýr- um. Gerð fitunnar sem við neytum ræður samsetningu hennar í frum- unum og hefur hlutfall omega-6 á móti omega-3 lífsnauðsynlegra fitu- sýra raskast margfalt. Þetta veldur meiri myndun bólgumyndandi og blóðstorknandi prostagladíns, en minna af því prostagladíni, sem dregur úr hvoru tveggja. Og áhrifin á Vesturlöndum láta ekki á sér standa í menningarsjúkdómum. Dýrafita er líklega mun hollari en talið var því hún raskar lítið hlut- föllum þessara lífsnauðsynlegu fitu- sýra. Án fjölómettaðra fitusýra væri engin framtíð mannkynsins en það er maturinn sem getur fært okkur þær sem betur fer. Þá er fróðlegt að lesa í Sjálfs- ævisögu Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar er hann segir frá breytingum á mataræði sínu eftir heilablóðfall. Hann hellti sér í fitu- ríkt mataræði líkt og eskimóar og varð gott af, þrátt fyrir ráðlegg- ingar um annað þar vestra. Hann kallaði þetta sitt 3. steinaldarmat- aræði. Þá var hann líka kominn með stirðleika og verki í gang- hreyfiliði, sem einnig hurfu. Það eina sem honum líklega yfirsást, var að munur er á landdýra- og sjávardýrafitu. Hjarta- og æða- sjúkdómar voru víst mjög sjaldgæf- ir meðal eskimóa, þrátt fyrir mikla fituneyslu aðallega úr sjávarríkinu. Allt að 10 g af lýsi daglega eða 1- 2% af af lífsnauðsynlegum fitusýr- um ku nægja til að tryggja okkur þessar fitusýrur, sem eru líka í nokkru magni í feitum fiski eins og villtum laxi, sardínum, lúðu og tún- fiski, en sáralítið í þorsk- eða ýsuf- laki. Þá er smjör, rjómi og feitt kindakjöt líka talið gott í þessu sambandi. Fitan – nútíma- fæði eða steinald- armataræði? Eftir Pálma Stefánsson »Menningarsjúkdóm- ar jukust alla síð- ustu öld á Vesturlönd- um. Spurningin er hvort ekki megi kenna van- heilsunni um vaxandi þátt unninna matvæla í fæðunni? Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. GítarhetjuhátíðAkureyri2009á Græni hatturinn í samtarfi við Blúsfélag Akureyrar stendur fyrir þriggja daga tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki! Fram koma gítarleikararnir: Björn Thoroddsen Gunnar Þórðarson Halldór Bragason Hallgrímur Ingvason Jón Páll Bjarnason Kristján Edelstein Ómar Guðjónsson Thiago Trinsi Auk þeirra: Birgir Baldursson Davíð Þór Jónsson Gunnlaugur Briem Jóhann Ásmundsson Róbert Þórhallsson Halldór G. Hauksson Stefán Gunnarsson Stefán Ingólfsson Valgarður Óli Ómarsson Wolfgang Frosti Zahr Fimmtudagskvöld kl. 21.00 Kristján Edelstein tríó Hallgrímur Ingvason og hljómsv. Gunnar Þórðarson og vinir Miðaverð kr. 2.000,- Föstudagur kl. 14.10 50 manna gítarkór í göngugötunni Föstudagur kl. 15.00 Masterclass á vegum Tónlistarskólans á Græna hattinum Föstudagskvöld kl. 21.00 Ómar Guðjónsson Halldór Bragason Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit skipaðri: Birgi Baldurssyni, trommur, Róberti Þórhallssyni, bassi Davíð Þór Jónssyni, Hammond orgel Miðaverð kr. 2.000,- Laugardagur kl. 16.00 Gítarhetjutónleikar fyrir yngstu kynslóðina og þau sem ekki komast á hina viðburðina vegna aldurs. Miðaverð kr. 500,- Laugardagskvöld kl. 21.00 Thiago Trinsi tríó Jón Páll Bjarnason og hljómsveit All Star Gítardjamm: Björn Thoroddsen Halldór Bragason Hallgrímur Ingvason Jón Páll Bjarnason Kristján Edelstein Ómar Guðjónsson Thiago Trinsi Auk þeirra: Birgir Baldursson, trommur, Róbert Þórhallsson, bassi Miðaverð kr. 2.500,- Dagskrá: R A R I K E R M ÁT TA R S T Ó L P I M E N N I N G A R Í E Y Þ I N G I 30. apríl - 2. maí Forsala í Eymundsson, Hafnarstræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.